Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Kristján Már Unnarsson skrifar 30. apríl 2025 12:10 Friðriki Danakonungi var vel fagnað í Nuuk í gær. Kongehuset Friðrik Danakonungur er kominn í þriggja daga heimsókn til Grænlands. Konungi var tekið fagnandi af íbúum Nuuk sem fjölmenntu á skipulagða viðburði til að heilsa upp á þjóðhöfðingja sinn. Einkaþota danska hersins lenti með Friðrik á nýja alþjóðaflugvellinum í Nuuk í gærmorgun. Með um borð í fluginu frá Kaupmannahöfn var einnig Jens-Frederik Nielsen, hinn nýkjörni formaður landsstjórnar Grænlands, sem var að koma úr fyrstu opinberu heimsókn sinni til Danmerkur sem leiðtogi Grænlendinga. Konungur á göngu um götur Nuuk klæddur grænlenskum búningi.Kongehuset Aðeins eru tíu mánuðir frá síðustu heimsókn Friðriks til Grænlands. Sérfræðingar í málefnum Grænlands, sem grænlenska ríkisútvarpið KNR ræddi við, telja að það sé engin tilviljun að konungurinn sé núna kominn svo fljótt aftur til landsins. Heimsóknina verði að skoða í ljósi ítrekaðra yfirlýsinga Donalds Trump Bandaríkjaforseta um að Bandaríkin ættu að taka Grænland yfir. „Kannski vegna þess að ég kem frá Grænlandi túlka ég það sem merki til alls danska konungsríkisins um að stærsta markmið konungs sé að varðveita konungsríkið. Ég held að hann leggi áherslu á það með heimsókn sinni,“ segir Nauja Bianco, óháður ráðgjafi um Grænland og norðurslóðir, í viðtali við KNR. Danakonungur í siglingu í gær með Jens-Frederik Nielsen, formanni landsstjórnar Grænlands. Úlpa konungs er merkt með þjóðfánum bæði Danmerkur og Grænlands.Kongehuset Grænlandsheimsókn Danakonungs hófst með því að formaður landsstjórnarinnar bauð konungi í fjarðasiglingu um nágrenni Nuuk. Jafnframt var hádegisverður snæddur um borð. Um miðjan dag tók konungur þátt í kaffisamsæti í menningarhúsinu Katuaq. Þar heilsaði hann upp á íbúa en samkoman var opin öllum. Friðrik heilsar Grænlendingum í menningarhúsinu í Nuuk.Kongehuset Síðdegis fór hann í fjallgöngu í útjaðri höfuðstaðarins. Þar fékk hann að upplifa grænlenskt landslag í vetrarbúningi og var fræddur um náttúru, dýralíf og sögu svæðisins. Hátíðarkvöldverður var svo snæddur í Hans Egedes-húsinu i Nuuk. Í morgun hófst dagskrá Danakonungs á heimsókn í Háskóla Grænlands. Þar heilsaði hann meðal annars upp á nemendur í umhverfisfræðum. Einnig heimsækir hann Sjávarútvegsstofnun Grænlands. Friðrik í fjallgöngu í útjaðri Nuuk síðdegis í gær.Kongehuset Til stóð að eftir hádegi myndi konungur í fylgd varnarmálaráðherra Danmerkur, Troels Lund Poulsen, heimsækja Station Nord, sem er nyrsta mannaða stöð Grænlands. Þeirri ferð hefur hins vegar verið aflýst vegna veðurs og sömuleiðis sleðaferð með Sirius-hersveitinni. Station Nord var komið á fót árið 1952 sem veður- og fjarskiptastöð og sem neyðarbækistöð. Henni var lokað árið 1972 en síðan opnuð aftur árið 1975 og þá sem herstöð. Þar er flugbraut og eru jafnan fimm hermenn staðsettir þar. Grænland Danmörk Donald Trump Norðurslóðir Öryggis- og varnarmál Friðrik X Danakonungur Kóngafólk Tengdar fréttir Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Starfsmenn Hvíta hússins hafa að undanförnu unnið að skýrslu um hvað það myndi kosta Bandaríkin að taka yfir Grænland. Meðal annars er verið að skoða hvað það myndi kosta að stýra stjórnsýslu Grænlands og hvaða tekjur Bandaríkin gætu haft af auðlindum eyjunnar. 2. apríl 2025 10:10 „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Donald Trump Bandaríkjaforseti sagði í símaviðtali við blaðamann NBC í gær að hann hafi átt alvarleg samtöl um að innlima Grænland í Bandaríkin. Hann sagði góðar líkur á að það næðist án beitingar hervalds en sagðist ekki útiloka neitt. 30. mars 2025 09:59 Mette Frederiksen heldur til Grænlands Mette Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur, heldur til Grænlands í vikunni sem kemur þar sem hún fer á fund Jens-Frederiks Nielsen, nýs landstjórnarformanns. 29. mars 2025 17:35 Mest lesið Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Erlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Erlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Innlent Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Viðskipti innlent Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Erlent Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Erlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Fleiri fréttir Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Ógnaði öryggi hermanna með Signal-spjalli Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Telja Pútín siðferðislega ábyrgan fyrir dauða breskrar konu Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Sjá meira
Einkaþota danska hersins lenti með Friðrik á nýja alþjóðaflugvellinum í Nuuk í gærmorgun. Með um borð í fluginu frá Kaupmannahöfn var einnig Jens-Frederik Nielsen, hinn nýkjörni formaður landsstjórnar Grænlands, sem var að koma úr fyrstu opinberu heimsókn sinni til Danmerkur sem leiðtogi Grænlendinga. Konungur á göngu um götur Nuuk klæddur grænlenskum búningi.Kongehuset Aðeins eru tíu mánuðir frá síðustu heimsókn Friðriks til Grænlands. Sérfræðingar í málefnum Grænlands, sem grænlenska ríkisútvarpið KNR ræddi við, telja að það sé engin tilviljun að konungurinn sé núna kominn svo fljótt aftur til landsins. Heimsóknina verði að skoða í ljósi ítrekaðra yfirlýsinga Donalds Trump Bandaríkjaforseta um að Bandaríkin ættu að taka Grænland yfir. „Kannski vegna þess að ég kem frá Grænlandi túlka ég það sem merki til alls danska konungsríkisins um að stærsta markmið konungs sé að varðveita konungsríkið. Ég held að hann leggi áherslu á það með heimsókn sinni,“ segir Nauja Bianco, óháður ráðgjafi um Grænland og norðurslóðir, í viðtali við KNR. Danakonungur í siglingu í gær með Jens-Frederik Nielsen, formanni landsstjórnar Grænlands. Úlpa konungs er merkt með þjóðfánum bæði Danmerkur og Grænlands.Kongehuset Grænlandsheimsókn Danakonungs hófst með því að formaður landsstjórnarinnar bauð konungi í fjarðasiglingu um nágrenni Nuuk. Jafnframt var hádegisverður snæddur um borð. Um miðjan dag tók konungur þátt í kaffisamsæti í menningarhúsinu Katuaq. Þar heilsaði hann upp á íbúa en samkoman var opin öllum. Friðrik heilsar Grænlendingum í menningarhúsinu í Nuuk.Kongehuset Síðdegis fór hann í fjallgöngu í útjaðri höfuðstaðarins. Þar fékk hann að upplifa grænlenskt landslag í vetrarbúningi og var fræddur um náttúru, dýralíf og sögu svæðisins. Hátíðarkvöldverður var svo snæddur í Hans Egedes-húsinu i Nuuk. Í morgun hófst dagskrá Danakonungs á heimsókn í Háskóla Grænlands. Þar heilsaði hann meðal annars upp á nemendur í umhverfisfræðum. Einnig heimsækir hann Sjávarútvegsstofnun Grænlands. Friðrik í fjallgöngu í útjaðri Nuuk síðdegis í gær.Kongehuset Til stóð að eftir hádegi myndi konungur í fylgd varnarmálaráðherra Danmerkur, Troels Lund Poulsen, heimsækja Station Nord, sem er nyrsta mannaða stöð Grænlands. Þeirri ferð hefur hins vegar verið aflýst vegna veðurs og sömuleiðis sleðaferð með Sirius-hersveitinni. Station Nord var komið á fót árið 1952 sem veður- og fjarskiptastöð og sem neyðarbækistöð. Henni var lokað árið 1972 en síðan opnuð aftur árið 1975 og þá sem herstöð. Þar er flugbraut og eru jafnan fimm hermenn staðsettir þar.
Grænland Danmörk Donald Trump Norðurslóðir Öryggis- og varnarmál Friðrik X Danakonungur Kóngafólk Tengdar fréttir Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Starfsmenn Hvíta hússins hafa að undanförnu unnið að skýrslu um hvað það myndi kosta Bandaríkin að taka yfir Grænland. Meðal annars er verið að skoða hvað það myndi kosta að stýra stjórnsýslu Grænlands og hvaða tekjur Bandaríkin gætu haft af auðlindum eyjunnar. 2. apríl 2025 10:10 „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Donald Trump Bandaríkjaforseti sagði í símaviðtali við blaðamann NBC í gær að hann hafi átt alvarleg samtöl um að innlima Grænland í Bandaríkin. Hann sagði góðar líkur á að það næðist án beitingar hervalds en sagðist ekki útiloka neitt. 30. mars 2025 09:59 Mette Frederiksen heldur til Grænlands Mette Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur, heldur til Grænlands í vikunni sem kemur þar sem hún fer á fund Jens-Frederiks Nielsen, nýs landstjórnarformanns. 29. mars 2025 17:35 Mest lesið Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Erlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Erlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Innlent Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Viðskipti innlent Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Erlent Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Erlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Fleiri fréttir Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Ógnaði öryggi hermanna með Signal-spjalli Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Telja Pútín siðferðislega ábyrgan fyrir dauða breskrar konu Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Sjá meira
Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Starfsmenn Hvíta hússins hafa að undanförnu unnið að skýrslu um hvað það myndi kosta Bandaríkin að taka yfir Grænland. Meðal annars er verið að skoða hvað það myndi kosta að stýra stjórnsýslu Grænlands og hvaða tekjur Bandaríkin gætu haft af auðlindum eyjunnar. 2. apríl 2025 10:10
„Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Donald Trump Bandaríkjaforseti sagði í símaviðtali við blaðamann NBC í gær að hann hafi átt alvarleg samtöl um að innlima Grænland í Bandaríkin. Hann sagði góðar líkur á að það næðist án beitingar hervalds en sagðist ekki útiloka neitt. 30. mars 2025 09:59
Mette Frederiksen heldur til Grænlands Mette Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur, heldur til Grænlands í vikunni sem kemur þar sem hún fer á fund Jens-Frederiks Nielsen, nýs landstjórnarformanns. 29. mars 2025 17:35