Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 27. apríl 2025 15:22 Jón Ólafsson prófessor segir nýja skiptingu heims blasa við. Vísir/Arnar Halldórsson Prófessor og sérfræðingur í málefnum Rússlands segir framtíð öryggismála í Evrópu vera járntjald sem liggi meðfram landamærum Finnlands, Eystrasaltslandanna, Póllandi, Úkraínu og niður að Svartahafi. Hervæðingin í Evrópu muni halda áfram þrátt fyrir að Úkraínustríðinu ljúki. Jón Ólafsson prófessor við heimspekideild HÍ og sérfræðingur í málefnum Rússlands ræddi friðarviðræður Rússa og Úkraínumanna og varnarmál í Evrópu ásamt Piu Hanson forstöðumanni Alþjóðastofnunar HÍ á Sprengisandi í dag. Reynsluleysi Trump skíni í gegn Bandaríkin hafa gert sig gildandi í friðarviðræðunum og svo virðist af orðræðu ráðamanna Bandaríkjanna sem viðræðurnar séu á lokametrunum, lítið þurfi til að fá samkomulag náist. Bæði Pia og Jón segja þetta áhyggjuefni og sjá ekki fyrir sér að til tíðinda dragi í náinni framtíð. „Það sem er dálítið ógnvænlegt er þetta reynsluleysi af hálfu Bandaríkja og þessi mælskulist einfeldninnar, þetta sé bara eitthvað sem hægt er að klára. Ef að sá árangur hefði orðið á laugardaginn að Trump gerði sér grein fyrir því að þannig er þetta ekki, þá er það út af fyrir sig mjög mikill árangur,“ segir Jón. „Við erum að sjá að einn valdamesti maður heims hefur ekki leiðtogahæfileika í svona hluti. Og hvernig á síðan að leysa þetta mál þegar sá sem er hinum megin hefur aldeilis haft kænskuna með sér alla þá áratugi sem hann hefur verið við völd í Rússlandi? Þetta er mjög ójafn leikur á allan máta,“ segir Pia. Finnland fyrirmynd í varnarmálum Jón segir að eftir að stríðinu lýkur verði aðalvandamálið ekki landsvæði, heldur hvernig sé hægt að hafa hemil á Rússlandi eftir að búið er að semja. Það verði aldrei trúverðugur friður nema að Úkraína hafi öflugar öryggistryggingar. Því þurfi þau landamæri sem eftir munu standa að viðræðum loknum þurfi að tryggja mjög vel hernaðarlega. Finnland sé þar fyrirmyndin. „Og það sem þarf að gerast í Úkraínu er að þar verði varnir gagnvart Rússlandi sem eru í raun sambærilegar við það sem er í Finnlandi. Það þýðir að það séu miklu fleiri undir vopnum í Evrópu, miklu stærra lið sem er hægt að kalla út með fyrirvara, miklu meiri áhersla á ákveðna vopnaframleiðslu og svo framvegis. Þannig að hervæðingin í Evrópu mun halda áfram þó Úkraínustríðið hætti,“ segir Jón. Evrópa hafi gert þau mistök að leyfa Bandaríkjunum að verða stórveldið sem það varð en í leið vera í góðu viðskiptasambandi við Rússland. „Það væri tryggingin, en það reyndist svo sannarlega ekki rétt, hvorki til austurs né vesturs.“ Ný skipting heims Pia tekur í sama streng og segir breytingar á utanríkisstefnu Evrópusambandsins eðlilegar, auðvitað muni varnar- og öryggismál styrkjast þegar stríðinu lýkur. „Við sjáum að Nató er náttúrlega í vissum vandræðum með hversu mikla þátttöku við fáum frá Bandaríkjunum þar inn. Það verða líka að vera öryggismálaspurningar uppi á borðinu hjá Evrópusambandinu,“ segir Pia. Hún segist á ferðum sínum um Norðurlöndin og Eystrasaltslöndin finna það áþreifanlega að öryggismálin hvíli á borgurunum. „Einmitt, þannig að framtíðin er nýtt járntjald sem liggur niður eftir finnsku landamærunum, Eystrasaltslöndunum, Póllandi, og svo Úkraínu og niður að Svartahafi. Svo er bara spurning um Tyrkland næst. Við erum auðvitað að horfa á nýja skiptingu heimsins hvernig sem á það er litið,“ segir Jón. Hér er aðeins stikað á stóru en hægt er að hlusta á viðtalið í heild sinni hér að neðan. Innrás Rússa í Úkraínu Öryggis- og varnarmál Rússland Tengdar fréttir Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, segir Vladimír Pútín, forseta Rússland, ekki vilja ljúka stríðinu sem hófst með innrás Rússa inn í Úkraínu. Trump sakar Pútín um að draga sig á asnaeyrunum 26. apríl 2025 18:02 Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Umtalsverður munur er á tillögum Bandaríkjastjórnar annars vegar og Evrópuríkja og Úkraínu hins vegar að friðarsamkomulagi við Rússland. Tillögur Bandaríkjastjórnar virðast láta meira undan Rússum og vera óljósari um tryggingar fyrir vörnum Úkraínu og hver skuli bæta tjón landsins af innrásinni. 25. apríl 2025 15:42 Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Donald Trump Bandaríkjaforseti og Volodímír Selenskí Úkraínuforseti áttu korterslangan fund inni í Péturskirkjunni í Páfagarði rétt fyrir útför Frans páfa í morgun. 26. apríl 2025 10:56 Mest lesið Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Erlent Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Fleiri fréttir Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Ætlar að flýta hernaðaruppbyggingu í Japan Musk kallar ráðherra heimskan og homma „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Kvennaverkfall að hefjast og breytingar á lánum Landsbankans Náðaði rafmyntamógúl sem hefur hjálpað rafmyntaveldi Trump Vilja að þunguðum konum verði líka heimilt að deyja Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sjá meira
Jón Ólafsson prófessor við heimspekideild HÍ og sérfræðingur í málefnum Rússlands ræddi friðarviðræður Rússa og Úkraínumanna og varnarmál í Evrópu ásamt Piu Hanson forstöðumanni Alþjóðastofnunar HÍ á Sprengisandi í dag. Reynsluleysi Trump skíni í gegn Bandaríkin hafa gert sig gildandi í friðarviðræðunum og svo virðist af orðræðu ráðamanna Bandaríkjanna sem viðræðurnar séu á lokametrunum, lítið þurfi til að fá samkomulag náist. Bæði Pia og Jón segja þetta áhyggjuefni og sjá ekki fyrir sér að til tíðinda dragi í náinni framtíð. „Það sem er dálítið ógnvænlegt er þetta reynsluleysi af hálfu Bandaríkja og þessi mælskulist einfeldninnar, þetta sé bara eitthvað sem hægt er að klára. Ef að sá árangur hefði orðið á laugardaginn að Trump gerði sér grein fyrir því að þannig er þetta ekki, þá er það út af fyrir sig mjög mikill árangur,“ segir Jón. „Við erum að sjá að einn valdamesti maður heims hefur ekki leiðtogahæfileika í svona hluti. Og hvernig á síðan að leysa þetta mál þegar sá sem er hinum megin hefur aldeilis haft kænskuna með sér alla þá áratugi sem hann hefur verið við völd í Rússlandi? Þetta er mjög ójafn leikur á allan máta,“ segir Pia. Finnland fyrirmynd í varnarmálum Jón segir að eftir að stríðinu lýkur verði aðalvandamálið ekki landsvæði, heldur hvernig sé hægt að hafa hemil á Rússlandi eftir að búið er að semja. Það verði aldrei trúverðugur friður nema að Úkraína hafi öflugar öryggistryggingar. Því þurfi þau landamæri sem eftir munu standa að viðræðum loknum þurfi að tryggja mjög vel hernaðarlega. Finnland sé þar fyrirmyndin. „Og það sem þarf að gerast í Úkraínu er að þar verði varnir gagnvart Rússlandi sem eru í raun sambærilegar við það sem er í Finnlandi. Það þýðir að það séu miklu fleiri undir vopnum í Evrópu, miklu stærra lið sem er hægt að kalla út með fyrirvara, miklu meiri áhersla á ákveðna vopnaframleiðslu og svo framvegis. Þannig að hervæðingin í Evrópu mun halda áfram þó Úkraínustríðið hætti,“ segir Jón. Evrópa hafi gert þau mistök að leyfa Bandaríkjunum að verða stórveldið sem það varð en í leið vera í góðu viðskiptasambandi við Rússland. „Það væri tryggingin, en það reyndist svo sannarlega ekki rétt, hvorki til austurs né vesturs.“ Ný skipting heims Pia tekur í sama streng og segir breytingar á utanríkisstefnu Evrópusambandsins eðlilegar, auðvitað muni varnar- og öryggismál styrkjast þegar stríðinu lýkur. „Við sjáum að Nató er náttúrlega í vissum vandræðum með hversu mikla þátttöku við fáum frá Bandaríkjunum þar inn. Það verða líka að vera öryggismálaspurningar uppi á borðinu hjá Evrópusambandinu,“ segir Pia. Hún segist á ferðum sínum um Norðurlöndin og Eystrasaltslöndin finna það áþreifanlega að öryggismálin hvíli á borgurunum. „Einmitt, þannig að framtíðin er nýtt járntjald sem liggur niður eftir finnsku landamærunum, Eystrasaltslöndunum, Póllandi, og svo Úkraínu og niður að Svartahafi. Svo er bara spurning um Tyrkland næst. Við erum auðvitað að horfa á nýja skiptingu heimsins hvernig sem á það er litið,“ segir Jón. Hér er aðeins stikað á stóru en hægt er að hlusta á viðtalið í heild sinni hér að neðan.
Innrás Rússa í Úkraínu Öryggis- og varnarmál Rússland Tengdar fréttir Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, segir Vladimír Pútín, forseta Rússland, ekki vilja ljúka stríðinu sem hófst með innrás Rússa inn í Úkraínu. Trump sakar Pútín um að draga sig á asnaeyrunum 26. apríl 2025 18:02 Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Umtalsverður munur er á tillögum Bandaríkjastjórnar annars vegar og Evrópuríkja og Úkraínu hins vegar að friðarsamkomulagi við Rússland. Tillögur Bandaríkjastjórnar virðast láta meira undan Rússum og vera óljósari um tryggingar fyrir vörnum Úkraínu og hver skuli bæta tjón landsins af innrásinni. 25. apríl 2025 15:42 Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Donald Trump Bandaríkjaforseti og Volodímír Selenskí Úkraínuforseti áttu korterslangan fund inni í Péturskirkjunni í Páfagarði rétt fyrir útför Frans páfa í morgun. 26. apríl 2025 10:56 Mest lesið Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Erlent Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Fleiri fréttir Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Ætlar að flýta hernaðaruppbyggingu í Japan Musk kallar ráðherra heimskan og homma „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Kvennaverkfall að hefjast og breytingar á lánum Landsbankans Náðaði rafmyntamógúl sem hefur hjálpað rafmyntaveldi Trump Vilja að þunguðum konum verði líka heimilt að deyja Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sjá meira
Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, segir Vladimír Pútín, forseta Rússland, ekki vilja ljúka stríðinu sem hófst með innrás Rússa inn í Úkraínu. Trump sakar Pútín um að draga sig á asnaeyrunum 26. apríl 2025 18:02
Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Umtalsverður munur er á tillögum Bandaríkjastjórnar annars vegar og Evrópuríkja og Úkraínu hins vegar að friðarsamkomulagi við Rússland. Tillögur Bandaríkjastjórnar virðast láta meira undan Rússum og vera óljósari um tryggingar fyrir vörnum Úkraínu og hver skuli bæta tjón landsins af innrásinni. 25. apríl 2025 15:42
Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Donald Trump Bandaríkjaforseti og Volodímír Selenskí Úkraínuforseti áttu korterslangan fund inni í Péturskirkjunni í Páfagarði rétt fyrir útför Frans páfa í morgun. 26. apríl 2025 10:56