Réttarhöld yfir Diddy hafin: Á lífstíðarfangelsi yfir höfði sér Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 5. maí 2025 15:21 Hann á yfir höfði sér lífstíðarfangelsi. AP/Richard Shotwell Réttarhöld yfir tónlistar- og athafnamanninum Sean Combs, betur þekktum sem Puff Daddy, hefjast í dag. Hann var handtekinn í september í fyrra og hefur sætt gæsluvarðhaldi í New York síðan. Hann var ákærður fyrir skipulagða glæpastarfsemi og gróf kynferðisbrot auk þess sem ótal einkamál hafa verið höfðuð gegn honum í tengslum við nauðganir og mansal meðal annars. Combs hefur hlotið þrjú Grammy-verðlaun og er stofnandi umsvifamikils útgáfufélagsins Bad Boy Records. Sjálfur segist hann saklaus af öllum ásökununum á hendur sér. Fréttamiðlar og -veitur um allan heim hafa fjallað ítarlega um málið síðan, Vísir hefur einnig gert því góð skil, en í dag setti Arun Subramanian, dómari í einum héraðsdómum New York-borgar, réttarhöldin formlega sem hófust með kviðdómsvali sem búist er við að gæti tekið nokkra daga. Stefnt er að því að opnunarræður saksóknara og verjanda verði fluttar í upphafi næstu viku. Hver ákæruliðurinn ógeðfelldari en sá síðasti Sean Combs hefur verið ákærður í fimm ákæruliðum. Einum er lýtur að skipulagðri glæpastarfsemi og fjórum ólíkum liðum sem lúta að mansali. Tveimur sem varða kynlífsmansal með nauðung og öðrum tveimur sem varða mansal í vændisskyni. Upphaflega var hann ákærður í þremur liðum, þeim sem lýtur að skipulagðri glæpastarfsemi og svo einum af hvoru áðurnefndu tagi en ákæruvaldið bætti tveimur við í apríl síðastliðnum. Combs kveðst sýkn allra saka. Í tilkynningu frá ákæruvaldinu í New York segir að hann hafi til margra ára „nýtt sér viðskiptaveldi sitt til að misnota konur kynferðislega og fjárhagslega, auk þess að fremja aðra ofbeldisglæpi og hindra framgang réttvísinnar.“ Samkvæmt umfjöllun Sky News gera saksóknarar ráð fyrir því fjórir ásakendur beri vitni gegn Combs á meðan réttarhöldunum stendur. Þeir hafa allir farið fram á nafnleysi og til þeirra er aðeins vitnað í ákæruskjölum sem „vitnis 1, 2, 3 og 4.“ Hins vegar segja saksóknarar að það vitni sem gengur undir titlinum „vitni 1“ sé reiðubúið til að bera vitni í eigin nafni. Löng saga ásakana Sean Combs hefur áður komist í kast við lögin. Mál hafa verið höfðuð gegn honum vegna ásakana um ofbeldi. Árið 1999 var hann meðal annars sakaður um að hafa ráðist á stjórnarmann plötuútgáfunnar Interscope records og barið hann með kampavínsflösku og stól. Hann gekkst við sekt sinni og dómurinn kvað ekki á um frekari refsingu en að sitja reiðistjórnunarnámskeið. Árið 2015 var Combs ákærður fyrir líkamsárás með því að hafa ráðist á mann með ketilbjöllu í lyftingarsal í Los Angeles-háskóla. Hann kvaðst hafa veitt manninum áverka í sjálfsvörn og málið var á endanum látið niður falla. Í nóvember ársins 2023 höfðaði Casandra Ventura, fyrrverandi kærasta Combs til rúms áratugar, mál á hendur honum þar sem hún sakaði hann meðal annars um mansal, nauðgun og ítrekaðar líkamsárásir yfir áratugsskeið. Degi eftir að málið var höfðað var sáttum náð en skilmálar sáttanna voru ekki birtir og Combs neitaði öllum ásökununum á hendur sér. Um hálfu ári seinna fór hins vegar myndefni í dreifingu af Combs kýla og sparka í Casöndru ítrekað á gangi hótels í Los Angeles. Hann baðst afsökunar á líkamsárásinni í myndbandi sem hann birti á samfélagsmiðlum. Flókið kviðdómendavalsferli Lögmenn Combs fóru fram á að réttarhöldunum yrði frestað um tvo mánuði eftir að ákæruvaldið bætti tveimur liðum við ákæruna en þeirri beiðni hafnaði Arun Subramanian dómari. Því hófust þau formlega skömmu eftir klukkan eitt í dag á íslenskum tíma, níu um morgun í New York. Gert er ráð fyrir því að val á kviðdómendum muni standa yfir í þessari viku og að því verði lokið, gangi allt eftir óskum, um helgina. Í máli sem þessu, máli sem varðar heimsþekktan mann sem sakaður er um alvarlega glæpi, gæti slíkt ferli tekið talsverðan tíma. Miðað er við það að opnunarræður verði fluttar á mánudaginn í næstu viku. Búist er við því að málaferlin vari í það minnsta í tvo mánuði. Sjá einnig: Óvænt tenging lögmanna í tveimur stærstu málum ársins Verjendur Combs og aðrir lögmenn á mála hjá honum hafa útbúið ítarlegt og umfangsmikinn spurningalista sem leggja á fyrir mögulega kviðdómendur í málinu. Þar er spurt hvert álit þeirra er á hinum ýmsu málefnum tengdu kynlífi, fíkniefna- og áfengisneyslu og ofbeldismálum. Þeir eru einnig beðnir um að segja til ef þeir hafa horft á eina þeirra fjölmörgu heimildamynda sem komið hafa út undanfarna mánuði um mál Combs. Lífstíðardómur vofir yfir Auk ákæru ákæruvalda í New York-ríki hafa tugir einkamála verið höfðaðir á hendur honum, þar af þónokkur sem höfðuð voru áður en hann var ákærður. Í þeim er eru tíundaðar ásakanir um kynferðislegt ofbeldi á hendur kvenna, karla og barna niður í tíu ára aldur. Þegar ákæruvaldið tilkynnti um ákæruna á hendur Combs var tekið fram hvaða refsingu saksóknarar teldu líklega að hann hlyti. Þó er endanleg ákvörðun um refsingu í höndum dómara. Ákæruliðurinn um skipulagða glæpastarfsemi felur í sér hámarksrefsingu lífstíðarfangelsis, sem og liðurinn um mansal með nauðung. Báðir ákæruliðir bera með sér lágmarksrefsingu upp á fimmtán ár í fangelsi. Hinir ákæruliðirnir hafa hámarksrefsingu sem nemur tíu ára fangelsisvist. Mál Sean „Diddy“ Combs Hollywood Kynferðisofbeldi Bandaríkin Erlend sakamál Tengdar fréttir Diddy ekki veittur aukafrestur Dómari í New York ríki í Bandaríkjunum hafnaði í dag beiðni rapparans Sean „Diddy“ Combs um að fresta réttarhöldunum yfir honum um tvo mánuði. Þannig eru réttarhöldin áfram fyrirhuguð þann 5. maí næstkomandi. 18. apríl 2025 19:25 „Ég hef ekki komið nálægt þessum manni“ Will Smith hefur þvertekið fyrir að tengjast Sean „Diddy“ Combs á nokkurn hátt. Hann hafi ekki farið í nein partý til Combs eða komið nálægt kauða. 14. desember 2024 20:50 Combs kærður fyrir að hafa látið konu hanga fram af svölum Tískuhönnuðurinn Bryana „Bana“ Bongolan hefur höfðað mál á hendur Sean „Diddy“ Combs en hún sakar hann meðal annars um að hafa ógnað lífi sínu með því að láta hana hanga fram af svölum. 4. desember 2024 08:52 Mest lesið „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Lífið Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Lífið Barnaefni fyrir fullorðna Gagnrýni Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Lífið 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér Lífið Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Lífið Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Lífið Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið Þróaði vörur sem breyttu hans eigin lífi Lífið samstarf „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Tónlist Fleiri fréttir Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Sveppi kominn í Púðursykur: „Vettvangur sem ég hef ekki farið inn á áður“ Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Læknirinn með risa heimasmíðaðan pizzakofa í garðinum 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Birti bónorðið í Bændablaðinu Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Sjá meira
Hann var handtekinn í september í fyrra og hefur sætt gæsluvarðhaldi í New York síðan. Hann var ákærður fyrir skipulagða glæpastarfsemi og gróf kynferðisbrot auk þess sem ótal einkamál hafa verið höfðuð gegn honum í tengslum við nauðganir og mansal meðal annars. Combs hefur hlotið þrjú Grammy-verðlaun og er stofnandi umsvifamikils útgáfufélagsins Bad Boy Records. Sjálfur segist hann saklaus af öllum ásökununum á hendur sér. Fréttamiðlar og -veitur um allan heim hafa fjallað ítarlega um málið síðan, Vísir hefur einnig gert því góð skil, en í dag setti Arun Subramanian, dómari í einum héraðsdómum New York-borgar, réttarhöldin formlega sem hófust með kviðdómsvali sem búist er við að gæti tekið nokkra daga. Stefnt er að því að opnunarræður saksóknara og verjanda verði fluttar í upphafi næstu viku. Hver ákæruliðurinn ógeðfelldari en sá síðasti Sean Combs hefur verið ákærður í fimm ákæruliðum. Einum er lýtur að skipulagðri glæpastarfsemi og fjórum ólíkum liðum sem lúta að mansali. Tveimur sem varða kynlífsmansal með nauðung og öðrum tveimur sem varða mansal í vændisskyni. Upphaflega var hann ákærður í þremur liðum, þeim sem lýtur að skipulagðri glæpastarfsemi og svo einum af hvoru áðurnefndu tagi en ákæruvaldið bætti tveimur við í apríl síðastliðnum. Combs kveðst sýkn allra saka. Í tilkynningu frá ákæruvaldinu í New York segir að hann hafi til margra ára „nýtt sér viðskiptaveldi sitt til að misnota konur kynferðislega og fjárhagslega, auk þess að fremja aðra ofbeldisglæpi og hindra framgang réttvísinnar.“ Samkvæmt umfjöllun Sky News gera saksóknarar ráð fyrir því fjórir ásakendur beri vitni gegn Combs á meðan réttarhöldunum stendur. Þeir hafa allir farið fram á nafnleysi og til þeirra er aðeins vitnað í ákæruskjölum sem „vitnis 1, 2, 3 og 4.“ Hins vegar segja saksóknarar að það vitni sem gengur undir titlinum „vitni 1“ sé reiðubúið til að bera vitni í eigin nafni. Löng saga ásakana Sean Combs hefur áður komist í kast við lögin. Mál hafa verið höfðuð gegn honum vegna ásakana um ofbeldi. Árið 1999 var hann meðal annars sakaður um að hafa ráðist á stjórnarmann plötuútgáfunnar Interscope records og barið hann með kampavínsflösku og stól. Hann gekkst við sekt sinni og dómurinn kvað ekki á um frekari refsingu en að sitja reiðistjórnunarnámskeið. Árið 2015 var Combs ákærður fyrir líkamsárás með því að hafa ráðist á mann með ketilbjöllu í lyftingarsal í Los Angeles-háskóla. Hann kvaðst hafa veitt manninum áverka í sjálfsvörn og málið var á endanum látið niður falla. Í nóvember ársins 2023 höfðaði Casandra Ventura, fyrrverandi kærasta Combs til rúms áratugar, mál á hendur honum þar sem hún sakaði hann meðal annars um mansal, nauðgun og ítrekaðar líkamsárásir yfir áratugsskeið. Degi eftir að málið var höfðað var sáttum náð en skilmálar sáttanna voru ekki birtir og Combs neitaði öllum ásökununum á hendur sér. Um hálfu ári seinna fór hins vegar myndefni í dreifingu af Combs kýla og sparka í Casöndru ítrekað á gangi hótels í Los Angeles. Hann baðst afsökunar á líkamsárásinni í myndbandi sem hann birti á samfélagsmiðlum. Flókið kviðdómendavalsferli Lögmenn Combs fóru fram á að réttarhöldunum yrði frestað um tvo mánuði eftir að ákæruvaldið bætti tveimur liðum við ákæruna en þeirri beiðni hafnaði Arun Subramanian dómari. Því hófust þau formlega skömmu eftir klukkan eitt í dag á íslenskum tíma, níu um morgun í New York. Gert er ráð fyrir því að val á kviðdómendum muni standa yfir í þessari viku og að því verði lokið, gangi allt eftir óskum, um helgina. Í máli sem þessu, máli sem varðar heimsþekktan mann sem sakaður er um alvarlega glæpi, gæti slíkt ferli tekið talsverðan tíma. Miðað er við það að opnunarræður verði fluttar á mánudaginn í næstu viku. Búist er við því að málaferlin vari í það minnsta í tvo mánuði. Sjá einnig: Óvænt tenging lögmanna í tveimur stærstu málum ársins Verjendur Combs og aðrir lögmenn á mála hjá honum hafa útbúið ítarlegt og umfangsmikinn spurningalista sem leggja á fyrir mögulega kviðdómendur í málinu. Þar er spurt hvert álit þeirra er á hinum ýmsu málefnum tengdu kynlífi, fíkniefna- og áfengisneyslu og ofbeldismálum. Þeir eru einnig beðnir um að segja til ef þeir hafa horft á eina þeirra fjölmörgu heimildamynda sem komið hafa út undanfarna mánuði um mál Combs. Lífstíðardómur vofir yfir Auk ákæru ákæruvalda í New York-ríki hafa tugir einkamála verið höfðaðir á hendur honum, þar af þónokkur sem höfðuð voru áður en hann var ákærður. Í þeim er eru tíundaðar ásakanir um kynferðislegt ofbeldi á hendur kvenna, karla og barna niður í tíu ára aldur. Þegar ákæruvaldið tilkynnti um ákæruna á hendur Combs var tekið fram hvaða refsingu saksóknarar teldu líklega að hann hlyti. Þó er endanleg ákvörðun um refsingu í höndum dómara. Ákæruliðurinn um skipulagða glæpastarfsemi felur í sér hámarksrefsingu lífstíðarfangelsis, sem og liðurinn um mansal með nauðung. Báðir ákæruliðir bera með sér lágmarksrefsingu upp á fimmtán ár í fangelsi. Hinir ákæruliðirnir hafa hámarksrefsingu sem nemur tíu ára fangelsisvist.
Mál Sean „Diddy“ Combs Hollywood Kynferðisofbeldi Bandaríkin Erlend sakamál Tengdar fréttir Diddy ekki veittur aukafrestur Dómari í New York ríki í Bandaríkjunum hafnaði í dag beiðni rapparans Sean „Diddy“ Combs um að fresta réttarhöldunum yfir honum um tvo mánuði. Þannig eru réttarhöldin áfram fyrirhuguð þann 5. maí næstkomandi. 18. apríl 2025 19:25 „Ég hef ekki komið nálægt þessum manni“ Will Smith hefur þvertekið fyrir að tengjast Sean „Diddy“ Combs á nokkurn hátt. Hann hafi ekki farið í nein partý til Combs eða komið nálægt kauða. 14. desember 2024 20:50 Combs kærður fyrir að hafa látið konu hanga fram af svölum Tískuhönnuðurinn Bryana „Bana“ Bongolan hefur höfðað mál á hendur Sean „Diddy“ Combs en hún sakar hann meðal annars um að hafa ógnað lífi sínu með því að láta hana hanga fram af svölum. 4. desember 2024 08:52 Mest lesið „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Lífið Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Lífið Barnaefni fyrir fullorðna Gagnrýni Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Lífið 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér Lífið Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Lífið Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Lífið Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið Þróaði vörur sem breyttu hans eigin lífi Lífið samstarf „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Tónlist Fleiri fréttir Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Sveppi kominn í Púðursykur: „Vettvangur sem ég hef ekki farið inn á áður“ Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Læknirinn með risa heimasmíðaðan pizzakofa í garðinum 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Birti bónorðið í Bændablaðinu Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Sjá meira
Diddy ekki veittur aukafrestur Dómari í New York ríki í Bandaríkjunum hafnaði í dag beiðni rapparans Sean „Diddy“ Combs um að fresta réttarhöldunum yfir honum um tvo mánuði. Þannig eru réttarhöldin áfram fyrirhuguð þann 5. maí næstkomandi. 18. apríl 2025 19:25
„Ég hef ekki komið nálægt þessum manni“ Will Smith hefur þvertekið fyrir að tengjast Sean „Diddy“ Combs á nokkurn hátt. Hann hafi ekki farið í nein partý til Combs eða komið nálægt kauða. 14. desember 2024 20:50
Combs kærður fyrir að hafa látið konu hanga fram af svölum Tískuhönnuðurinn Bryana „Bana“ Bongolan hefur höfðað mál á hendur Sean „Diddy“ Combs en hún sakar hann meðal annars um að hafa ógnað lífi sínu með því að láta hana hanga fram af svölum. 4. desember 2024 08:52