Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Samúel Karl Ólason skrifar 5. maí 2025 10:07 Indverskir hermenn nærri landamærum Pakistan, eftir hryðjuverkaárás í síðasta mánuði. AP Mikil spenna hefur ríkt milli Indverja og Pakistana á undanförnum dögum, eftir að hryðjuverkamenn myrtu 26 indverska ferðamenn í Kasmír-héraði. Ráðamenn í Indlandi hafa heitið því að refsa hryðjuverkamönnum og bakhjörlum þeirra og ráðamenn í Pakistan hafa varað við því að áhlaup yfir landamærin sé væntanlegt. Pakistanar segjast ekki tengjast árásinni með nokkrum hætti og hafa heitið því að verjast öllum árásum. Reglulega hefur komið til skothríðar milli hermanna ríkjanna yfir landamærin frá því árásin var gerð. Sjá einnig: Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Indverjar og Pakistanar, sem eiga báðir kjarnorkuvopn, hafa háð þrjú stríð gegnum tíðina, frá því Indlandi var skipt upp milli hindúa og múslima í kjölfar seinni heimsstyrjaldarinnar. Síðasta stríðið átti sér stað árið 1971 en reglulega hefur komið til átaka þeirra á milli, núna síðast árið 2019. Fyrsta stríð ríkjanna var um Kasmír-hérað sem hefur um árabil þótt eitt mesta spennusvæði heims, ef svo má segja. Árið 2019 gerðu Indverjar loftárásir í Pakistan, eftir að vígamenn hryðjuverkasamtaka sem kallast Jaish-e-Mohammed, gerðu árás yfir landamæri ríkjanna í Kasmír. Indverjar hafa um árabil sakað Pakistana um að leyfa slíkum samtökum að starfa í Pakistan og hafa einni sagt að öryggissveitir í Pakistan hafi starfað með hryðjuverkasamtökum. Með nýjar þotur, eldflaugar og fleira Frá 2019 hafa heraflar bæði Indlands og Pakistans styrkst töluvert. Bæði ríkin hafa keypt mikið magn hergagna á undanförnum árum og telja sérfræðingar sem Reuters ræddi við að beggja vegna við landamærin telji ráðamenn sig í betri stöðu en þeir væru síðast þegar til átaka kom. Indverjar hafa til að mynda keypt 36 Rafale orrustuþotur frá Frakklandi. Pakistanar hafa einnig keypt nýjar herþotur frá Kína. Það eru J-10 herþotur sem þykja sambærilega öflugar og Rafale þoturnar. Báðar þoturnar geta borið langdræg flugskeyti sem hægt er að nota til að skjóta niður óvinaþotur úr mikilli fjarlægð. Rafale þoturnar geta borið Meteor flugskeytin og J-10 geta borið PL-15 flugskeyti, sem þykja sambærileg. Þá hafa Indverjar keypt S-400 loftvarnarkerfi frá Rússlandi og Pakistan hefur fengið HQ-9 kerfi frá Kína. Ríkin eiga einnig dróna og eldflaugar, bæði stýri- og skotflaugar. Pakistanar hafa til að mynda gert tilraunir með eldflauga bæði í morgun og í gær. Áðurnefndir sérfræðingar eru flestir þeirrar skoðunar að hvorki Indverjar né Pakistanar hafi áhuga á stríði en einhverskonar átök séu líkleg. Komi til þeirra gætu þau stigmagnast hratt. Notkun kjarnorkuvopna þykir þó einstaklega ólíkleg. Indland Pakistan Hernaður Tengdar fréttir Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Aukin spenna er á milli Indlands og Pakistan vegna yfirráð í Kashmír héraðinu. Íslamskir vígamenn skutu 26 manns til bana á svæði Indlands. Landamærunum milli landanna hefur verið lokað. 28. apríl 2025 23:02 Hitnar í kolunum hjá Indlandi og Pakistan Indversk stjórnvöld hafa afturkallað gildi allra vegabréfsáritana pakistanskra ríkisborgara í kjölfar árásar í Kasmír-héraði í Indlandi á þriðjudag þar sem 26 létu lífið. Pakistan neitar aðild að árásinni og hefur svarað aðgerðum Indlands í sömu mynt. 24. apríl 2025 12:53 Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Mikil reiði er á meðal almennings á Indlandi eftir að byssumenn gerðu árás á hóp ferðamanna í Kasmír héraði og drápu tuttugu og sex hið minnsta. 23. apríl 2025 06:56 Mest lesið Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Innlent Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Innlent Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innlent Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Innlent Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Innlent Tillögurnar taka breytingum og telja nú nítján atriði í stað 28 Erlent Lögreglan fylgdist með grunnskólum Innlent Svakalegur lax á Snæfellsnesi Innlent Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Innlent Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Innlent Fleiri fréttir Tillögurnar taka breytingum og telja nú nítján atriði í stað 28 „Lægsti samnefnari“ sagður niðurstaðan á COP30 Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Skrifa ný drög að friðaráætlun Felldu háttsettan Hezbollah-liða í sprengjuárás á Beirút „Útvötnuð“ loftslagsályktun samþykkt eftir harðar deilur Hefur látið sérsveitarmenn FBI vernda kærustu sína Hafna kröfu Rússa um undanhald frá Dónetsk Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Andstaða eykst í Noregi gegn aðild Tuttugu og fjórir létust í árásum Ísraels þrátt fyrir vopnahlé Jafngildi uppgjöf fyrir Úkraínumenn Útskýrði næstu skref fyrir Kristrúnu og kollegum Forsetinn fyrrverandi í gæsluvarðhald af ótta við flótta Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Hættir á þingi vegna deilna við Trump Pútín tekur vel í „friðaráætlun Trumps“ „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Hóta að skera á flæði vopna og upplýsinga skrifi Selenskí ekki fljótt undir Drógu í land með að afnema bann við hakakrossum eftir fjölmiðlafár Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Segja friðarverðlaunahafann á flótta undan „réttvísinni“ sæki hann verðlaunin Ísland sagt meðal ríkja sem mótmæla útvatnaðri ályktun COP30 Tugir látnir í flóðum í Víetnam Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Mynd eftir Fridu Kahlo sló met í New York Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Sjá meira
Pakistanar segjast ekki tengjast árásinni með nokkrum hætti og hafa heitið því að verjast öllum árásum. Reglulega hefur komið til skothríðar milli hermanna ríkjanna yfir landamærin frá því árásin var gerð. Sjá einnig: Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Indverjar og Pakistanar, sem eiga báðir kjarnorkuvopn, hafa háð þrjú stríð gegnum tíðina, frá því Indlandi var skipt upp milli hindúa og múslima í kjölfar seinni heimsstyrjaldarinnar. Síðasta stríðið átti sér stað árið 1971 en reglulega hefur komið til átaka þeirra á milli, núna síðast árið 2019. Fyrsta stríð ríkjanna var um Kasmír-hérað sem hefur um árabil þótt eitt mesta spennusvæði heims, ef svo má segja. Árið 2019 gerðu Indverjar loftárásir í Pakistan, eftir að vígamenn hryðjuverkasamtaka sem kallast Jaish-e-Mohammed, gerðu árás yfir landamæri ríkjanna í Kasmír. Indverjar hafa um árabil sakað Pakistana um að leyfa slíkum samtökum að starfa í Pakistan og hafa einni sagt að öryggissveitir í Pakistan hafi starfað með hryðjuverkasamtökum. Með nýjar þotur, eldflaugar og fleira Frá 2019 hafa heraflar bæði Indlands og Pakistans styrkst töluvert. Bæði ríkin hafa keypt mikið magn hergagna á undanförnum árum og telja sérfræðingar sem Reuters ræddi við að beggja vegna við landamærin telji ráðamenn sig í betri stöðu en þeir væru síðast þegar til átaka kom. Indverjar hafa til að mynda keypt 36 Rafale orrustuþotur frá Frakklandi. Pakistanar hafa einnig keypt nýjar herþotur frá Kína. Það eru J-10 herþotur sem þykja sambærilega öflugar og Rafale þoturnar. Báðar þoturnar geta borið langdræg flugskeyti sem hægt er að nota til að skjóta niður óvinaþotur úr mikilli fjarlægð. Rafale þoturnar geta borið Meteor flugskeytin og J-10 geta borið PL-15 flugskeyti, sem þykja sambærileg. Þá hafa Indverjar keypt S-400 loftvarnarkerfi frá Rússlandi og Pakistan hefur fengið HQ-9 kerfi frá Kína. Ríkin eiga einnig dróna og eldflaugar, bæði stýri- og skotflaugar. Pakistanar hafa til að mynda gert tilraunir með eldflauga bæði í morgun og í gær. Áðurnefndir sérfræðingar eru flestir þeirrar skoðunar að hvorki Indverjar né Pakistanar hafi áhuga á stríði en einhverskonar átök séu líkleg. Komi til þeirra gætu þau stigmagnast hratt. Notkun kjarnorkuvopna þykir þó einstaklega ólíkleg.
Indland Pakistan Hernaður Tengdar fréttir Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Aukin spenna er á milli Indlands og Pakistan vegna yfirráð í Kashmír héraðinu. Íslamskir vígamenn skutu 26 manns til bana á svæði Indlands. Landamærunum milli landanna hefur verið lokað. 28. apríl 2025 23:02 Hitnar í kolunum hjá Indlandi og Pakistan Indversk stjórnvöld hafa afturkallað gildi allra vegabréfsáritana pakistanskra ríkisborgara í kjölfar árásar í Kasmír-héraði í Indlandi á þriðjudag þar sem 26 létu lífið. Pakistan neitar aðild að árásinni og hefur svarað aðgerðum Indlands í sömu mynt. 24. apríl 2025 12:53 Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Mikil reiði er á meðal almennings á Indlandi eftir að byssumenn gerðu árás á hóp ferðamanna í Kasmír héraði og drápu tuttugu og sex hið minnsta. 23. apríl 2025 06:56 Mest lesið Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Innlent Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Innlent Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innlent Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Innlent Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Innlent Tillögurnar taka breytingum og telja nú nítján atriði í stað 28 Erlent Lögreglan fylgdist með grunnskólum Innlent Svakalegur lax á Snæfellsnesi Innlent Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Innlent Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Innlent Fleiri fréttir Tillögurnar taka breytingum og telja nú nítján atriði í stað 28 „Lægsti samnefnari“ sagður niðurstaðan á COP30 Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Skrifa ný drög að friðaráætlun Felldu háttsettan Hezbollah-liða í sprengjuárás á Beirút „Útvötnuð“ loftslagsályktun samþykkt eftir harðar deilur Hefur látið sérsveitarmenn FBI vernda kærustu sína Hafna kröfu Rússa um undanhald frá Dónetsk Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Andstaða eykst í Noregi gegn aðild Tuttugu og fjórir létust í árásum Ísraels þrátt fyrir vopnahlé Jafngildi uppgjöf fyrir Úkraínumenn Útskýrði næstu skref fyrir Kristrúnu og kollegum Forsetinn fyrrverandi í gæsluvarðhald af ótta við flótta Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Hættir á þingi vegna deilna við Trump Pútín tekur vel í „friðaráætlun Trumps“ „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Hóta að skera á flæði vopna og upplýsinga skrifi Selenskí ekki fljótt undir Drógu í land með að afnema bann við hakakrossum eftir fjölmiðlafár Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Segja friðarverðlaunahafann á flótta undan „réttvísinni“ sæki hann verðlaunin Ísland sagt meðal ríkja sem mótmæla útvatnaðri ályktun COP30 Tugir látnir í flóðum í Víetnam Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Mynd eftir Fridu Kahlo sló met í New York Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Sjá meira
Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Aukin spenna er á milli Indlands og Pakistan vegna yfirráð í Kashmír héraðinu. Íslamskir vígamenn skutu 26 manns til bana á svæði Indlands. Landamærunum milli landanna hefur verið lokað. 28. apríl 2025 23:02
Hitnar í kolunum hjá Indlandi og Pakistan Indversk stjórnvöld hafa afturkallað gildi allra vegabréfsáritana pakistanskra ríkisborgara í kjölfar árásar í Kasmír-héraði í Indlandi á þriðjudag þar sem 26 létu lífið. Pakistan neitar aðild að árásinni og hefur svarað aðgerðum Indlands í sömu mynt. 24. apríl 2025 12:53
Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Mikil reiði er á meðal almennings á Indlandi eftir að byssumenn gerðu árás á hóp ferðamanna í Kasmír héraði og drápu tuttugu og sex hið minnsta. 23. apríl 2025 06:56