Harmleikur á Bretlandi: „Hann var frábær faðir“ Valur Páll Eiríksson skrifar 7. maí 2025 09:02 Shane Richardson lést í slysinu. Hann skilur eftir sig tvær ungar dætur. Instagram Banaslys varð í mótorhjólakeppni á Bretlandi í fyrradag. Ellefu mótorhjól lentu saman með þeim afleiðingum að tveir létust og einn hálsbrotnaði. „Það var ekkert hægt að gera,“ segir einn þeirra sem lenti í slysinu. Hinn enski Owen Jenner, 21 árs, og Nýsjálendingurinn Shane Richardson, 29 ára, létu lífið í slysinu sem varð í keppni í bresku SuperSport-mótórhjólamótaröðinni í Oulton Park-brautinni í Chesire. Tom Tunstall hálsbrotnaði en annar ökuþór, Morgan McLaren-Wood, slapp með minniháttar meiðsli og þrír þeirra ellefu sem lentu í slysinu voru ómeiddir. McLaren-Wood tjáði sig um slysið við breska ríkisútvarpið BBC: „Ég var líklega röð fyrir aftan Shane og Owen (þá sem létust). Þetta var bara kaós, það var ekkert sem neinn gat gert. Hjólin voru út um allt og ekkert sem neinn gat farið, þetta er svo þröng braut,“ segir McLaren-Wood, sem þekkti landa sinn frá Nýja-Sjálandi, Shane Richardson vel. Ellefu hjól lentu saman í slysinu.Skjáskot Richardson hafði tekið hann undir sinn verndarvæng þegar McLaren-Wood flutti ungur til Bretlands til að freista gæfunnar í heimi mótorhjólanna. „Shane var yndislegur maður. Við spjölluðum eftir hverja einustu keppni, sögðum frá því hvernig okkur hefði gengið, og hann veitti ráð um hvernig ég gæti bætt mig,“ segir McLaren-Wood um Richardson, sem skilur eftir sig konu og tvær ungar dætur. „Hann var frábær faðir. Ég get ekki ímyndað mér hvað þær eru að ganga í gegnum. Þetta er svo skyndilegur og óvæntur missir.“ We’re saddened to hear that Shane Richardson and Owen Jenner have passed awayOur thoughts are with their family and friends in this difficult time Ride in Peace pic.twitter.com/3nFO7SGAlZ— TNT Sports Bikes (@bikesontnt) May 5, 2025 Um er að ræða fyrstu dauðsföllin á SuperSport-mótaröðinni síðan árið 2022 þegar Chrissy Rouse lést í keppni á Donington Park-brautinni. Mótaröðin er í umsjá Motorsport Vision Racing (MSV). Í yfirlýsingu frá fyrirtækinu segir að slysið og aðstæðurnar sem leiddu til þess séu til rannsóknar. „Ég held að það sé ávallt hægt að bæta öryggi í íþróttum,“ segir McLaren-Wood aðspurður um hvað sé hægt að læra af slysinu. „Kannski eru of margir ökuþórar á brautinni, ég er ekki viss. Ég er ekki öryggissérfræðingur, en aðallega er þetta auðvitað harmleikur.“ Akstursíþróttir Bretland Mest lesið Linsan datt út en varði samt tvö víti Enski boltinn Sjáðu mörkin úr einum ótrúlegasta hálfleik í sögu Meistaradeildarinnar Fótbolti Sonur Rickys Hatton tjáir sig: „Elska þig, pabbi“ Sport Hákon reyndist hetja Brentford Enski boltinn Rekinn eftir tapið fyrir Qarabag og Mourinho gæti tekið við Fótbolti NBA Evrópudeildin muni hefjast eftir tvö ár Körfubolti Ronaldinho og Usain Bolt reyna fyrir sér í þjálfun Sport Dagskráin í dag: Boltinn rúllar í Meistaradeildinni Sport Segja áruna yfir röflandi Blikum slæma Íslenski boltinn „Vissi ekki að við gætum þetta“ Fótbolti Fleiri fréttir Brot af því besta úr DocZone: „Er þetta ekki hættulegt?“ Segja áruna yfir röflandi Blikum slæma Rekinn eftir tapið fyrir Qarabag og Mourinho gæti tekið við Sjáðu mörkin úr einum ótrúlegasta hálfleik í sögu Meistaradeildarinnar Sonur Rickys Hatton tjáir sig: „Elska þig, pabbi“ Linsan datt út en varði samt tvö víti Dagskráin í dag: Boltinn rúllar í Meistaradeildinni Ronaldinho og Usain Bolt reyna fyrir sér í þjálfun NBA Evrópudeildin muni hefjast eftir tvö ár Skoraði nánast alveg eins mark í fyrra en Del Piero gerði betur Hákon reyndist hetja Brentford Magnaður viðsnúningur hjá Aserum Ótrúlegt átta marka jafntefli hjá Juventus og Dortmund Ódýr vítaspyrna tryggði tíu Madrídingum endurkomusigur Tottenham slapp með sigur eftir furðulegt sjálfsmark Hættir að verja mark Frakklands til að verja tíma með fjölskyldunni „Vissi ekki að við gætum þetta“ Varamennirnir lögðu upp hvor fyrir annan Kristall skaut Sønderjyske áfram Yamal meiddur og þjálfarinn gagnrýnir landsliðið Hefur bætt heimsmetið um þrettán sentímetra á fimm árum Emil leggur skóna á hilluna Tryggvi varði flest skot á EM og tók næstflest fráköst Magnús Ver í 55. sæti á lista yfir bestu íþróttamenn sögunnar Fyrirliðinn ekki með Arsenal í Baskalandi Barðist degi eftir að hafa orðið fyrir bíl „Finn að ég er að fara að toppa á réttum tíma“ Gæti spilað í kvöld en þarf að mæta í réttarsal í fyrramálið Fær 54 milljónir í vikulaun en æfir einn og yfirgefinn Mamma reddaði treyjunum frá Thuram bræðrunum Sjá meira
Hinn enski Owen Jenner, 21 árs, og Nýsjálendingurinn Shane Richardson, 29 ára, létu lífið í slysinu sem varð í keppni í bresku SuperSport-mótórhjólamótaröðinni í Oulton Park-brautinni í Chesire. Tom Tunstall hálsbrotnaði en annar ökuþór, Morgan McLaren-Wood, slapp með minniháttar meiðsli og þrír þeirra ellefu sem lentu í slysinu voru ómeiddir. McLaren-Wood tjáði sig um slysið við breska ríkisútvarpið BBC: „Ég var líklega röð fyrir aftan Shane og Owen (þá sem létust). Þetta var bara kaós, það var ekkert sem neinn gat gert. Hjólin voru út um allt og ekkert sem neinn gat farið, þetta er svo þröng braut,“ segir McLaren-Wood, sem þekkti landa sinn frá Nýja-Sjálandi, Shane Richardson vel. Ellefu hjól lentu saman í slysinu.Skjáskot Richardson hafði tekið hann undir sinn verndarvæng þegar McLaren-Wood flutti ungur til Bretlands til að freista gæfunnar í heimi mótorhjólanna. „Shane var yndislegur maður. Við spjölluðum eftir hverja einustu keppni, sögðum frá því hvernig okkur hefði gengið, og hann veitti ráð um hvernig ég gæti bætt mig,“ segir McLaren-Wood um Richardson, sem skilur eftir sig konu og tvær ungar dætur. „Hann var frábær faðir. Ég get ekki ímyndað mér hvað þær eru að ganga í gegnum. Þetta er svo skyndilegur og óvæntur missir.“ We’re saddened to hear that Shane Richardson and Owen Jenner have passed awayOur thoughts are with their family and friends in this difficult time Ride in Peace pic.twitter.com/3nFO7SGAlZ— TNT Sports Bikes (@bikesontnt) May 5, 2025 Um er að ræða fyrstu dauðsföllin á SuperSport-mótaröðinni síðan árið 2022 þegar Chrissy Rouse lést í keppni á Donington Park-brautinni. Mótaröðin er í umsjá Motorsport Vision Racing (MSV). Í yfirlýsingu frá fyrirtækinu segir að slysið og aðstæðurnar sem leiddu til þess séu til rannsóknar. „Ég held að það sé ávallt hægt að bæta öryggi í íþróttum,“ segir McLaren-Wood aðspurður um hvað sé hægt að læra af slysinu. „Kannski eru of margir ökuþórar á brautinni, ég er ekki viss. Ég er ekki öryggissérfræðingur, en aðallega er þetta auðvitað harmleikur.“
Akstursíþróttir Bretland Mest lesið Linsan datt út en varði samt tvö víti Enski boltinn Sjáðu mörkin úr einum ótrúlegasta hálfleik í sögu Meistaradeildarinnar Fótbolti Sonur Rickys Hatton tjáir sig: „Elska þig, pabbi“ Sport Hákon reyndist hetja Brentford Enski boltinn Rekinn eftir tapið fyrir Qarabag og Mourinho gæti tekið við Fótbolti NBA Evrópudeildin muni hefjast eftir tvö ár Körfubolti Ronaldinho og Usain Bolt reyna fyrir sér í þjálfun Sport Dagskráin í dag: Boltinn rúllar í Meistaradeildinni Sport Segja áruna yfir röflandi Blikum slæma Íslenski boltinn „Vissi ekki að við gætum þetta“ Fótbolti Fleiri fréttir Brot af því besta úr DocZone: „Er þetta ekki hættulegt?“ Segja áruna yfir röflandi Blikum slæma Rekinn eftir tapið fyrir Qarabag og Mourinho gæti tekið við Sjáðu mörkin úr einum ótrúlegasta hálfleik í sögu Meistaradeildarinnar Sonur Rickys Hatton tjáir sig: „Elska þig, pabbi“ Linsan datt út en varði samt tvö víti Dagskráin í dag: Boltinn rúllar í Meistaradeildinni Ronaldinho og Usain Bolt reyna fyrir sér í þjálfun NBA Evrópudeildin muni hefjast eftir tvö ár Skoraði nánast alveg eins mark í fyrra en Del Piero gerði betur Hákon reyndist hetja Brentford Magnaður viðsnúningur hjá Aserum Ótrúlegt átta marka jafntefli hjá Juventus og Dortmund Ódýr vítaspyrna tryggði tíu Madrídingum endurkomusigur Tottenham slapp með sigur eftir furðulegt sjálfsmark Hættir að verja mark Frakklands til að verja tíma með fjölskyldunni „Vissi ekki að við gætum þetta“ Varamennirnir lögðu upp hvor fyrir annan Kristall skaut Sønderjyske áfram Yamal meiddur og þjálfarinn gagnrýnir landsliðið Hefur bætt heimsmetið um þrettán sentímetra á fimm árum Emil leggur skóna á hilluna Tryggvi varði flest skot á EM og tók næstflest fráköst Magnús Ver í 55. sæti á lista yfir bestu íþróttamenn sögunnar Fyrirliðinn ekki með Arsenal í Baskalandi Barðist degi eftir að hafa orðið fyrir bíl „Finn að ég er að fara að toppa á réttum tíma“ Gæti spilað í kvöld en þarf að mæta í réttarsal í fyrramálið Fær 54 milljónir í vikulaun en æfir einn og yfirgefinn Mamma reddaði treyjunum frá Thuram bræðrunum Sjá meira