Fangelsi oft eina úrræðið Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 28. apríl 2025 14:07 Hælisleitendur sem hefur verið vísað úr landi en vilja ekki fara sjálfviljugir eru vistaðir í fangelsi. Vísir Alls hafa um ríflega 70 hælisleitendur þurft að sæta fangelsisvist áður en þeim er vísað úr landi síðustu mánuði. Verkefnisstjóri hjá ríkislögreglustjóra segir engin önnur úrræði í boði og mikilvægt að gera úrbætur. Í flestum tilvikum hafi fólkið ekki brotið neitt annað af sér en að vera ólöglegt í landinu. Fangelsin eru sprungin og full af fólki sem á ekki heima þar, eins og einstaklingum sem á að vísa úr landi og fólki með alvarlegar geðraskanir að sögn formanns Félags fangavarða. Ástandið hafi aldrei verið eins slæmt. Yfirvöld þurfi að bregðast við því öryggi fanga, starfsmanna og almennings sé ógnað. Þetta kom fram í fréttum okkar fyrir helgi. Þá sendi Afstaða félag fanga frá sér yfirlýsingu um helgina þar sem gagnrýnt var að hælisleitendur sem hafa fengið synjun á umsókn um dvalarleyfi og fara ekki sjálfviljugir úr landi séu vistaðir í fangelsi þar sem þeir bíði brottvísunar, stundum vikum saman. Mikil aukning á þvinguðum brottflutningum Marín Þórsdóttur verkefnisstjóri hjá heimferða- og fylgdardeild ríkislögreglustjóra segir að síðustu níu mánuði hafi alls 72 hælisleitendur, sem hafi verið úrskurðaðir ólöglegir í landinu en ekki viljað fara úr landi, setið í fangelsi fyrir brottvísun. Af þeim hafi 17 þurft að bíða eftir brottvísun í gæsluvarðhaldi. Hún segir að mikil aukning hafi orðið í þvinguðum brottflutningum frá ágúst 2023. „Við reynum alltaf að leitast eftir samvinnu við einstaklinga sem á að vísa úr landi. Ef það tekst hins vegar ekki þá þarf stundum að vista fólk í fangelsi fram að brottför. Hluti þeirra er svo vistaður í gæsluvarðhaldi. Við reynum að láta fólk ekki bíða þar inni lengur en í sólahring þó það geti dregist “ segir Marín. Marín segir skorta úrræði í málaflokknum „Það er ákveðið úrræðaleysi því oftast eru þetta einstaklingar sem hafa ekkert annað unnið til saka en að vera ólöglegir í landinu. Það væri gott að hafa aðrar leiðir og vista þá ekki fólk í fangelsum heldur í annars konar lokuðu úrræði. En við höfum því miður ekki slíkt úrræði og því þarf að fara að loka fólk inni á Hólmsheiði sem er öryggisfangelsi eða á Hverfisgötu,“ segir Marín. Fréttin hefur verið uppfærð. Lögreglumál Fangelsismál Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Alþingi Hælisleitendur Mest lesið Gulli Reynis látinn Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Innlent Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Innlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Innlent Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Innlent Dóra Björt stefnir á formanninn Innlent Þekkt baráttukona hinseginréttinda myrt í Pétursborg Erlent Refsing Kristjáns Markúsar milduð Innlent Fleiri fréttir Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Gulli Reynis látinn Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Stilla á lista Miðflokks í Kópavogi Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Syrgir soninn og sér eftir vist á Stuðlum Mál ríkisendurskoðanda á borði forsætisnefndar Tveir handteknir fyrir þjófnað í Hagkaup Skaut föstum skotum á Seðlabankastjóra Framhlaup hafið í Dyngjujökli Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Einmana feður snúa vörn í sókn Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Sjá meira
Fangelsin eru sprungin og full af fólki sem á ekki heima þar, eins og einstaklingum sem á að vísa úr landi og fólki með alvarlegar geðraskanir að sögn formanns Félags fangavarða. Ástandið hafi aldrei verið eins slæmt. Yfirvöld þurfi að bregðast við því öryggi fanga, starfsmanna og almennings sé ógnað. Þetta kom fram í fréttum okkar fyrir helgi. Þá sendi Afstaða félag fanga frá sér yfirlýsingu um helgina þar sem gagnrýnt var að hælisleitendur sem hafa fengið synjun á umsókn um dvalarleyfi og fara ekki sjálfviljugir úr landi séu vistaðir í fangelsi þar sem þeir bíði brottvísunar, stundum vikum saman. Mikil aukning á þvinguðum brottflutningum Marín Þórsdóttur verkefnisstjóri hjá heimferða- og fylgdardeild ríkislögreglustjóra segir að síðustu níu mánuði hafi alls 72 hælisleitendur, sem hafi verið úrskurðaðir ólöglegir í landinu en ekki viljað fara úr landi, setið í fangelsi fyrir brottvísun. Af þeim hafi 17 þurft að bíða eftir brottvísun í gæsluvarðhaldi. Hún segir að mikil aukning hafi orðið í þvinguðum brottflutningum frá ágúst 2023. „Við reynum alltaf að leitast eftir samvinnu við einstaklinga sem á að vísa úr landi. Ef það tekst hins vegar ekki þá þarf stundum að vista fólk í fangelsi fram að brottför. Hluti þeirra er svo vistaður í gæsluvarðhaldi. Við reynum að láta fólk ekki bíða þar inni lengur en í sólahring þó það geti dregist “ segir Marín. Marín segir skorta úrræði í málaflokknum „Það er ákveðið úrræðaleysi því oftast eru þetta einstaklingar sem hafa ekkert annað unnið til saka en að vera ólöglegir í landinu. Það væri gott að hafa aðrar leiðir og vista þá ekki fólk í fangelsum heldur í annars konar lokuðu úrræði. En við höfum því miður ekki slíkt úrræði og því þarf að fara að loka fólk inni á Hólmsheiði sem er öryggisfangelsi eða á Hverfisgötu,“ segir Marín. Fréttin hefur verið uppfærð.
Lögreglumál Fangelsismál Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Alþingi Hælisleitendur Mest lesið Gulli Reynis látinn Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Innlent Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Innlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Innlent Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Innlent Dóra Björt stefnir á formanninn Innlent Þekkt baráttukona hinseginréttinda myrt í Pétursborg Erlent Refsing Kristjáns Markúsar milduð Innlent Fleiri fréttir Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Gulli Reynis látinn Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Stilla á lista Miðflokks í Kópavogi Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Syrgir soninn og sér eftir vist á Stuðlum Mál ríkisendurskoðanda á borði forsætisnefndar Tveir handteknir fyrir þjófnað í Hagkaup Skaut föstum skotum á Seðlabankastjóra Framhlaup hafið í Dyngjujökli Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Einmana feður snúa vörn í sókn Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Sjá meira