Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Atli Ísleifsson skrifar 2. maí 2025 08:34 Kári Stefánsson stofnaði Íslenska erfðagreiningu árið 1996. Vísir/Vilhelm Kári Stefánsson, stofnandi og forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, hefur látið af störfum sem forstjóri hjá fyrirtækinu. Unnur Þorsteinsdóttir og Patrik Sulem taka við sem nýir framkvæmdastjórar Íslenskrar erfðagreiningar. Þetta kemur fram í tilkynningu. Þar segir að Dr. Unnur Þorsteinsdóttir og Patrick Sulem muni saman leiða starfsemi Íslenskrar erfðagreiningar á Íslandi, en þau hafi bæði starfað hjá fyrirtækinu um langt árabil. Ekki hefur náðst í Kára Stefánsson, en samkvæmt heimildum fréttastofu er hann nú staddur í Kaliforníu. Tilkynningin var send frá almannatenglaskrifstofu, ekki fyrirtækinu sjálfu, og er ekkert haft eftir Kára sjálfum í tilkynningunni. Fyrir nánari upplýsingar er vísað á upplýsingafulltrúa Amgen. Dr. Unnur Þorsteinsdóttir. Unnur og Patrick taka við stjórnartaumum Í tilkynningunni segir að Unnur hafi starfað hjá Íslenskri erfðagreiningu frá árinu 2000 sem framkvæmdastjóri erfðarannsókna. „Hún er talin einn fremsti erfðafræðingur heims, brautryðjandi meðal kvenna í vísindum á heimsvísu, og var valin áhrifamesta vísindakona Evrópu af Research.com árið 2023. Hún er prófessor við læknadeild og starfaði sem forseti Heilbrigðisvísindasviðs Háskóla Íslands 2022- 2024. Patrick Sulem er læknir (M.D.) og hefur hann starfað hjá fyrirtækinu frá árinu 2002. Áður en hann tók við stöðu framkvæmdastjóra leiddi hann klínísk raðgreiningarverkefni (Clinical Sequencing) hjá Íslenskri erfðagreiningu. Hann er sérhæfður í faraldsfræði og lýðheilsu og hefur hann verið þátttakandi í viðamiklum erfðafræðirannsóknum ólíkra sjúkdóma í gegnum störf sín hjá fyrirtækinu,“ segir í tilkynningunni. Finnur til ábyrgðar Haft er eftir Unni að frá hún hafi komið til Íslenskrar erfðagreiningar eftir nám við Háskólann í British Columbia fyrir 25 árum, hafi það verið sannkölluð forréttindi að taka þátt í rannsóknum sem komu Íslandi á kortið í erfðafræði mannsins. „Ég finn til mikillar ábyrgðar á degi hverjum því það er skylda okkar að tryggja að vísindalegar uppgvötanir okkar stuðli áfram að bættum lífsgæðum og að við getum stutt dyggilega við bakið á íslensku vísindasamfélagi til framtíðar. Við eigum enn langt í land með að skilja til fulls undur erfðavísindanna og ég er jafn innblásin í dag og ég var fyrsta daginn minn hjá Íslenskri erfðagreiningu,“ segir Unnur. Patrick Sulem. Sannfærður um mikilvægi erfðarannsókna Þá er haft eftir Patrick Sulemað þegar hann horfi til framtíðar sé hann sannfærður um mikilvægi erfðafræðirannsókna fyrir framþróun læknavísinda. „Ég er staðráðinn í að efla það hlutverk okkar hjá Íslenskri erfðagreiningu að nýta erfðafræði á þann hátt að hún auki ekki aðeins vísindalegan skilning heldur skili einnig raunverulegum ávinningi fyrir sjúklinga.“ Hann segist hlakka til að vinna með Unni og þeirra frábæra teymi sem áfram muni takast á við það mikilvæga verkefni að umbreyta læknisfræðinni með erfðafræðirannsóknum. Full þakklætis Í tilkynningunni er haft eftir Jay Bradner, framkvæmdastjóra rannsókna og þróunar hjá Amgen, að Kári Stefánsson hafi gengt lykilhlutverki við að festa Íslenska erfðagreiningu í sessi sem leiðandi fyrirtæki og rannsóknarstofnun á sviði erfðafræða. „Við erum full þakklætis fyrir framlag Kára og við erum ákveðin í að þróa Ísland áfram sem lykilstað fyrir erfðafræðirannsóknir í lækningaskyni. Við munum halda áfram á þeirri leið sem starfsfólki Íslenskrar erfðagreiningar hefur markað og þeim árangri sem náðst hefur.” Íslensk erfðagreining er í eigu Amgen sem skráð er í NASDAQ kauphöllina í Bandaríkjunum. Íslensk erfðagreining Vistaskipti Vísindi Tímamót Heilbrigðismál Mest lesið Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Innlent Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Innlent Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Erlent Fleiri fréttir Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Verkalýðsleiðtogar segja ríkisstjórnina þverbrjóta leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu. Þar segir að Dr. Unnur Þorsteinsdóttir og Patrick Sulem muni saman leiða starfsemi Íslenskrar erfðagreiningar á Íslandi, en þau hafi bæði starfað hjá fyrirtækinu um langt árabil. Ekki hefur náðst í Kára Stefánsson, en samkvæmt heimildum fréttastofu er hann nú staddur í Kaliforníu. Tilkynningin var send frá almannatenglaskrifstofu, ekki fyrirtækinu sjálfu, og er ekkert haft eftir Kára sjálfum í tilkynningunni. Fyrir nánari upplýsingar er vísað á upplýsingafulltrúa Amgen. Dr. Unnur Þorsteinsdóttir. Unnur og Patrick taka við stjórnartaumum Í tilkynningunni segir að Unnur hafi starfað hjá Íslenskri erfðagreiningu frá árinu 2000 sem framkvæmdastjóri erfðarannsókna. „Hún er talin einn fremsti erfðafræðingur heims, brautryðjandi meðal kvenna í vísindum á heimsvísu, og var valin áhrifamesta vísindakona Evrópu af Research.com árið 2023. Hún er prófessor við læknadeild og starfaði sem forseti Heilbrigðisvísindasviðs Háskóla Íslands 2022- 2024. Patrick Sulem er læknir (M.D.) og hefur hann starfað hjá fyrirtækinu frá árinu 2002. Áður en hann tók við stöðu framkvæmdastjóra leiddi hann klínísk raðgreiningarverkefni (Clinical Sequencing) hjá Íslenskri erfðagreiningu. Hann er sérhæfður í faraldsfræði og lýðheilsu og hefur hann verið þátttakandi í viðamiklum erfðafræðirannsóknum ólíkra sjúkdóma í gegnum störf sín hjá fyrirtækinu,“ segir í tilkynningunni. Finnur til ábyrgðar Haft er eftir Unni að frá hún hafi komið til Íslenskrar erfðagreiningar eftir nám við Háskólann í British Columbia fyrir 25 árum, hafi það verið sannkölluð forréttindi að taka þátt í rannsóknum sem komu Íslandi á kortið í erfðafræði mannsins. „Ég finn til mikillar ábyrgðar á degi hverjum því það er skylda okkar að tryggja að vísindalegar uppgvötanir okkar stuðli áfram að bættum lífsgæðum og að við getum stutt dyggilega við bakið á íslensku vísindasamfélagi til framtíðar. Við eigum enn langt í land með að skilja til fulls undur erfðavísindanna og ég er jafn innblásin í dag og ég var fyrsta daginn minn hjá Íslenskri erfðagreiningu,“ segir Unnur. Patrick Sulem. Sannfærður um mikilvægi erfðarannsókna Þá er haft eftir Patrick Sulemað þegar hann horfi til framtíðar sé hann sannfærður um mikilvægi erfðafræðirannsókna fyrir framþróun læknavísinda. „Ég er staðráðinn í að efla það hlutverk okkar hjá Íslenskri erfðagreiningu að nýta erfðafræði á þann hátt að hún auki ekki aðeins vísindalegan skilning heldur skili einnig raunverulegum ávinningi fyrir sjúklinga.“ Hann segist hlakka til að vinna með Unni og þeirra frábæra teymi sem áfram muni takast á við það mikilvæga verkefni að umbreyta læknisfræðinni með erfðafræðirannsóknum. Full þakklætis Í tilkynningunni er haft eftir Jay Bradner, framkvæmdastjóra rannsókna og þróunar hjá Amgen, að Kári Stefánsson hafi gengt lykilhlutverki við að festa Íslenska erfðagreiningu í sessi sem leiðandi fyrirtæki og rannsóknarstofnun á sviði erfðafræða. „Við erum full þakklætis fyrir framlag Kára og við erum ákveðin í að þróa Ísland áfram sem lykilstað fyrir erfðafræðirannsóknir í lækningaskyni. Við munum halda áfram á þeirri leið sem starfsfólki Íslenskrar erfðagreiningar hefur markað og þeim árangri sem náðst hefur.” Íslensk erfðagreining er í eigu Amgen sem skráð er í NASDAQ kauphöllina í Bandaríkjunum.
Íslensk erfðagreining Vistaskipti Vísindi Tímamót Heilbrigðismál Mest lesið Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Innlent Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Innlent Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Erlent Fleiri fréttir Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Verkalýðsleiðtogar segja ríkisstjórnina þverbrjóta leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði Sjá meira
Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Innlent
Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Innlent