„Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Tómas Arnar Þorláksson og Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifa 2. maí 2025 22:15 María Sigrún hyggst nýta tímann sem hún verður frá vinnu í að lesa bækur, hitta vini og vandamenn, göfga andann og verða betri manneskja. Vísir Fréttakona Ríkisútvarpsins segist þakklát snjósleðaköppum eftir að hún slasaðist illa á fæti á fjallaskíðum á jökli um Páskana. Hún verður frá vinnu í nokkrar vikur, erfiðast sé að geta ekki sinnt börnunum. Slysið átti sér stað á föstudaginn langa þegar María Sigrún Hilmarsdóttir, fréttakona RÚV, var á fjallaskíðum á Snæfellsjökli ásamt fjölskyldu sinni. Hún segir það sérkennilegt að vera sjálf orðin umfjöllunarefni fjölmiðla. „Ég náttúrlega vinn við að fá fólk til að koma í viðtal. Hvað get ég svo sagt þegar einhver biður mig um að koma í viðtal? Að segja nei við því, það myndu nú einhverjir segja að það væri bara hræsni,“ segir María. Eins og gjarnan gerði slysið ekki boð á undan sér og voru aðstæður með besta móti. „Það var ótrúlega gott veður, frábært útsýni og eiginlega logn.“ Beið í rólegheitum meðan fjölskyldan renndi sér áfram María rak lestina fyrstu ferðina niður ef einhver skyldi detta. „Það fór ekki betur en svo að ég datt og það snerist svona svakalega upp á vinstri fótinn. Þetta var hrikalega vont og ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað af sársauka.“ María margbrotnaði og sleit liðband og krossband í hné við fallið. „Það er svo merkilegt með líkamann að ég dofna mjög fljótt þarna upp, og er ein þarna.“ Hún segist einkar þakklát skjótum viðbrögðum ókunnugra sem gerðu kærasta hennar og börnum viðvart. „Hann skíðar á mikilli ferð neðar og þar voru tveir menn á snjósleða og þeir koma þarna upp. Þeir birtast þarna eins og englar og ferja mig niður á sleðunum.“ María segist ekki hafa áttað sig strax á hvað hve illa væri fyrir henni komið. Hún hafi þó vitað að eitthvað hafi gefið sig. Henni lá ekki mikið á að komast upp á spítala, þegar niður úr brekkunni var komið. „Meira að segja fyrst þegar ég stóð þarna upp þá hélt ég nú að ég gæti skíðað niður, jafnvel á einum fæti. Ég hvatti þau sem voru með mér að fara fleiri ferðir. Ég kom mér fyrir í skottinu í bílnum og var bara í sólbaði og tala við fólk og tala í símann. Þau fóru sem sagt aðrar ferðir.“ Og þú varst ekkert að drífa þig? „Nei, ég hugsaði: Æ, ætli það þurfi ekki að mynda þetta, það eru að koma páskar og ég þarf að láta taka mynd. Það var enginn asi þarna. Ég hélt ég hefði kannski tognað og slitið eitthvað smávegis en mig óraði ekki fyrir þessu. Svo bara keyrðum við í rólegheitum í bæinn. Svo vorum við öll orðin svöng og fengum okkur Subway áður en mér var skutlað á slysadeildina.“ Verst að geta ekki sinnt börnunum Maríu segist hafa brugðið við þegar á slysadeildina var komið og hún tekin úr skíðabuxunum. „Þá sé ég á mér vinstri fótinn og þetta er eins og fílsfótur. Þá var mér rúllað beint í myndatöku og það varð ljóst að það þyrfti að gera aðgerð. Það var gert síðan á páskadag.“ Nú sé búið að gera við ökklann en eftir sé hnéaðgerð. Þrátt fyrir allt segir María ekki skilið við skíðin og segir enga ástæðu til að vorkenna sér. „Þó ég sé hérna farlama í einhverjar vikur þá er það ekkert alvarlegt í stóra samhenginu. Og að kynnast því að vera í hjólastól, ég er bara tímabundið í hjólastól.“ Hún segir allar líkur á að hún nái sé að fullu. Hún sé hraust fyrir og með höfuðið á réttum stað. Verst sé þó að geta ekki sinnt börnunum. „Þau eru náttúrulega háð mér og ég þeim. Það er erfiðast að geta ekki sinnt þeim alveg. Yngsta dóttir mín er fötluð og þarf mikla hjálp svo þetta er sérstaklega erfitt fyrir hana.“ Skíðaíþróttir Ríkisútvarpið Ferðalög Ástin og lífið Mest lesið Sérstök og sjaldgæf íslensk nöfn: „Vitanlega var mér strítt“ Lífið „Konan hans hlýtur að taka á honum þegar hún heyrir þetta“ Lífið „Ekki spá í hvað öðrum finnst“ Tíska og hönnun Fann engin önnur ráð en „að ganga í söfnuð Votta Jehóva“ Lífið Krafa um betri ensku en íslensku reyndust mistök Menning „Það er smá búið að ljúga að okkur sem er reyndar ekki í fyrsta skipti“ Lífið Slær á sögusagnirnar með lúmskum skilaboðum Lífið Einbýlishús í Garðabænum eftir miklar framkvæmdir Lífið Tók málin í eigin hendur og stofnaði nýja metal-hátíð á Selfossi Tónlist Magnús nýr formaður stjórnar Leikfélags Reykjavíkur Menning Fleiri fréttir Smart og stílíseruð í Sigvaldablokk Stórstjörnur í snjóbrettasenunni fögnuðu Fann engin önnur ráð en „að ganga í söfnuð Votta Jehóva“ Einbýlishús í Garðabænum eftir miklar framkvæmdir Sérstök og sjaldgæf íslensk nöfn: „Vitanlega var mér strítt“ „Konan hans hlýtur að taka á honum þegar hún heyrir þetta“ Slær á sögusagnirnar með lúmskum skilaboðum Eins og sebrahestur umkringdur ljónum Sjáðu nýtt og stærðarinnar veitingasvæði í Smáralind Löggunni ekki boðið en mætti tvisvar til Jenner Binni ætlaði að sjóða kartöflur í hraðsuðukatli Ein besta knattspyrnukona landsins frátekin Leikkonan Sally Kirkland er látin Jana Steingríms og Lilja Ketils héldu bleikt partý Úrslitin réðust í lokaspurningu um mislukkaðan uppfinningamann Gulli áttaði sig skyndilega á því að hann væri í miðjum Heimsóknarþætti Fellaskóli vann Skrekk Innlit: Hlýlegt heimili í sögulegri viðbyggingu í Vesturbænum Fersk og bragðgóð Chimichurri-kryddblanda Kim féll Gleðilegan feðradag: „Við verðum fjögur í apríl“ Umhverfisráðherra á von á barni GDRN og Árni Steinn eiga von á sínu öðru barni Stjörnulífið: Uniqlo á Suðurlandi Stór hluti fólks „aumingjar og haugar“ Hefur engan kynferðislegan áhuga á óléttri konu sinni Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Krakkatían: Skrímslasveitin, söngleikur og framhaldsmynd „Rosalega stórt“ að fá aftur tilnefningu Mótorhjólaði aftur í kringum hnöttinn: „Fólk er gott“ Sjá meira
Slysið átti sér stað á föstudaginn langa þegar María Sigrún Hilmarsdóttir, fréttakona RÚV, var á fjallaskíðum á Snæfellsjökli ásamt fjölskyldu sinni. Hún segir það sérkennilegt að vera sjálf orðin umfjöllunarefni fjölmiðla. „Ég náttúrlega vinn við að fá fólk til að koma í viðtal. Hvað get ég svo sagt þegar einhver biður mig um að koma í viðtal? Að segja nei við því, það myndu nú einhverjir segja að það væri bara hræsni,“ segir María. Eins og gjarnan gerði slysið ekki boð á undan sér og voru aðstæður með besta móti. „Það var ótrúlega gott veður, frábært útsýni og eiginlega logn.“ Beið í rólegheitum meðan fjölskyldan renndi sér áfram María rak lestina fyrstu ferðina niður ef einhver skyldi detta. „Það fór ekki betur en svo að ég datt og það snerist svona svakalega upp á vinstri fótinn. Þetta var hrikalega vont og ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað af sársauka.“ María margbrotnaði og sleit liðband og krossband í hné við fallið. „Það er svo merkilegt með líkamann að ég dofna mjög fljótt þarna upp, og er ein þarna.“ Hún segist einkar þakklát skjótum viðbrögðum ókunnugra sem gerðu kærasta hennar og börnum viðvart. „Hann skíðar á mikilli ferð neðar og þar voru tveir menn á snjósleða og þeir koma þarna upp. Þeir birtast þarna eins og englar og ferja mig niður á sleðunum.“ María segist ekki hafa áttað sig strax á hvað hve illa væri fyrir henni komið. Hún hafi þó vitað að eitthvað hafi gefið sig. Henni lá ekki mikið á að komast upp á spítala, þegar niður úr brekkunni var komið. „Meira að segja fyrst þegar ég stóð þarna upp þá hélt ég nú að ég gæti skíðað niður, jafnvel á einum fæti. Ég hvatti þau sem voru með mér að fara fleiri ferðir. Ég kom mér fyrir í skottinu í bílnum og var bara í sólbaði og tala við fólk og tala í símann. Þau fóru sem sagt aðrar ferðir.“ Og þú varst ekkert að drífa þig? „Nei, ég hugsaði: Æ, ætli það þurfi ekki að mynda þetta, það eru að koma páskar og ég þarf að láta taka mynd. Það var enginn asi þarna. Ég hélt ég hefði kannski tognað og slitið eitthvað smávegis en mig óraði ekki fyrir þessu. Svo bara keyrðum við í rólegheitum í bæinn. Svo vorum við öll orðin svöng og fengum okkur Subway áður en mér var skutlað á slysadeildina.“ Verst að geta ekki sinnt börnunum Maríu segist hafa brugðið við þegar á slysadeildina var komið og hún tekin úr skíðabuxunum. „Þá sé ég á mér vinstri fótinn og þetta er eins og fílsfótur. Þá var mér rúllað beint í myndatöku og það varð ljóst að það þyrfti að gera aðgerð. Það var gert síðan á páskadag.“ Nú sé búið að gera við ökklann en eftir sé hnéaðgerð. Þrátt fyrir allt segir María ekki skilið við skíðin og segir enga ástæðu til að vorkenna sér. „Þó ég sé hérna farlama í einhverjar vikur þá er það ekkert alvarlegt í stóra samhenginu. Og að kynnast því að vera í hjólastól, ég er bara tímabundið í hjólastól.“ Hún segir allar líkur á að hún nái sé að fullu. Hún sé hraust fyrir og með höfuðið á réttum stað. Verst sé þó að geta ekki sinnt börnunum. „Þau eru náttúrulega háð mér og ég þeim. Það er erfiðast að geta ekki sinnt þeim alveg. Yngsta dóttir mín er fötluð og þarf mikla hjálp svo þetta er sérstaklega erfitt fyrir hana.“
Skíðaíþróttir Ríkisútvarpið Ferðalög Ástin og lífið Mest lesið Sérstök og sjaldgæf íslensk nöfn: „Vitanlega var mér strítt“ Lífið „Konan hans hlýtur að taka á honum þegar hún heyrir þetta“ Lífið „Ekki spá í hvað öðrum finnst“ Tíska og hönnun Fann engin önnur ráð en „að ganga í söfnuð Votta Jehóva“ Lífið Krafa um betri ensku en íslensku reyndust mistök Menning „Það er smá búið að ljúga að okkur sem er reyndar ekki í fyrsta skipti“ Lífið Slær á sögusagnirnar með lúmskum skilaboðum Lífið Einbýlishús í Garðabænum eftir miklar framkvæmdir Lífið Tók málin í eigin hendur og stofnaði nýja metal-hátíð á Selfossi Tónlist Magnús nýr formaður stjórnar Leikfélags Reykjavíkur Menning Fleiri fréttir Smart og stílíseruð í Sigvaldablokk Stórstjörnur í snjóbrettasenunni fögnuðu Fann engin önnur ráð en „að ganga í söfnuð Votta Jehóva“ Einbýlishús í Garðabænum eftir miklar framkvæmdir Sérstök og sjaldgæf íslensk nöfn: „Vitanlega var mér strítt“ „Konan hans hlýtur að taka á honum þegar hún heyrir þetta“ Slær á sögusagnirnar með lúmskum skilaboðum Eins og sebrahestur umkringdur ljónum Sjáðu nýtt og stærðarinnar veitingasvæði í Smáralind Löggunni ekki boðið en mætti tvisvar til Jenner Binni ætlaði að sjóða kartöflur í hraðsuðukatli Ein besta knattspyrnukona landsins frátekin Leikkonan Sally Kirkland er látin Jana Steingríms og Lilja Ketils héldu bleikt partý Úrslitin réðust í lokaspurningu um mislukkaðan uppfinningamann Gulli áttaði sig skyndilega á því að hann væri í miðjum Heimsóknarþætti Fellaskóli vann Skrekk Innlit: Hlýlegt heimili í sögulegri viðbyggingu í Vesturbænum Fersk og bragðgóð Chimichurri-kryddblanda Kim féll Gleðilegan feðradag: „Við verðum fjögur í apríl“ Umhverfisráðherra á von á barni GDRN og Árni Steinn eiga von á sínu öðru barni Stjörnulífið: Uniqlo á Suðurlandi Stór hluti fólks „aumingjar og haugar“ Hefur engan kynferðislegan áhuga á óléttri konu sinni Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Krakkatían: Skrímslasveitin, söngleikur og framhaldsmynd „Rosalega stórt“ að fá aftur tilnefningu Mótorhjólaði aftur í kringum hnöttinn: „Fólk er gott“ Sjá meira