„Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 8. maí 2025 10:02 Þorvaldur Lúðvík segir sextán ár af lífi sínu hafa farið í að svara fyrir ásakanir í hrunmálum. Hann er sannfærður um að Mannréttindadómstóllinn felli dóm sér í hag á næstunni. vísir/anton brink Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson, fyrrverandi forstjóri Saga Capital sem hlaut tólf mánaða skilorðsbundinn dóm í Stím-málinu svokallaða, kallar eftir því að dómsmálaráðherra gangist í opinbera rannsókn á starfsháttum og embættisfærslum innan Sérstaks saksóknara á árunum 2009 til 2020 og draga menn til ábyrgðar. Hann spyr hvort uppgjör á uppgjöri við Hrunið sé kannski loksins byrjað? RÚV greindi frá því í Kastljósi í gær að gögn úr símahlerunum í tengslum við rannsóknir sérstaks saksóknara voru í höndum eigenda fyrirtækis fyrrverandi lögreglumanna. Gögn sem aldrei hafi átt að fara í dreifingu. Fyrirtækið, PPP, reyndi að selja þjónustu sína á grundvelli „þekkingar á afbrotaheiminum“. Hundruð uppskrifta úr hlerunum Á fjórða tug upptaka og hundruð uppskrifta úr símtalshlerunum er að finna í gögnum úr fórum PPP. Upptökurnar eru úr hlerunum sem gerðar voru í hrunmælum sérstaks saksóknara. PPP var stofnað árið 2011 af tveimur lögreglumönnum; Jóni Óttari Ólafssyni afbrotafræðingi og Guðmundi Hauki Gunnarssyni lögfræðingi, sem er látinn. Þeir fóru frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu yfir til embættis sérstaks saksóknara árið 2009. Fram kom á RÚV í gær að PPP hefði unnið síðar verkefni fyrir þrotabú og slitastjórnir fallinna banka þrátt fyrir að Jón Óttar og Guðmundur Haukur hefðu árið 2012 verið kærðir fyrir þagnarskyldubrot, grunaðir um að taka gögn ófrjálsri hendi úr hirslum sérstaks saksóknara. Ríkissaksóknari felldi málið niður og taldi ekki líklegt til sakfellingar. Sigríður Björk Guðjónsdóttir ríkislögreglustjóri og Ólafur Þór Hauksson, héraðssaksóknari og áður sérstakur saksóknari, lýstu lekanum sem miklu áfalli í gær. Sigríður Björk sagði margt hafa verið gert síðan til að tryggja öryggi gagna. Erfitt væri þó að loka algjörlega á misnotkun væri einbeittur brotavilji fyrir hendi. Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi Fram kom á RÚV í gær að Þorvaldur Lúðvík hefði verið á meðal þeirra sem voru hleraðir í rannsóknum sérstaks saksóknara. Samtöl sem hann átti hefði verið lekið. Hann var hugsi yfir spilltum löggum og stolnum gögnum þegar hann tjáði sig á Facebook í gærkvöldi að lokinni umfjöllun um málið í Kastljósi á RÚV. „Kastljós kvöldsins veitti hryllings innsýn í meðhöndlun trúnaðarupplýsinga hjá sérstökum saksóknara, þar sem sem friðhelgi borgaranna er að engu höfð. Gamlir og dæmdir bankamenn hafa löngum æmt um að vinnubrögð og viðhorf innan embættisins hafi verið gildishlaðin og skökk. Nú birtist þetta öllum. Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum,“ segir Þorvaldur Lúðvík. Hann er hugsi yfir orðum Ólafs Þórs Haukssonar héraðssaksóknara í þættinum þess efnis að gögnin eigi ekki að vera úti í samfélaginu heldur bundin trúnaði. Þau hefðu aldrei átt að yfirgefa skrifstofur embættisins. „Að auki verður að benda á þá augljósu staðreynd að töluvert upptakanna átti aldrei að framkvæma enda hvorki fyrir þeim lagaheimildir né rannsóknarhagsmunir. Þá er augljóst að embætti sérstaks saksóknara framfylgdi ekki reglum um eyðingu gagna sem svo er aflað, nema auðvitað þegar þeir eyddu „óvart“ gögnum sem bentu til sýknu.“ Hann segist hljóta að íhuga réttarstöðu sína og ímyndar sér að töluverður hópur fólks geri það líka. Hlustanir án heimilda? „Þessi uppákoma er til viðbótar við nýlegt mál þar sem tveir fyrrverandi starfsmenn sérstaks saksóknara urðu uppvísir af því að vera að hlera og njósna um einstaklinga í tengslum við delluerjur tveggja auðmanna,“ segir Þorvaldur. Vísar hann þar til verkefnis sem Jón Óttar og Guðmundur tóku að sér fyrir auðmanninn Björgólf Thor Björgólfsson sem hefur staðið í áralöngum átökum við Róbert Wessman, forstjóra Alvogen. „Óljóst er að hve miklu leyti þeir gerðu þetta í vinnunni hjá Sérstökum eða á vettvangi síns einkafyrirtækis, en ljóst er að embætti sérstaks saksóknara stundaði umgangsmiklar hlustanir sem margar hverjar voru engan veginn í samræmi við lagaheimildir.“ Brennuvargar að tjá sig um slökkvistarf Þorvaldur Lúðvík hlustaði á Sprengisand á Bylgjunni um helgina þar sem Grímur Grímsson, sem var í forsvari margra rannsókna embættisins, minnti sérstaklega á þá ríku skyldu lögreglumanna að fá dómsúrskurð fyrir símahlustunum og að rannsaka öll mál jafnt til sýknu sem sakfellingar. „Ég get rakið í löngu máli í mínu tilviki hvernig því prinsippi var alfarið kastað fram af hömrum réttarríkisins og get vitnað til annarra tilvika og heimilda,“ segir Þorvaldur en lætur nægja bókina „Uppgjör bankanns“ eftir Lárus Welding, fyrrverandi forstjóra Íslandsbanka sem hlaut þyngstu refsinguna í Stím-málinu svokallaða sem Þorvaldur Lúðvík tengdist. Þorvaldur segir því dálítið eins og að hlusta á brennuvarga tjá sig um slökkvistarf í brunarústum þegar Ólafur H. Hauksson og Grímur Grímsson, núverandi þingmaður Viðreisnar, býsnist og hneykslist yfir þessu atferli fyrrverandi starfsmanna embættisins í fjölmiðlum. Þeim sé brugðið. „Bara í mínu eina máli lagði embættið (Grímur) sig sannanlega í framkróka við að halda frá máli gögnum sem sýndu fram á sýknu, „týndi“ hlustunum eða gögnum sem bentu til annars en hann hélt fram, beit svo höfuðið af skömminni með því að hlusta ólöglega á prívatsímtöl í farsíma minn sem ljóst var að hefðu enga þýðingu fyrir málarekstur embættisins. Embættið fékk enda á sig dóm vegna ólöglegrar hlustunar á síma minn og fleiri aðila.“ „Framalögreglumenn“ látið einskis ófreistað Þorvaldur segir ljóst að mörgum hafi hlaupið kapp í kinn við rannsókn á auðmönnum. Nefnir hann þá „framalögreglumenn“. „Margir framalögreglumenn létu einskis ófreistað til að ná fram sakfellingum til að réttlæta tilvist embættisins og fá frekari fjárframlög. Strategískir lekar frá embættinu til fjölmiðla urðu staðreynd og í því andrými sem hér var eftir hrun, var vel tekið á móti einhliða upplýsingum frá embætti Sérstaks saksóknara til að kynda elda hefndar og friðþægingar.“ Jóhanna Sigurðardóttir, þáverandi forsætisráðherra, hafi steytt hnefann og hleypt þeim „kumpánum“ Ólafi og Grími úr hlaði með hvatningum um að „ná þessum andskotum“. „Veik stjórnmálastétt í erfiðri stöðu þurfti að finna sameiginlegan óvin. Vonblekkt þjóð í bland við öfund, rætni og skilningsleysi var hinn fullkomni farvegur fyrir frægð og frama minnipokamanna.“ Bíður niðurstöðu MDE Þorvaldur segir þennan „bægslagang“ hafa tekið sextán ár af hans lífi. „Rannsókn og þrír dómar tóku alls 10 ár og enduðu með 12 mánaða skilorðsbundnum dómi fyrir hlutdeild í meintu broti annars manns í öðrum banka. Mitt mál er síðan í farvegi hjá Mannréttindadómstóli Evrópu og niðurstöðu að vænta (í annað sinn, eftir að ríkið kaus að semja ekki við mig eftir að hafa verið hvatt til þess af MDE 2022).“ Þorvaldur, sem rak flugfélagið Niceair á Akureyri árið 2023, segist enn sannfærður um að hann hefði ekkert gert öðruvísi í starfi sínu. Enda hefði hann þá fyrst verið að bregðast starfskyldum sínum, lögbundnum sem samningsbundnum. „Eftir alheimshrunið 2008 voru á endanum 47 manns í heiminum sem hlutu dóma. Af þeim voru 25 manns á Íslandi. Heldur fólk í alvöru að íslenskir bankamenn hafi verið svona mikið meiri glæponar en allir aðrir bankamenn í heiminum? Verandi í minnsta bankakerfi í heiminum líka? Er það ekki svipað sennilegt og að Íslendingar séu með bestu efnahagsbrotadeild í heimi? Við vorum alla vegu með sérstakasta saksóknara í heimi.“ Tilgangurinn hafi oft helgað meðalið hjá embætti sérstaks saksóknara og uppgjör vegna starfsháttanna hafi engan veginn farið fram. „Samkvæmt almennum hegningarlögum er það að bera mann röngum sökum eða halda frá máli gögnum er benda til sýknu, saknæmt athæfi og getur varðað fangelsisvist allt að 16 árum. Slík er ábyrgð opinberra embætta og einstakra starfsmanna þeirra og rétt að benda á það hér. Lögbrot í opinberu starfi er dauðans alvara. Hver á að svara fyrir svona inngrip í friðhelgi borgaranna og gróf brot gegn réttarríkinu?“ Skorar á dómsmálaráðherra Stóra málið sé ekki síst að þjófstolnu gögn Jóns Óttars og Guðmundar Hauks hafi aldrei átt að vera til og í geymslu embættisins. „Þarna er um gríðarlegt magn af ólöglegum hlustunum sem embættið varðveitti, þvert á lög og reglur, og láðist síðan einnig að eyða þeim, eins og reglur kveða á um. Það hefur verið skipaður hópur eða nefnd af minna tilefni en því að rannsaka, greina og uppræta misbeitingu réttarvörslukerfisins.“ Hann skorar á Þorbjörgu Sigríði Gunnlaugsdótttur dómsmálaráðherra að gangast í opinbera rannsókn á starfsháttum og embættisfærslum innan embættis Sérstaks saksóknara á árunum 2009 – 2020 og draga menn síðan til ábyrgðar. Ríkisrekið ofbeldi verði aldrei réttlætanlegt. „Uppgjör á uppgjöri við Hrun er kannski loks byrjað?“ Gögnum stolið frá héraðssaksóknara Lögreglumál Persónuvernd Mest lesið Vaktin: Hvítur reykur og beðið eftir nýjum páfa Erlent Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Innlent Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Innlent Samþykktu Trump-samninginn einróma Erlent Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Innlent „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Innlent Þungt hugsi og í áfalli Innlent Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Innlent Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Erlent Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Innlent Fleiri fréttir Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Páfaspenna, drykkjulæti og umdeildur útburður „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Skora á stjórnvöld að skoða áhrifin af hærra veiðigjaldi á Vestfirði Konan í gæsluvarðhaldi í mánuð til viðbótar Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Bein útsending: Staða ungs fatlaðs fólks á húsnæðis- og leigumarkaði Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Ekkert sem bendi til málþófs um veiðigjöld Þeir sem gangi inn sem páfaefni gangi út sem kardinálar Sjá meira
RÚV greindi frá því í Kastljósi í gær að gögn úr símahlerunum í tengslum við rannsóknir sérstaks saksóknara voru í höndum eigenda fyrirtækis fyrrverandi lögreglumanna. Gögn sem aldrei hafi átt að fara í dreifingu. Fyrirtækið, PPP, reyndi að selja þjónustu sína á grundvelli „þekkingar á afbrotaheiminum“. Hundruð uppskrifta úr hlerunum Á fjórða tug upptaka og hundruð uppskrifta úr símtalshlerunum er að finna í gögnum úr fórum PPP. Upptökurnar eru úr hlerunum sem gerðar voru í hrunmælum sérstaks saksóknara. PPP var stofnað árið 2011 af tveimur lögreglumönnum; Jóni Óttari Ólafssyni afbrotafræðingi og Guðmundi Hauki Gunnarssyni lögfræðingi, sem er látinn. Þeir fóru frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu yfir til embættis sérstaks saksóknara árið 2009. Fram kom á RÚV í gær að PPP hefði unnið síðar verkefni fyrir þrotabú og slitastjórnir fallinna banka þrátt fyrir að Jón Óttar og Guðmundur Haukur hefðu árið 2012 verið kærðir fyrir þagnarskyldubrot, grunaðir um að taka gögn ófrjálsri hendi úr hirslum sérstaks saksóknara. Ríkissaksóknari felldi málið niður og taldi ekki líklegt til sakfellingar. Sigríður Björk Guðjónsdóttir ríkislögreglustjóri og Ólafur Þór Hauksson, héraðssaksóknari og áður sérstakur saksóknari, lýstu lekanum sem miklu áfalli í gær. Sigríður Björk sagði margt hafa verið gert síðan til að tryggja öryggi gagna. Erfitt væri þó að loka algjörlega á misnotkun væri einbeittur brotavilji fyrir hendi. Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi Fram kom á RÚV í gær að Þorvaldur Lúðvík hefði verið á meðal þeirra sem voru hleraðir í rannsóknum sérstaks saksóknara. Samtöl sem hann átti hefði verið lekið. Hann var hugsi yfir spilltum löggum og stolnum gögnum þegar hann tjáði sig á Facebook í gærkvöldi að lokinni umfjöllun um málið í Kastljósi á RÚV. „Kastljós kvöldsins veitti hryllings innsýn í meðhöndlun trúnaðarupplýsinga hjá sérstökum saksóknara, þar sem sem friðhelgi borgaranna er að engu höfð. Gamlir og dæmdir bankamenn hafa löngum æmt um að vinnubrögð og viðhorf innan embættisins hafi verið gildishlaðin og skökk. Nú birtist þetta öllum. Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum,“ segir Þorvaldur Lúðvík. Hann er hugsi yfir orðum Ólafs Þórs Haukssonar héraðssaksóknara í þættinum þess efnis að gögnin eigi ekki að vera úti í samfélaginu heldur bundin trúnaði. Þau hefðu aldrei átt að yfirgefa skrifstofur embættisins. „Að auki verður að benda á þá augljósu staðreynd að töluvert upptakanna átti aldrei að framkvæma enda hvorki fyrir þeim lagaheimildir né rannsóknarhagsmunir. Þá er augljóst að embætti sérstaks saksóknara framfylgdi ekki reglum um eyðingu gagna sem svo er aflað, nema auðvitað þegar þeir eyddu „óvart“ gögnum sem bentu til sýknu.“ Hann segist hljóta að íhuga réttarstöðu sína og ímyndar sér að töluverður hópur fólks geri það líka. Hlustanir án heimilda? „Þessi uppákoma er til viðbótar við nýlegt mál þar sem tveir fyrrverandi starfsmenn sérstaks saksóknara urðu uppvísir af því að vera að hlera og njósna um einstaklinga í tengslum við delluerjur tveggja auðmanna,“ segir Þorvaldur. Vísar hann þar til verkefnis sem Jón Óttar og Guðmundur tóku að sér fyrir auðmanninn Björgólf Thor Björgólfsson sem hefur staðið í áralöngum átökum við Róbert Wessman, forstjóra Alvogen. „Óljóst er að hve miklu leyti þeir gerðu þetta í vinnunni hjá Sérstökum eða á vettvangi síns einkafyrirtækis, en ljóst er að embætti sérstaks saksóknara stundaði umgangsmiklar hlustanir sem margar hverjar voru engan veginn í samræmi við lagaheimildir.“ Brennuvargar að tjá sig um slökkvistarf Þorvaldur Lúðvík hlustaði á Sprengisand á Bylgjunni um helgina þar sem Grímur Grímsson, sem var í forsvari margra rannsókna embættisins, minnti sérstaklega á þá ríku skyldu lögreglumanna að fá dómsúrskurð fyrir símahlustunum og að rannsaka öll mál jafnt til sýknu sem sakfellingar. „Ég get rakið í löngu máli í mínu tilviki hvernig því prinsippi var alfarið kastað fram af hömrum réttarríkisins og get vitnað til annarra tilvika og heimilda,“ segir Þorvaldur en lætur nægja bókina „Uppgjör bankanns“ eftir Lárus Welding, fyrrverandi forstjóra Íslandsbanka sem hlaut þyngstu refsinguna í Stím-málinu svokallaða sem Þorvaldur Lúðvík tengdist. Þorvaldur segir því dálítið eins og að hlusta á brennuvarga tjá sig um slökkvistarf í brunarústum þegar Ólafur H. Hauksson og Grímur Grímsson, núverandi þingmaður Viðreisnar, býsnist og hneykslist yfir þessu atferli fyrrverandi starfsmanna embættisins í fjölmiðlum. Þeim sé brugðið. „Bara í mínu eina máli lagði embættið (Grímur) sig sannanlega í framkróka við að halda frá máli gögnum sem sýndu fram á sýknu, „týndi“ hlustunum eða gögnum sem bentu til annars en hann hélt fram, beit svo höfuðið af skömminni með því að hlusta ólöglega á prívatsímtöl í farsíma minn sem ljóst var að hefðu enga þýðingu fyrir málarekstur embættisins. Embættið fékk enda á sig dóm vegna ólöglegrar hlustunar á síma minn og fleiri aðila.“ „Framalögreglumenn“ látið einskis ófreistað Þorvaldur segir ljóst að mörgum hafi hlaupið kapp í kinn við rannsókn á auðmönnum. Nefnir hann þá „framalögreglumenn“. „Margir framalögreglumenn létu einskis ófreistað til að ná fram sakfellingum til að réttlæta tilvist embættisins og fá frekari fjárframlög. Strategískir lekar frá embættinu til fjölmiðla urðu staðreynd og í því andrými sem hér var eftir hrun, var vel tekið á móti einhliða upplýsingum frá embætti Sérstaks saksóknara til að kynda elda hefndar og friðþægingar.“ Jóhanna Sigurðardóttir, þáverandi forsætisráðherra, hafi steytt hnefann og hleypt þeim „kumpánum“ Ólafi og Grími úr hlaði með hvatningum um að „ná þessum andskotum“. „Veik stjórnmálastétt í erfiðri stöðu þurfti að finna sameiginlegan óvin. Vonblekkt þjóð í bland við öfund, rætni og skilningsleysi var hinn fullkomni farvegur fyrir frægð og frama minnipokamanna.“ Bíður niðurstöðu MDE Þorvaldur segir þennan „bægslagang“ hafa tekið sextán ár af hans lífi. „Rannsókn og þrír dómar tóku alls 10 ár og enduðu með 12 mánaða skilorðsbundnum dómi fyrir hlutdeild í meintu broti annars manns í öðrum banka. Mitt mál er síðan í farvegi hjá Mannréttindadómstóli Evrópu og niðurstöðu að vænta (í annað sinn, eftir að ríkið kaus að semja ekki við mig eftir að hafa verið hvatt til þess af MDE 2022).“ Þorvaldur, sem rak flugfélagið Niceair á Akureyri árið 2023, segist enn sannfærður um að hann hefði ekkert gert öðruvísi í starfi sínu. Enda hefði hann þá fyrst verið að bregðast starfskyldum sínum, lögbundnum sem samningsbundnum. „Eftir alheimshrunið 2008 voru á endanum 47 manns í heiminum sem hlutu dóma. Af þeim voru 25 manns á Íslandi. Heldur fólk í alvöru að íslenskir bankamenn hafi verið svona mikið meiri glæponar en allir aðrir bankamenn í heiminum? Verandi í minnsta bankakerfi í heiminum líka? Er það ekki svipað sennilegt og að Íslendingar séu með bestu efnahagsbrotadeild í heimi? Við vorum alla vegu með sérstakasta saksóknara í heimi.“ Tilgangurinn hafi oft helgað meðalið hjá embætti sérstaks saksóknara og uppgjör vegna starfsháttanna hafi engan veginn farið fram. „Samkvæmt almennum hegningarlögum er það að bera mann röngum sökum eða halda frá máli gögnum er benda til sýknu, saknæmt athæfi og getur varðað fangelsisvist allt að 16 árum. Slík er ábyrgð opinberra embætta og einstakra starfsmanna þeirra og rétt að benda á það hér. Lögbrot í opinberu starfi er dauðans alvara. Hver á að svara fyrir svona inngrip í friðhelgi borgaranna og gróf brot gegn réttarríkinu?“ Skorar á dómsmálaráðherra Stóra málið sé ekki síst að þjófstolnu gögn Jóns Óttars og Guðmundar Hauks hafi aldrei átt að vera til og í geymslu embættisins. „Þarna er um gríðarlegt magn af ólöglegum hlustunum sem embættið varðveitti, þvert á lög og reglur, og láðist síðan einnig að eyða þeim, eins og reglur kveða á um. Það hefur verið skipaður hópur eða nefnd af minna tilefni en því að rannsaka, greina og uppræta misbeitingu réttarvörslukerfisins.“ Hann skorar á Þorbjörgu Sigríði Gunnlaugsdótttur dómsmálaráðherra að gangast í opinbera rannsókn á starfsháttum og embættisfærslum innan embættis Sérstaks saksóknara á árunum 2009 – 2020 og draga menn síðan til ábyrgðar. Ríkisrekið ofbeldi verði aldrei réttlætanlegt. „Uppgjör á uppgjöri við Hrun er kannski loks byrjað?“
Gögnum stolið frá héraðssaksóknara Lögreglumál Persónuvernd Mest lesið Vaktin: Hvítur reykur og beðið eftir nýjum páfa Erlent Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Innlent Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Innlent Samþykktu Trump-samninginn einróma Erlent Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Innlent „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Innlent Þungt hugsi og í áfalli Innlent Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Innlent Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Erlent Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Innlent Fleiri fréttir Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Páfaspenna, drykkjulæti og umdeildur útburður „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Skora á stjórnvöld að skoða áhrifin af hærra veiðigjaldi á Vestfirði Konan í gæsluvarðhaldi í mánuð til viðbótar Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Bein útsending: Staða ungs fatlaðs fólks á húsnæðis- og leigumarkaði Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Ekkert sem bendi til málþófs um veiðigjöld Þeir sem gangi inn sem páfaefni gangi út sem kardinálar Sjá meira