Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Kjartan Kjartansson skrifar 29. apríl 2025 14:14 Everest er meira en 8.800 metra hátt. Þeir sem vilja komast á tindinn þurfa að hafa klifið að minnsta kosti eitt Himalajafjall sem er hærra en sjö þúsund metrar ef nýtt frumvarp verður að lögum í Nepal. Vísir/EPA Aðeins reynt fjallgöngufólk fengi leyfi til þess að klífa Everest, hæsta fjalls heims, samkvæmt lagafrumvarpi sem er til meðferðar í Nepal. Frumvarpinu er ætlað að draga úr umferð um fjallið og bæta öryggi göngufólks. Verði frumvarpið að lögum geta aðeins þeir sem hafa áður klifið að minnsta kosti einn af hæstu tindum Himalajafjallgarðsins sem eru yfir sjö þúsund metra háir fengið leyfi til þess að ganga á Everest. Langar raðir göngufólks hafa myndast á svonefndu dauðasvæði á Everest á undanförnum árum, því svæði þarf sem styrkur súrefnis í lofti er hættulega lágur. Nepölsk yfirvöld hafa sætt gagnrýni fyrir að gefa út of mörg leyfi til göngufólks en landið hefur miklar gjaldeyristekjur af erlendu fjallgöngufólki. Mannmergðin hefur verið nefnd sem ein af ástæðum þess hversu há dánartíðnin hefur verið, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Að minnsta kosti tólf manns fórust og fimm annarra var saknað í fjallinu árið 2023 en það ár fengu 478 manns leyfi til að klífa það. Átta manns fórust í fyrra. Frumvarpið er nú til meðferðar á nepalska þinginu. Fyrir utan að setja það sem skilyrði að göngufólk geti sýnt fram á að hafa klifið annan háan Himalajatind yrði þess krafist að fjallaleiðsögumenn verði nepalskir borgarar. Alþjóðleg ferðaþjónustufyrirtæki sem gera út á ferðir á Everest hafa farið fram á að nóg verði fyrir göngufólk að sýna fram á að það hafi klifið sjö þúsund metra hátt fjall hvar sem er á jörðinni, ekki bara í Himalajafjöllum. Þá verði erlendir leiðsögumenn að fá að starfa á fjallinu þar sem ekki sé nægt framboð af heimamönnum. Nepal Fjallamennska Everest Tengdar fréttir Everest fullt af rusli sem mun taka fleiri ár að hreinsa Þúsundir göngugarpa hafa klifið Everest, hæsta fjall jarðar, frá því að toppnum var fyrst náð árið 1953. Einhverjir þeirra hafa hins vegar skilið eftir sig fleira en bara fótsporin. Nepölsk yfirvöld áætla að það taki mörg ár að fjarlægja rusl frá tjaldbúðum sem þau telja á bilinu 40-50 tonn. 7. júlí 2024 23:33 Everest-farar skikkaðir til að hirða eftir sig skítinn og safna í poka Óhemjumikið magn sorps og úrgangs hefur safnast saman á Everest síðustu ár og áratugi, samfara auknum ágangi klifurgarpa á fjallið. Nú er svo komið að yfirvöld á svæðinu hafa fengið nóg og verða menn héðan í frá skikkaðir til að hirða upp eftir sig skítinn. 22. mars 2024 06:58 Mest lesið „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Innlent Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Lífið Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ Innlent „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Minni tekjur góðar fréttir Innlent Auka sýnileika milli rýma á leikskólum Innlent Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Innlent Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Erlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Erlent Fleiri fréttir Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Sjá meira
Verði frumvarpið að lögum geta aðeins þeir sem hafa áður klifið að minnsta kosti einn af hæstu tindum Himalajafjallgarðsins sem eru yfir sjö þúsund metra háir fengið leyfi til þess að ganga á Everest. Langar raðir göngufólks hafa myndast á svonefndu dauðasvæði á Everest á undanförnum árum, því svæði þarf sem styrkur súrefnis í lofti er hættulega lágur. Nepölsk yfirvöld hafa sætt gagnrýni fyrir að gefa út of mörg leyfi til göngufólks en landið hefur miklar gjaldeyristekjur af erlendu fjallgöngufólki. Mannmergðin hefur verið nefnd sem ein af ástæðum þess hversu há dánartíðnin hefur verið, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Að minnsta kosti tólf manns fórust og fimm annarra var saknað í fjallinu árið 2023 en það ár fengu 478 manns leyfi til að klífa það. Átta manns fórust í fyrra. Frumvarpið er nú til meðferðar á nepalska þinginu. Fyrir utan að setja það sem skilyrði að göngufólk geti sýnt fram á að hafa klifið annan háan Himalajatind yrði þess krafist að fjallaleiðsögumenn verði nepalskir borgarar. Alþjóðleg ferðaþjónustufyrirtæki sem gera út á ferðir á Everest hafa farið fram á að nóg verði fyrir göngufólk að sýna fram á að það hafi klifið sjö þúsund metra hátt fjall hvar sem er á jörðinni, ekki bara í Himalajafjöllum. Þá verði erlendir leiðsögumenn að fá að starfa á fjallinu þar sem ekki sé nægt framboð af heimamönnum.
Nepal Fjallamennska Everest Tengdar fréttir Everest fullt af rusli sem mun taka fleiri ár að hreinsa Þúsundir göngugarpa hafa klifið Everest, hæsta fjall jarðar, frá því að toppnum var fyrst náð árið 1953. Einhverjir þeirra hafa hins vegar skilið eftir sig fleira en bara fótsporin. Nepölsk yfirvöld áætla að það taki mörg ár að fjarlægja rusl frá tjaldbúðum sem þau telja á bilinu 40-50 tonn. 7. júlí 2024 23:33 Everest-farar skikkaðir til að hirða eftir sig skítinn og safna í poka Óhemjumikið magn sorps og úrgangs hefur safnast saman á Everest síðustu ár og áratugi, samfara auknum ágangi klifurgarpa á fjallið. Nú er svo komið að yfirvöld á svæðinu hafa fengið nóg og verða menn héðan í frá skikkaðir til að hirða upp eftir sig skítinn. 22. mars 2024 06:58 Mest lesið „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Innlent Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Lífið Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ Innlent „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Minni tekjur góðar fréttir Innlent Auka sýnileika milli rýma á leikskólum Innlent Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Innlent Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Erlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Erlent Fleiri fréttir Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Sjá meira
Everest fullt af rusli sem mun taka fleiri ár að hreinsa Þúsundir göngugarpa hafa klifið Everest, hæsta fjall jarðar, frá því að toppnum var fyrst náð árið 1953. Einhverjir þeirra hafa hins vegar skilið eftir sig fleira en bara fótsporin. Nepölsk yfirvöld áætla að það taki mörg ár að fjarlægja rusl frá tjaldbúðum sem þau telja á bilinu 40-50 tonn. 7. júlí 2024 23:33
Everest-farar skikkaðir til að hirða eftir sig skítinn og safna í poka Óhemjumikið magn sorps og úrgangs hefur safnast saman á Everest síðustu ár og áratugi, samfara auknum ágangi klifurgarpa á fjallið. Nú er svo komið að yfirvöld á svæðinu hafa fengið nóg og verða menn héðan í frá skikkaðir til að hirða upp eftir sig skítinn. 22. mars 2024 06:58