Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Árni Sæberg skrifar 28. apríl 2025 13:34 Hvorki Icelandair né Play reiknar með truflunum á flugáætlun vegna rafmagnsleysis. Vísir/Vilhelm Allt flug Icelandair og Play til og frá Íberíuskaganum í dag er á áætlun. Flugfélögin fylgjast þó grannt með stöðu mála og hvetja farþega til að gera slíkt hið sama. Víðtækt rafmagnsleysi hefur valdið usla á Spáni og í Portúgal síðan í morgun en tilkynningar um rafmagnstruflanir byrjuðu að berast upp úr hádegi að spænskum tíma í dag, að sögn spænska blaðsins El País. Þær hafa borist frá öllum sjálfstjórnarhéruðum landsins, fyrir utan Balear- og Kanaríeyjar, og Portúgal. Samkvæmt rauntímagögnum virðist orkunotkun hafa dregist saman um helming á landsvísu á Spáni frá hádegi. Flugvellir keyrðir á varaafli Að sögn Guðna Sigurðssonar, upplýsingafulltrúa Icelandair, lenti flugvél félagsins á flugvellinum í Barselóna á Spáni upp úr hádegi. Flugvöllurinn sé keyrður á varaafli og rafmagnsleysið hafi ekki haft áhrif á áætlun félagsins. Reiknað sé með því að flugvélinni verði flogið frá flugvellinum laust fyrir klukkan 14 og það sé eina ferðin á áætlun til eða frá Íberíuskaganum í dag. Hann segir þó að félagið muni fylgast með stöðunni. Hlutir geti breyst Flugfélagið Play er með þrjár flugferðir á áætlun á Íberíuskaga í dag, til Barselóna og Madrídar á Spáni og Lissabon í Portúgal nú síðdegis og gert er ráð fyrir að flugvélunum verði lent aftur á Keflavíkurflugvelli laust upp úr klukkan 01 í nótt. Birgir Olgeirsson, upplýsingafulltrúi hjá Play, segir í samtali við Vísi að eins og er sé allt flug á áætlun. Hann segir þó að rafmagnsleysi geti haft áhrif á áætlanir flugfélaga og hvetur því farþega til þess að fylgjast vel með tilkynningum frá félaginu. Play Icelandair Spánn Portúgal Íslendingar erlendis Keflavíkurflugvöllur Rafmagnsleysi á Spáni í apríl 2025 Mest lesið Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Innlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Innlent Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Innlent Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Innlent Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Innlent Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Innlent Fluttur á slysadeild eftir hópárás Innlent Fleiri fréttir „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Sjá meira
Víðtækt rafmagnsleysi hefur valdið usla á Spáni og í Portúgal síðan í morgun en tilkynningar um rafmagnstruflanir byrjuðu að berast upp úr hádegi að spænskum tíma í dag, að sögn spænska blaðsins El País. Þær hafa borist frá öllum sjálfstjórnarhéruðum landsins, fyrir utan Balear- og Kanaríeyjar, og Portúgal. Samkvæmt rauntímagögnum virðist orkunotkun hafa dregist saman um helming á landsvísu á Spáni frá hádegi. Flugvellir keyrðir á varaafli Að sögn Guðna Sigurðssonar, upplýsingafulltrúa Icelandair, lenti flugvél félagsins á flugvellinum í Barselóna á Spáni upp úr hádegi. Flugvöllurinn sé keyrður á varaafli og rafmagnsleysið hafi ekki haft áhrif á áætlun félagsins. Reiknað sé með því að flugvélinni verði flogið frá flugvellinum laust fyrir klukkan 14 og það sé eina ferðin á áætlun til eða frá Íberíuskaganum í dag. Hann segir þó að félagið muni fylgast með stöðunni. Hlutir geti breyst Flugfélagið Play er með þrjár flugferðir á áætlun á Íberíuskaga í dag, til Barselóna og Madrídar á Spáni og Lissabon í Portúgal nú síðdegis og gert er ráð fyrir að flugvélunum verði lent aftur á Keflavíkurflugvelli laust upp úr klukkan 01 í nótt. Birgir Olgeirsson, upplýsingafulltrúi hjá Play, segir í samtali við Vísi að eins og er sé allt flug á áætlun. Hann segir þó að rafmagnsleysi geti haft áhrif á áætlanir flugfélaga og hvetur því farþega til þess að fylgjast vel með tilkynningum frá félaginu.
Play Icelandair Spánn Portúgal Íslendingar erlendis Keflavíkurflugvöllur Rafmagnsleysi á Spáni í apríl 2025 Mest lesið Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Innlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Innlent Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Innlent Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Innlent Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Innlent Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Innlent Fluttur á slysadeild eftir hópárás Innlent Fleiri fréttir „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Sjá meira