Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Lovísa Arnardóttir skrifar 7. maí 2025 20:31 Sanna Magdalena er oddviti Sósíalistaflokksins og formaður velferðarráðs. Stöð 2 Sanna Magdalenda Mörtudóttir, formaður velferðarráðs og borgarfulltrúi, segir mál Sigurbjargar Jónsdóttur, sem var borin út úr íbúð á vegum Félagsbústaða í Bríetartúni í gær, á borði velferðarsviðs. Hún segir nauðsynlegt að skoða hvort búsetuúrræði séu nægilega fjölbreytt og hvort innheimtuferlið geti verið öðruvísi. Til dæmis að leiga sé tekin beint af tekjum. Sigurbjörg segist sjálf vera á götunni. Í samtali við fréttastofu í dag sagðist hún bæði sorgmædd og óttaslegin vegna stöðunnar. Hún hafi nýtt daginn í að koma köttum sínum fyrir á öðrum heimilum og segir óvissuna um framhaldið skelfilega. "Staða mín er bara þannig að ég er í stöðugu taugaáfalli. Ég veit ekkert hvert ég fer," segir Sigurbjörg. Mál Sigurbjargar sem sætti útburði vegna vangreiddrar leigu hefur vakið mikla athygli en fram hefur komið að hún hafi ekki greitt leiguna vegna ósættis við nágranna á stigaganginum sem hafi haldið hafi öðrum íbúum í heljargreipum. „Það er auðvitað hræðilegt að sjá myndbirtingar af manneskju á götunni eftir að hafa verið vísað út úr sinni íbúð,“ segir Sanna Magdalena en rætt var við hana um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2. Verði að eyða hindrunum Hún segir konuna fá stuðning hjá velferðarsviði og þau séu að leita lausna en hún geti ekki tjáð sig frekar um persónulega hagi konunnar. „En auðvitað er það okkar hlutverk að eyða hindrunum og tryggja að við séum að gera allt sem hægt er til að veita manneskju í þörf stuðning.“ Hún segir málið hafa verið rætt á fundi velferðarráðs og þá í því samhengi hvort það séu nægilega fjölbreytt búsetuúrræði í boði í Reykjavík sem henti ólíkum þörfum og hvort það sé eitthvað í innheimtuferlinu sem megi skoða til að tryggja að kerfið sé manneskjuvænt. Innheimti leigu beint af tekjum Sanna segir í þessu samhengi líka mikilvægt að skoða hvort borgin eigi að koma fyrr inn í svona málum og einnig hvort að leiga eigi að borgast beint af tekjum. „Það verður alltaf að vera út frá samþykki og vilja einstaklingsins sem við á. En þetta hefur komið fram í umræðunni. Hvort það sé einhvern veginn hægt að fyrirbyggja að svona miklar leiguskuldir verði.“ Auk þess þurfi að skoða hvort að húsnæðið henti þörfum fólks eða hvort það eigi heima í annars konar búsetu. Sanna segir velferðarsvið hafa boðið konunni aðstoð og að hún vonist til þess að hægt verði að leysa mál konunnar á næstu dögum. Reykjavík Borgarstjórn Sveitarstjórnarmál Félagsmál Húsnæðismál Fíkn Leigumarkaður Tengdar fréttir Konan í Bríetartúni komin á götuna Fulltrúar sýslumanns auk lögreglu báru fimmtuga konu úr leiguíbúð hennar við Bríetartún 20 nú fyrir hádegi. Hún er nú á götunni. 6. maí 2025 11:40 Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út Fulltrúar Félagsbústaða eru mættir til að bera konu sem hefur búið við Bríetartún 20 út. Hún sem og nágrannar hennar eru með böggum hildar vegna aðgerðanna. 6. maí 2025 10:04 Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Faðir konu sem á að bera út úr íbúð Félagsbústaða segir aðra konu sem býr í fjölbýlishúsinu halda nágrönnum í heljargreipum. Hann furðar sig á takmörkuðum viðbrögðum yfirvalda. 5. maí 2025 21:21 Mest lesið Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Innlent Fleiri fréttir Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Sjá meira
Sigurbjörg segist sjálf vera á götunni. Í samtali við fréttastofu í dag sagðist hún bæði sorgmædd og óttaslegin vegna stöðunnar. Hún hafi nýtt daginn í að koma köttum sínum fyrir á öðrum heimilum og segir óvissuna um framhaldið skelfilega. "Staða mín er bara þannig að ég er í stöðugu taugaáfalli. Ég veit ekkert hvert ég fer," segir Sigurbjörg. Mál Sigurbjargar sem sætti útburði vegna vangreiddrar leigu hefur vakið mikla athygli en fram hefur komið að hún hafi ekki greitt leiguna vegna ósættis við nágranna á stigaganginum sem hafi haldið hafi öðrum íbúum í heljargreipum. „Það er auðvitað hræðilegt að sjá myndbirtingar af manneskju á götunni eftir að hafa verið vísað út úr sinni íbúð,“ segir Sanna Magdalena en rætt var við hana um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2. Verði að eyða hindrunum Hún segir konuna fá stuðning hjá velferðarsviði og þau séu að leita lausna en hún geti ekki tjáð sig frekar um persónulega hagi konunnar. „En auðvitað er það okkar hlutverk að eyða hindrunum og tryggja að við séum að gera allt sem hægt er til að veita manneskju í þörf stuðning.“ Hún segir málið hafa verið rætt á fundi velferðarráðs og þá í því samhengi hvort það séu nægilega fjölbreytt búsetuúrræði í boði í Reykjavík sem henti ólíkum þörfum og hvort það sé eitthvað í innheimtuferlinu sem megi skoða til að tryggja að kerfið sé manneskjuvænt. Innheimti leigu beint af tekjum Sanna segir í þessu samhengi líka mikilvægt að skoða hvort borgin eigi að koma fyrr inn í svona málum og einnig hvort að leiga eigi að borgast beint af tekjum. „Það verður alltaf að vera út frá samþykki og vilja einstaklingsins sem við á. En þetta hefur komið fram í umræðunni. Hvort það sé einhvern veginn hægt að fyrirbyggja að svona miklar leiguskuldir verði.“ Auk þess þurfi að skoða hvort að húsnæðið henti þörfum fólks eða hvort það eigi heima í annars konar búsetu. Sanna segir velferðarsvið hafa boðið konunni aðstoð og að hún vonist til þess að hægt verði að leysa mál konunnar á næstu dögum.
Reykjavík Borgarstjórn Sveitarstjórnarmál Félagsmál Húsnæðismál Fíkn Leigumarkaður Tengdar fréttir Konan í Bríetartúni komin á götuna Fulltrúar sýslumanns auk lögreglu báru fimmtuga konu úr leiguíbúð hennar við Bríetartún 20 nú fyrir hádegi. Hún er nú á götunni. 6. maí 2025 11:40 Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út Fulltrúar Félagsbústaða eru mættir til að bera konu sem hefur búið við Bríetartún 20 út. Hún sem og nágrannar hennar eru með böggum hildar vegna aðgerðanna. 6. maí 2025 10:04 Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Faðir konu sem á að bera út úr íbúð Félagsbústaða segir aðra konu sem býr í fjölbýlishúsinu halda nágrönnum í heljargreipum. Hann furðar sig á takmörkuðum viðbrögðum yfirvalda. 5. maí 2025 21:21 Mest lesið Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Innlent Fleiri fréttir Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Sjá meira
Konan í Bríetartúni komin á götuna Fulltrúar sýslumanns auk lögreglu báru fimmtuga konu úr leiguíbúð hennar við Bríetartún 20 nú fyrir hádegi. Hún er nú á götunni. 6. maí 2025 11:40
Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út Fulltrúar Félagsbústaða eru mættir til að bera konu sem hefur búið við Bríetartún 20 út. Hún sem og nágrannar hennar eru með böggum hildar vegna aðgerðanna. 6. maí 2025 10:04
Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Faðir konu sem á að bera út úr íbúð Félagsbústaða segir aðra konu sem býr í fjölbýlishúsinu halda nágrönnum í heljargreipum. Hann furðar sig á takmörkuðum viðbrögðum yfirvalda. 5. maí 2025 21:21