Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Jón Ísak Ragnarsson skrifar 27. apríl 2025 14:27 Jón Gnarr þingmaður og Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir dómsmálaráðherra, bæði úr Viðreisn. Fyrir miðju er leikarinn Jon Øigarden í auglýsingu SFS. Vísir Leikin auglýsing á vegum Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi, sem sýnir norska athafnamenn furða sig á fyrirætlunum íslenskra stjórnvalda í sjávarútvegi, hefur fengið mikla dreifingu og uppskorið hörð viðbrögð hjá ráðamönnum. Stjórnarþingmaður og dómsmálaráðherra eru meðal þeirra sem fordæmt hafa auglýsinguna. Í auglýsingunni sem um ræðir sitja tveir snyrtilega klæddir Norðmenn að snæðingi á veitingahúsi þegar annar þeirra sýnir leifarnar af fiski sem hann hafði verið að borða og segir: „Veistu hvað? Þetta hér er gullnáma.“ Í kjölfarið þylur hann upp allt það sem hægt að búa til úr fiskiroði, beinum og öðru sem fellur til við fiskverkun. Hinn svarar því svo til að Íslendingar framleiði þegar verðmæti úr þessu í stórum stíl. „Þau gera húðkrem, sárabindi fyrir ameríska herinn ... En nú ætla þau að taka upp norska kerfið,“ segir hann, og hvorugur þeirra botnar í því hvers vegna Íslendingar skyldu vilja gera það. Það sem vekur athygli margra er að annar leikarinn í myndbandinu er Jon Øigarden, sem margir kannast við úr norsku þáttunum Exit, sem fjölluðu um fjóra menn í fjármalaheimi Noregs. Auglýsingin fjarri sambandi við jörðu Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir dómsmálaráðherra er meðal þeirra sem hafa kvatt sér hljóðs um málið en hún segir að frumvarp ríkisstjórnarinnar um veiðigjöld sé eðlileg og réttlát aðgerð. Öll þjóðin sjái það. „Viðbrögð Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi eru töluvert fjarri sambandi við jörðu. Norsku Exit-leikararnir sem tala um að hér megi græða peninga speglar það fyrst og fremst.“ Kveðst hún stolt af þessu máli og segir Viðreisn standa heilshugar að baki þessu máli. Listræn táknmynd firringar Jón Gnarr þingmaður Viðreisnar skrifaði langa færslu um auglýsinguna á Facebook síðu sína þar sem hann sagði að auglýsingar nái stundum að verða listrænar táknmyndir fyrir dekadent firringu í samfélaginu. „Auglýsingin er mjög fagmannlega gerð. Handritið er að vísu ekki gott en auglýsingin skartar útlenskum leikara, Jon Øigarden, sem svo kaldhæðnislega vill til að lék einn af fégráðugu drullusokkunum í Norsku þáttunum Exit.“ Segir hann svo að auglýsingin sé fyrirsláttur og leikaraskapur sem njóti engrar meðaumkunar hjá þjóðinni. Kvikmyndagerðarmaðurinn Ragnar Bragason sagði auglýsinguna skelfilega, og sagði SFS eyða hundruðum milljóna í auglýsingaherferð og áróður fyrir málstað sem enginn nema frændi þeirra hafi samúð með. Vilji ekki ræða málið efnislega Egill Helgason, dagskrárgerðarmaður hjá Ríkissjónvarpinu, deildi hugleiðingum Ragnars á Facebook sinni. „Algjörlega óskiljanleg auglýsing,“ hafði hann um málið að segja. Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi, skrifaði svo athugasemd við færslu Egils. Hún segir einkennilegt að Egill og fleiri fjasi yfir formi en ekki efni. „Hvernig væri að ræða efni málsins, norsku leiðina sem ráðherra vill fara? Minni verðmætasköpun, minni nýsköpun, hráefni flutt til Póllands óunnið, ósjálfbærar fiskvinnslur í Noregi o.s.frv.?“ Athugasemd ritstjónar: Heiðrún Lind er stjórnarkona í Sýn. Sjávarútvegur Auglýsinga- og markaðsmál Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Breytingar á veiðigjöldum Tengdar fréttir Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Þorpin töpuðu, þorpin urðu undir segir Elías Pétursson fyrrverandi bæjarstjóri Fjallabyggðar í pistli á Facebook sem vakið hefur mikla athygli. Þar er vísað til afar umdeildrar auglýsingaherferðar Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi og hún fordæmd. Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri SFS segist hins vegar bara hafa fengið jákvæð viðbrögð við auglýsingunum. 25. apríl 2025 11:28 Allt að tvöfalda veiðigjöldin og segja útgerðina þola það vel Atvinnuvegaráðherra segir boðaðar breytingar á útreikningi veiðigjalds vera mikið réttlætismál. Breytingarnar muni allt að tvöfalda innheimt veiðigjald og auknum tekjum verði varið í innviðauppbyggingu. Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi gagnrýna áformin harðlega. 25. mars 2025 13:53 „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi (SFS) hafa sent atvinnuvegaráðuneytinu athugasemdir við frumvarpsdrög um breytingar á lögum um veiðigjald. Samtökin telja frumvarpið „ganga í berhögg við stjórnarskrá“ og segja ráðuneytinu hafa skeikað milljörðum í útreikningi á heildarhækkun veiðigjaldsins. 15. apríl 2025 07:58 Mest lesið Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Innlent Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Innlent Fjöldi vefsíðna lá niðri vegna bilunar Innlent Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Erlent Deila ekkju og stjúpdóttur tekin til skoðunar Innlent Áhugi á Valhöll Innlent Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Innlent Blendin viðbrögð kylfinga við reglum um golfbíla Innlent Fer ekki í formanninn Innlent Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Innlent Fleiri fréttir „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Guðrún segir Evrópusambandið glæpamenn Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Evrópuólga, handtökur eftir TikTok-myndband og lögregla skoðar bjórsölu Skora á Lilju að bjóða sig fram sem formann Jana vill áfram leiða lista VG á Akureyri Fer ekki í formanninn Óttast að þurfa að loka Berginu fái þau ekki samning Blendin viðbrögð kylfinga við reglum um golfbíla Deila ekkju og stjúpdóttur tekin til skoðunar Ætla ekki að slíta samstarfinu við Anthropic Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Bein útsending: Niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tekur eina til tvær vikur að ganga yfir Fjöldi vefsíðna lá niðri vegna bilunar Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Íslendingar strauja kortin og hverfandi líkur á vaxtalækkun Allt tiltækt lið sent vegna elds á hjúkrunarheimili Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Grindvískum börnum líður verr en jafnöldrum þeirra Flugumferðarstjórar boða til yfirvinnubanns Búið að opna Hvalfjarðargöng á ný Áhugi á Valhöll Tveir ekki í öryggisbelti Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Sjá meira
Í auglýsingunni sem um ræðir sitja tveir snyrtilega klæddir Norðmenn að snæðingi á veitingahúsi þegar annar þeirra sýnir leifarnar af fiski sem hann hafði verið að borða og segir: „Veistu hvað? Þetta hér er gullnáma.“ Í kjölfarið þylur hann upp allt það sem hægt að búa til úr fiskiroði, beinum og öðru sem fellur til við fiskverkun. Hinn svarar því svo til að Íslendingar framleiði þegar verðmæti úr þessu í stórum stíl. „Þau gera húðkrem, sárabindi fyrir ameríska herinn ... En nú ætla þau að taka upp norska kerfið,“ segir hann, og hvorugur þeirra botnar í því hvers vegna Íslendingar skyldu vilja gera það. Það sem vekur athygli margra er að annar leikarinn í myndbandinu er Jon Øigarden, sem margir kannast við úr norsku þáttunum Exit, sem fjölluðu um fjóra menn í fjármalaheimi Noregs. Auglýsingin fjarri sambandi við jörðu Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir dómsmálaráðherra er meðal þeirra sem hafa kvatt sér hljóðs um málið en hún segir að frumvarp ríkisstjórnarinnar um veiðigjöld sé eðlileg og réttlát aðgerð. Öll þjóðin sjái það. „Viðbrögð Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi eru töluvert fjarri sambandi við jörðu. Norsku Exit-leikararnir sem tala um að hér megi græða peninga speglar það fyrst og fremst.“ Kveðst hún stolt af þessu máli og segir Viðreisn standa heilshugar að baki þessu máli. Listræn táknmynd firringar Jón Gnarr þingmaður Viðreisnar skrifaði langa færslu um auglýsinguna á Facebook síðu sína þar sem hann sagði að auglýsingar nái stundum að verða listrænar táknmyndir fyrir dekadent firringu í samfélaginu. „Auglýsingin er mjög fagmannlega gerð. Handritið er að vísu ekki gott en auglýsingin skartar útlenskum leikara, Jon Øigarden, sem svo kaldhæðnislega vill til að lék einn af fégráðugu drullusokkunum í Norsku þáttunum Exit.“ Segir hann svo að auglýsingin sé fyrirsláttur og leikaraskapur sem njóti engrar meðaumkunar hjá þjóðinni. Kvikmyndagerðarmaðurinn Ragnar Bragason sagði auglýsinguna skelfilega, og sagði SFS eyða hundruðum milljóna í auglýsingaherferð og áróður fyrir málstað sem enginn nema frændi þeirra hafi samúð með. Vilji ekki ræða málið efnislega Egill Helgason, dagskrárgerðarmaður hjá Ríkissjónvarpinu, deildi hugleiðingum Ragnars á Facebook sinni. „Algjörlega óskiljanleg auglýsing,“ hafði hann um málið að segja. Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi, skrifaði svo athugasemd við færslu Egils. Hún segir einkennilegt að Egill og fleiri fjasi yfir formi en ekki efni. „Hvernig væri að ræða efni málsins, norsku leiðina sem ráðherra vill fara? Minni verðmætasköpun, minni nýsköpun, hráefni flutt til Póllands óunnið, ósjálfbærar fiskvinnslur í Noregi o.s.frv.?“ Athugasemd ritstjónar: Heiðrún Lind er stjórnarkona í Sýn.
Sjávarútvegur Auglýsinga- og markaðsmál Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Breytingar á veiðigjöldum Tengdar fréttir Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Þorpin töpuðu, þorpin urðu undir segir Elías Pétursson fyrrverandi bæjarstjóri Fjallabyggðar í pistli á Facebook sem vakið hefur mikla athygli. Þar er vísað til afar umdeildrar auglýsingaherferðar Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi og hún fordæmd. Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri SFS segist hins vegar bara hafa fengið jákvæð viðbrögð við auglýsingunum. 25. apríl 2025 11:28 Allt að tvöfalda veiðigjöldin og segja útgerðina þola það vel Atvinnuvegaráðherra segir boðaðar breytingar á útreikningi veiðigjalds vera mikið réttlætismál. Breytingarnar muni allt að tvöfalda innheimt veiðigjald og auknum tekjum verði varið í innviðauppbyggingu. Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi gagnrýna áformin harðlega. 25. mars 2025 13:53 „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi (SFS) hafa sent atvinnuvegaráðuneytinu athugasemdir við frumvarpsdrög um breytingar á lögum um veiðigjald. Samtökin telja frumvarpið „ganga í berhögg við stjórnarskrá“ og segja ráðuneytinu hafa skeikað milljörðum í útreikningi á heildarhækkun veiðigjaldsins. 15. apríl 2025 07:58 Mest lesið Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Innlent Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Innlent Fjöldi vefsíðna lá niðri vegna bilunar Innlent Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Erlent Deila ekkju og stjúpdóttur tekin til skoðunar Innlent Áhugi á Valhöll Innlent Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Innlent Blendin viðbrögð kylfinga við reglum um golfbíla Innlent Fer ekki í formanninn Innlent Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Innlent Fleiri fréttir „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Guðrún segir Evrópusambandið glæpamenn Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Evrópuólga, handtökur eftir TikTok-myndband og lögregla skoðar bjórsölu Skora á Lilju að bjóða sig fram sem formann Jana vill áfram leiða lista VG á Akureyri Fer ekki í formanninn Óttast að þurfa að loka Berginu fái þau ekki samning Blendin viðbrögð kylfinga við reglum um golfbíla Deila ekkju og stjúpdóttur tekin til skoðunar Ætla ekki að slíta samstarfinu við Anthropic Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Bein útsending: Niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tekur eina til tvær vikur að ganga yfir Fjöldi vefsíðna lá niðri vegna bilunar Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Íslendingar strauja kortin og hverfandi líkur á vaxtalækkun Allt tiltækt lið sent vegna elds á hjúkrunarheimili Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Grindvískum börnum líður verr en jafnöldrum þeirra Flugumferðarstjórar boða til yfirvinnubanns Búið að opna Hvalfjarðargöng á ný Áhugi á Valhöll Tveir ekki í öryggisbelti Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Sjá meira
Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Þorpin töpuðu, þorpin urðu undir segir Elías Pétursson fyrrverandi bæjarstjóri Fjallabyggðar í pistli á Facebook sem vakið hefur mikla athygli. Þar er vísað til afar umdeildrar auglýsingaherferðar Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi og hún fordæmd. Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri SFS segist hins vegar bara hafa fengið jákvæð viðbrögð við auglýsingunum. 25. apríl 2025 11:28
Allt að tvöfalda veiðigjöldin og segja útgerðina þola það vel Atvinnuvegaráðherra segir boðaðar breytingar á útreikningi veiðigjalds vera mikið réttlætismál. Breytingarnar muni allt að tvöfalda innheimt veiðigjald og auknum tekjum verði varið í innviðauppbyggingu. Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi gagnrýna áformin harðlega. 25. mars 2025 13:53
„Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi (SFS) hafa sent atvinnuvegaráðuneytinu athugasemdir við frumvarpsdrög um breytingar á lögum um veiðigjald. Samtökin telja frumvarpið „ganga í berhögg við stjórnarskrá“ og segja ráðuneytinu hafa skeikað milljörðum í útreikningi á heildarhækkun veiðigjaldsins. 15. apríl 2025 07:58
Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Innlent
Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Innlent
Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“
Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Innlent
Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Innlent