Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir skrifar 1. maí 2025 10:31 Í dag 1. maí fögnum við alþjóðlegum baráttudegi verkafólks. Dagurinn á sér kæran sess í hugum okkar jafnaðarmanna og munum við Samfylkingarfólk koma saman um land allt í tilefni dagsins sem fyrr. Baráttan tekur á sig breyttar myndir nú þegar flokkurinn heldur um taumana í ríkisstjórnarsamstarfi og verkefni okkar er að mæta kröfum vinnandi fólks um bætt kjör og koma áherslum okkar í framkvæmd. Frá niðurstöðum kosninga hefur stjórnmálaumræðan hins vegar tekið stakkaskiptum í kjölfar vendinga á alþjóðlega sviðinu. Umræða um öryggis- og varnarmál hefur aldrei verið ofar á baugi og af góðri ástæðu – öryggi okkar og barátta fyrir því að geta frjálst um höfuð strokið í lýðræðisþjóðfélagi þar sem félagslegt réttlæti er í forgrunni, er og verður grundvallarbaráttumál jafnaðarflokka um allan heim. Evrópusambandsaðild Íslands væri kjaramál Þess vegna er eðlilegt að öryggis og varnarmál og umræða um stöðu Íslands í alþjóðasamfélaginu sé dregin fram í samhengi við fyrirhugaða þjóðaratkvæðagreiðslu um hugsanlega aðild Íslands að Evrópusambandinu sem ráðgert er að fari fram ekki síðar en árið 2027. Hugsanleg aðild Íslands að Evrópusambandinu snýst hins vegar öðru fremur um fjölmarga aðra hagsmunaþætti sem eiga sér skírskotun í baráttu verkalýðshreyfinga og hagsmunasamtaka sem ættu að láta sig málefnið varða með afdráttarlausari hætti. Það er því mjög viðeigandi á baráttudegi verkalýðshreyfingarinnar að minnast á mikilvægi þess að umræðan um hugsanlega upptöku aðildarviðræðna Íslands við Evrópusambandið fari fram á vettvangi verkalýðshreyfingarinnar og hún láti málefnið sig varða með afgerandi hætti. Kristrún Frostadóttir, forsætisráðherra og formaður Samfylkingarinnar hefur talað einart fyrir mikilvægi þess að ef við viljum ná árangri í umræðunni þurfa stjórnmálaflokkar liðsstyrk í henni frá hagsmunasamtökum og ekki síst verkalýðshreyfingunni. Fordæmi frá Svíþjóð og Noregi eru vitnisburður um að skýr aðkoma launafólks að umræðunni er til þess fallin að auka skilning almennings á því sem er undir og hvernig aðildin gæti orðið til hagsbóta fyrir íslenskt samfélag, eða öfugt. Verkalýðshreyfingin áfram á breiðum grunni Við vitum að umræðuefnið getur valdið skautun og félagar hreyfinganna eru ekki á einu máli um hvort aðildarviðræður geti leitt af sér betra samfélag hér á landi í heimi sem ört tekur breytingum. Tollaálögur Bandaríkjastjórnar á heimsvísu eru því síður til þess fallnar að skýra myndina í alþjóðaviðskiptum og hvort breytingar yrðu á sambandi okkar við Bandaríkin. Verkalýðshreyfingin á þrátt fyrir það ekki að láta sitt eftir liggja. Áttum okkur á því að með fullri aðild að sambandinu skapast skýr vettvangur til raunverulegrar hagsmunagæslu með íslenskum kjörnum fulltrúum á Evrópuþinginu, í framkvæmdastjórn Evrópusambandsins, í Ráðherraráðinu eða á vettvangi Evrópudómstólsins. Norræna vinnumarkaðsmódelið þarf á málsvörum að halda á evrópskum vettvangi. Málefni innri markaðarins alls varða launafólk í landinu svo um munar. Þá eigum við eftir að byrja að ræða áskoranir og óvissuþætti sem varða samningsstöðu landsins í þeim málaflokkum sem falla utan EES-samningsins, þ.e. gjaldmiðilsmál, tollamál, landbúnaðarmál og ekki síst sjávarútvegsmál. Þessir kaflar voru ekki opnaðir í umsóknarferlinu á sínum tíma. Það skiptir líka máli að huga að umræðunni í Noregi og gefa því gaum hver örlög EES-samningsins yrðu ef Norðmenn líta í átt að fullri aðild með hugsanlegri upptöku aðildarviðræðna að loknum þingkosningum sem fara þar fram síðar á árinu. Verkó – við verðum að heyra frá ykkur Stjórnarsáttmáli ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur er skýr. Það verður af þjóðaratkvæðagreiðslunni um hvort aðildarviðræðum við Evrópusambandið skuli fram haldið áður en kjörtímabilið er úti. Tíminn líður hratt og við megum ekki láta slá okkur út af laginu. Hugsanleg Evrópusambandsaðild Íslands er risavaxið kjaramál en er að sjálfsögðu engin töfralausn á þeim efnahagslegu áskorunum sem steðja að íslenskum vinnumarkaði. Það verður í senn umræðunni og íslenskum kjósendum í hag ef leiðtogar íslenskrar kjarabaráttu hefjast handa svo fljótt sem verða má. Línan er svo sannarlega opin. Ég biðla því til verkalýðshreyfingarinnar um að gefa sig að því hvernig Ísland getur best gert ítrustu kröfur fyrir hagsmuni íslensks launafólks. Kæru félagar - boltinn er ykkar! Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Dagbjört Hákonardóttir Vinnumarkaður Stéttarfélög Evrópusambandið Mest lesið Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson Skoðun Krónan er akkeri hagkerfisins! Erna Bjarnadóttir Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun Samfélag sem týnir sjálfu sér Viðar Halldórsson Skoðun Fimm ár í feluleik Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir Skoðun Óeðlileg völd og áhrif stórra útgerðarfyrirtækja Oddný G. Harðardóttir Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Skoðun Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Sjá meira
Í dag 1. maí fögnum við alþjóðlegum baráttudegi verkafólks. Dagurinn á sér kæran sess í hugum okkar jafnaðarmanna og munum við Samfylkingarfólk koma saman um land allt í tilefni dagsins sem fyrr. Baráttan tekur á sig breyttar myndir nú þegar flokkurinn heldur um taumana í ríkisstjórnarsamstarfi og verkefni okkar er að mæta kröfum vinnandi fólks um bætt kjör og koma áherslum okkar í framkvæmd. Frá niðurstöðum kosninga hefur stjórnmálaumræðan hins vegar tekið stakkaskiptum í kjölfar vendinga á alþjóðlega sviðinu. Umræða um öryggis- og varnarmál hefur aldrei verið ofar á baugi og af góðri ástæðu – öryggi okkar og barátta fyrir því að geta frjálst um höfuð strokið í lýðræðisþjóðfélagi þar sem félagslegt réttlæti er í forgrunni, er og verður grundvallarbaráttumál jafnaðarflokka um allan heim. Evrópusambandsaðild Íslands væri kjaramál Þess vegna er eðlilegt að öryggis og varnarmál og umræða um stöðu Íslands í alþjóðasamfélaginu sé dregin fram í samhengi við fyrirhugaða þjóðaratkvæðagreiðslu um hugsanlega aðild Íslands að Evrópusambandinu sem ráðgert er að fari fram ekki síðar en árið 2027. Hugsanleg aðild Íslands að Evrópusambandinu snýst hins vegar öðru fremur um fjölmarga aðra hagsmunaþætti sem eiga sér skírskotun í baráttu verkalýðshreyfinga og hagsmunasamtaka sem ættu að láta sig málefnið varða með afdráttarlausari hætti. Það er því mjög viðeigandi á baráttudegi verkalýðshreyfingarinnar að minnast á mikilvægi þess að umræðan um hugsanlega upptöku aðildarviðræðna Íslands við Evrópusambandið fari fram á vettvangi verkalýðshreyfingarinnar og hún láti málefnið sig varða með afgerandi hætti. Kristrún Frostadóttir, forsætisráðherra og formaður Samfylkingarinnar hefur talað einart fyrir mikilvægi þess að ef við viljum ná árangri í umræðunni þurfa stjórnmálaflokkar liðsstyrk í henni frá hagsmunasamtökum og ekki síst verkalýðshreyfingunni. Fordæmi frá Svíþjóð og Noregi eru vitnisburður um að skýr aðkoma launafólks að umræðunni er til þess fallin að auka skilning almennings á því sem er undir og hvernig aðildin gæti orðið til hagsbóta fyrir íslenskt samfélag, eða öfugt. Verkalýðshreyfingin áfram á breiðum grunni Við vitum að umræðuefnið getur valdið skautun og félagar hreyfinganna eru ekki á einu máli um hvort aðildarviðræður geti leitt af sér betra samfélag hér á landi í heimi sem ört tekur breytingum. Tollaálögur Bandaríkjastjórnar á heimsvísu eru því síður til þess fallnar að skýra myndina í alþjóðaviðskiptum og hvort breytingar yrðu á sambandi okkar við Bandaríkin. Verkalýðshreyfingin á þrátt fyrir það ekki að láta sitt eftir liggja. Áttum okkur á því að með fullri aðild að sambandinu skapast skýr vettvangur til raunverulegrar hagsmunagæslu með íslenskum kjörnum fulltrúum á Evrópuþinginu, í framkvæmdastjórn Evrópusambandsins, í Ráðherraráðinu eða á vettvangi Evrópudómstólsins. Norræna vinnumarkaðsmódelið þarf á málsvörum að halda á evrópskum vettvangi. Málefni innri markaðarins alls varða launafólk í landinu svo um munar. Þá eigum við eftir að byrja að ræða áskoranir og óvissuþætti sem varða samningsstöðu landsins í þeim málaflokkum sem falla utan EES-samningsins, þ.e. gjaldmiðilsmál, tollamál, landbúnaðarmál og ekki síst sjávarútvegsmál. Þessir kaflar voru ekki opnaðir í umsóknarferlinu á sínum tíma. Það skiptir líka máli að huga að umræðunni í Noregi og gefa því gaum hver örlög EES-samningsins yrðu ef Norðmenn líta í átt að fullri aðild með hugsanlegri upptöku aðildarviðræðna að loknum þingkosningum sem fara þar fram síðar á árinu. Verkó – við verðum að heyra frá ykkur Stjórnarsáttmáli ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur er skýr. Það verður af þjóðaratkvæðagreiðslunni um hvort aðildarviðræðum við Evrópusambandið skuli fram haldið áður en kjörtímabilið er úti. Tíminn líður hratt og við megum ekki láta slá okkur út af laginu. Hugsanleg Evrópusambandsaðild Íslands er risavaxið kjaramál en er að sjálfsögðu engin töfralausn á þeim efnahagslegu áskorunum sem steðja að íslenskum vinnumarkaði. Það verður í senn umræðunni og íslenskum kjósendum í hag ef leiðtogar íslenskrar kjarabaráttu hefjast handa svo fljótt sem verða má. Línan er svo sannarlega opin. Ég biðla því til verkalýðshreyfingarinnar um að gefa sig að því hvernig Ísland getur best gert ítrustu kröfur fyrir hagsmuni íslensks launafólks. Kæru félagar - boltinn er ykkar! Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar.
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun
Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir Skoðun
Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun
Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir Skoðun