Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Árni Sæberg skrifar 8. maí 2025 09:15 Heiðrún Lind Marteinsdóttir er framkvæmdastjóri SFS. Vísir/Vilhelm Tveir af hverjum þremur telja auglýsingar Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi um „norsku leiðina“ svokölluðu slæmar. Enn meiri meirihluti er hlynntur frumvarpi atvinnuvegaráðherra um hækkun á veiðigjöldum. Þetta eru niðurstöður nýrrar könnunar Maskínu um viðhorf fólks til auglýsinganna og frumvarpsins. Könnunin var lögð fyrir þjóðgátt Maskínu dagana 30. apríl til 6. maí 2025 og svarendur voru 1.765 talsins. Þjóðin vill síður sjá norsku stórleikarana Fyrsta spurning sneri að því hversu góðar eða slæmar svarendum þættu auglýsingar Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi, SFS, fyrir málstað þeirra. Auglýsingarnar hafa verið talsvert milli tannanna á fólki síðan norsku stórleikarnir Jon Øigarden og Oddgeir Thune birtust fyrst á skjám landsmanna í auglýsingahléum eftir að áform ríkisstjórnarinnar um hækkun veiðigjaldana voru kynnt. Samkvæmt könnuninni finnst 21 prósenti þjóðarinnar auglýsingarnar góðar fyrir málstað SFS, 13 prósentum finnst þær í meðallagi góðar og 66 prósentum finnst auglýsingarnar slæmar fyrir málstaðinn. Átján prósent segjast vera jákvæð gagnvart auglýsingunum, 17 prósent hvorki jákvæð né neikvæð og 65 neikvæð. Flestir hlynntir en talsvert færri hafa kynnt sér málið Svarendur voru einnig spurðir að því hversu hlynntir eða andvígir þeir væru frumvarpi atvinnuvegaráðherra um breytingar á veiðigjöldum. 69 prósent segjast hlynnt frumvarpinu, 13 prósent í meðallagi hlynnt og átján prósent andvíg. Loks voru svarendur spurðir hvort þeir þekki frumvarp ráðherra vel eða illa. 38 prósent segjast þekkja það vel, 34 prósent í meðallagi vel og 28 prósent illa. Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Sjávarútvegur Skattar og tollar Auglýsinga- og markaðsmál Breytingar á veiðigjöldum Tengdar fréttir Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Veiðigjöld verða hækkuð umtalsvert samkvæmt frumvarpi sem ríkisstjórnin afgreiddi í morgun. Atvinnuvegaráðherra segir þó horfið frá tvöföldun þeirra. Hún skilur ekki umdeilda auglýsingu SFS gegn hækkuninni og er sannfærð um að hún nái fram að ganga. 29. apríl 2025 19:00 „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Skiptar skoðanir eru á auglýsingu SFS þar sem norskir auðmenn ræða íslenskan sjávarútveg. Jón Gnarr segir auglýsinguna lýsi ákveðinni firringu og gagnist ríkisstjórninni frekar en útgerðinni. Jón Gunnarsson segir skilaboð auglýsingarinnar skýr og Íslendingar búi til meiri verðmæti úr sjávarútvegi en Norðmenn. Þá segir hann ríkisstjórnina neita að ræða um málið 29. apríl 2025 11:13 Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Leikin auglýsing á vegum Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi, sem sýnir norska athafnamenn furða sig á fyrirætlunum íslenskra stjórnvalda í sjávarútvegi, hefur fengið mikla dreifingu og uppskorið hörð viðbrögð hjá ráðamönnum. Stjórnarþingmaður og dómsmálaráðherra eru meðal þeirra sem fordæmt hafa auglýsinguna. 27. apríl 2025 14:27 Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Þorpin töpuðu, þorpin urðu undir segir Elías Pétursson fyrrverandi bæjarstjóri Fjallabyggðar í pistli á Facebook sem vakið hefur mikla athygli. Þar er vísað til afar umdeildrar auglýsingaherferðar Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi og hún fordæmd. Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri SFS segist hins vegar bara hafa fengið jákvæð viðbrögð við auglýsingunum. 25. apríl 2025 11:28 Mest lesið „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Innlent Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Erlent Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Innlent Önnur sprunga opnast Innlent Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Innlent Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Erlent Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Innlent Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Fleiri fréttir „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Sjá meira
Þetta eru niðurstöður nýrrar könnunar Maskínu um viðhorf fólks til auglýsinganna og frumvarpsins. Könnunin var lögð fyrir þjóðgátt Maskínu dagana 30. apríl til 6. maí 2025 og svarendur voru 1.765 talsins. Þjóðin vill síður sjá norsku stórleikarana Fyrsta spurning sneri að því hversu góðar eða slæmar svarendum þættu auglýsingar Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi, SFS, fyrir málstað þeirra. Auglýsingarnar hafa verið talsvert milli tannanna á fólki síðan norsku stórleikarnir Jon Øigarden og Oddgeir Thune birtust fyrst á skjám landsmanna í auglýsingahléum eftir að áform ríkisstjórnarinnar um hækkun veiðigjaldana voru kynnt. Samkvæmt könnuninni finnst 21 prósenti þjóðarinnar auglýsingarnar góðar fyrir málstað SFS, 13 prósentum finnst þær í meðallagi góðar og 66 prósentum finnst auglýsingarnar slæmar fyrir málstaðinn. Átján prósent segjast vera jákvæð gagnvart auglýsingunum, 17 prósent hvorki jákvæð né neikvæð og 65 neikvæð. Flestir hlynntir en talsvert færri hafa kynnt sér málið Svarendur voru einnig spurðir að því hversu hlynntir eða andvígir þeir væru frumvarpi atvinnuvegaráðherra um breytingar á veiðigjöldum. 69 prósent segjast hlynnt frumvarpinu, 13 prósent í meðallagi hlynnt og átján prósent andvíg. Loks voru svarendur spurðir hvort þeir þekki frumvarp ráðherra vel eða illa. 38 prósent segjast þekkja það vel, 34 prósent í meðallagi vel og 28 prósent illa.
Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Sjávarútvegur Skattar og tollar Auglýsinga- og markaðsmál Breytingar á veiðigjöldum Tengdar fréttir Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Veiðigjöld verða hækkuð umtalsvert samkvæmt frumvarpi sem ríkisstjórnin afgreiddi í morgun. Atvinnuvegaráðherra segir þó horfið frá tvöföldun þeirra. Hún skilur ekki umdeilda auglýsingu SFS gegn hækkuninni og er sannfærð um að hún nái fram að ganga. 29. apríl 2025 19:00 „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Skiptar skoðanir eru á auglýsingu SFS þar sem norskir auðmenn ræða íslenskan sjávarútveg. Jón Gnarr segir auglýsinguna lýsi ákveðinni firringu og gagnist ríkisstjórninni frekar en útgerðinni. Jón Gunnarsson segir skilaboð auglýsingarinnar skýr og Íslendingar búi til meiri verðmæti úr sjávarútvegi en Norðmenn. Þá segir hann ríkisstjórnina neita að ræða um málið 29. apríl 2025 11:13 Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Leikin auglýsing á vegum Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi, sem sýnir norska athafnamenn furða sig á fyrirætlunum íslenskra stjórnvalda í sjávarútvegi, hefur fengið mikla dreifingu og uppskorið hörð viðbrögð hjá ráðamönnum. Stjórnarþingmaður og dómsmálaráðherra eru meðal þeirra sem fordæmt hafa auglýsinguna. 27. apríl 2025 14:27 Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Þorpin töpuðu, þorpin urðu undir segir Elías Pétursson fyrrverandi bæjarstjóri Fjallabyggðar í pistli á Facebook sem vakið hefur mikla athygli. Þar er vísað til afar umdeildrar auglýsingaherferðar Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi og hún fordæmd. Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri SFS segist hins vegar bara hafa fengið jákvæð viðbrögð við auglýsingunum. 25. apríl 2025 11:28 Mest lesið „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Innlent Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Erlent Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Innlent Önnur sprunga opnast Innlent Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Innlent Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Erlent Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Innlent Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Fleiri fréttir „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Sjá meira
Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Veiðigjöld verða hækkuð umtalsvert samkvæmt frumvarpi sem ríkisstjórnin afgreiddi í morgun. Atvinnuvegaráðherra segir þó horfið frá tvöföldun þeirra. Hún skilur ekki umdeilda auglýsingu SFS gegn hækkuninni og er sannfærð um að hún nái fram að ganga. 29. apríl 2025 19:00
„Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Skiptar skoðanir eru á auglýsingu SFS þar sem norskir auðmenn ræða íslenskan sjávarútveg. Jón Gnarr segir auglýsinguna lýsi ákveðinni firringu og gagnist ríkisstjórninni frekar en útgerðinni. Jón Gunnarsson segir skilaboð auglýsingarinnar skýr og Íslendingar búi til meiri verðmæti úr sjávarútvegi en Norðmenn. Þá segir hann ríkisstjórnina neita að ræða um málið 29. apríl 2025 11:13
Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Leikin auglýsing á vegum Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi, sem sýnir norska athafnamenn furða sig á fyrirætlunum íslenskra stjórnvalda í sjávarútvegi, hefur fengið mikla dreifingu og uppskorið hörð viðbrögð hjá ráðamönnum. Stjórnarþingmaður og dómsmálaráðherra eru meðal þeirra sem fordæmt hafa auglýsinguna. 27. apríl 2025 14:27
Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Þorpin töpuðu, þorpin urðu undir segir Elías Pétursson fyrrverandi bæjarstjóri Fjallabyggðar í pistli á Facebook sem vakið hefur mikla athygli. Þar er vísað til afar umdeildrar auglýsingaherferðar Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi og hún fordæmd. Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri SFS segist hins vegar bara hafa fengið jákvæð viðbrögð við auglýsingunum. 25. apríl 2025 11:28
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent