Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar 8. maí 2025 08:00 Síðustu daga hafa þingmenn Sjálfstæðisflokksins rætt frumvarp atvinnuvegaráðherra um hækkun veiðigjalda af yfirvegun, málefnalegri gagnrýni og á grunni þeirra gilda sem flokkurinn stendur fyrir. Það hefur þó ekki komið í veg fyrir að reynt sé að gera okkur upp meiningar. Það þekkjum við vel. Sjálfstæðisflokkurinn er í sífellu skilgreindur af öðrum. Oft sem endurómur af orðinu á götunni, og ekki í takt við raunveruleikann. En sá sem les málflutning okkar, eða hlustar á hann í þingsal, sér að þessi afstaða byggir á skýrum og stöðugum grunni. Hún sprettur ekki af þrýstingi eða sérhagsmunum, heldur af grunngildum Sjálfstæðisstefnunnar. Við trúum því að skattlagning eigi að vera sanngjörn og fyrirsjáanleg. Að stjórnsýsla eigi að vera vönduð og málsmeðferð gagnsæ. Við trúum því að atvinnulífið sé ekki andstæðingur, heldur burðarás samfélagsins. Og við trúum því að þeir sem skapa verðmæti, byggja upp og halda samfélaginu gangandi eigi skilið traust og stöðugleika, ekki pólitískt áhlaup. Við höfum gagnrýnt þetta frumvarp bæði vegna þess hvernig að málinu hefur verið staðið og ekki síður vegna þess hvað felst í því efnislega. Þessar breytingar stefna að því að umbylta kerfi sem hefur skapað verðmæti, störf og byggð vítt og breitt um landið. Það er ekki aðeins óvíst að breytingarnar skili yfir höfuð auknum tekjum til ríkissjóðs – það er hætta á að þær grafi undan þeirri verðmætasköpun sem hefur gert okkur kleift að byggja velferðarsamfélagið sem við öll njótum góðs af. Þessi umræða afhjúpar líka grundvallarmun á hægrimönnum og vinstrimönnum. Þegar vinstrimenn komast til valda snúast fyrstu spurningarnar um það hvernig hægt sé að hækka skatta. Hvernig hægt sé að leggja auknar álögur á grunnatvinnugreinar og fjölskyldur í landinu. Við hægrimenn spyrjum að öðru: Hvernig tryggjum við jafnvægi milli skattheimtu og verðmætasköpunar svo að samfélagið allt njóti góðs? Þannig stækkar kakan, okkur öllum til hagsbóta. Það er líka þekkt stef að vinstrimenn hafi alltaf átt auðvelt með að finna ný nöfn á skatta. Það hentar málflutningi þeirra vel að skattar hafi þúsund nöfn. En sama hvað menn kalla þetta – skattar eru skattar, og þegar álögur eru hækkaðar á eina atvinnugrein bitnar það ekki aðeins á þeim sem starfa í henni heldur á samfélaginu öllu. Við skulum líka hafa það alveg á hreinu: sjávarútvegurinn er ein af lykilstoðum þjóðarbúsins. Hann hefur byggt upp samfélög um land allt, skapað störf, fært þjóðinni gjaldeyri og staðið undir gríðarlegum tekjum ríkis og sveitarfélaga. Það er ekkert óeðlilegt við það að Sjálfstæðisflokkurinn taki til varna þegar ráðist er að grunnstoð sem þessari. Það myndum við gera alveg sama hver atvinnugreinin væri – hvort sem um væri að ræða ferðaþjónustu, orku- eða álframleiðslu eða aðra burðarása þjóðarbúsins. Við höfum áður sagt að Sjálfstæðisflokkurinn er tilbúinn í samtal um breytingar á veiðigjaldakerfinu. En þá þarf það samtal að byggjast á fagmennsku, raungögnum og góðum undirbúningi. Það þarf að virða fólk, fyrirtæki og byggðir sem lifa af atvinnugreininni sem um ræðir. Núverandi vegferð ríkisstjórnarinnar gerir það ekki og er ekki til þess fallin að koma á sátt um málið. Ég skil vel að þessi umræða veki sterkar tilfinningar. En við verðum að halda okkur við staðreyndir og rök. Við verðum að byggja á trausti, ekki popúlisma. Á stefnu, ekki frösum. Sjálfstæðisflokkurinn stendur með fólki sem vill skapa, byggja og horfa til framtíðar. Það höfum við alltaf gert og við ætlum að halda því áfram. Ekki vegna þess að það er vinsælt, heldur vegna þess að það er rétt. Höfundur er formaður Sjálfstæðisflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðrún Hafsteinsdóttir Sjálfstæðisflokkurinn Sjávarútvegur Breytingar á veiðigjöldum Mest lesið Halldór 23.8.2025 Halldór Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun Skoðun Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Sjá meira
Síðustu daga hafa þingmenn Sjálfstæðisflokksins rætt frumvarp atvinnuvegaráðherra um hækkun veiðigjalda af yfirvegun, málefnalegri gagnrýni og á grunni þeirra gilda sem flokkurinn stendur fyrir. Það hefur þó ekki komið í veg fyrir að reynt sé að gera okkur upp meiningar. Það þekkjum við vel. Sjálfstæðisflokkurinn er í sífellu skilgreindur af öðrum. Oft sem endurómur af orðinu á götunni, og ekki í takt við raunveruleikann. En sá sem les málflutning okkar, eða hlustar á hann í þingsal, sér að þessi afstaða byggir á skýrum og stöðugum grunni. Hún sprettur ekki af þrýstingi eða sérhagsmunum, heldur af grunngildum Sjálfstæðisstefnunnar. Við trúum því að skattlagning eigi að vera sanngjörn og fyrirsjáanleg. Að stjórnsýsla eigi að vera vönduð og málsmeðferð gagnsæ. Við trúum því að atvinnulífið sé ekki andstæðingur, heldur burðarás samfélagsins. Og við trúum því að þeir sem skapa verðmæti, byggja upp og halda samfélaginu gangandi eigi skilið traust og stöðugleika, ekki pólitískt áhlaup. Við höfum gagnrýnt þetta frumvarp bæði vegna þess hvernig að málinu hefur verið staðið og ekki síður vegna þess hvað felst í því efnislega. Þessar breytingar stefna að því að umbylta kerfi sem hefur skapað verðmæti, störf og byggð vítt og breitt um landið. Það er ekki aðeins óvíst að breytingarnar skili yfir höfuð auknum tekjum til ríkissjóðs – það er hætta á að þær grafi undan þeirri verðmætasköpun sem hefur gert okkur kleift að byggja velferðarsamfélagið sem við öll njótum góðs af. Þessi umræða afhjúpar líka grundvallarmun á hægrimönnum og vinstrimönnum. Þegar vinstrimenn komast til valda snúast fyrstu spurningarnar um það hvernig hægt sé að hækka skatta. Hvernig hægt sé að leggja auknar álögur á grunnatvinnugreinar og fjölskyldur í landinu. Við hægrimenn spyrjum að öðru: Hvernig tryggjum við jafnvægi milli skattheimtu og verðmætasköpunar svo að samfélagið allt njóti góðs? Þannig stækkar kakan, okkur öllum til hagsbóta. Það er líka þekkt stef að vinstrimenn hafi alltaf átt auðvelt með að finna ný nöfn á skatta. Það hentar málflutningi þeirra vel að skattar hafi þúsund nöfn. En sama hvað menn kalla þetta – skattar eru skattar, og þegar álögur eru hækkaðar á eina atvinnugrein bitnar það ekki aðeins á þeim sem starfa í henni heldur á samfélaginu öllu. Við skulum líka hafa það alveg á hreinu: sjávarútvegurinn er ein af lykilstoðum þjóðarbúsins. Hann hefur byggt upp samfélög um land allt, skapað störf, fært þjóðinni gjaldeyri og staðið undir gríðarlegum tekjum ríkis og sveitarfélaga. Það er ekkert óeðlilegt við það að Sjálfstæðisflokkurinn taki til varna þegar ráðist er að grunnstoð sem þessari. Það myndum við gera alveg sama hver atvinnugreinin væri – hvort sem um væri að ræða ferðaþjónustu, orku- eða álframleiðslu eða aðra burðarása þjóðarbúsins. Við höfum áður sagt að Sjálfstæðisflokkurinn er tilbúinn í samtal um breytingar á veiðigjaldakerfinu. En þá þarf það samtal að byggjast á fagmennsku, raungögnum og góðum undirbúningi. Það þarf að virða fólk, fyrirtæki og byggðir sem lifa af atvinnugreininni sem um ræðir. Núverandi vegferð ríkisstjórnarinnar gerir það ekki og er ekki til þess fallin að koma á sátt um málið. Ég skil vel að þessi umræða veki sterkar tilfinningar. En við verðum að halda okkur við staðreyndir og rök. Við verðum að byggja á trausti, ekki popúlisma. Á stefnu, ekki frösum. Sjálfstæðisflokkurinn stendur með fólki sem vill skapa, byggja og horfa til framtíðar. Það höfum við alltaf gert og við ætlum að halda því áfram. Ekki vegna þess að það er vinsælt, heldur vegna þess að það er rétt. Höfundur er formaður Sjálfstæðisflokksins.
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar