Handbolti

Stjarnan á­fram í Olís deildinni

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Hrafnhildur Anna var mögnuð í kvöld.
Hrafnhildur Anna var mögnuð í kvöld. Vísir/Viktor Freyr

Stjarnan tryggði sér í kvöld áframhaldandi tilverurétt í Olís deild kvenna í handbolta. Það gerðu Garðbæingar með tíu marka sigri á Aftureldingu.

Um var að ræða fjórða leik liðanna í úrslitum umspilsins um sæti í Olís deildinni á næstu leiktíð. Stjarnan vann einvígið 3-1 og sá þar með til þess að Afturelding verður áfram í næstefstu deild.

Leikur kvöldsins var alltaf eign Stjörnukvenna og unnu þær á endanum gríðarlega sannfærandi sigur, lokatölur 28-18.

Anna Karen Hansdóttir var markahæst með 7 mörk í liði Stjörnunnar. Þar á eftir kom Eva Björk Davíðsdóttir. Þá varði Hrafnhildur Anna Þorleifsdóttir 15 skot í markinu ásamt því að skora tvö mörk sjálf.

Katrín Helga Davíðsdóttir var markahæst hjá Aftureldingu með fimm mörk.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×