Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 1. maí 2025 15:56 Atvinnuvegaráðherra og fjármálaráðherra kynntu breytingu á lögum um veiðigjald 25. mars síðastliðinn. Sigurjón Ragnar Frumvarp Hönnu Katrínar Friðriksson atvinnuvegaráðherra um hækkun veiðigjalda hefur verið lagt fram á Alþingi eftir að hafa tekið breytingum í kjölfar samráðs. Brugðist hafi verið við ákalli sveitarfélaga um að gæta að áhrifum á litlar útgerðir og ábendingum um skort á mati á áhrifum. Fram kemur í tilkynningu á vef stjórnarráðsins að frumvarpið hafi verið birt í samráðsgátt frá 25. mars til 3. apríl og að samtals hafi borist 112 umsagnir frá einstaklingum, fyrirtækjum, hagsmunaaðilum, sveitarfélögum, félagasamtökun og stofnunum. Frá sveitarfélögum hafi komið umsagnir þar sem reifaðar voru áhyggjur um að hækkunin væri of brött og að skortur væri á greiningu á áhrifum frumvarpsins. Þá voru einnig lagðar til breytingar á frítekjumarki vegna áhrifa frumvarpsins á litlar og meðalstórar útgerðir. Frítekjumark hækkað og ítarlegri samantekt í greinargerð Í tilkynningunni segir að helstu breytingarnar sem gerðar hafi verið á frumvarpsdrögum að samráði loknu séu annars vegar að frítekjumark verði hækkað verulega. Frítekjumark í þorski og ýsu skuli þannig nema 40% af fyrstu 50 milljón króna álagningar veiðigjalds hvers árs hjá hverjum gjaldskyldum aðila. Með þessum breytingum er ætlað að áhrif frumvarpsins á litlar og meðalstórar útgerðir vegna hækkunar veiðigjalds mun minni en áður. Einnig hafi verið brugðist við ábendingum um skort á mati á áhrifum. Þannig hafi verið mætt við greiningum í greinargerð frumvarpsins um áhrif frumvarpsins á um það bil hundrað stærstu fyrirtækin, áhrifamati á heildarskattlagningu sjávarútvegsfyrirtækja og ítarlegri samantekt um verðmyndun í Noregi. 17 milljarðar innheimtir 2026 Þá segir einnig að frumvarpið muni hafa jákvað áhrif á ríkissjóð. Tekjur af veiðigjaldi uppsjávarfiskstegunda hækki um þrjá til fjóra milljarða krón árlega og veiðigjald fyrir þorsk og ýsu hækki um fimm til sex milljarða króna árlega miðað við óbreytt aflamagn. „Með þeim breytingum sem frumvarpið gerir ráð fyrir má áætla að álagt veiðigjald verði um 19,5 milljarðar árið 2026 en að teknu tilliti til frítekjumarks má áætla að innheimt veiðigjöld verði 17,3 milljarðar árið 2026. Án þeirrar leiðréttingar sem boðuð er samkvæmt frumvarpinu væri áætlað álagt veiðigjald um 11,2 milljarðar króna á grundvelli núgildandi laga. Frumvarpið gerir ráð fyrir að 30 stærstu sjávarútvegsfyrirtækin greiði 90% af veiðigjöldum að loknum breytingum,“ segir á vef stjórnarráðsins. Gert er ráð fyrir að innheimt veiðigjald verði átján til nítján milljarðar á árunum 2027 til 2030. Í þeirri áætlun er gert ráð fyrir að gefinn verði út loðnukvóti. Óvissa sé þó um reiknistofn veiðigjalds þar sem hann byggist á afkomu fyrirtækja. Þá geti sveiflur á milli ára verið tilkomnar vegna breytinga á aflaverðmæti, kostnaði, gengi, aflamagni og skattalegra afskrifta og þannig haft áhrif á áætlanagerðina. Sjávarútvegur Alþingi Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Breytingar á veiðigjöldum Tengdar fréttir Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Leikin auglýsing á vegum Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi, sem sýnir norska athafnamenn furða sig á fyrirætlunum íslenskra stjórnvalda í sjávarútvegi, hefur fengið mikla dreifingu og uppskorið hörð viðbrögð hjá ráðamönnum. Stjórnarþingmaður og dómsmálaráðherra eru meðal þeirra sem fordæmt hafa auglýsinguna. 27. apríl 2025 14:27 „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi (SFS) hafa sent atvinnuvegaráðuneytinu athugasemdir við frumvarpsdrög um breytingar á lögum um veiðigjald. Samtökin telja frumvarpið „ganga í berhögg við stjórnarskrá“ og segja ráðuneytinu hafa skeikað milljörðum í útreikningi á heildarhækkun veiðigjaldsins. 15. apríl 2025 07:58 SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Atvinnuvegaráðuneytið segir Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi (SFS) ekki hafa svarað fundarboði um fund þar sem fara átti yfir útreikninga að baki veiðigjaldsbreytingum. Gagnabeiðnir frá SFS hafi verið afgreiddar í samræmi við lög og þau gögn sem falli undir afhendingarskyldu hafi samtökin fengið. 4. apríl 2025 12:05 Mest lesið Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Veðurvaktin: Biðja fólk að halda sig heima í kvöld Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Hlýni á föstudag og snjórinn geti horfið í næstu viku Veður Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Innlent Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Erlent Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Erlent „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Innlent Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Innlent Fleiri fréttir Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Sjá meira
Fram kemur í tilkynningu á vef stjórnarráðsins að frumvarpið hafi verið birt í samráðsgátt frá 25. mars til 3. apríl og að samtals hafi borist 112 umsagnir frá einstaklingum, fyrirtækjum, hagsmunaaðilum, sveitarfélögum, félagasamtökun og stofnunum. Frá sveitarfélögum hafi komið umsagnir þar sem reifaðar voru áhyggjur um að hækkunin væri of brött og að skortur væri á greiningu á áhrifum frumvarpsins. Þá voru einnig lagðar til breytingar á frítekjumarki vegna áhrifa frumvarpsins á litlar og meðalstórar útgerðir. Frítekjumark hækkað og ítarlegri samantekt í greinargerð Í tilkynningunni segir að helstu breytingarnar sem gerðar hafi verið á frumvarpsdrögum að samráði loknu séu annars vegar að frítekjumark verði hækkað verulega. Frítekjumark í þorski og ýsu skuli þannig nema 40% af fyrstu 50 milljón króna álagningar veiðigjalds hvers árs hjá hverjum gjaldskyldum aðila. Með þessum breytingum er ætlað að áhrif frumvarpsins á litlar og meðalstórar útgerðir vegna hækkunar veiðigjalds mun minni en áður. Einnig hafi verið brugðist við ábendingum um skort á mati á áhrifum. Þannig hafi verið mætt við greiningum í greinargerð frumvarpsins um áhrif frumvarpsins á um það bil hundrað stærstu fyrirtækin, áhrifamati á heildarskattlagningu sjávarútvegsfyrirtækja og ítarlegri samantekt um verðmyndun í Noregi. 17 milljarðar innheimtir 2026 Þá segir einnig að frumvarpið muni hafa jákvað áhrif á ríkissjóð. Tekjur af veiðigjaldi uppsjávarfiskstegunda hækki um þrjá til fjóra milljarða krón árlega og veiðigjald fyrir þorsk og ýsu hækki um fimm til sex milljarða króna árlega miðað við óbreytt aflamagn. „Með þeim breytingum sem frumvarpið gerir ráð fyrir má áætla að álagt veiðigjald verði um 19,5 milljarðar árið 2026 en að teknu tilliti til frítekjumarks má áætla að innheimt veiðigjöld verði 17,3 milljarðar árið 2026. Án þeirrar leiðréttingar sem boðuð er samkvæmt frumvarpinu væri áætlað álagt veiðigjald um 11,2 milljarðar króna á grundvelli núgildandi laga. Frumvarpið gerir ráð fyrir að 30 stærstu sjávarútvegsfyrirtækin greiði 90% af veiðigjöldum að loknum breytingum,“ segir á vef stjórnarráðsins. Gert er ráð fyrir að innheimt veiðigjald verði átján til nítján milljarðar á árunum 2027 til 2030. Í þeirri áætlun er gert ráð fyrir að gefinn verði út loðnukvóti. Óvissa sé þó um reiknistofn veiðigjalds þar sem hann byggist á afkomu fyrirtækja. Þá geti sveiflur á milli ára verið tilkomnar vegna breytinga á aflaverðmæti, kostnaði, gengi, aflamagni og skattalegra afskrifta og þannig haft áhrif á áætlanagerðina.
Sjávarútvegur Alþingi Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Breytingar á veiðigjöldum Tengdar fréttir Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Leikin auglýsing á vegum Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi, sem sýnir norska athafnamenn furða sig á fyrirætlunum íslenskra stjórnvalda í sjávarútvegi, hefur fengið mikla dreifingu og uppskorið hörð viðbrögð hjá ráðamönnum. Stjórnarþingmaður og dómsmálaráðherra eru meðal þeirra sem fordæmt hafa auglýsinguna. 27. apríl 2025 14:27 „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi (SFS) hafa sent atvinnuvegaráðuneytinu athugasemdir við frumvarpsdrög um breytingar á lögum um veiðigjald. Samtökin telja frumvarpið „ganga í berhögg við stjórnarskrá“ og segja ráðuneytinu hafa skeikað milljörðum í útreikningi á heildarhækkun veiðigjaldsins. 15. apríl 2025 07:58 SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Atvinnuvegaráðuneytið segir Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi (SFS) ekki hafa svarað fundarboði um fund þar sem fara átti yfir útreikninga að baki veiðigjaldsbreytingum. Gagnabeiðnir frá SFS hafi verið afgreiddar í samræmi við lög og þau gögn sem falli undir afhendingarskyldu hafi samtökin fengið. 4. apríl 2025 12:05 Mest lesið Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Veðurvaktin: Biðja fólk að halda sig heima í kvöld Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Hlýni á föstudag og snjórinn geti horfið í næstu viku Veður Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Innlent Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Erlent Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Erlent „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Innlent Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Innlent Fleiri fréttir Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Sjá meira
Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Leikin auglýsing á vegum Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi, sem sýnir norska athafnamenn furða sig á fyrirætlunum íslenskra stjórnvalda í sjávarútvegi, hefur fengið mikla dreifingu og uppskorið hörð viðbrögð hjá ráðamönnum. Stjórnarþingmaður og dómsmálaráðherra eru meðal þeirra sem fordæmt hafa auglýsinguna. 27. apríl 2025 14:27
„Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi (SFS) hafa sent atvinnuvegaráðuneytinu athugasemdir við frumvarpsdrög um breytingar á lögum um veiðigjald. Samtökin telja frumvarpið „ganga í berhögg við stjórnarskrá“ og segja ráðuneytinu hafa skeikað milljörðum í útreikningi á heildarhækkun veiðigjaldsins. 15. apríl 2025 07:58
SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Atvinnuvegaráðuneytið segir Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi (SFS) ekki hafa svarað fundarboði um fund þar sem fara átti yfir útreikninga að baki veiðigjaldsbreytingum. Gagnabeiðnir frá SFS hafi verið afgreiddar í samræmi við lög og þau gögn sem falli undir afhendingarskyldu hafi samtökin fengið. 4. apríl 2025 12:05