Innlent

Rykið dustað af sólbekkjunum

Rafn Ágúst Ragnarsson og Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifa
Á degi sem þessum fara Íslendingar í sund.
Á degi sem þessum fara Íslendingar í sund. Vísir/Arnar

Veðrið leikur svoleiðis við borgarbúa í dag og því má búast við margmenni í sundlaugum borgarinnar. Sundlaugarvörður segir sólbekkina þegar farna að fyllast og hvetur landsmenn til að nýta hverja mínútu af sólskini.

Sólríkt verður og hægur vindur víða á landinu í dag. Hiti er á bilinu níu til fjórtán stig og því ljóst að fjöldi fólks ákveði að skella sér í sund. Steinunn Lóa Lárusdóttir, laugarvörður í Laugardalslaug segir morguninn hafa verið annasaman hjá starfsmönnum laugarinnar.

„Við erum svona Íslendingarnir alveg að nýta hverja mínútu í sólinni sem best til að fá gott tan,“ segir hún.

Steinunn segist ekki búast við öðru en að aðsókn verði mikil fram eftir degi. Á meðan sólin skín fer fólk í sund. Hún segir sólbekki laugarinnar þegar tekna í gagnið.

„Ég hvet alla til að fara í sund eða bara vera úti í dag og nýta þetta góða veður til fulls,“ eru skilaboð Steinunnar Lóu Lárusdóttur laugarvarðar á þessum fallega degi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×