Lífið

Verzló vann MORFÍs

Magnús Jochum Pálsson skrifar
Ræðulið Verzló ásamt svokölluðum liðsstjórum í sal, með bikarinn fyrir utan Verzlunarskólann. Frá vinstri: Óskar Breki Bjarkason, Sunna Björg Harðardóttir, Anna María Allawawi Sonde, Jónatan Örn Sverrisson, Guðmundur Kristinn Davíðsson, Dagur Thors, Ísabel Dís Sheehan og Andrés Kristinn Haraldsson.
Ræðulið Verzló ásamt svokölluðum liðsstjórum í sal, með bikarinn fyrir utan Verzlunarskólann. Frá vinstri: Óskar Breki Bjarkason, Sunna Björg Harðardóttir, Anna María Allawawi Sonde, Jónatan Örn Sverrisson, Guðmundur Kristinn Davíðsson, Dagur Thors, Ísabel Dís Sheehan og Andrés Kristinn Haraldsson.

Lið Verzlunarskóla Íslands var hlutskarpast í MORFÍs, Mælsku- og rökræðukeppni framhaldsskóla á Íslandi, í ár. Úrslitin fóru fram á Hilton Nordica-hótelinu á miðvikudag, þar sem Verzló mætti Menntaskólanum við Sund.

Umræðuefni á úrslitakeppninni var „Ritskoðun“ og mælti MS með, en Verzló á móti. 

Stigahæsti ræðumaður úrslitanna var Andrés Kristinn Haraldsson, stuðningsmaður Verzló, og hlaut hann því nafnbótina „Ræðumaður Íslands“. Þetta var 17. sigur Verzló í keppninni, sem hefur unnið oftast allra framhaldsskóla.

Aðrir liðsmenn Verzlunarskólans voru liðsstjórinn Guðmundur Kristinn Davíðsson, frummælandinn Isabel Dís Sheehan og meðmælandinn Anna María Allawawi Sonde.

Lið MS var skipað liðsstjóranum Öglu Rut Egilsdóttur, frummælandanum Ásgeiri Mána Andrasyni, meðmælandanum Maríu Sól Jósepsdóttur og stuðningsmanninum Vigdísi Elísabetu Bjarnadóttur.

Þess ber að geta að ræðulið Verslunarskólans tapaði í sextán liða úrslitum MORFÍs í fyrra fyrir Fjölbrautaskólanum við Ármúla og reyndist þau úrslit söguleg. Versló bætti sig því töluvert milli ára. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.