Niðurlægjandi fyrir Merz og AfD krefst þingkosninga á ný Auðun Georg Ólafsson skrifar 6. maí 2025 13:03 Eiríkur Bergmann, stjórnmálafræðiprófessor, gerir ráð fyrir annarri kosningu til kanslara Þýskalands á næstu dögum eða innan tveggja vikna eins og stjórnarskráin leyfir. Vísir/Arnar Eiríkur Bergmann, stjórnmálafræðiprófessor, segir Friedrich Merz, leiðtoga Kristilegra demókrata, hafa verið niðurlægðan í morgun þegar honum mistókst að tryggja sér kjör í tilnefningu til kanslara á þýska þinginu í morgun. Alice Weidel, leiðtogi hægri flokksins AfD, krefst þess að kosningar fari fram á ný. Í fyrsta sinn í sögu Þýskalands, eftir endurreisn þess sem lýðræðisríkis eftir seinni heimsstyrjöld, náði væntanlegur kanslari ekki nægjanlega mörg atkvæði í fyrstu lotu um tilnefningu til embættis kanslara á þýska þinginu í morgun. Alice Weidel leiðtogi AfD krafðist þess á blaðamannafundi strax í kjölfarið að boðað yrði til nýrra þingkosninga. Flokkur hennar, sem á þýsku nefnist Alternative für Deutschland eða AfD, er andvígur Evrópusambandinu og er talinn íhaldssamur, þjóðernissinnaður og popúlískur. Flokkurinn varð næst stærsti þingflokkur Þýskalands í kosningunum í febrúar síðastliðnum þar sem hann hlaut 20,8% atkvæða og 152 þingsæti af 630. Alice Weidel er formaður AfD eða Valkosts fyrir Þýskaland. Hún fer fram á að kosið verði til þings á ný. Getty Sameinast um andstöðu gegn AfD Kosningum í Þýskalandi var flýtt um sjö mánuði eftir að óvinsæl ríkisstjórn Olafs Scholz, leiðtoga Sósíaldemókrata féll. Eftir kosningarnar í febrúar síðastliðnum hófust viðræður milli Kristilegra demókrata og Sósíaldemókrata um myndun nýrrar ríkisstjórnar. Kristilegir demókratar fengu 28,6 prósent atkvæða, eða 208 þingsæti. Sósíaldemókratar fengu 16,4 prósent og 120 þingsæti. Saman eru flokkarnir því með 328 sæti á þýska þinginu, af 630. Sameiginlegt hagsmunamál flokkanna tveggja er að halda AfD frá völdum. Þrátt fyrir að Kristilegir demókratar og Sósíaldemókratar séu með 328 sæti á þingi og að til að verða kanslari þurfti Merz 316 atkvæði, fékk hann eingöngu 310 í kjörinu til kanslara í morgun. 307 þingmenn greiddu atkvæði gegn Merz og þrír skiluðu auðu. Níu þingmenn greiddu ekki atkvæði. Veikir stöðu Merz Eiríkur Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði, á þó von á að Friedrich Merz verði á endanum útnefndur kanslari. „Þetta er auðvitað ferlega niðurlægjandi fyrir Merz og veikir stöðu hans bæði innan Þýskalands en einnig á alþjóðavettvangi. Merz hafði ráðgert mikla ferð um Evrópu sem nýr kanslari og þau plön hljóta að breytast eitthvað.“ Voru það Sósíaldemókratar sem stungu hann í bakið eða þingmenn úr hans eigin flokki? „Menn eru ennþá að fara yfir hvar þessi atkvæði liggja en það er augljóst að einhverjir innan raða þessara stjórnarflokka vilji veita honum einhverja ráðningu áður en farið er af stað.“ Hvað gerist þá næst? „Þingflokkarnir ráða ráðum sínum og þegar þeir hafa fundið út úr hver stuðningurinn raunverulega er þá má gera ráð fyrir annarri kosningu til kanslara á næstu dögum eða innan tveggja vikna. Þriðja kjörið til kanslara á þinginu er mögulegt og þá dugar bara einfaldur meirihluti fyrir þann sem verður þá kanslari. Þannig að það eru allar líkur á að þetta gangi á endanum.“ Þýskaland Kosningar í Þýskalandi Mest lesið Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Erlent Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Drónaumferð við herstöð í Belgíu Erlent Fleiri fréttir Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Sjá meira
Í fyrsta sinn í sögu Þýskalands, eftir endurreisn þess sem lýðræðisríkis eftir seinni heimsstyrjöld, náði væntanlegur kanslari ekki nægjanlega mörg atkvæði í fyrstu lotu um tilnefningu til embættis kanslara á þýska þinginu í morgun. Alice Weidel leiðtogi AfD krafðist þess á blaðamannafundi strax í kjölfarið að boðað yrði til nýrra þingkosninga. Flokkur hennar, sem á þýsku nefnist Alternative für Deutschland eða AfD, er andvígur Evrópusambandinu og er talinn íhaldssamur, þjóðernissinnaður og popúlískur. Flokkurinn varð næst stærsti þingflokkur Þýskalands í kosningunum í febrúar síðastliðnum þar sem hann hlaut 20,8% atkvæða og 152 þingsæti af 630. Alice Weidel er formaður AfD eða Valkosts fyrir Þýskaland. Hún fer fram á að kosið verði til þings á ný. Getty Sameinast um andstöðu gegn AfD Kosningum í Þýskalandi var flýtt um sjö mánuði eftir að óvinsæl ríkisstjórn Olafs Scholz, leiðtoga Sósíaldemókrata féll. Eftir kosningarnar í febrúar síðastliðnum hófust viðræður milli Kristilegra demókrata og Sósíaldemókrata um myndun nýrrar ríkisstjórnar. Kristilegir demókratar fengu 28,6 prósent atkvæða, eða 208 þingsæti. Sósíaldemókratar fengu 16,4 prósent og 120 þingsæti. Saman eru flokkarnir því með 328 sæti á þýska þinginu, af 630. Sameiginlegt hagsmunamál flokkanna tveggja er að halda AfD frá völdum. Þrátt fyrir að Kristilegir demókratar og Sósíaldemókratar séu með 328 sæti á þingi og að til að verða kanslari þurfti Merz 316 atkvæði, fékk hann eingöngu 310 í kjörinu til kanslara í morgun. 307 þingmenn greiddu atkvæði gegn Merz og þrír skiluðu auðu. Níu þingmenn greiddu ekki atkvæði. Veikir stöðu Merz Eiríkur Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði, á þó von á að Friedrich Merz verði á endanum útnefndur kanslari. „Þetta er auðvitað ferlega niðurlægjandi fyrir Merz og veikir stöðu hans bæði innan Þýskalands en einnig á alþjóðavettvangi. Merz hafði ráðgert mikla ferð um Evrópu sem nýr kanslari og þau plön hljóta að breytast eitthvað.“ Voru það Sósíaldemókratar sem stungu hann í bakið eða þingmenn úr hans eigin flokki? „Menn eru ennþá að fara yfir hvar þessi atkvæði liggja en það er augljóst að einhverjir innan raða þessara stjórnarflokka vilji veita honum einhverja ráðningu áður en farið er af stað.“ Hvað gerist þá næst? „Þingflokkarnir ráða ráðum sínum og þegar þeir hafa fundið út úr hver stuðningurinn raunverulega er þá má gera ráð fyrir annarri kosningu til kanslara á næstu dögum eða innan tveggja vikna. Þriðja kjörið til kanslara á þinginu er mögulegt og þá dugar bara einfaldur meirihluti fyrir þann sem verður þá kanslari. Þannig að það eru allar líkur á að þetta gangi á endanum.“
Þýskaland Kosningar í Þýskalandi Mest lesið Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Erlent Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Drónaumferð við herstöð í Belgíu Erlent Fleiri fréttir Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Sjá meira