Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir skrifar 10. maí 2025 10:03 Í dag er sumarið komið, allavega samkvæmt dagatali, sólin fer stöðugt hækkandi og sólarstundum fjölga eða þegar veðurguðirnir leyfa. Almenn þekking er að sólin hefur áhrif á daglegt líf okkar og heilsu. Með hækkandi sól verður fólk ekki einungis vart við fallegri og frísklegri húð heldur eykst yfirleitt kraftur og úthald. Sólin gerir það að verkum að líkaminn framleiðir D-vítamín sem er nauðsynlegt við uppbyggingu beina en einnig eru vísbendingar um að D-vítamín geti lækkað dánartíðni fólks. Útfjólubláir geislar sólar eru ástæða þess að líkaminn framleiðir D-vítamín. En hvað eru útfjólubláir geislar? Útfjólubláir geislar eru sólargeislar sem kallast UV. UVA og UVB eru bylgjur sem ná til jarðar og geta valdið skaða á óvarinni húð. Hversu mikil UV geislunin er fer eftir árstíð, tíma dags og veðurfari. Sólin er sterkust á sumrin í kringum hádegi því getur verið mikilvægt að verja sig gegn sólargeislum og jafnvel forðast útivist á milli klukkan 11-15 á daginn, sérstaklega ef mikil sól er. Er munur á UVA og UVB? Já. UVB eru stuttar bylgjur sem geta valdið bruna og krabbameini. Allir þekkja sólarvarnir merktar með SPF gildi. SPF á við um hversu mikla vörn sólarvörnin hefur gegn þessum UVB bylgjum. Sólarvörn með SPF 15 stoppar um 92% sólargeisla, SPF30 yfir 96% og SPF50 stoppar yfir 98% geislanna. Hins vegar eru UVA bylgjur almennt minna þekktar. Þær eru langar bylgjur sem fara djúpt í húðina og valda öldrun. Þær geta valdið litabreytingum í húð og krabbameini. UVA bylgjur fara í gegnum gler því getur verið mjög mikilvægt að verja sig þrátt fyrir að vera innan dyra. Hafa skal í huga að UVA bylgjur fara líka í gegnum ský og þoku. Flestir ef ekki allir vita að sólin getur verið skaðleg og valdið bruna á húð en við sem erum með rauða úlfa þurfum að fara sérstaklega varlega og jafnvel forðast sólina. Rauðir úlfar eða lupus er sjálfsofnæmissjúkdómur þar sem ónæmiskerfi líkamans er ofvirkt, það virkar of mikið… Hvernig þá? Ónæmiskerfi líkamans er varnarkerfi þar sem frumur eiga að eyða sýktum frumum sem hafa orðið fyrir árás af t.d. sýklum eða bakteríum. Það sem gerist við sjálfsofnæmi er að í stað þess að eyða einungis sýktum frumum þá fer ónæmiskerfið að eyða heilbrigðum frumum og líffærum eins og í húð, liðamótum, nýrum, hjarta- og æðakerfi eða taugakerfi. Flestir vita að við sólbað fá margir fallegan lit á húð og frísklegra útlit. Það sama gerist hjá mörgum með rauða úlfa en aðrir fá roða í húð eins og sólbruna eða rauðar skellur með hrúðri sem getur verið afar erfitt að losna við. Eitt af aðaleinkennum sjúkdómsins er roði yfir kinnar og nef sem líta út eins og útbreyddir fiðrildavængir. Þegar flestir fara í sólbað til að fá fallegan lit á húðina þá ræðst ónæmiskerfi líkamans á þær frumur sem hafa eyðilagst. Sjúkdómurinn rauðir úlfar gerir það að verkum að ónæmiskerfið ræðst ekki bara á ónýtar frumur heldur líka heilbrigðar frumur. Þess vegna er okkur svo mikilvægt að verjast sólinni þó svo við sjáum ekki eða finnum ekki fyrir neinum viðbrögðum í húðinni. Þetta kallast ljósnæmi og getur verið mjög mismunandi eftir sjúklingum. Sumir finna strax fyrir óþægindum í húð eða fá verki eins og liðverki og þreytu en aðrir finna ekki fyrir neinu. Það sem ekki er öllum kunnugt er að sjúkdómseinkenni geta komið fram mörgum vikum eða jafnvel mánuðum eftir að einstaklingur var í sól. Ástæðan fyrir því að ein af aðalmeðferðum við rauðum úlfum er að forðast sól er sú að ónæmiskerfið getur valdið skemmdum á líffærum eins og komið hefur fram. Fólk með rauða úlfa er ekki með sólarofnæmi heldur veldur sólin ofnæmisviðbrögðum í líkamanum. Vegna þess hve seint einkenni koma fram gera sjúklingar sér oft ekki grein fyrir því að sólböð valda þessum einkennum sem kallast lúpusköst. En þau eru mjög algeng á haustinn og snemma á veturna. Eftir því sem einstaklingur er yngri þegar hann finnur fyrir einkennum rauðra úlfa því viðkvæmari er hann fyrir sólarljósi. Hvernig get ég þá varið mig? Staðalbúnaður fólks með rauða úlfa ætti að vera sólarvörn, föt með sólarvörn, sem kallast UPF, hattar og sólgleraugu því þó svo að mikilvægt er að forðast sólböð þá er lífið bara þannig að ekki er alltaf hægt að forðast sólina. Nota skal sólgleraugu með UV400 vörn eða merkt CE og hatta með stóra barma. Hér á landi er ekki mikið úrval af fatnaði með sólarvörn en hægt er að nota dökk föt sem eru úr mjög þétt ofinni bómull, pólyester, nylon og geta virkað jafnvel og föt með UPF vörn. Þumalputtareglan er sú að ef þú berð flíkina upp að ljósi og þú sérð ekki í gegn þá ætti hún að veita góða vörn. En er ekki heitt að vera í dökkum fötum? Jú það getur verið það en ef fötin eru víð þá myndast loft milli húðar og fatnaðar sem hleypir kaldara lofti inn og þar með kælir líkamann. Gott er að hafa í huga að ef fötin eru þröng þá teygist á efninu og þau hleypa meiri UV geislum í gegn og það myndast ekki nægilegt loft á milli til að kæla líkamann niður. Byrja ætti daginn á því að bera á sig andlitskrem og svo sólarvörn. En má ég nota hvaða sólarvörn sem er? Nei. Úrval af sólarvörn er mjög misjafnt og er okkur afar mikilvægt að passa að sólarvörn sem við notum hafi SPF stuðul að minnsta kosti 50+. Eins og komið hefur fram þá ver sólarvörn með SPF 50 um 98% sólargeisla en einungis ef nógu mikil vörn er notuð. Gott er að setja sólarvörnina á milli vísifingurs og löngutangar en það er nægilegt magn af sólarvörn fyrir andlit og háls. Rannsóknir sýna að langflestir nota alltof lítið magn af sólarvörn sem þar af leiðandi veitir ekki eins mikla vörn og hún ætti að gera. Munum hér að meira er betra! Sólarvörnin þarf að hafa UVA með hring því það er merkið fyrir UVA geislana. Sólarvörn sem hefur UVB og UVA er oft merkt Broad Spectrum og er nauðsynleg fyrir okkur úlfana. En hvað þýðir PA+ eða PA++++? PA með + er merking fyrir vörn gegn UVA geislum sem er framleidd í Asíu. Eftir því sem + eru fleiri því betri vörn. Það þýðir að fólk með rauða úlfa þurfa að velja vörn með SPF50+, UVA með hring eða PA+++ eða ++++ svo er best að hafa líka water protection. Er ekki bara nóg að bera vel á sig á morgnanna þegar það er sól? Nei þetta er því miður ekki alveg svo einfalt. Mikilvægt er að hafa í huga að þó svo að ætlunin sé ekki að vera úti nema aðeins í skugga þá geta UV geislar endurkastast af ljósum flötum eins og af stéttum eða veggjum og mjög mikið endurkast er af vatni og snjó. Ekki gleyma að þegar við sitjum við glugga er eins og að vera úti því UV geislar fara í gegnum gler ásamt því að geislarnir fara í gegnum ský og þoku. Sama hvort það er sól eða ekki ætti fólk með rauða úlfa alltaf að setja sólarvörn á andlit, háls og handarbök. Góð regla er að bera á sig 20 mínútum áður en farið er út þar sem sumar sólarvarnir þurfa tíma til þess að setjast í húðina og efnin byrja að virka. Svo þarf að bera á sig á fjögurra tíma fresti yfir daginn eða tveggja tíma fresti, við útivist, á alla staði sem eru útsettir fyrir sólarljósi. Þau sem kjósa að nota andlitsfarða fá auka lag af sólarvörn með því að setja farðann yfir sólarvörnina sem er vel komin inn í húðina. Svo rétt eins og við þvoum af okkur farðann í lok dags er gott að hreinsa af sér sólarvörnina sérstaklega þær sem eru vatnsþolnar því þær geta innihaldið ertandi efni. Vonandi geta nú allir úlfar farið öruggir út í sumarið og notið sín með fjölskyldunni og vinum. Í dag, 10. maí, er alþjóðlegur dagur rauðra úlfa, World Lupus Day, og er hægt að fá frekari upplýsingar og fræðslu hjá Gigtarfélagi Íslands. Gigtarfélagið er með opið hús milli klukkan 13 - 15, laugardaginn 17. maí að Brekkuhúsum 1, 112 Rvk. Höfundur er íþróttafræðingur hjá Gigtarfélagi Íslands með mastersgráðu í heilsuþjálfun og kennslu frá Háskólanum í Reykjavík. Heimildir: Chavda, V. P., Acharya, D., Hala, V., Daware, S., & Vora, L. K. (2023). Sunscreens: A comprehensive review with the application of nanotechnology. Journal of Drug Delivery Science and Technology, 86, Article 104720. https://doi.org/10.1016/j.jddst.2023.104720 Embætti landlæknis (e.d.). D-vítamín. Sótt 28. apríl 2025 af https://island.is/d-vitamin Gigtarfélag Íslands (e.d). Rauðir Úlfar. Sótt 28. apríl 2025 af https://www.gigt.is/raudir-ulfar/ Heilsuvera (2024). Ertu sólklár?. Sótt 5. maí 2025 af https://www.heilsuvera.is/efnisflokkar/fyrirbyggjandi/orugg-i-solinni/ertu-solklar/ Keyes, E., Werth, V. P., og Brod, B. (2019). Potential allergenicity of commonly sold high SPF broad spectrum sunscreens in the United States: From the perspective of patients with autoimmune skin disease. International Journal of Women's Dermatology, 5(4), 227–232. https://doi.org/10.1016/j.ijwd.2019.05.006 Krabbameinsfélagið (e.d.). Sól og útfjólubláir geislar. Sótt 28. apríl 2025 af https://www.krabb.is/forvarnir/solarvarnir/sol-og-utfjolublair-geislar Lupus UK (e.d.). What is Lupus?. Sótt 28. apríl 2025 af https://lupusuk.org.uk/what-is-lupus/ Lupus Europe (e.d.). The 100 Questions. Sótt 5. maí 2025 af https://lupus100.org/en/100-questions Lupushópur Gigtarfélags Íslands (2022). Rauðir úlfar. Sótt 5. maí 2025 af https://lupushopur.wixsite.com/lupushopur/blog/categories/rau%C3%B0ir-%C3%BAlfar Siswanto, Q., Qulub, F., & Junico, V. O. V. (2025). Nanoparticle formulation of ZnO: TiO₂ as sunscreen cream for Cutaneous Lupus Erythematosus (CLE) patients. Journal of Physics: Conference Series, 2945(1), 012019. https://doi.org/10.1088/1742-6596/2945/1/012019 Rothfield, N., Sontheimer, R. D., & Bernstein, M. (2006). Lupus erythematosus: Systemic and cutaneous manifestations. Clinics in Dermatology, 24(5), 348–362. https://doi.org/10.1016/j.clindermatol.2006.07.014 Ting, W. W., & Sontheimer, R. D. (2001). Local therapy for cutaneous and systemic lupus erythematosus: Practical and theoretical considerations. Lupus, 10(3), 171–184. https://doi.org/10.1191/096120301667674688 Wang, S. Q., Balagula, Y., & Osterwalder, U. (2010). Photoprotection: A review of the current and future technologies. Dermatologic Therapy, 23(1), 31–47. https://doi.org/10.1111/j.1529-8019.2009.01289.x Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilbrigðismál Sólin Mest lesið Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun Þögnin í áramótaávarpi forsætisráðherra Daði Freyr Ólafsson Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Hvað tengir typpi og gullregn? Kristján Friðbertsson Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson Skoðun Hinir „hræðilegu“ popúlistaflokkar Einar G. Harðarson Skoðun Borg á heimsmælikvarða! Skúli Helgason Skoðun Á krossgötum Alexandra Briem Skoðun Skoðun Skoðun Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Á krossgötum Alexandra Briem skrifar Skoðun Þögnin í áramótaávarpi forsætisráðherra Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Borg á heimsmælikvarða! Skúli Helgason skrifar Skoðun Veiðiráðgjöf byggð á ágiskunum Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Loftgæði mæld í Breiðholti - í fyrsta sinn í 12 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hvað tengir typpi og gullregn? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Er áramótaheitið árið 2026 betri skjávenjur? Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hvar eiga krakkarnir að vera á nýju ári? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Leiðtogi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Sögulegt ár í borginni Skúli Helgason skrifar Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Öryggið á nefinu um áramótin Eyrún Jónsdóttir,Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar höggbylgjan skellur á Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Hefur þú rétt fyrir þér? Svarið er já Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Markmiðin sem skipta máli Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Netverslun með áfengi og velferð barna okkar Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Við gerum það sem við sögðumst ætla að gera Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Stingum af Einar Guðnason skrifar Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason skrifar Skoðun Kvennaár og hvað svo? Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Hinir „hræðilegu“ popúlistaflokkar Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í mikilli sókn Orri Björnsson skrifar Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Umbúðir, innihald og hægfara tilfærsla kirkjunnar Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar Skoðun Verðmæti dýra fyrir jörðina er ekki mælanlegt í krónum Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar Sjá meira
Í dag er sumarið komið, allavega samkvæmt dagatali, sólin fer stöðugt hækkandi og sólarstundum fjölga eða þegar veðurguðirnir leyfa. Almenn þekking er að sólin hefur áhrif á daglegt líf okkar og heilsu. Með hækkandi sól verður fólk ekki einungis vart við fallegri og frísklegri húð heldur eykst yfirleitt kraftur og úthald. Sólin gerir það að verkum að líkaminn framleiðir D-vítamín sem er nauðsynlegt við uppbyggingu beina en einnig eru vísbendingar um að D-vítamín geti lækkað dánartíðni fólks. Útfjólubláir geislar sólar eru ástæða þess að líkaminn framleiðir D-vítamín. En hvað eru útfjólubláir geislar? Útfjólubláir geislar eru sólargeislar sem kallast UV. UVA og UVB eru bylgjur sem ná til jarðar og geta valdið skaða á óvarinni húð. Hversu mikil UV geislunin er fer eftir árstíð, tíma dags og veðurfari. Sólin er sterkust á sumrin í kringum hádegi því getur verið mikilvægt að verja sig gegn sólargeislum og jafnvel forðast útivist á milli klukkan 11-15 á daginn, sérstaklega ef mikil sól er. Er munur á UVA og UVB? Já. UVB eru stuttar bylgjur sem geta valdið bruna og krabbameini. Allir þekkja sólarvarnir merktar með SPF gildi. SPF á við um hversu mikla vörn sólarvörnin hefur gegn þessum UVB bylgjum. Sólarvörn með SPF 15 stoppar um 92% sólargeisla, SPF30 yfir 96% og SPF50 stoppar yfir 98% geislanna. Hins vegar eru UVA bylgjur almennt minna þekktar. Þær eru langar bylgjur sem fara djúpt í húðina og valda öldrun. Þær geta valdið litabreytingum í húð og krabbameini. UVA bylgjur fara í gegnum gler því getur verið mjög mikilvægt að verja sig þrátt fyrir að vera innan dyra. Hafa skal í huga að UVA bylgjur fara líka í gegnum ský og þoku. Flestir ef ekki allir vita að sólin getur verið skaðleg og valdið bruna á húð en við sem erum með rauða úlfa þurfum að fara sérstaklega varlega og jafnvel forðast sólina. Rauðir úlfar eða lupus er sjálfsofnæmissjúkdómur þar sem ónæmiskerfi líkamans er ofvirkt, það virkar of mikið… Hvernig þá? Ónæmiskerfi líkamans er varnarkerfi þar sem frumur eiga að eyða sýktum frumum sem hafa orðið fyrir árás af t.d. sýklum eða bakteríum. Það sem gerist við sjálfsofnæmi er að í stað þess að eyða einungis sýktum frumum þá fer ónæmiskerfið að eyða heilbrigðum frumum og líffærum eins og í húð, liðamótum, nýrum, hjarta- og æðakerfi eða taugakerfi. Flestir vita að við sólbað fá margir fallegan lit á húð og frísklegra útlit. Það sama gerist hjá mörgum með rauða úlfa en aðrir fá roða í húð eins og sólbruna eða rauðar skellur með hrúðri sem getur verið afar erfitt að losna við. Eitt af aðaleinkennum sjúkdómsins er roði yfir kinnar og nef sem líta út eins og útbreyddir fiðrildavængir. Þegar flestir fara í sólbað til að fá fallegan lit á húðina þá ræðst ónæmiskerfi líkamans á þær frumur sem hafa eyðilagst. Sjúkdómurinn rauðir úlfar gerir það að verkum að ónæmiskerfið ræðst ekki bara á ónýtar frumur heldur líka heilbrigðar frumur. Þess vegna er okkur svo mikilvægt að verjast sólinni þó svo við sjáum ekki eða finnum ekki fyrir neinum viðbrögðum í húðinni. Þetta kallast ljósnæmi og getur verið mjög mismunandi eftir sjúklingum. Sumir finna strax fyrir óþægindum í húð eða fá verki eins og liðverki og þreytu en aðrir finna ekki fyrir neinu. Það sem ekki er öllum kunnugt er að sjúkdómseinkenni geta komið fram mörgum vikum eða jafnvel mánuðum eftir að einstaklingur var í sól. Ástæðan fyrir því að ein af aðalmeðferðum við rauðum úlfum er að forðast sól er sú að ónæmiskerfið getur valdið skemmdum á líffærum eins og komið hefur fram. Fólk með rauða úlfa er ekki með sólarofnæmi heldur veldur sólin ofnæmisviðbrögðum í líkamanum. Vegna þess hve seint einkenni koma fram gera sjúklingar sér oft ekki grein fyrir því að sólböð valda þessum einkennum sem kallast lúpusköst. En þau eru mjög algeng á haustinn og snemma á veturna. Eftir því sem einstaklingur er yngri þegar hann finnur fyrir einkennum rauðra úlfa því viðkvæmari er hann fyrir sólarljósi. Hvernig get ég þá varið mig? Staðalbúnaður fólks með rauða úlfa ætti að vera sólarvörn, föt með sólarvörn, sem kallast UPF, hattar og sólgleraugu því þó svo að mikilvægt er að forðast sólböð þá er lífið bara þannig að ekki er alltaf hægt að forðast sólina. Nota skal sólgleraugu með UV400 vörn eða merkt CE og hatta með stóra barma. Hér á landi er ekki mikið úrval af fatnaði með sólarvörn en hægt er að nota dökk föt sem eru úr mjög þétt ofinni bómull, pólyester, nylon og geta virkað jafnvel og föt með UPF vörn. Þumalputtareglan er sú að ef þú berð flíkina upp að ljósi og þú sérð ekki í gegn þá ætti hún að veita góða vörn. En er ekki heitt að vera í dökkum fötum? Jú það getur verið það en ef fötin eru víð þá myndast loft milli húðar og fatnaðar sem hleypir kaldara lofti inn og þar með kælir líkamann. Gott er að hafa í huga að ef fötin eru þröng þá teygist á efninu og þau hleypa meiri UV geislum í gegn og það myndast ekki nægilegt loft á milli til að kæla líkamann niður. Byrja ætti daginn á því að bera á sig andlitskrem og svo sólarvörn. En má ég nota hvaða sólarvörn sem er? Nei. Úrval af sólarvörn er mjög misjafnt og er okkur afar mikilvægt að passa að sólarvörn sem við notum hafi SPF stuðul að minnsta kosti 50+. Eins og komið hefur fram þá ver sólarvörn með SPF 50 um 98% sólargeisla en einungis ef nógu mikil vörn er notuð. Gott er að setja sólarvörnina á milli vísifingurs og löngutangar en það er nægilegt magn af sólarvörn fyrir andlit og háls. Rannsóknir sýna að langflestir nota alltof lítið magn af sólarvörn sem þar af leiðandi veitir ekki eins mikla vörn og hún ætti að gera. Munum hér að meira er betra! Sólarvörnin þarf að hafa UVA með hring því það er merkið fyrir UVA geislana. Sólarvörn sem hefur UVB og UVA er oft merkt Broad Spectrum og er nauðsynleg fyrir okkur úlfana. En hvað þýðir PA+ eða PA++++? PA með + er merking fyrir vörn gegn UVA geislum sem er framleidd í Asíu. Eftir því sem + eru fleiri því betri vörn. Það þýðir að fólk með rauða úlfa þurfa að velja vörn með SPF50+, UVA með hring eða PA+++ eða ++++ svo er best að hafa líka water protection. Er ekki bara nóg að bera vel á sig á morgnanna þegar það er sól? Nei þetta er því miður ekki alveg svo einfalt. Mikilvægt er að hafa í huga að þó svo að ætlunin sé ekki að vera úti nema aðeins í skugga þá geta UV geislar endurkastast af ljósum flötum eins og af stéttum eða veggjum og mjög mikið endurkast er af vatni og snjó. Ekki gleyma að þegar við sitjum við glugga er eins og að vera úti því UV geislar fara í gegnum gler ásamt því að geislarnir fara í gegnum ský og þoku. Sama hvort það er sól eða ekki ætti fólk með rauða úlfa alltaf að setja sólarvörn á andlit, háls og handarbök. Góð regla er að bera á sig 20 mínútum áður en farið er út þar sem sumar sólarvarnir þurfa tíma til þess að setjast í húðina og efnin byrja að virka. Svo þarf að bera á sig á fjögurra tíma fresti yfir daginn eða tveggja tíma fresti, við útivist, á alla staði sem eru útsettir fyrir sólarljósi. Þau sem kjósa að nota andlitsfarða fá auka lag af sólarvörn með því að setja farðann yfir sólarvörnina sem er vel komin inn í húðina. Svo rétt eins og við þvoum af okkur farðann í lok dags er gott að hreinsa af sér sólarvörnina sérstaklega þær sem eru vatnsþolnar því þær geta innihaldið ertandi efni. Vonandi geta nú allir úlfar farið öruggir út í sumarið og notið sín með fjölskyldunni og vinum. Í dag, 10. maí, er alþjóðlegur dagur rauðra úlfa, World Lupus Day, og er hægt að fá frekari upplýsingar og fræðslu hjá Gigtarfélagi Íslands. Gigtarfélagið er með opið hús milli klukkan 13 - 15, laugardaginn 17. maí að Brekkuhúsum 1, 112 Rvk. Höfundur er íþróttafræðingur hjá Gigtarfélagi Íslands með mastersgráðu í heilsuþjálfun og kennslu frá Háskólanum í Reykjavík. Heimildir: Chavda, V. P., Acharya, D., Hala, V., Daware, S., & Vora, L. K. (2023). Sunscreens: A comprehensive review with the application of nanotechnology. Journal of Drug Delivery Science and Technology, 86, Article 104720. https://doi.org/10.1016/j.jddst.2023.104720 Embætti landlæknis (e.d.). D-vítamín. Sótt 28. apríl 2025 af https://island.is/d-vitamin Gigtarfélag Íslands (e.d). Rauðir Úlfar. Sótt 28. apríl 2025 af https://www.gigt.is/raudir-ulfar/ Heilsuvera (2024). Ertu sólklár?. Sótt 5. maí 2025 af https://www.heilsuvera.is/efnisflokkar/fyrirbyggjandi/orugg-i-solinni/ertu-solklar/ Keyes, E., Werth, V. P., og Brod, B. (2019). Potential allergenicity of commonly sold high SPF broad spectrum sunscreens in the United States: From the perspective of patients with autoimmune skin disease. International Journal of Women's Dermatology, 5(4), 227–232. https://doi.org/10.1016/j.ijwd.2019.05.006 Krabbameinsfélagið (e.d.). Sól og útfjólubláir geislar. Sótt 28. apríl 2025 af https://www.krabb.is/forvarnir/solarvarnir/sol-og-utfjolublair-geislar Lupus UK (e.d.). What is Lupus?. Sótt 28. apríl 2025 af https://lupusuk.org.uk/what-is-lupus/ Lupus Europe (e.d.). The 100 Questions. Sótt 5. maí 2025 af https://lupus100.org/en/100-questions Lupushópur Gigtarfélags Íslands (2022). Rauðir úlfar. Sótt 5. maí 2025 af https://lupushopur.wixsite.com/lupushopur/blog/categories/rau%C3%B0ir-%C3%BAlfar Siswanto, Q., Qulub, F., & Junico, V. O. V. (2025). Nanoparticle formulation of ZnO: TiO₂ as sunscreen cream for Cutaneous Lupus Erythematosus (CLE) patients. Journal of Physics: Conference Series, 2945(1), 012019. https://doi.org/10.1088/1742-6596/2945/1/012019 Rothfield, N., Sontheimer, R. D., & Bernstein, M. (2006). Lupus erythematosus: Systemic and cutaneous manifestations. Clinics in Dermatology, 24(5), 348–362. https://doi.org/10.1016/j.clindermatol.2006.07.014 Ting, W. W., & Sontheimer, R. D. (2001). Local therapy for cutaneous and systemic lupus erythematosus: Practical and theoretical considerations. Lupus, 10(3), 171–184. https://doi.org/10.1191/096120301667674688 Wang, S. Q., Balagula, Y., & Osterwalder, U. (2010). Photoprotection: A review of the current and future technologies. Dermatologic Therapy, 23(1), 31–47. https://doi.org/10.1111/j.1529-8019.2009.01289.x
Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun
Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun
Skoðun Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir skrifar
Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar
Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar
Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun
Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun