Selja Íslandsbanka á næstu vikum þó það sé „mikil óvissa“ Tómas Arnar Þorláksson skrifar 4. maí 2025 19:01 Daði Már Kristófersson fjármálaráðherra. vísir/Ívar Til stendur að selja hlut ríkisins í Íslandsbanka á næstu vikum, þó markaðsaðstæður séu ekki fullkomnar í kjölfar tollahækkana Bandaríkjaforseta, að sögn fjármálaráðherra. Almenningur mun njóta forgangs í útboðinu þegar það fer loks fram. Áður en útboð hefst er beðið eftir því að frumvarp fjármálaráðherra varðandi útboðið verði samþykkt. Breytingartillagan verður tekin fyrir á þingi á næstu dögum og þriðju tilboðsbókinni fyrir fagfjárfesta bætt við. „Við erum bara í undirbúningsfasanum, þetta er á lokametrunum. Alþingi á auðvitað eftir að samþykkja lögin sem liggja fyrir en það gerist væntanlega á komandi dögum.“ „Kannski ekki fullkomna stundin“ Útboðið muni því fara fram á allra næstu vikum nema eitthvað mjög óvænt komi upp sem hafi mikil áhrif á markaðinn. Nefnir hann sem dæmi ef annað óvænt útspil frá Bandaríkjaforseta yrði lagt fram líkt og tollahækkanir á dögunum. „Eins og allir hafa fylgst með hafa verið lækkanir víða um heiminn í kjölfarið á ákvörðunum Bandaríkjanna og þess vegna er þetta kannski ekki fullkomna stundin til að huga að þessu. Það er hins vegar mikill áhugi á Íslandi. Við þurfum svolítið að haga seglum eftir vindi hvað það varðar. Við höfum verið að kynna þetta tækifæri fyrir aðilum á markaði og áhuginn er góður. Það er auðvitað mikil óvissa.“ Lokaniðurstaðan háð aðstæðum Íslenskur almenningur mun hafa forgang í útboðinu og síðan íslenskir fjárfestar. Að því loknu mun það sem eftir er vera kynnt fyrir erlendum fjárfestum. „Það er í sjálfu sér engin takmörk á því hvað hægt er að bjóða þar. Þetta er bara til að koma til móts við vilja almennings. Vonandi er áhugi hjá almenningi.“ Í fyrra var ákveðið að Barclays, Citi og Kvika yrðu umsjónaraðilar útboðsins og var auglýst eftir enn fleiri söluaðilum í síðustu viku. „Við erum núna bara að yfirfara þá sem hafa boðið sig fram og ég geri ráð fyrir því að þetta muni allt skýrast á allra næstu dögum. Við erum að reikna með því að bjóða helming bankans til að byrja með, það er ekki alveg sett í stein. Það er okkar markmið. Hver lokaniðurstaðan verður, það er bara háð aðstæðum.“ Íslandsbanki Salan á Íslandsbanka Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Finna meira gull á Grænlandi Viðskipti innlent Jónas Már til Réttar Viðskipti innlent „Ekki bara smá eyða, þetta er risastórt gat“ Viðskipti innlent Umfangsmiklar uppsagnir hjá Amazon Viðskipti erlent Hætt við að vextir hækki Viðskipti innlent „Það verða fjöldagjaldþrot“ Viðskipti innlent Mun leiða svið markaðsmála og þjónustuupplifunar hjá Advania Viðskipti innlent „Niðursveifla í byggingariðnaði er hafin“ Viðskipti innlent Niðurstaða í máli Arion banka um miðjan desember Viðskipti innlent Hafi áhrif á innan við tíu prósent fyrstu kaupenda Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Mun leiða svið markaðsmála og þjónustuupplifunar hjá Advania Finna meira gull á Grænlandi Jónas Már til Réttar „Ekki bara smá eyða, þetta er risastórt gat“ Hætt við að vextir hækki „Niðursveifla í byggingariðnaði er hafin“ Niðurstaða í máli Arion banka um miðjan desember Hafi áhrif á innan við tíu prósent fyrstu kaupenda Ráðin framkvæmdastjóri Sólar ehf. Tilkynntu Terra og Kubb eftir fundi með sveitarfélögum Línur gætu skýrst hjá Norðuráli í næstu viku Síldarvinnslan birtir jákvæða afkomuviðvörun „Það verða fjöldagjaldþrot“ Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti vill afnema áminningarskyldu Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Tekjur Isavia jukust um tæpa 1,2 milljarða króna milli ára Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Landsbankinn breytir framboði á lánum eftir vaxtadóminn Ljóst að kaupverð á íbúðum í Vesturbugt verði í hærri kantinum „Atvinnulífið er sannarlega að kólna“ Landsbankinn hagnast um tæpa 30 milljarða á níu mánuðum Síminn kaupir Motus og Pei Sjóvá hagnast um 666 milljónir það sem af er ári Húsleit hjá Terra Kampavínsklúbbar, innherjasvik og nú meint skattsvik Telur neytendur hafa unnið pyrrosarsigur í vaxtamálinu Sjá meira
Áður en útboð hefst er beðið eftir því að frumvarp fjármálaráðherra varðandi útboðið verði samþykkt. Breytingartillagan verður tekin fyrir á þingi á næstu dögum og þriðju tilboðsbókinni fyrir fagfjárfesta bætt við. „Við erum bara í undirbúningsfasanum, þetta er á lokametrunum. Alþingi á auðvitað eftir að samþykkja lögin sem liggja fyrir en það gerist væntanlega á komandi dögum.“ „Kannski ekki fullkomna stundin“ Útboðið muni því fara fram á allra næstu vikum nema eitthvað mjög óvænt komi upp sem hafi mikil áhrif á markaðinn. Nefnir hann sem dæmi ef annað óvænt útspil frá Bandaríkjaforseta yrði lagt fram líkt og tollahækkanir á dögunum. „Eins og allir hafa fylgst með hafa verið lækkanir víða um heiminn í kjölfarið á ákvörðunum Bandaríkjanna og þess vegna er þetta kannski ekki fullkomna stundin til að huga að þessu. Það er hins vegar mikill áhugi á Íslandi. Við þurfum svolítið að haga seglum eftir vindi hvað það varðar. Við höfum verið að kynna þetta tækifæri fyrir aðilum á markaði og áhuginn er góður. Það er auðvitað mikil óvissa.“ Lokaniðurstaðan háð aðstæðum Íslenskur almenningur mun hafa forgang í útboðinu og síðan íslenskir fjárfestar. Að því loknu mun það sem eftir er vera kynnt fyrir erlendum fjárfestum. „Það er í sjálfu sér engin takmörk á því hvað hægt er að bjóða þar. Þetta er bara til að koma til móts við vilja almennings. Vonandi er áhugi hjá almenningi.“ Í fyrra var ákveðið að Barclays, Citi og Kvika yrðu umsjónaraðilar útboðsins og var auglýst eftir enn fleiri söluaðilum í síðustu viku. „Við erum núna bara að yfirfara þá sem hafa boðið sig fram og ég geri ráð fyrir því að þetta muni allt skýrast á allra næstu dögum. Við erum að reikna með því að bjóða helming bankans til að byrja með, það er ekki alveg sett í stein. Það er okkar markmið. Hver lokaniðurstaðan verður, það er bara háð aðstæðum.“
Íslandsbanki Salan á Íslandsbanka Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Finna meira gull á Grænlandi Viðskipti innlent Jónas Már til Réttar Viðskipti innlent „Ekki bara smá eyða, þetta er risastórt gat“ Viðskipti innlent Umfangsmiklar uppsagnir hjá Amazon Viðskipti erlent Hætt við að vextir hækki Viðskipti innlent „Það verða fjöldagjaldþrot“ Viðskipti innlent Mun leiða svið markaðsmála og þjónustuupplifunar hjá Advania Viðskipti innlent „Niðursveifla í byggingariðnaði er hafin“ Viðskipti innlent Niðurstaða í máli Arion banka um miðjan desember Viðskipti innlent Hafi áhrif á innan við tíu prósent fyrstu kaupenda Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Mun leiða svið markaðsmála og þjónustuupplifunar hjá Advania Finna meira gull á Grænlandi Jónas Már til Réttar „Ekki bara smá eyða, þetta er risastórt gat“ Hætt við að vextir hækki „Niðursveifla í byggingariðnaði er hafin“ Niðurstaða í máli Arion banka um miðjan desember Hafi áhrif á innan við tíu prósent fyrstu kaupenda Ráðin framkvæmdastjóri Sólar ehf. Tilkynntu Terra og Kubb eftir fundi með sveitarfélögum Línur gætu skýrst hjá Norðuráli í næstu viku Síldarvinnslan birtir jákvæða afkomuviðvörun „Það verða fjöldagjaldþrot“ Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti vill afnema áminningarskyldu Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Tekjur Isavia jukust um tæpa 1,2 milljarða króna milli ára Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Landsbankinn breytir framboði á lánum eftir vaxtadóminn Ljóst að kaupverð á íbúðum í Vesturbugt verði í hærri kantinum „Atvinnulífið er sannarlega að kólna“ Landsbankinn hagnast um tæpa 30 milljarða á níu mánuðum Síminn kaupir Motus og Pei Sjóvá hagnast um 666 milljónir það sem af er ári Húsleit hjá Terra Kampavínsklúbbar, innherjasvik og nú meint skattsvik Telur neytendur hafa unnið pyrrosarsigur í vaxtamálinu Sjá meira