Tóku Valsmenn til bæna: „Það er kannski helvítis málið, það er ekki hungur í paradís“ Aron Guðmundsson skrifar 6. maí 2025 09:28 Valsmenn hafa ekki farið vel af stað í Bestu deildinni og farið var yfir slæma stöðu liðsins í Stúkunni í gær. Vísir/Samsett mynd Sérfræðingar Stúkunnar fóru ekki mjúkum höndum um stöðuna hjá liði Vals í Bestu deild karla sem getur ekki talist góð eftir 3-0 tap gegn FH um síðustu helgi. Bragurinn á liðinu sé engan veginn nógu góður en er lausnin að skipta um þjálfara? Pressan er orðin mikil á þjálfara Valsmanna Srdjan Tufegdzic eftir slappa byrjun á tímabilinu sem náði nýrri lægð á móti FH um síðustu helgi, liði sem hafði ekki unnið leik í deildinni fyrir þann leik en sérfræðingar Stúkunnar setja spurningarmerki við leikmenn Vals og það hvernig þeir báru sig í leiknum gegn FH. „Hvað getur hann (Túfa) gert?“ sagði Ólafur Kristjánsson, einn af sérfræðingum Stúkunnar um stöðuna hjá Val. „Ég veit að Túfa vinnur starf sitt af miklum heilindum og er góður þjálfari, Hann verður, því ég veit að það er mikill hiti á honum, að koma mönnum í skilning um að þetta sé bara ekki ásættanlegt. Að koma í Kaplakrika í þessum möguleika og tapa leiknum á þennan hátt.“ Klippa: Stúkan: Umræða um slæma stöðu Vals Valsmenn hafa spilað sautján leiki undir stjórn Túfa í Bestu deildinni og aðeins náð í fimm sigra. Þá hefur liðið gert sjö jafntefli og tapað fimm leikjum. Merkilega við þessa leiki er sú staðreynd að í þeim hefur Valur aldrei haldið marki sínu hreinu. Srdjan Tufagdzic, Túfa, þjálfari ValsVísir/Diego „Getur ekki verið í fótbolta og lifað fyrir lækin“ Óli Kristjáns er á því að úrslitin séu einn þáttur en bragurinn á liðinu sé annar. „Það er sameiginleg ábyrgð leikmanna og þjálfara að bragurinn verði betri en hann er. Þú getur ekki bara verið í fótbolta og lifað fyrir lækin. Þá er ég ekki að tala um læk sem rennur heldur það að fá læk fyrir það sem þú gerir. Það eru líka helvíti erfiðir tímar þegar að bjátar á móti. Þá verða menn að stíga upp og standa saman og vinna almennilega fyrir félagana og félagið. Það finnst mér bara ekki vera hægt að sjá. Ef ég væri stuðningsmaður Vals, sem ég er ekki, þá fyndist mér þetta engan veginn ásættanlegt.“ Albert Brynjar Ingason, einnig sérfræðingur Stúkunnar, segir þetta gamla sögu og nýja með Val. „Á hverju einasta tímabili, sérstaklega þegar að titillinn er farinn, þá hætta þeir alveg… Og meira segja þegar reynir á þá í leik þá hætta þeir líka. Þeir nenna ekki að leggja þetta á sig þegar að titillinn er farinn og nenna ekki að leggja nógu mikið á sig til að sækja titilinn.“ „Menn þarna sem eru ekki með hugann við þetta“ Það stingi í stúf þegar um er að ræða lið með eina bestu umgjörð á landinu, lið sem hefur haft stór nöfn á borð við Aron Jó, Hólmar Örn Eyjólfsson, Gylfa Þór Sigurðsson, besta framherja deildarinnar í Patrick Pedersen og besta kantmann deildarinnar síðustu tvö tímabil í Jónatan Inga innan sinna raða undanfarin ár. „Það er kannski helvítis málið. Það er ekki hungur í paradís,“ svaraði Óli Kristjáns. „Ég sé ekki hvað menn vilja. Það er talað um að Valur sé félag sem eigi að vera berjast um titla. Þá þarf að vera meira merking á bak við þau orð.“ En er lausnin að skipta um þjálfara? Eitthvað sem hefur verið reynt margoft en virðist ekki ganga eitt og sér. „Hvort það sé Túfa eða einhver annar sem finnur út úr því hverjir það eru sem séu tilbúnir í að taka þátt í þessu verkefni sem framundan er og losar sig við þessi skemmdu epli,“ sagði Albert Brynjar. „Því það eru enn þá menn þarna sem eru ekki með hugann við þetta. Það þarf að fara hreinsa til í þessum hóp.“ Ítarlega umræðu um stöðuna hjá liði Vals í Stúkunni frá því í gær má sjá hér ofar í fréttinni. Stúkan Besta deild karla Valur Mest lesið Skoðar sín mál eftir að stuðningsmenn kveiktu í vellinum Fótbolti Sjáðu mark Andra í leik sem gerði þjálfara hans æfan Enski boltinn „Hún flutti út í eina nótt en svo var hún bara komin aftur“ Handbolti „Ég er 43 ára og fyrsta manneskjan sem ég hringi í á morgnana er mamma“ Fótbolti Viktor Bjarki heldur áfram að slá í gegn Fótbolti Losa sig við goðsögn: „Var að frétta að ég verð sendur heim“ Körfubolti Liverpool með léttasta jólamánuðinn í ensku deildinni Enski boltinn Nýja treyjan sem fylgja á Íslandi inn á næsta stórmót Fótbolti Skotspónn eftir skelfilegt víti: „Verða að byggja stærri leikvang“ Fótbolti Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Íslenski boltinn Fleiri fréttir Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Murielle elti Óskar í Garðabæinn Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Jasmín kom til að vinna titla og er farin frá Val Framlengir við Breiðablik og nálgast fimm hundruð leikina KSÍ skiptir um mótakerfi og smíðar nýjan vef Damir Muminovic til Grindavíkur Vestramenn sækja son sinn suður Einn fljótasti leikmaður Bestu deildarinnar orðinn Þróttari Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Atli kveður KR og flytur norður Theodór Elmar hættur hjá KR Hrannar Bogi inn eftir brotthvarf Caulkers Segir ónefndan aðila hafa unnið gegn sér hjá Breiðabliki Alex Freyr frá Fram í Njarðvík Víkingar fá ungan og spennandi kantmann Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Frá Klaksvík á Krókinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rosenörn yfirgefur FH Montiel til KA Sjá meira
Pressan er orðin mikil á þjálfara Valsmanna Srdjan Tufegdzic eftir slappa byrjun á tímabilinu sem náði nýrri lægð á móti FH um síðustu helgi, liði sem hafði ekki unnið leik í deildinni fyrir þann leik en sérfræðingar Stúkunnar setja spurningarmerki við leikmenn Vals og það hvernig þeir báru sig í leiknum gegn FH. „Hvað getur hann (Túfa) gert?“ sagði Ólafur Kristjánsson, einn af sérfræðingum Stúkunnar um stöðuna hjá Val. „Ég veit að Túfa vinnur starf sitt af miklum heilindum og er góður þjálfari, Hann verður, því ég veit að það er mikill hiti á honum, að koma mönnum í skilning um að þetta sé bara ekki ásættanlegt. Að koma í Kaplakrika í þessum möguleika og tapa leiknum á þennan hátt.“ Klippa: Stúkan: Umræða um slæma stöðu Vals Valsmenn hafa spilað sautján leiki undir stjórn Túfa í Bestu deildinni og aðeins náð í fimm sigra. Þá hefur liðið gert sjö jafntefli og tapað fimm leikjum. Merkilega við þessa leiki er sú staðreynd að í þeim hefur Valur aldrei haldið marki sínu hreinu. Srdjan Tufagdzic, Túfa, þjálfari ValsVísir/Diego „Getur ekki verið í fótbolta og lifað fyrir lækin“ Óli Kristjáns er á því að úrslitin séu einn þáttur en bragurinn á liðinu sé annar. „Það er sameiginleg ábyrgð leikmanna og þjálfara að bragurinn verði betri en hann er. Þú getur ekki bara verið í fótbolta og lifað fyrir lækin. Þá er ég ekki að tala um læk sem rennur heldur það að fá læk fyrir það sem þú gerir. Það eru líka helvíti erfiðir tímar þegar að bjátar á móti. Þá verða menn að stíga upp og standa saman og vinna almennilega fyrir félagana og félagið. Það finnst mér bara ekki vera hægt að sjá. Ef ég væri stuðningsmaður Vals, sem ég er ekki, þá fyndist mér þetta engan veginn ásættanlegt.“ Albert Brynjar Ingason, einnig sérfræðingur Stúkunnar, segir þetta gamla sögu og nýja með Val. „Á hverju einasta tímabili, sérstaklega þegar að titillinn er farinn, þá hætta þeir alveg… Og meira segja þegar reynir á þá í leik þá hætta þeir líka. Þeir nenna ekki að leggja þetta á sig þegar að titillinn er farinn og nenna ekki að leggja nógu mikið á sig til að sækja titilinn.“ „Menn þarna sem eru ekki með hugann við þetta“ Það stingi í stúf þegar um er að ræða lið með eina bestu umgjörð á landinu, lið sem hefur haft stór nöfn á borð við Aron Jó, Hólmar Örn Eyjólfsson, Gylfa Þór Sigurðsson, besta framherja deildarinnar í Patrick Pedersen og besta kantmann deildarinnar síðustu tvö tímabil í Jónatan Inga innan sinna raða undanfarin ár. „Það er kannski helvítis málið. Það er ekki hungur í paradís,“ svaraði Óli Kristjáns. „Ég sé ekki hvað menn vilja. Það er talað um að Valur sé félag sem eigi að vera berjast um titla. Þá þarf að vera meira merking á bak við þau orð.“ En er lausnin að skipta um þjálfara? Eitthvað sem hefur verið reynt margoft en virðist ekki ganga eitt og sér. „Hvort það sé Túfa eða einhver annar sem finnur út úr því hverjir það eru sem séu tilbúnir í að taka þátt í þessu verkefni sem framundan er og losar sig við þessi skemmdu epli,“ sagði Albert Brynjar. „Því það eru enn þá menn þarna sem eru ekki með hugann við þetta. Það þarf að fara hreinsa til í þessum hóp.“ Ítarlega umræðu um stöðuna hjá liði Vals í Stúkunni frá því í gær má sjá hér ofar í fréttinni.
Stúkan Besta deild karla Valur Mest lesið Skoðar sín mál eftir að stuðningsmenn kveiktu í vellinum Fótbolti Sjáðu mark Andra í leik sem gerði þjálfara hans æfan Enski boltinn „Hún flutti út í eina nótt en svo var hún bara komin aftur“ Handbolti „Ég er 43 ára og fyrsta manneskjan sem ég hringi í á morgnana er mamma“ Fótbolti Viktor Bjarki heldur áfram að slá í gegn Fótbolti Losa sig við goðsögn: „Var að frétta að ég verð sendur heim“ Körfubolti Liverpool með léttasta jólamánuðinn í ensku deildinni Enski boltinn Nýja treyjan sem fylgja á Íslandi inn á næsta stórmót Fótbolti Skotspónn eftir skelfilegt víti: „Verða að byggja stærri leikvang“ Fótbolti Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Íslenski boltinn Fleiri fréttir Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Murielle elti Óskar í Garðabæinn Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Jasmín kom til að vinna titla og er farin frá Val Framlengir við Breiðablik og nálgast fimm hundruð leikina KSÍ skiptir um mótakerfi og smíðar nýjan vef Damir Muminovic til Grindavíkur Vestramenn sækja son sinn suður Einn fljótasti leikmaður Bestu deildarinnar orðinn Þróttari Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Atli kveður KR og flytur norður Theodór Elmar hættur hjá KR Hrannar Bogi inn eftir brotthvarf Caulkers Segir ónefndan aðila hafa unnið gegn sér hjá Breiðabliki Alex Freyr frá Fram í Njarðvík Víkingar fá ungan og spennandi kantmann Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Frá Klaksvík á Krókinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rosenörn yfirgefur FH Montiel til KA Sjá meira