Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 1. maí 2025 15:26 Eyjólfur Ármannsson innviðaráðherra segir skrípaleik í gangi á Keflavíkurflugvelli. Vísir/Sigurjón Eyjólfur Ármannsson innviðaráðherra segir að kaffiskúr leigubílstjóra á Keflavíkurflugvelli sé orðinn „nyrsta moska í heimi.“ Hann segist gruna að Isavia þori ekki að taka á málinu en að það sé þeirra að svara fyrir. Eyjólfur var í viðtali á Útvarpi Sögu í dag þar sem hann ræddi þá stöðu sem uppi er komin á Keflavíkurflugvelli í tengslum við frumvarp hans um breytingar á lögum um leigubílaþjónustu. Þess má þó geta að það eru víða moskur nyrðri en bænaaðstaða leigubílstjóra á flugvellinum, til að mynda moskan í Reykjavík og tvær í Tromsø. Staðan sé óásættanleg Margir ráku upp stór augu þegar greint var frá því í viðtali á dögunum að kaffistofa leigubílstjóra væri nú notuð sem bænahús af erlendum leigubílstjórum. Íslenskir leigubílstjórar kæmust ekki þar að, ekki einu sinni til að notfæra sér salernisaðstöðuna. Talsvert hefur verið fjallað um þetta undanfarna daga. Eyjólfur Ármannsson innviðaráðherra segir stöðuna óásættanlega. Hann gagnrýnir einnig aðgerðir Isavia í kjölfar fréttaflutnings af málinu um að ráðfæra sig við sérfræðinga í fjölmenningarsamfélögum til að leysa úr málinu. „Og einhver margmenningarfræðingur kallaður til hjá Isavia. Fyrir mér er þetta sáraeinfalt mál. Ef þú ert með kaffiaðstöðu þá er þetta kaffiaðstaða. Það ætti frekar að kalla til sérfræðing í kaffiaðstöðu,“ segir Eyjólfur. Isavia þori ekki að bregðast við Hann segir það vera á ábyrgð Isavia að svara fyrir þetta. Það sé mikilvægt að gætt sé jafnræðis á vinnustöðum og segist ekki muna eftir því að kaffiaðstöðu hafi verið breytt í bænahús á neinum af fyrrum vinnustöðum hans. Einhver skríparleikur sé í gangi. „Ef þeir ætla að breyta því í einhverja bænaaðstöðu þá verða þeir bara að svara fyrir það. Það sem mig grunar er að þeir þori ekki að taka á þessu. Þeir þora ekki að taka á þessu með skýrum og einföldum hætti,“ segir Eyjólfur Ármannsson innviðaráðherra. Isavia Leigubílar Trúmál Keflavíkurflugvöllur Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Tengdar fréttir Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, þingmaður Miðflokksins, tók til máls á Alþingi í óundirbúnum fyrirspurnum um nýjasta fréttaflutning af Keflavíkurflugvelli. Hann sagði starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á því að leigubílastjórum er meinaður aðgangur að kaffistofu þeirra sökum þess að nú er þar bænahús. Fjármála- og efnahagsráðherra eigi að taka til hendinni að sögn Sigmundar. 28. apríl 2025 19:44 Leigubílamarkaðurinn sé eins og „villta vestrið“ Innviðaráðherra segir leigubílamarkaðinn hafa verið eins og „villta vestrið“ hingað til en nú standi til að gera viðamiklar breytingar. Hann hefur lagt fram frumvarp í samráðsgátt um breytingar á starfsemi leigubílstjóra sem felur meðal annars í sér að innleiða stöðvarskyldu að nýju. 17. mars 2025 22:44 Ósáttur við aukna gjaldtöku við flugvöllinn fyrir leigubílstjóra Isavia stefnir að því að hækka gjaldtöku fyrir leigubílstjóra sem stöðva við flugstöðina til að sækja farþega. Hækka á gjaldið til að geta ráðið starfsmenn til að sinna gæslu við leigubílastöðina og aðstoða farþega við að finna sér leigubíl. Öryggisgæsla við leigubílasvæðið hefst 1. maí á háannatíma en hærri gjaldtaka síðar. 16. apríl 2025 07:53 Mest lesið Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Innlent Konan er fundin Innlent „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Erlent Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Innlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Fleiri fréttir Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Líkamsárás á gistiheimili „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Tveir á sjúkrahús eftir harðan árekstur Vegurinn yfir Kjöl gerir ferðalöngum lífið leitt Sjá meira
Eyjólfur var í viðtali á Útvarpi Sögu í dag þar sem hann ræddi þá stöðu sem uppi er komin á Keflavíkurflugvelli í tengslum við frumvarp hans um breytingar á lögum um leigubílaþjónustu. Þess má þó geta að það eru víða moskur nyrðri en bænaaðstaða leigubílstjóra á flugvellinum, til að mynda moskan í Reykjavík og tvær í Tromsø. Staðan sé óásættanleg Margir ráku upp stór augu þegar greint var frá því í viðtali á dögunum að kaffistofa leigubílstjóra væri nú notuð sem bænahús af erlendum leigubílstjórum. Íslenskir leigubílstjórar kæmust ekki þar að, ekki einu sinni til að notfæra sér salernisaðstöðuna. Talsvert hefur verið fjallað um þetta undanfarna daga. Eyjólfur Ármannsson innviðaráðherra segir stöðuna óásættanlega. Hann gagnrýnir einnig aðgerðir Isavia í kjölfar fréttaflutnings af málinu um að ráðfæra sig við sérfræðinga í fjölmenningarsamfélögum til að leysa úr málinu. „Og einhver margmenningarfræðingur kallaður til hjá Isavia. Fyrir mér er þetta sáraeinfalt mál. Ef þú ert með kaffiaðstöðu þá er þetta kaffiaðstaða. Það ætti frekar að kalla til sérfræðing í kaffiaðstöðu,“ segir Eyjólfur. Isavia þori ekki að bregðast við Hann segir það vera á ábyrgð Isavia að svara fyrir þetta. Það sé mikilvægt að gætt sé jafnræðis á vinnustöðum og segist ekki muna eftir því að kaffiaðstöðu hafi verið breytt í bænahús á neinum af fyrrum vinnustöðum hans. Einhver skríparleikur sé í gangi. „Ef þeir ætla að breyta því í einhverja bænaaðstöðu þá verða þeir bara að svara fyrir það. Það sem mig grunar er að þeir þori ekki að taka á þessu. Þeir þora ekki að taka á þessu með skýrum og einföldum hætti,“ segir Eyjólfur Ármannsson innviðaráðherra.
Isavia Leigubílar Trúmál Keflavíkurflugvöllur Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Tengdar fréttir Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, þingmaður Miðflokksins, tók til máls á Alþingi í óundirbúnum fyrirspurnum um nýjasta fréttaflutning af Keflavíkurflugvelli. Hann sagði starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á því að leigubílastjórum er meinaður aðgangur að kaffistofu þeirra sökum þess að nú er þar bænahús. Fjármála- og efnahagsráðherra eigi að taka til hendinni að sögn Sigmundar. 28. apríl 2025 19:44 Leigubílamarkaðurinn sé eins og „villta vestrið“ Innviðaráðherra segir leigubílamarkaðinn hafa verið eins og „villta vestrið“ hingað til en nú standi til að gera viðamiklar breytingar. Hann hefur lagt fram frumvarp í samráðsgátt um breytingar á starfsemi leigubílstjóra sem felur meðal annars í sér að innleiða stöðvarskyldu að nýju. 17. mars 2025 22:44 Ósáttur við aukna gjaldtöku við flugvöllinn fyrir leigubílstjóra Isavia stefnir að því að hækka gjaldtöku fyrir leigubílstjóra sem stöðva við flugstöðina til að sækja farþega. Hækka á gjaldið til að geta ráðið starfsmenn til að sinna gæslu við leigubílastöðina og aðstoða farþega við að finna sér leigubíl. Öryggisgæsla við leigubílasvæðið hefst 1. maí á háannatíma en hærri gjaldtaka síðar. 16. apríl 2025 07:53 Mest lesið Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Innlent Konan er fundin Innlent „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Erlent Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Innlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Fleiri fréttir Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Líkamsárás á gistiheimili „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Tveir á sjúkrahús eftir harðan árekstur Vegurinn yfir Kjöl gerir ferðalöngum lífið leitt Sjá meira
Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, þingmaður Miðflokksins, tók til máls á Alþingi í óundirbúnum fyrirspurnum um nýjasta fréttaflutning af Keflavíkurflugvelli. Hann sagði starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á því að leigubílastjórum er meinaður aðgangur að kaffistofu þeirra sökum þess að nú er þar bænahús. Fjármála- og efnahagsráðherra eigi að taka til hendinni að sögn Sigmundar. 28. apríl 2025 19:44
Leigubílamarkaðurinn sé eins og „villta vestrið“ Innviðaráðherra segir leigubílamarkaðinn hafa verið eins og „villta vestrið“ hingað til en nú standi til að gera viðamiklar breytingar. Hann hefur lagt fram frumvarp í samráðsgátt um breytingar á starfsemi leigubílstjóra sem felur meðal annars í sér að innleiða stöðvarskyldu að nýju. 17. mars 2025 22:44
Ósáttur við aukna gjaldtöku við flugvöllinn fyrir leigubílstjóra Isavia stefnir að því að hækka gjaldtöku fyrir leigubílstjóra sem stöðva við flugstöðina til að sækja farþega. Hækka á gjaldið til að geta ráðið starfsmenn til að sinna gæslu við leigubílastöðina og aðstoða farþega við að finna sér leigubíl. Öryggisgæsla við leigubílasvæðið hefst 1. maí á háannatíma en hærri gjaldtaka síðar. 16. apríl 2025 07:53