Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 1. maí 2025 18:31 Kristrún Frostadóttir, forsætisráðherra og formaður Samfylkingarinnar. Vísir/Vilhelm Forsætisráðherra lagði áherslu á samvinnu stjórnvalda og verkalýðshreyfingarinnar í ávarpi sínu á Verkalýðsdaginn. Flokkar líkt og Samfylkingin þurfi áframhaldandi stuðning til að starfa í þágu vinnandi fólks. „Ég vil leyfa mér að fullyrða að ríkisstjórn Samfylkingar, Viðreisnar og Flokks fólksins standi nær vinnandi fólki og fjær hvers kyns sérhagsmunum en nokkur önnur ríkisstjórn á Íslandi í háa herrans tíð, að minnsta kost í meira en áratug,“ sagði Kristrún. Hún fór yfir víðan völl í ræðu sinni sem hún hélt á viðburði Samfylkingarfélagsins í tilefni Verkalýðsdagsins. „Ég vil leiða verkstjórn í þágu vinnandi fólks. En ég er fyllilega meðvituð um að það er ekki nóg að segja þetta bara. Verkin tala,“ sagði Kristrún. Vinna sé þegar farin af stað í þágu verkalýðsins, til að mynda hert eftirlit með starfsmannaleigum, innleiðing keðjuábyrgðar í stærri verklegum framkvæmdum og lögfesting skýrari refsiákvæði vegna vinnumansals. Stærsta hættan séu öfgaöfl í pólitík Kristrún lagði áherslu á samvinnu stjórnvalda og verkalýðshreyfingarinnar. „Við erum hér til að þjóna fólkinu, og það vill verkalýðshreyfingin líka gera,“ segir hún. Ríkið og kerfið verði að virka og standa undir þeim skyldum að veita íbúum landsins almenna þjónustu. „Stjórnvöld sem standa ekki undir uppbyggingu til að mæta þörf fólks fyrir íbúðir á viðráðanlegu verði, vegi, orkuinnviði, hjúkrunarheimili, leikskóla og svo framvegis, slík stjórnvöld eru ekki að starfa í þágu vinnandi fólks í raun,“ segir hún. Íþyngjandi regluverk í kerfinu hafi áhrif á trú almennra borgara á stjórnvöld og því megi ekki vera svo mikil tregða í kerfinu að „það grafi undan grunninnviðum og þjónustu við almenna borgara.“ Það sé hlutverk stjórnvalda og verkalýðshreyfingarinnar að gagnrýna ríkið og kerfið. „Við getum ekki eftirlátið þeim sem vilja ekki að kerfið virki, vilja ekki að ríkið virki að gagnrýna það og rífa það niður. Þetta verður verkalýðshreyfingin líka að hafa í huga í samvinnu við okkur og í huga við eigin baráttu og skipulag,“ segir Kristrún. Hættan sé að þegar ríkið getur ekki sinnt sínum skyldum til fulls að öfgaöfl í pólitík taki við stjórninni. „Jarðarflokkar sem nærast á skortinum og þykjast geta boðið betur, jafnvel með því að brjóta niður velferðarkerfið og þau verðmæti sem við eigum saman.“ Traust, virðing og væntumþykja Kristrún segist setja markmið Samfylkingarinnar hátt og móta samfélagið í þágu vinnandi fólks. Því þurfi Samfylkingin að vera í stjórninni lengur en einungis eitt kjörtímabil. „Við vitum að það tekur langan tíma að byggja upp traust. En styttri tíma að tapa því niður. Við höfum tekið markviss skref við að endurheimta traust hjá fólkinu í landinu á síðustu árum, og ég veit að við eigum meira inni ef við höldum áfram á sömu braut.“ Hún rifjaði upp þegar hún fór hringinn í kringum landið til að tryggja tengingu við alla íbúa landsins. Það sem hún hafi tamið sér í þessum feðrum er virðing og væntumþykja. „Virðing fyrir ólíku fólki með mismunandi bakgrunn. Virðing fyrir Íslandi og fólki sem byggir landið. Og virðing fyrir því að við höfum öll mismunandi hlutverkum að gegna í samfélaginu,“ sagði hún. „Ég trúi því að sérhvert samfélag sé sterkast og virki best þegar það grundvallast á virðingu. Það á við um pólitíkina. Það á við um verkalýðshreyfinguna. Og það á við um þjóðlífið allt.“ Verkalýðsdagurinn Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Samfylkingin Kjaramál Vinnumarkaður Mest lesið Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Innlent Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Innlent Misstu allt samband við Internetið Erlent Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Erlent Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Erlent Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Innlent Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Innlent Bílstjórinn þrettán ára Innlent Fleiri fréttir Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Sjá meira
„Ég vil leyfa mér að fullyrða að ríkisstjórn Samfylkingar, Viðreisnar og Flokks fólksins standi nær vinnandi fólki og fjær hvers kyns sérhagsmunum en nokkur önnur ríkisstjórn á Íslandi í háa herrans tíð, að minnsta kost í meira en áratug,“ sagði Kristrún. Hún fór yfir víðan völl í ræðu sinni sem hún hélt á viðburði Samfylkingarfélagsins í tilefni Verkalýðsdagsins. „Ég vil leiða verkstjórn í þágu vinnandi fólks. En ég er fyllilega meðvituð um að það er ekki nóg að segja þetta bara. Verkin tala,“ sagði Kristrún. Vinna sé þegar farin af stað í þágu verkalýðsins, til að mynda hert eftirlit með starfsmannaleigum, innleiðing keðjuábyrgðar í stærri verklegum framkvæmdum og lögfesting skýrari refsiákvæði vegna vinnumansals. Stærsta hættan séu öfgaöfl í pólitík Kristrún lagði áherslu á samvinnu stjórnvalda og verkalýðshreyfingarinnar. „Við erum hér til að þjóna fólkinu, og það vill verkalýðshreyfingin líka gera,“ segir hún. Ríkið og kerfið verði að virka og standa undir þeim skyldum að veita íbúum landsins almenna þjónustu. „Stjórnvöld sem standa ekki undir uppbyggingu til að mæta þörf fólks fyrir íbúðir á viðráðanlegu verði, vegi, orkuinnviði, hjúkrunarheimili, leikskóla og svo framvegis, slík stjórnvöld eru ekki að starfa í þágu vinnandi fólks í raun,“ segir hún. Íþyngjandi regluverk í kerfinu hafi áhrif á trú almennra borgara á stjórnvöld og því megi ekki vera svo mikil tregða í kerfinu að „það grafi undan grunninnviðum og þjónustu við almenna borgara.“ Það sé hlutverk stjórnvalda og verkalýðshreyfingarinnar að gagnrýna ríkið og kerfið. „Við getum ekki eftirlátið þeim sem vilja ekki að kerfið virki, vilja ekki að ríkið virki að gagnrýna það og rífa það niður. Þetta verður verkalýðshreyfingin líka að hafa í huga í samvinnu við okkur og í huga við eigin baráttu og skipulag,“ segir Kristrún. Hættan sé að þegar ríkið getur ekki sinnt sínum skyldum til fulls að öfgaöfl í pólitík taki við stjórninni. „Jarðarflokkar sem nærast á skortinum og þykjast geta boðið betur, jafnvel með því að brjóta niður velferðarkerfið og þau verðmæti sem við eigum saman.“ Traust, virðing og væntumþykja Kristrún segist setja markmið Samfylkingarinnar hátt og móta samfélagið í þágu vinnandi fólks. Því þurfi Samfylkingin að vera í stjórninni lengur en einungis eitt kjörtímabil. „Við vitum að það tekur langan tíma að byggja upp traust. En styttri tíma að tapa því niður. Við höfum tekið markviss skref við að endurheimta traust hjá fólkinu í landinu á síðustu árum, og ég veit að við eigum meira inni ef við höldum áfram á sömu braut.“ Hún rifjaði upp þegar hún fór hringinn í kringum landið til að tryggja tengingu við alla íbúa landsins. Það sem hún hafi tamið sér í þessum feðrum er virðing og væntumþykja. „Virðing fyrir ólíku fólki með mismunandi bakgrunn. Virðing fyrir Íslandi og fólki sem byggir landið. Og virðing fyrir því að við höfum öll mismunandi hlutverkum að gegna í samfélaginu,“ sagði hún. „Ég trúi því að sérhvert samfélag sé sterkast og virki best þegar það grundvallast á virðingu. Það á við um pólitíkina. Það á við um verkalýðshreyfinguna. Og það á við um þjóðlífið allt.“
Verkalýðsdagurinn Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Samfylkingin Kjaramál Vinnumarkaður Mest lesið Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Innlent Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Innlent Misstu allt samband við Internetið Erlent Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Erlent Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Erlent Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Innlent Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Innlent Bílstjórinn þrettán ára Innlent Fleiri fréttir Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Sjá meira