Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Samúel Karl Ólason, Magnús Jochum Pálsson og Jón Þór Stefánsson skrifa 7. maí 2025 08:53 Nýr páfi, Leó XIV, heitir Robert Francis Prevost að skírnarnafni og er frá Chicago í Bandaríkjunum. AP Kardinálar kaþólsku kirkjunnar hafa valið sér nýjan páfa, Bandaríkjamanninn Robert Francis Prevost sem tekur sér nafnið Leó XIV. Vísir fylgist með gangi mála á sérstakri páfakjörsvakt en einnig er hægt að horfa á beina útsendingu frá Páfagarði. Prevost er 69 ára gamall, fæddur í Chicago 14. september 1955 og er fyrsti bandaríski páfi kaþólsku kirkjunnar. Valið tók ekki langan tíma, tókst á öðrum degi páfakjörs eftir annað hvort fjórar eða fimm atkvæðagreiðslur. Til þess að verða páfi þurfti kardináli að tryggja sér stuðning tveggja af hverjum þremur kardinálum með atkvæðisrétt, eða 89 atkvæði. Í heildina eru kardinálar 252 talsins. Af þeim 133 sem höfðu atkvæðarétt í Páfakjörinu voru 108 skipaðir af Frans, svo þetta var fyrsta páfakjör þeirra. Hér að neðan má sjá beina útsendingu frá Páfagarði þar sem fylgst verður með athöfnum dagins. Lengsta páfakjör sögunnar hófst í nóvember 1268. Það stóð yfir í tæp þrjú ár og lauk ekki fyrr en í september 1271. Þá var nýr páfi ekki valinn fyrr en íbúar Viterbo, þar sem páfakjörið fór fram, höfðu rifið þakið af byggingunni þar sem kardinálarnir héldu til og komu í veg fyrir að þeir fengu meiri mat en brauð og vatn einu sinni á dag. Á síðustu öldum stóð stysta páfakjörið yfir í einungis nokkrar klukkustundir en það var þegar Júlíus annar var kjörinn páfi árið 1503. Séu allra nýjustu páfarnir skoðaðir var Frans páfi kjörinn árið 2013 í fimmtu atkvæðagreiðslunni. Benedikt var kjörinn í þeirri fjórðu árið 2005. Páfakjör Jóhannes páfa árið 1978 stóð yfir í þrjá daga. Hann var kjörinn í áttundu atkvæðagreiðslunni. Hér að ofan má sjá útsendingu af reykháfinum fræga þegar hvíti reykurinn sást fyrst. Hér fyrir neðan má síðan fylgjast með páfakjörsvaktinni sem verður uppfærð í kringum atvkæðagreiðslu kardínálanna:
Prevost er 69 ára gamall, fæddur í Chicago 14. september 1955 og er fyrsti bandaríski páfi kaþólsku kirkjunnar. Valið tók ekki langan tíma, tókst á öðrum degi páfakjörs eftir annað hvort fjórar eða fimm atkvæðagreiðslur. Til þess að verða páfi þurfti kardináli að tryggja sér stuðning tveggja af hverjum þremur kardinálum með atkvæðisrétt, eða 89 atkvæði. Í heildina eru kardinálar 252 talsins. Af þeim 133 sem höfðu atkvæðarétt í Páfakjörinu voru 108 skipaðir af Frans, svo þetta var fyrsta páfakjör þeirra. Hér að neðan má sjá beina útsendingu frá Páfagarði þar sem fylgst verður með athöfnum dagins. Lengsta páfakjör sögunnar hófst í nóvember 1268. Það stóð yfir í tæp þrjú ár og lauk ekki fyrr en í september 1271. Þá var nýr páfi ekki valinn fyrr en íbúar Viterbo, þar sem páfakjörið fór fram, höfðu rifið þakið af byggingunni þar sem kardinálarnir héldu til og komu í veg fyrir að þeir fengu meiri mat en brauð og vatn einu sinni á dag. Á síðustu öldum stóð stysta páfakjörið yfir í einungis nokkrar klukkustundir en það var þegar Júlíus annar var kjörinn páfi árið 1503. Séu allra nýjustu páfarnir skoðaðir var Frans páfi kjörinn árið 2013 í fimmtu atkvæðagreiðslunni. Benedikt var kjörinn í þeirri fjórðu árið 2005. Páfakjör Jóhannes páfa árið 1978 stóð yfir í þrjá daga. Hann var kjörinn í áttundu atkvæðagreiðslunni. Hér að ofan má sjá útsendingu af reykháfinum fræga þegar hvíti reykurinn sást fyrst. Hér fyrir neðan má síðan fylgjast með páfakjörsvaktinni sem verður uppfærð í kringum atvkæðagreiðslu kardínálanna:
Páfagarður Páfakjör 2025 Andlát Frans páfa Leó fjórtándi páfi Tengdar fréttir Kardinálarnir læstir inni á morgun Kardinálar kaþólsku kirkjunnar munu á morgun setjast niður í Sixtínsku kapellunni og hefja leitina að nýjum páfa. Þar verða 133 kardinálar frá sjötíu löndum innilokaðir þar til hvítan reyk ber frá páfagerði, til marks um að nýr páfi hafi verið kjörinn. 6. maí 2025 11:35 Birti mynd af sér í páfaskrúða Donald Trump Bandaríkjaforseti birti í gær mynd af sér á samfélagsmiðlum klæddum páfaskrúða. Kaþólikkar sem og aðrir hafa tekið misvel í þetta uppátæki hans og þykir mörgum hann vanvirða minningu Frans páfa sem féll frá nýlega. 3. maí 2025 09:35 Gröf Frans páfa opin gestum Frá og með deginum í dag geta gestir barið gröf Frans páfa í Maríukirkju í Róm augum. Páfinn var borinn til hinstu hvílu í gær. 27. apríl 2025 11:16 Mest lesið Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Erlent Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Erlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi Erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Evrópa sein með nýtt loftslagsmarkmið vegna óeiningar Opna tímabundna flóttaleið Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi „Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“ Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Nálægt því að draga úr flæðinu vegna drónaárása Hafa engar skýringar á margföldum gammablossa Enn ein ásiglingin við rifið umdeilda Hryðjuverkaákærum vísað frá Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Trump-liðar heita hefndum Nefnd SÞ segir Ísraelsmenn hafa framið þjóðarmorð á Gasa Látlausar sprengjuárásir á Gasa í nótt Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Conor McGregor dregur forsetaframboðið til baka NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Stórauka útgjöld til varnarmála Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Svarar til saka fyrir morð á „blóðuga sunnudeginum“ AfD þrefalda fylgi sitt í fjölmennasta sambandslandinu Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Kalla rússneska sendiherrann á teppið Sjá meira
Kardinálarnir læstir inni á morgun Kardinálar kaþólsku kirkjunnar munu á morgun setjast niður í Sixtínsku kapellunni og hefja leitina að nýjum páfa. Þar verða 133 kardinálar frá sjötíu löndum innilokaðir þar til hvítan reyk ber frá páfagerði, til marks um að nýr páfi hafi verið kjörinn. 6. maí 2025 11:35
Birti mynd af sér í páfaskrúða Donald Trump Bandaríkjaforseti birti í gær mynd af sér á samfélagsmiðlum klæddum páfaskrúða. Kaþólikkar sem og aðrir hafa tekið misvel í þetta uppátæki hans og þykir mörgum hann vanvirða minningu Frans páfa sem féll frá nýlega. 3. maí 2025 09:35
Gröf Frans páfa opin gestum Frá og með deginum í dag geta gestir barið gröf Frans páfa í Maríukirkju í Róm augum. Páfinn var borinn til hinstu hvílu í gær. 27. apríl 2025 11:16
„Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“