Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Kjartan Kjartansson skrifar 28. apríl 2025 15:02 Slökkviliðsmaður dæli vatni á rústir íbúðarhúss eftir loftárás Rússa í Donetsk-héraði í Austur-Úkraínu í morgun. AP/neyðarþjónusta Úkraínu Vladímír Pútín, forseti Rússlands, sagðist ætla að lýsa yfir einhliða vopnahléi í Úkraínu í þrjá sólarhringa í næstu viku þegar Rússar fagna því að áttatíu ár eru liðin frá sigri á nasistum í síðari heimsstyrjöldinni. Úkraínumenn gefa lítið fyrir yfirlýsingar forsetans. Sigurdagurinn 10. maí er stærsti hátíðardagur Rússa fyrir utan trúarlega helgidaga. Þá fagna þeir sigri á Þýskalandi nasismans árið 1945. Pútín hefur boðið erlendum fyrirmennum til hátíðarhalda til að fagna með honum í Moskvu í næstu viku. Vopnahléið sem hann lýsti yfir á að vara frá klukkan 21:00 7. maí til 21:00 9. maí, að sögn AP-fréttastofunnar. Það ætti að vera á „mannúðarforsendum“. Úkraínumenn ættu að einnig að leggja niður vopn á meðan. Úkraínumenn, minnugir þess að Rússar héldu árásum sínum áfram þrátt fyrir meint páskavopnahlé Pútíns, segja yfirlýsingar Pútín nú aðeins sýndarmennsku. Ef Rússum væri alvara með frið þá þyrfti vopnahléð að taka gildi strax. „Hvers vegna að bíða til 8. maí? Ef við getum slíðrað vopnin núna frá hvaða degi sem er og í þrjátíu daga, þannig að það sé raunverulegt og ekki bara fyrir skrúðgöngu,“ sagði Andrii Sybiha, utanríkisráðherra Úkraínu. Pútín hefur til þessa hafnað kröfum Úkraínumanna um lengra vopnahlé. Hann hefur viljað að á meðan yrðu vopnasendingar vestrænna ríkja til Úkraínu stöðvaðar og Úkraínumönnum bannað að halda áfram liðssöfnun í herinn. Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Hernaður Seinni heimsstyrjöldin Vladimír Pútín Tengdar fréttir Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, segir Vladimír Pútín, forseta Rússland, ekki vilja ljúka stríðinu sem hófst með innrás Rússa inn í Úkraínu. Trump sakar Pútín um að draga sig á asnaeyrunum 26. apríl 2025 18:02 Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Umtalsverður munur er á tillögum Bandaríkjastjórnar annars vegar og Evrópuríkja og Úkraínu hins vegar að friðarsamkomulagi við Rússland. Tillögur Bandaríkjastjórnar virðast láta meira undan Rússum og vera óljósari um tryggingar fyrir vörnum Úkraínu og hver skuli bæta tjón landsins af innrásinni. 25. apríl 2025 15:42 Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Úkraínumenn segjast ekki ætla að ræða það að gefa landsvæði eftir fyrir frið fyrr en eftir að búið verði að koma á almennu vopnahléi. Þetta gerðu úkraínskir erindrekar Bandaríkjamönnum ljóst í gær og leiddi það til þess að Marco Rubio, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, og Steve Witkoff, sérstakur erindreki Donalds Trump, hættu við að mæta á viðræðufund í Lundúnum í dag. 23. apríl 2025 15:01 Mest lesið Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Innlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Innlent Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Erlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Innlent Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Erlent Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Erlent Fleiri fréttir Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Dómari skikkar lækna til að vanda skriftina Tæplega hundrað nemenda saknað Gríðarleg öryggisgæsla í Kaupmannahöfn í aðdraganda leiðtogafundar Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Tala látinna hækkar á Filippseyjum Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi „Við erum ekki í stríði en við búum ekki við frið“ Um þúsund manns teknir af lífi í Íran það sem af er ári Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Misstu allt samband við Internetið Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Sjá meira
Sigurdagurinn 10. maí er stærsti hátíðardagur Rússa fyrir utan trúarlega helgidaga. Þá fagna þeir sigri á Þýskalandi nasismans árið 1945. Pútín hefur boðið erlendum fyrirmennum til hátíðarhalda til að fagna með honum í Moskvu í næstu viku. Vopnahléið sem hann lýsti yfir á að vara frá klukkan 21:00 7. maí til 21:00 9. maí, að sögn AP-fréttastofunnar. Það ætti að vera á „mannúðarforsendum“. Úkraínumenn ættu að einnig að leggja niður vopn á meðan. Úkraínumenn, minnugir þess að Rússar héldu árásum sínum áfram þrátt fyrir meint páskavopnahlé Pútíns, segja yfirlýsingar Pútín nú aðeins sýndarmennsku. Ef Rússum væri alvara með frið þá þyrfti vopnahléð að taka gildi strax. „Hvers vegna að bíða til 8. maí? Ef við getum slíðrað vopnin núna frá hvaða degi sem er og í þrjátíu daga, þannig að það sé raunverulegt og ekki bara fyrir skrúðgöngu,“ sagði Andrii Sybiha, utanríkisráðherra Úkraínu. Pútín hefur til þessa hafnað kröfum Úkraínumanna um lengra vopnahlé. Hann hefur viljað að á meðan yrðu vopnasendingar vestrænna ríkja til Úkraínu stöðvaðar og Úkraínumönnum bannað að halda áfram liðssöfnun í herinn.
Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Hernaður Seinni heimsstyrjöldin Vladimír Pútín Tengdar fréttir Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, segir Vladimír Pútín, forseta Rússland, ekki vilja ljúka stríðinu sem hófst með innrás Rússa inn í Úkraínu. Trump sakar Pútín um að draga sig á asnaeyrunum 26. apríl 2025 18:02 Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Umtalsverður munur er á tillögum Bandaríkjastjórnar annars vegar og Evrópuríkja og Úkraínu hins vegar að friðarsamkomulagi við Rússland. Tillögur Bandaríkjastjórnar virðast láta meira undan Rússum og vera óljósari um tryggingar fyrir vörnum Úkraínu og hver skuli bæta tjón landsins af innrásinni. 25. apríl 2025 15:42 Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Úkraínumenn segjast ekki ætla að ræða það að gefa landsvæði eftir fyrir frið fyrr en eftir að búið verði að koma á almennu vopnahléi. Þetta gerðu úkraínskir erindrekar Bandaríkjamönnum ljóst í gær og leiddi það til þess að Marco Rubio, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, og Steve Witkoff, sérstakur erindreki Donalds Trump, hættu við að mæta á viðræðufund í Lundúnum í dag. 23. apríl 2025 15:01 Mest lesið Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Innlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Innlent Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Erlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Innlent Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Erlent Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Erlent Fleiri fréttir Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Dómari skikkar lækna til að vanda skriftina Tæplega hundrað nemenda saknað Gríðarleg öryggisgæsla í Kaupmannahöfn í aðdraganda leiðtogafundar Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Tala látinna hækkar á Filippseyjum Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi „Við erum ekki í stríði en við búum ekki við frið“ Um þúsund manns teknir af lífi í Íran það sem af er ári Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Misstu allt samband við Internetið Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Sjá meira
Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, segir Vladimír Pútín, forseta Rússland, ekki vilja ljúka stríðinu sem hófst með innrás Rússa inn í Úkraínu. Trump sakar Pútín um að draga sig á asnaeyrunum 26. apríl 2025 18:02
Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Umtalsverður munur er á tillögum Bandaríkjastjórnar annars vegar og Evrópuríkja og Úkraínu hins vegar að friðarsamkomulagi við Rússland. Tillögur Bandaríkjastjórnar virðast láta meira undan Rússum og vera óljósari um tryggingar fyrir vörnum Úkraínu og hver skuli bæta tjón landsins af innrásinni. 25. apríl 2025 15:42
Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Úkraínumenn segjast ekki ætla að ræða það að gefa landsvæði eftir fyrir frið fyrr en eftir að búið verði að koma á almennu vopnahléi. Þetta gerðu úkraínskir erindrekar Bandaríkjamönnum ljóst í gær og leiddi það til þess að Marco Rubio, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, og Steve Witkoff, sérstakur erindreki Donalds Trump, hættu við að mæta á viðræðufund í Lundúnum í dag. 23. apríl 2025 15:01