Endurnýjun hugarfarsins Bjarni Karlsson skrifar 4. maí 2025 10:33 Þegar þau okkar sem eftir lifa árið 2045 horfa til baka mun fólk sjá að ástand þessara daga var dýrkeypt flensuskot hjá tegundinni. Ónæmiskerfi þjóðanna lamaðist og lá niðri um skeið svo freki kallinn hélt í alvöru að hann hefði endurheimt sviðið með viðeigandi morðæði og hrottaskap. Í baksýnisspegli tímans munum við skilja að þessi víkjandi hegðun fjöldans var ekki skortur á siðferði. Við hikuðum vegna skjálfta sem fór um þjóðirnar af miklu dýpi. Það var ekki sprengjugnýr stórvelda eða grimmdaræði ofríkismanna sem lamaði okkur heldur glímuskjálfti mannsandans frammi fyrir hinu stóra verkefni sem ekki verður umflúið; að viðurkenna eigið samhengi og bregðast við tveimur megin staðreyndum: Mannkyn er aðili að stórkostlegu undri – lífinu sjálfu. Lífkerfið sem við erum þátttakendur í þarf þó ekkert á mannkyni að halda og mun eyða okkur ásamt börnum okkar nema við endurnýjum eigið hugarfar. Við höfum hingað til litið á jörðina og önnur lífsform sem hráefni en hvert annað sem keppinauta. Þessu munum við þurfa að breyta. Ég nefni fjögur verkefni: Við munum þurfa að trúa á samráð umfram yfirráð. Við munum þurfa að læra að halda hvert öðru ábyrgu með virðingu og skilningi en styðjast við refsingar sem neyðarrúræði. Við munum þurfa að sjá og viðurkenna almannahag en hafna sérhagsmunagæslu á kostnað manns og náttúru. Við munum þurfa að skilgreina allt fólk sem samstarfsaðila í lífsbaráttunni fremur en keppinauta. Hugarfarið sem jaðarsetur fólk og náttúru er eitt og sama hugarfarið. Því er tómt mál að tala um frið í veröldinni nema ávarpa fátæktina og vistkerfisvandann í sama orði. Við erum öll hugsandi og ábyrgar verur. Höfundur er prestur og siðfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bjarni Karlsson Mest lesið Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson skrifar Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun Blessuð jólin, bókhaldið og börnin Kristín Lúðvíksdóttir skrifar Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson skrifar Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson skrifar Sjá meira
Þegar þau okkar sem eftir lifa árið 2045 horfa til baka mun fólk sjá að ástand þessara daga var dýrkeypt flensuskot hjá tegundinni. Ónæmiskerfi þjóðanna lamaðist og lá niðri um skeið svo freki kallinn hélt í alvöru að hann hefði endurheimt sviðið með viðeigandi morðæði og hrottaskap. Í baksýnisspegli tímans munum við skilja að þessi víkjandi hegðun fjöldans var ekki skortur á siðferði. Við hikuðum vegna skjálfta sem fór um þjóðirnar af miklu dýpi. Það var ekki sprengjugnýr stórvelda eða grimmdaræði ofríkismanna sem lamaði okkur heldur glímuskjálfti mannsandans frammi fyrir hinu stóra verkefni sem ekki verður umflúið; að viðurkenna eigið samhengi og bregðast við tveimur megin staðreyndum: Mannkyn er aðili að stórkostlegu undri – lífinu sjálfu. Lífkerfið sem við erum þátttakendur í þarf þó ekkert á mannkyni að halda og mun eyða okkur ásamt börnum okkar nema við endurnýjum eigið hugarfar. Við höfum hingað til litið á jörðina og önnur lífsform sem hráefni en hvert annað sem keppinauta. Þessu munum við þurfa að breyta. Ég nefni fjögur verkefni: Við munum þurfa að trúa á samráð umfram yfirráð. Við munum þurfa að læra að halda hvert öðru ábyrgu með virðingu og skilningi en styðjast við refsingar sem neyðarrúræði. Við munum þurfa að sjá og viðurkenna almannahag en hafna sérhagsmunagæslu á kostnað manns og náttúru. Við munum þurfa að skilgreina allt fólk sem samstarfsaðila í lífsbaráttunni fremur en keppinauta. Hugarfarið sem jaðarsetur fólk og náttúru er eitt og sama hugarfarið. Því er tómt mál að tala um frið í veröldinni nema ávarpa fátæktina og vistkerfisvandann í sama orði. Við erum öll hugsandi og ábyrgar verur. Höfundur er prestur og siðfræðingur.
Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar
Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar
Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun