Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Samúel Karl Ólason skrifar 11. maí 2025 08:12 Vladimír Pútín, forseti Rússlands. AP/Sergei Bobylev Vladimír Pútín, forseti Rússlands, lagði til í gær að hefja beinar viðræður við Úkraínumenn í Tyrklandi í vikunni. Var það í kjölfar þess að leiðtogar Bretlands, Frakklands, Þýskalands og Póllands kröfðust þess að Pútín samþykkti almenn þrjátíu daga vopnahlé, sem ríkisstjórn Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna, hefur lagt til. Leiðtogarnir fjórir sögðu að ef Pútín yrði ekki við þeirri kröfu yrðu refsiaðgerðir gegn Rússlandi hertar til muna. Sögðu þeir Trump styðja þessa kröfu. Í ávarpi sem hann hélt seint í gærkvöldi snerti Pútín ekki á kröfu þjóðarleiðtoganna en sagði að Evrópubúar kæmu „dónalega“ fram við Rússa með úrslitakostum. Hann sagði að mögulega yrði hægt að ræða vopnahlé seinna en fyrst ætti að hefja á nýjan leik beinar viðræður við Úkraínu um það sem hann kallaði og hefur lengi kallað grunnástæður innrásar hans í Úkraínu. Pútín vísaði einnig til fyrri viðræðna ríkjanna í Tyrklandi, skömmu eftir innrás Rússa í Úkraínu, og sagði Úkraínumenn hafa bundið enda á þær viðræður. Hann hefur ítrekað haldið því fram að Úkraínumenn standi í vegi friðar eftir innrás sem hann skipaði inn í Úkraínu. Úkraínumenn hafa ítrekað sagt að viðræðurnar í Tyrklandi á sínum tíma ekki hafa snúist um frið, heldur uppgjöf. Sjá einnig: Viðræðurnar snerust um uppgjöf, ekki frið Dmitrí Peskóv, talsmaður Pútíns, sagði blaðamönnum í morgun að markmið viðræðna við Úkraínumenn væri að tækla grunnástæður innrásarinnar og tryggja hagsmuni Rússlands. Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, hefur sagt að hann sé tilbúinn til beinna viðræðna við Rússa. Fyrst þurfi þó að koma á vopnahléi. Í yfirlýsingu sem hann sendi frá sér í morgun sagði Selenskí að ummæli Pútíns væru jákvæð og virtust benda til þess að Rússar væru loksins byrjaðir að íhuga að binda enda á stríðið. Heimurinn hefði allur beðið eftir þessu í langan tíma. Hann sagði þó að það væri óþarfi að halda drápinu áfram og að hann byggist við því að Pútín samþykkti almennt vopnahlé á morgun, eins og lagt hefur verið fram, og eftir það væri Úkraínumenn tilbúnir til viðræðna. It is a positive sign that the Russians have finally begun to consider ending the war. The entire world has been waiting for this for a very long time. And the very first step in truly ending any war is a ceasefire.There is no point in continuing the killing even for a single…— Volodymyr Zelenskyy / Володимир Зеленський (@ZelenskyyUa) May 11, 2025 Sakar Pútín um tafir, aftur Emmanuel Macron, forseti Frakklands, var einn þeirra sem krafðist vopnahlés í gær. Hann sagði blaðamönnum eftir ummæli Pútíns að um jákvætt skref væri að ræða. Viðræður ættu þó ekki að hefjast á undan vopnahléi. Macron sagði, samkvæmt frétt Le Parisien, að tillaga Pútíns sýndi að hann væri að reyna að vinna sér inn tíma. Hann væri að reyna að tefja viðræður, eins og Macron hefur ítrekað sakað Pútín um. Macron hefur einnig tjáð sig um tillögu Pútíns á X. Þar segir forsetinn að viðræður geti ekki átt sér stað meðan „vopnin tala“ og á meðan Rússar varpi sprengjum á óbreytta borgara. In Kyiv and alongside President Trump, we made a clear proposal: an unconditional 30-day ceasefire starting on Monday.President Zelensky committed without setting any condition. We now expect an equally clear response from Russia. There can be no negotiations while…— Emmanuel Macron (@EmmanuelMacron) May 11, 2025 Pútín og aðrir ráðamenn í Rússlandi hafa nokkrum sinnum frá því í mars talað um vopnahléstillögu Trumps frá því þær voru fyrst lagðar fram snemma í mars. Þeir hafa ekki viljað samþykkja þær, en þær snúast í raun um almennt vopnahlé í þrjátíu daga, án skilyrði. Þess í stað hafa Rússar lagt fram eigin kröfur fyrir vopnahlé og hafa þeir fyrir vikið verið gagnrýndir af evrópskum ráðamönnum fyrir að þykjast vilja frið en standa í vegi hans. Sjá einnig: Segist opinn fyrir vopnahléi en hafnar tillögu Trumps Trump hefur einnig tjáð sig um ummæli Pútíns og virðist hann taka þeim fagnandi. Hann skrifaði á Truth Social, hans eigin samfélagsmiðil, að vonandi væri hægt að binda enda á „blóðbaðið“ sem hefði kostað hundruð þúsunda lífa. „Þetta verður glænýr, og mun betri, HEIMUR,“ skrifaði Trump. Hann hét því að vinna áfram með báðum aðilum. Með umfangsmiklar kröfur Fregnir hafa borist af því að Trump og hans helstu ráðgjafar séu óánægðir með hve illa þeim hefur gengið að koma á friði og hafa þeir ítrekað talað um að ganga frá samningaborðinu, ef svo má segja. Sjá einnig: Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Rússar hafa ítrekað lagt fram umfangsmiklar kröfur sem skilyrði fyrir friði og hafa þær tekið litlum breytingum frá upphafi innrásar þeirra. Má þar nefna að Úkraína verði ekki aðili að NATO, lýsi yfir ævarandi hlutleysi, leggi niður vopn og takmarki stærð herja sinna verulega. Einnig krefjast Rússar fulla stjórn á öllum svæðum sem þeir stjórna og meira en það. Auk þess eiga Rússar að gangast „afnasistavæðingu“. Rússar hafa lengi haldið því fram að Úkraínu sé stýrt af nasistum en það er rangt. Rússland Vladimír Pútín Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Donald Trump Hernaður Tengdar fréttir Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Kim Jong Un, einræðisherra Norður-Kóreu, segir þátttöku dáta hans í stríðinu í Úkraínu og í Rússlandi vera réttláta. Norður-Kórea hafi nýtt fullveldi sitt til að koma bræðraþjóð til aðstoðar. 10. maí 2025 09:43 Kristrún ræddi við Trump og Selenskíj á fundi JEF-ríkja Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra er stödd í Osló á fundi um varnarmál með fulltrúum Norðurlanda, Eystrasaltsríkja og fleiri ríkja sem tilheyra JEF-ríkjunum. 9. maí 2025 12:53 Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök Ógn gegn Noregi hefur aldrei verið meiri en nú. Stjórnvöld þar í landi kynntu í dag sérstaka þjóðaröryggisstefnu og hvetur forsætisráðherrann landa sína til að vera viðbúna átökum. 8. maí 2025 19:01 Mest lesið Lést samstundis þegar ekið var á hana á 143 kílómetra hraða Innlent Bankinn hefur samband ef hann skuldar þér pening Innlent Rússneskur kafbátur í fylgd sænska hersins Erlent Ólga vegna samskiptaleka: „Ég elska Hitler“ Erlent Viðkvæmur friður þegar í hættu? Erlent Karlmaður í haldi vegna gruns um brot gegn barni í Hafnarfirði Innlent Dónatal í desember Erlent Biður Pútín um að afhenda Assad Erlent „Það er allt svart þarna inni“ Innlent Nærliggjandi hús rýmt þegar eldur kom upp á Ásbrú í morgun Innlent Fleiri fréttir Ólga vegna samskiptaleka: „Ég elska Hitler“ Metaukning koltvísýrings rakin til losunar manna og gróðurelda Biður Pútín um að afhenda Assad Hæstiréttur hafnar Alex Jones Lecornu eygir von eftir ákvörðun um að fresta hækkun eftirlaunaaldursins Segja eitt líkanna ekki vera gísl Dónatal í desember Rússneskur kafbátur í fylgd sænska hersins Viðkvæmur friður þegar í hættu? Ræðumaður á íslenskri friðarráðstefnu rannsakaður fyrir valdaránsáætlun Vona að Trump sé til í að auka pressuna á Pútín Aftur heppnast geimskot Starship Hegseth í stríði við blaðamenn Forseti Madagaskar flúinn og herinn við völd Persónuleg símanúmer þekktra einstaklinga birt á vefnum Sarkozy hefur afplánun í næstu viku Aðeins fjórum líkum af 28 skilað og óvíst um afvopnun Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Hvað svo? Trump segir næsta fasa friðaráætlunar hafinn Tugir látnir eftir úrhelli í Mexíkó Dóttir bæjarstjórans grunuð um árásina Bein útsending: Mikil fagnaðarlæti í Palestínu og Ísrael Bein útsending: Trump ávarpar ísraelska þingið Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Halda æfingu fyrir finnska þingmenn í neyðarskýli Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni „Hafið engar áhyggjur af Kína, það verður allt í góðu lagi“ Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Sjá meira
Leiðtogarnir fjórir sögðu að ef Pútín yrði ekki við þeirri kröfu yrðu refsiaðgerðir gegn Rússlandi hertar til muna. Sögðu þeir Trump styðja þessa kröfu. Í ávarpi sem hann hélt seint í gærkvöldi snerti Pútín ekki á kröfu þjóðarleiðtoganna en sagði að Evrópubúar kæmu „dónalega“ fram við Rússa með úrslitakostum. Hann sagði að mögulega yrði hægt að ræða vopnahlé seinna en fyrst ætti að hefja á nýjan leik beinar viðræður við Úkraínu um það sem hann kallaði og hefur lengi kallað grunnástæður innrásar hans í Úkraínu. Pútín vísaði einnig til fyrri viðræðna ríkjanna í Tyrklandi, skömmu eftir innrás Rússa í Úkraínu, og sagði Úkraínumenn hafa bundið enda á þær viðræður. Hann hefur ítrekað haldið því fram að Úkraínumenn standi í vegi friðar eftir innrás sem hann skipaði inn í Úkraínu. Úkraínumenn hafa ítrekað sagt að viðræðurnar í Tyrklandi á sínum tíma ekki hafa snúist um frið, heldur uppgjöf. Sjá einnig: Viðræðurnar snerust um uppgjöf, ekki frið Dmitrí Peskóv, talsmaður Pútíns, sagði blaðamönnum í morgun að markmið viðræðna við Úkraínumenn væri að tækla grunnástæður innrásarinnar og tryggja hagsmuni Rússlands. Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, hefur sagt að hann sé tilbúinn til beinna viðræðna við Rússa. Fyrst þurfi þó að koma á vopnahléi. Í yfirlýsingu sem hann sendi frá sér í morgun sagði Selenskí að ummæli Pútíns væru jákvæð og virtust benda til þess að Rússar væru loksins byrjaðir að íhuga að binda enda á stríðið. Heimurinn hefði allur beðið eftir þessu í langan tíma. Hann sagði þó að það væri óþarfi að halda drápinu áfram og að hann byggist við því að Pútín samþykkti almennt vopnahlé á morgun, eins og lagt hefur verið fram, og eftir það væri Úkraínumenn tilbúnir til viðræðna. It is a positive sign that the Russians have finally begun to consider ending the war. The entire world has been waiting for this for a very long time. And the very first step in truly ending any war is a ceasefire.There is no point in continuing the killing even for a single…— Volodymyr Zelenskyy / Володимир Зеленський (@ZelenskyyUa) May 11, 2025 Sakar Pútín um tafir, aftur Emmanuel Macron, forseti Frakklands, var einn þeirra sem krafðist vopnahlés í gær. Hann sagði blaðamönnum eftir ummæli Pútíns að um jákvætt skref væri að ræða. Viðræður ættu þó ekki að hefjast á undan vopnahléi. Macron sagði, samkvæmt frétt Le Parisien, að tillaga Pútíns sýndi að hann væri að reyna að vinna sér inn tíma. Hann væri að reyna að tefja viðræður, eins og Macron hefur ítrekað sakað Pútín um. Macron hefur einnig tjáð sig um tillögu Pútíns á X. Þar segir forsetinn að viðræður geti ekki átt sér stað meðan „vopnin tala“ og á meðan Rússar varpi sprengjum á óbreytta borgara. In Kyiv and alongside President Trump, we made a clear proposal: an unconditional 30-day ceasefire starting on Monday.President Zelensky committed without setting any condition. We now expect an equally clear response from Russia. There can be no negotiations while…— Emmanuel Macron (@EmmanuelMacron) May 11, 2025 Pútín og aðrir ráðamenn í Rússlandi hafa nokkrum sinnum frá því í mars talað um vopnahléstillögu Trumps frá því þær voru fyrst lagðar fram snemma í mars. Þeir hafa ekki viljað samþykkja þær, en þær snúast í raun um almennt vopnahlé í þrjátíu daga, án skilyrði. Þess í stað hafa Rússar lagt fram eigin kröfur fyrir vopnahlé og hafa þeir fyrir vikið verið gagnrýndir af evrópskum ráðamönnum fyrir að þykjast vilja frið en standa í vegi hans. Sjá einnig: Segist opinn fyrir vopnahléi en hafnar tillögu Trumps Trump hefur einnig tjáð sig um ummæli Pútíns og virðist hann taka þeim fagnandi. Hann skrifaði á Truth Social, hans eigin samfélagsmiðil, að vonandi væri hægt að binda enda á „blóðbaðið“ sem hefði kostað hundruð þúsunda lífa. „Þetta verður glænýr, og mun betri, HEIMUR,“ skrifaði Trump. Hann hét því að vinna áfram með báðum aðilum. Með umfangsmiklar kröfur Fregnir hafa borist af því að Trump og hans helstu ráðgjafar séu óánægðir með hve illa þeim hefur gengið að koma á friði og hafa þeir ítrekað talað um að ganga frá samningaborðinu, ef svo má segja. Sjá einnig: Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Rússar hafa ítrekað lagt fram umfangsmiklar kröfur sem skilyrði fyrir friði og hafa þær tekið litlum breytingum frá upphafi innrásar þeirra. Má þar nefna að Úkraína verði ekki aðili að NATO, lýsi yfir ævarandi hlutleysi, leggi niður vopn og takmarki stærð herja sinna verulega. Einnig krefjast Rússar fulla stjórn á öllum svæðum sem þeir stjórna og meira en það. Auk þess eiga Rússar að gangast „afnasistavæðingu“. Rússar hafa lengi haldið því fram að Úkraínu sé stýrt af nasistum en það er rangt.
Rússland Vladimír Pútín Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Donald Trump Hernaður Tengdar fréttir Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Kim Jong Un, einræðisherra Norður-Kóreu, segir þátttöku dáta hans í stríðinu í Úkraínu og í Rússlandi vera réttláta. Norður-Kórea hafi nýtt fullveldi sitt til að koma bræðraþjóð til aðstoðar. 10. maí 2025 09:43 Kristrún ræddi við Trump og Selenskíj á fundi JEF-ríkja Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra er stödd í Osló á fundi um varnarmál með fulltrúum Norðurlanda, Eystrasaltsríkja og fleiri ríkja sem tilheyra JEF-ríkjunum. 9. maí 2025 12:53 Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök Ógn gegn Noregi hefur aldrei verið meiri en nú. Stjórnvöld þar í landi kynntu í dag sérstaka þjóðaröryggisstefnu og hvetur forsætisráðherrann landa sína til að vera viðbúna átökum. 8. maí 2025 19:01 Mest lesið Lést samstundis þegar ekið var á hana á 143 kílómetra hraða Innlent Bankinn hefur samband ef hann skuldar þér pening Innlent Rússneskur kafbátur í fylgd sænska hersins Erlent Ólga vegna samskiptaleka: „Ég elska Hitler“ Erlent Viðkvæmur friður þegar í hættu? Erlent Karlmaður í haldi vegna gruns um brot gegn barni í Hafnarfirði Innlent Dónatal í desember Erlent Biður Pútín um að afhenda Assad Erlent „Það er allt svart þarna inni“ Innlent Nærliggjandi hús rýmt þegar eldur kom upp á Ásbrú í morgun Innlent Fleiri fréttir Ólga vegna samskiptaleka: „Ég elska Hitler“ Metaukning koltvísýrings rakin til losunar manna og gróðurelda Biður Pútín um að afhenda Assad Hæstiréttur hafnar Alex Jones Lecornu eygir von eftir ákvörðun um að fresta hækkun eftirlaunaaldursins Segja eitt líkanna ekki vera gísl Dónatal í desember Rússneskur kafbátur í fylgd sænska hersins Viðkvæmur friður þegar í hættu? Ræðumaður á íslenskri friðarráðstefnu rannsakaður fyrir valdaránsáætlun Vona að Trump sé til í að auka pressuna á Pútín Aftur heppnast geimskot Starship Hegseth í stríði við blaðamenn Forseti Madagaskar flúinn og herinn við völd Persónuleg símanúmer þekktra einstaklinga birt á vefnum Sarkozy hefur afplánun í næstu viku Aðeins fjórum líkum af 28 skilað og óvíst um afvopnun Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Hvað svo? Trump segir næsta fasa friðaráætlunar hafinn Tugir látnir eftir úrhelli í Mexíkó Dóttir bæjarstjórans grunuð um árásina Bein útsending: Mikil fagnaðarlæti í Palestínu og Ísrael Bein útsending: Trump ávarpar ísraelska þingið Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Halda æfingu fyrir finnska þingmenn í neyðarskýli Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni „Hafið engar áhyggjur af Kína, það verður allt í góðu lagi“ Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Sjá meira
Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Kim Jong Un, einræðisherra Norður-Kóreu, segir þátttöku dáta hans í stríðinu í Úkraínu og í Rússlandi vera réttláta. Norður-Kórea hafi nýtt fullveldi sitt til að koma bræðraþjóð til aðstoðar. 10. maí 2025 09:43
Kristrún ræddi við Trump og Selenskíj á fundi JEF-ríkja Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra er stödd í Osló á fundi um varnarmál með fulltrúum Norðurlanda, Eystrasaltsríkja og fleiri ríkja sem tilheyra JEF-ríkjunum. 9. maí 2025 12:53
Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök Ógn gegn Noregi hefur aldrei verið meiri en nú. Stjórnvöld þar í landi kynntu í dag sérstaka þjóðaröryggisstefnu og hvetur forsætisráðherrann landa sína til að vera viðbúna átökum. 8. maí 2025 19:01