„Prófið að plokka og sjáið árangurinn“ Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 27. apríl 2025 13:32 Elín við plokkið í heimabænum Eyrarbakka. Stóri Plokkdagurinn er haldinn í dag áttunda árið í röð en um er að ræða stærsta hreinsunarátak á Íslandi. Dagurinn var settur í Breiðholti í morgun af eiginmanni forseta Íslands en verðlaunaplokkari frá Eyrarbakka segir plokkið vera það skemmtilegasta sem hún geri. Stóri plokkdagurinn var í fyrsta sinn haldinn árið 2018. Snýst dagurinn um göngutúra og að týna upp hið ýmsa rusl í næsta nágrenni í leiðinni. Opnunarplokkið fór fram við Sorpu við Jafnasel í Breiðholti í morgun og verða opnir plokk viðburðir um allt land um helgina. Elín Birna Bjarnfinnsdóttir verðlaunaplokkari frá Eyrarbakka var meðal þeirra sem setti daginn ásamt Birni Skúlasyni eiginmanni forseta Íslands og Jóni Karls Ólafsson forseti Rótarý umdæmisins á Íslandi. Hvetur alla til að prófa „Ég fékk viðurkenningu frá sveitarfélaginu Árborg sem er bara mjög fallegt af þeim, það er bara svo mikið af drasli út um allt, því miður. Þannig ég fer mikið í gönguferðir og þá er alveg eins gott að nýta þetta í það í leiðinni.“ Skipuleggjendur Stóra plokkdagsins segja veðurskilyrði í dag einstaklega góða til útivistar og til plokkunar, hæglætisveður sé ásamt sól og víða tveggja stafa hitatölum. Þeir hvetja landsmenn til þess að taka þátt í viðburðum í dag og Elín tekur undir. „Þetta er alveg frábær hreyfing og gaman fyrir fjölskyldur að fara út í gönguferð og taka með sér poka og þú ert að gera góðverk í leiðinni og fá góða útivist.“ Sjálf segist Elín hafa orðið háð því að plokka undanfarin ár. „Ég byrja svona 2018 fór svona rólega af stað, svo bara um 2022 þá fór ég svona að taka þetta meira tökum og fer bara já þrisvar til fjórum sinnum í viku út og ég er að plokka allt árið. Þannig að bara frábært framtak hjá mér, ég er bara voða stolt af sjálfri mér í þessu að ég skuli nenna þessu, af því að það eru alveg margir bara, hvernig nennirðu þessu? En mér finnst bara gaman að fegra landið okkar, gera það fallegt.“ Hún hvetur alla til að kíkja út í plokk í dag. „Prófið að plokka og sjáið árangurinn, það er bara, það verður æðislegt, þá getiði ekki stoppað, eins og ég, þetta er bara æðislegt, þetta er bara það besta sem ég hef gert.“ Umhverfismál Sorpa Sorphirða Reykjavík Mest lesið Hringdi í mömmu sem sagði einfaldlega: „Nói, nú kemur þú heim“ Áskorun Óraunverulegt að kaupa íbúð í miðborg London Lífið Sat uppi með útgáfu af sjálfri sér sem hún kunni ekki við Lífið Krakkatían: Bannað að hlæja, Friðarsúlan og Iceguys Lífið Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Tónlist Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Lífið „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ Lífið „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Lífið Fréttatía vikunnar: Play, fiskbúðingur og stjörnuskilnaður Lífið Fleiri fréttir Óraunverulegt að kaupa íbúð í miðborg London Krakkatían: Bannað að hlæja, Friðarsúlan og Iceguys Sat uppi með útgáfu af sjálfri sér sem hún kunni ekki við Ungir Sjálfstæðismenn samankomnir á sambandsþingi Fréttatía vikunnar: Play, fiskbúðingur og stjörnuskilnaður Gerður í Blush hennar helsta fyrirmynd Útbjó lágkolvetna prógram fyrir systur sína sem léttist strax og fékk meiri orku Flugfreyja, íþróttakona og ráðherra breyttu leiknum „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ „Gætum orðið fyrsta þjóð í heimi til að útrýma leghálskrabbameini“ „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Keeping Up Appearances-leikkona látin Auðveldara að tengjast fólki í eigin persónu Galopnar sig og segist ætla að breyta hlutunum Heimatilbúið „corny“ Skilin að borði og sæng eftir 28 ára hjónaband Framlag Kenýu til Óskarsverðlaunanna til sýnis á Ísafirði Keith sagður kominn með nýja kærustu Það var bannað að hlæja á Kjarval Eitt rými sem má alls ekki mynda í Alþingishúsinu Centro-hjónin selja Beverly Hills-villuna Ástarsenur í viku tvö með stórleikaranum Segir spjallmenni Meta herja kynferðislega á börn „Rúrik Gíslason hefur sagt hæ við mig“ Jafet Máni selur íbúð með ræktarsal „Þarf ekkert að klífa Everest til að finnast ég einhvers virði“ Ertu sauður? Fimm ráð sem geta forðað þér frá hjarðhegðun Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Samhengið með Sif: „Það má blanda saman hámenningu og dægurmenningu“ Hefðbundið ítalskt „Pesto Alla Genovese“ Sjá meira
Stóri plokkdagurinn var í fyrsta sinn haldinn árið 2018. Snýst dagurinn um göngutúra og að týna upp hið ýmsa rusl í næsta nágrenni í leiðinni. Opnunarplokkið fór fram við Sorpu við Jafnasel í Breiðholti í morgun og verða opnir plokk viðburðir um allt land um helgina. Elín Birna Bjarnfinnsdóttir verðlaunaplokkari frá Eyrarbakka var meðal þeirra sem setti daginn ásamt Birni Skúlasyni eiginmanni forseta Íslands og Jóni Karls Ólafsson forseti Rótarý umdæmisins á Íslandi. Hvetur alla til að prófa „Ég fékk viðurkenningu frá sveitarfélaginu Árborg sem er bara mjög fallegt af þeim, það er bara svo mikið af drasli út um allt, því miður. Þannig ég fer mikið í gönguferðir og þá er alveg eins gott að nýta þetta í það í leiðinni.“ Skipuleggjendur Stóra plokkdagsins segja veðurskilyrði í dag einstaklega góða til útivistar og til plokkunar, hæglætisveður sé ásamt sól og víða tveggja stafa hitatölum. Þeir hvetja landsmenn til þess að taka þátt í viðburðum í dag og Elín tekur undir. „Þetta er alveg frábær hreyfing og gaman fyrir fjölskyldur að fara út í gönguferð og taka með sér poka og þú ert að gera góðverk í leiðinni og fá góða útivist.“ Sjálf segist Elín hafa orðið háð því að plokka undanfarin ár. „Ég byrja svona 2018 fór svona rólega af stað, svo bara um 2022 þá fór ég svona að taka þetta meira tökum og fer bara já þrisvar til fjórum sinnum í viku út og ég er að plokka allt árið. Þannig að bara frábært framtak hjá mér, ég er bara voða stolt af sjálfri mér í þessu að ég skuli nenna þessu, af því að það eru alveg margir bara, hvernig nennirðu þessu? En mér finnst bara gaman að fegra landið okkar, gera það fallegt.“ Hún hvetur alla til að kíkja út í plokk í dag. „Prófið að plokka og sjáið árangurinn, það er bara, það verður æðislegt, þá getiði ekki stoppað, eins og ég, þetta er bara æðislegt, þetta er bara það besta sem ég hef gert.“
Umhverfismál Sorpa Sorphirða Reykjavík Mest lesið Hringdi í mömmu sem sagði einfaldlega: „Nói, nú kemur þú heim“ Áskorun Óraunverulegt að kaupa íbúð í miðborg London Lífið Sat uppi með útgáfu af sjálfri sér sem hún kunni ekki við Lífið Krakkatían: Bannað að hlæja, Friðarsúlan og Iceguys Lífið Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Tónlist Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Lífið „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ Lífið „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Lífið Fréttatía vikunnar: Play, fiskbúðingur og stjörnuskilnaður Lífið Fleiri fréttir Óraunverulegt að kaupa íbúð í miðborg London Krakkatían: Bannað að hlæja, Friðarsúlan og Iceguys Sat uppi með útgáfu af sjálfri sér sem hún kunni ekki við Ungir Sjálfstæðismenn samankomnir á sambandsþingi Fréttatía vikunnar: Play, fiskbúðingur og stjörnuskilnaður Gerður í Blush hennar helsta fyrirmynd Útbjó lágkolvetna prógram fyrir systur sína sem léttist strax og fékk meiri orku Flugfreyja, íþróttakona og ráðherra breyttu leiknum „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ „Gætum orðið fyrsta þjóð í heimi til að útrýma leghálskrabbameini“ „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Keeping Up Appearances-leikkona látin Auðveldara að tengjast fólki í eigin persónu Galopnar sig og segist ætla að breyta hlutunum Heimatilbúið „corny“ Skilin að borði og sæng eftir 28 ára hjónaband Framlag Kenýu til Óskarsverðlaunanna til sýnis á Ísafirði Keith sagður kominn með nýja kærustu Það var bannað að hlæja á Kjarval Eitt rými sem má alls ekki mynda í Alþingishúsinu Centro-hjónin selja Beverly Hills-villuna Ástarsenur í viku tvö með stórleikaranum Segir spjallmenni Meta herja kynferðislega á börn „Rúrik Gíslason hefur sagt hæ við mig“ Jafet Máni selur íbúð með ræktarsal „Þarf ekkert að klífa Everest til að finnast ég einhvers virði“ Ertu sauður? Fimm ráð sem geta forðað þér frá hjarðhegðun Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Samhengið með Sif: „Það má blanda saman hámenningu og dægurmenningu“ Hefðbundið ítalskt „Pesto Alla Genovese“ Sjá meira