Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 9. maí 2025 20:50 45 barnanna voru á leikskólanum Mánagarði. Vísir/Einar 45 börn á leikskólanum Mánagarði greindust með E. coli sýkingu í október árið 2024. Hópsýkingin er sú stærsta hérlendis og þurfti að umturna öllu skipulagi á Barnaspítala Hringsins til að sjá um börnin. Nýrnalæknar voru til taks allan sólarhringinn í þrjár vikur á meðan hæst stóð. „Þetta var stærsta og alvarlegasta uppákoma af þessu tagi sem við höfum séð á Íslandi,“ segir Viðar Örn Eðvarðsson, umsjónarlæknir nýrnalækninga, í umfjöllun Læknablaðsins um málið. Alls greindust 49 tilfelli af sýkingunni, þar af 45 börn á Mánagarði. Tólf tilfellanna þróuðust út í alvarlegt heilkenni sem kallast HUS-heilkenni getur meðal annars valdið bráðum nýrnaskaða. Alls voru fimm börn sem þurftu að fara á gjörgæslu og að minnsta kosti eitt í öndunarvél. Fleiri börn þurftu að dvelja á spítalanum á göngudeild. Öll börnin verða undir reglubundnu eftirliti nýrnalæknanna þar til þau verða átján ára gömul. Síðasta heimsóknin erfiðust Börnin sem greindust með sýkinguna þurftu að fara fimm sínum í eftirlit á Landspítalanum. Þar voru framkvæmdar blóð- og þvagrannsóknir, auk þess sem börnin fengu í flestum tilfellum vökva í æð. „Þetta voru langar heimsóknir, kannski fjórar klukkustundir í hvert sinn og mörg börn þurftu að fara í gegnum ferlið aftur og aftur,“ segir Sindri Valdimarsson, sérfræðingur í nýrnalækningum barna á Barnaspítala Hringsins. Erfiðasta upplifunin að mati foreldranna var síðasta heimsókn þeirra þar sem þá bæði börnin vissu þau við hverju var að búast. „Fyrsta skiptið var alltaf auðveldast, en svo urðu börnin hvekkt, áttu erfitt með nálarnar, og óttinn safnaðist upp,“ segir Sindri. Oft þurfti sérstaka fundi með foreldrum barnanna til að útskýra sérstaklega veikindin. „Að vera með barn sitt í svona aðstæðum, ekki síst á gjörgæslu, er eitt það erfiðasta sem fólk gengur í gegnum,“ segir Viðar. Óvíst hvers vegna börnin greindust mis hratt Börnin greindust ekki öll sama dag heldur voru sumir sem greindust allt að fimmtán dögum eftir sýkinguna. Sindri segir mögulega skýringu vera hversu mikið magn börnin borðuðu af sýktu kjötvörunni eða hlutfall baktería í matnum. Þá væru mögulega erfðaþættir sem gerðu það að verkum að sum börn urðu veikar fyrr. „Þegar kjöt er hakkað er bakteríum dreift um kjötið, sama á við um fars. Þegar það er tekið úr frysti, eldað og fryst aftur, þá fjölgar bakteríum,“ segir hann. Hakk, sem var blanda að þýsku nautakjöti og norðlensku kindakjöti, olli sýkingunni. Ekki er ljóst hvort kjötið bar með sér saurgerlana sem ollu smitinu. Læknar til taks allan sólarhringinn í þrjár vikur „Þetta tókst bara ótrúlega vel. En það gerðist ekki af sjálfu sér,“ segir Viðar. Hann nefnir sérstaklega hjúkrunarfræðingana teymisins. Virkja þurfti lækna á bráðamóttöku, legudeild, skilunardeild og gjörgæslu og samstilla verkin til að veita börnunum þá þjónustu sem þurfti. Skipulagi innan spítalanas var umturnað og nýrnalæknarnir tveir sem starfa þar voru leystir undan öðrum verkefnum til að sjá um meðferðina. Læknarnir tveir voru til taks allan sólarhringinn í um þrjár vikur auk sérstaks teymis sérfræðinga í barnalækningum. E. coli-sýking á Mánagarði Leikskólar Reykjavík Heilbrigðismál Skóla- og menntamál Heilbrigðiseftirlit Mest lesið Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Fleiri fréttir Skutu upp flugeldum til heiðurs Bryndísi Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Sjá meira
„Þetta var stærsta og alvarlegasta uppákoma af þessu tagi sem við höfum séð á Íslandi,“ segir Viðar Örn Eðvarðsson, umsjónarlæknir nýrnalækninga, í umfjöllun Læknablaðsins um málið. Alls greindust 49 tilfelli af sýkingunni, þar af 45 börn á Mánagarði. Tólf tilfellanna þróuðust út í alvarlegt heilkenni sem kallast HUS-heilkenni getur meðal annars valdið bráðum nýrnaskaða. Alls voru fimm börn sem þurftu að fara á gjörgæslu og að minnsta kosti eitt í öndunarvél. Fleiri börn þurftu að dvelja á spítalanum á göngudeild. Öll börnin verða undir reglubundnu eftirliti nýrnalæknanna þar til þau verða átján ára gömul. Síðasta heimsóknin erfiðust Börnin sem greindust með sýkinguna þurftu að fara fimm sínum í eftirlit á Landspítalanum. Þar voru framkvæmdar blóð- og þvagrannsóknir, auk þess sem börnin fengu í flestum tilfellum vökva í æð. „Þetta voru langar heimsóknir, kannski fjórar klukkustundir í hvert sinn og mörg börn þurftu að fara í gegnum ferlið aftur og aftur,“ segir Sindri Valdimarsson, sérfræðingur í nýrnalækningum barna á Barnaspítala Hringsins. Erfiðasta upplifunin að mati foreldranna var síðasta heimsókn þeirra þar sem þá bæði börnin vissu þau við hverju var að búast. „Fyrsta skiptið var alltaf auðveldast, en svo urðu börnin hvekkt, áttu erfitt með nálarnar, og óttinn safnaðist upp,“ segir Sindri. Oft þurfti sérstaka fundi með foreldrum barnanna til að útskýra sérstaklega veikindin. „Að vera með barn sitt í svona aðstæðum, ekki síst á gjörgæslu, er eitt það erfiðasta sem fólk gengur í gegnum,“ segir Viðar. Óvíst hvers vegna börnin greindust mis hratt Börnin greindust ekki öll sama dag heldur voru sumir sem greindust allt að fimmtán dögum eftir sýkinguna. Sindri segir mögulega skýringu vera hversu mikið magn börnin borðuðu af sýktu kjötvörunni eða hlutfall baktería í matnum. Þá væru mögulega erfðaþættir sem gerðu það að verkum að sum börn urðu veikar fyrr. „Þegar kjöt er hakkað er bakteríum dreift um kjötið, sama á við um fars. Þegar það er tekið úr frysti, eldað og fryst aftur, þá fjölgar bakteríum,“ segir hann. Hakk, sem var blanda að þýsku nautakjöti og norðlensku kindakjöti, olli sýkingunni. Ekki er ljóst hvort kjötið bar með sér saurgerlana sem ollu smitinu. Læknar til taks allan sólarhringinn í þrjár vikur „Þetta tókst bara ótrúlega vel. En það gerðist ekki af sjálfu sér,“ segir Viðar. Hann nefnir sérstaklega hjúkrunarfræðingana teymisins. Virkja þurfti lækna á bráðamóttöku, legudeild, skilunardeild og gjörgæslu og samstilla verkin til að veita börnunum þá þjónustu sem þurfti. Skipulagi innan spítalanas var umturnað og nýrnalæknarnir tveir sem starfa þar voru leystir undan öðrum verkefnum til að sjá um meðferðina. Læknarnir tveir voru til taks allan sólarhringinn í um þrjár vikur auk sérstaks teymis sérfræðinga í barnalækningum.
E. coli-sýking á Mánagarði Leikskólar Reykjavík Heilbrigðismál Skóla- og menntamál Heilbrigðiseftirlit Mest lesið Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Fleiri fréttir Skutu upp flugeldum til heiðurs Bryndísi Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Sjá meira