Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Kristján Már Unnarsson skrifar 30. apríl 2025 22:20 Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair, í viðtali við Stöð 2 á Reykjavíkurflugvelli í dag. Sigurjón ólason Flestir bendir til að Icelandair hefji á ný flug til Hornafjarðar í haust eftir að félagið reyndist vera lægstbjóðandi í útboði Vegagerðarinnar. Þetta gæti breytt forsendum þeirrar ákvörðunar Icelandair að hætta Ísafjarðarflugi á næsta ári. Flug milli Hornafjarðar og Reykjavíkur var um árabil í höndum Flugfélagsins Ernis en síðast á vegum Mýflugs. Þar áður önnuðust Flugleiðir og forverinn Flugfélag Íslands flug til Hornafjarðar. Í fréttum Stöðvar 2 kom fram að núna eru horfur á að Icelandair taki við Hornafjarðarfluginu sem lægstbjóðandi í nýafstöðnu útboði. Jetstream-flugvél Ernis á flugvellinum á Hornafirði árið 2017.Arnar Halldórsson Samningur um sérleyfi á flugleiðinni milli Reykjavíkur og Hornafjarðar verður gerður til þriggja ára með gildistíma frá 1. september 2025 til 31. ágúst 2028, með möguleika á framlengingu tvisvar sinnum, í eitt ár í senn. Icelandair hefur gefið út að það hyggist nota minni innanlandsvélar sínar, Dash 8-Q200, í fluginu til Hornafjarðar en þær taka 37 farþega. Dash 8 Q200-flugvél Icelandair í flugtaki á Reykjavíkurflugvelli.Vilhelm Gunnarsson Félagið tilkynnti í síðasta mánuði að það hyggðist leggja af flug til Ísafjarðar haustið 2026 þar sem það væri að hætta með Q200-vélarnar. Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair, er í fréttum Stöðvar 2 spurður hverju samningur um Hornafjarðarflugið breyti um Ísafjarðarflugið. Svar Boga má heyra hér: Fréttir af flugi Icelandair Sveitarfélagið Hornafjörður Ísafjarðarbær Samgöngur Byggðamál Tengdar fréttir Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar segir slæmt fyrir allt samfélagið á Vestfjörðum verði ekkert áætlunarflug þangað. Hún var slegin eftir fréttir gærdagsins en fundar með Icelandair seinna í vikunni um málið. 4. mars 2025 11:41 Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Icelandair hyggst hætta að fljúga til Ísafjarðarbæjar eftir sumarið 2026. Ástæðan er sérstaða flugvallarins sem leiðir til þess að einungis litlar vélar geti lent þar og vegna framkvæmda í Grænlandi. 3. mars 2025 21:43 Hornafjarðarflugvöllur með blæ alþjóðavallar Annir voru á Hornafjarðarflugvelli í morgun þegar þar voru á sama tíma Bombardier Q400 vél frá Flugfélagi Íslands og Jetstream-vél frá Flugfélaginu Erni og flestir farþeganna erlendir ferðamenn. 25. júlí 2019 13:28 Ef millilandaflug yrði leyft gæti það stóraukið ferðamannastraum Heimamenn vilja betri nýtingu á vellinum sem mundi gefa sveitarfélaginu aukin tækifæri. 21. maí 2018 22:05 Mest lesið „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Innlent Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra Innlent Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Skólameistarinn á Egilsstöðum næstur í röðinni Innlent Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Innlent Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Erlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Fleiri fréttir Allt tiltækt slökkvilið á Brimnesi „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Brostnar forsendur, ný könnun og fyrrverandi nýnasisti „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Skólameistarinn á Egilsstöðum næstur í röðinni Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra „Það er verið að setja Austurland í frost“ Boðar tuttugu aðgerðir í málefnum fjölmiðla Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Önnur mesta rýrnun Hofsjökuls frá upphafi mælinga Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Vill Kristrúnu fyrir dóm og óvissa um Eurovision Gervigreindin sé enn einn pensillinn í höndum listamanna Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Sjá meira
Flug milli Hornafjarðar og Reykjavíkur var um árabil í höndum Flugfélagsins Ernis en síðast á vegum Mýflugs. Þar áður önnuðust Flugleiðir og forverinn Flugfélag Íslands flug til Hornafjarðar. Í fréttum Stöðvar 2 kom fram að núna eru horfur á að Icelandair taki við Hornafjarðarfluginu sem lægstbjóðandi í nýafstöðnu útboði. Jetstream-flugvél Ernis á flugvellinum á Hornafirði árið 2017.Arnar Halldórsson Samningur um sérleyfi á flugleiðinni milli Reykjavíkur og Hornafjarðar verður gerður til þriggja ára með gildistíma frá 1. september 2025 til 31. ágúst 2028, með möguleika á framlengingu tvisvar sinnum, í eitt ár í senn. Icelandair hefur gefið út að það hyggist nota minni innanlandsvélar sínar, Dash 8-Q200, í fluginu til Hornafjarðar en þær taka 37 farþega. Dash 8 Q200-flugvél Icelandair í flugtaki á Reykjavíkurflugvelli.Vilhelm Gunnarsson Félagið tilkynnti í síðasta mánuði að það hyggðist leggja af flug til Ísafjarðar haustið 2026 þar sem það væri að hætta með Q200-vélarnar. Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair, er í fréttum Stöðvar 2 spurður hverju samningur um Hornafjarðarflugið breyti um Ísafjarðarflugið. Svar Boga má heyra hér:
Fréttir af flugi Icelandair Sveitarfélagið Hornafjörður Ísafjarðarbær Samgöngur Byggðamál Tengdar fréttir Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar segir slæmt fyrir allt samfélagið á Vestfjörðum verði ekkert áætlunarflug þangað. Hún var slegin eftir fréttir gærdagsins en fundar með Icelandair seinna í vikunni um málið. 4. mars 2025 11:41 Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Icelandair hyggst hætta að fljúga til Ísafjarðarbæjar eftir sumarið 2026. Ástæðan er sérstaða flugvallarins sem leiðir til þess að einungis litlar vélar geti lent þar og vegna framkvæmda í Grænlandi. 3. mars 2025 21:43 Hornafjarðarflugvöllur með blæ alþjóðavallar Annir voru á Hornafjarðarflugvelli í morgun þegar þar voru á sama tíma Bombardier Q400 vél frá Flugfélagi Íslands og Jetstream-vél frá Flugfélaginu Erni og flestir farþeganna erlendir ferðamenn. 25. júlí 2019 13:28 Ef millilandaflug yrði leyft gæti það stóraukið ferðamannastraum Heimamenn vilja betri nýtingu á vellinum sem mundi gefa sveitarfélaginu aukin tækifæri. 21. maí 2018 22:05 Mest lesið „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Innlent Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra Innlent Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Skólameistarinn á Egilsstöðum næstur í röðinni Innlent Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Innlent Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Erlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Fleiri fréttir Allt tiltækt slökkvilið á Brimnesi „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Brostnar forsendur, ný könnun og fyrrverandi nýnasisti „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Skólameistarinn á Egilsstöðum næstur í röðinni Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra „Það er verið að setja Austurland í frost“ Boðar tuttugu aðgerðir í málefnum fjölmiðla Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Önnur mesta rýrnun Hofsjökuls frá upphafi mælinga Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Vill Kristrúnu fyrir dóm og óvissa um Eurovision Gervigreindin sé enn einn pensillinn í höndum listamanna Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Sjá meira
Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar segir slæmt fyrir allt samfélagið á Vestfjörðum verði ekkert áætlunarflug þangað. Hún var slegin eftir fréttir gærdagsins en fundar með Icelandair seinna í vikunni um málið. 4. mars 2025 11:41
Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Icelandair hyggst hætta að fljúga til Ísafjarðarbæjar eftir sumarið 2026. Ástæðan er sérstaða flugvallarins sem leiðir til þess að einungis litlar vélar geti lent þar og vegna framkvæmda í Grænlandi. 3. mars 2025 21:43
Hornafjarðarflugvöllur með blæ alþjóðavallar Annir voru á Hornafjarðarflugvelli í morgun þegar þar voru á sama tíma Bombardier Q400 vél frá Flugfélagi Íslands og Jetstream-vél frá Flugfélaginu Erni og flestir farþeganna erlendir ferðamenn. 25. júlí 2019 13:28
Ef millilandaflug yrði leyft gæti það stóraukið ferðamannastraum Heimamenn vilja betri nýtingu á vellinum sem mundi gefa sveitarfélaginu aukin tækifæri. 21. maí 2018 22:05