Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Kjartan Kjartansson skrifar 25. apríl 2025 15:42 Stevie Witkoff, sérstakur erindreki Bandaríkjastjórnar, (t.v.) tekur í höndina á Vladímír Pútín Rússlandsforseta í Kreml í dag. Witkoff hefur endurómað réttlætingar Rússa fyrir innrás þeirra í Úkraínu á undanförnum vikum. Vísir/EPA Umtalsverður munur er á tillögum Bandaríkjastjórnar annars vegar og Evrópuríkja og Úkraínu hins vegar að friðarsamkomulagi við Rússland. Tillögur Bandaríkjastjórnar virðast láta meira undan Rússum og vera óljósari um tryggingar fyrir vörnum Úkraínu og hver skuli bæta tjón landsins af innrásinni. Bandaríkjastjórn hefur hótað því að hætta að skipta sér af friðarumleitunum í Úkraínu ef stríðandi fylkingar samþykkja ekki tillögur hennar að friði. Bandaríkjaforseti er talinn vilja binda snöggan enda á stríðið í samræmi við digurbarkaleg loforð í kosningabaráttu sinni. Í þeirri viðleitni hafa fulltrúar Bandaríkjastjórnar átt nokkra fundi með stjórnvöldum í Kreml, nú síðast í dag þegar sérstakur erindreki Bandaríkjaforseta hitti Vladímír Pútín Rússlandsforseta í Moskvu. Evrópuríki og Úkraína hafa ekki átt eins greiða leið að borðinu, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Reuters-fréttastofan segist hafa séð drög að tillögum Bandaríkjastjórnar annars vegar og hins vegar þeim sem fulltrúar Úkraínu og Evrópuríkja ræddu á fundi í London fyrr í þessari viku. Töluvert ber á milli þessara tillagna. Vilja gefa Rússum hernumin svæði Rússar hafa nú um fimmtung Úkraínu á sínu valdi. Í tillögu Bandaríkjastjórnar er gert ráð fyrir að Bandaríkin viðurkenni yfirráð Rússa yfir Krímskaga, sem þeir immlimuðu ólöglega árið 2014 og hafa sætt refsiaðgerðum fyrir, en einnig í reynd yfir þeim landsvæðum í austan- og sunnanverðri Úkraínu sem Rússar hersetja nú, þar á meðal Luhansk, Donetsk, Saporidsja og Kherson. Evrópsk-úkraínska tillagan gerir hins vegar ekki ráð fyrir að Úkraínumenn gefa eftir neitt landsvæði fyrr en mögulega eftir að samið verður um vopnahlé. Ekkert er talaða um að rússnesk yfirráð yfir úkraínsku landssvæði verði viðurkennd. Leggja til að Úkraína fái jafngildi 5. greinar NATO-sáttmálans Tillaga Evrópuríkja og Úkraínumanna um hvernig varnir Úkraínu verða tryggðar eftir að samið verður um frið gengur mun lengra en sú bandaríska. Lagt er upp með að engar takmarkanir verði settar á úkraínska herinn eða á að bandamenn Úkraínu sendi hermenn þangað. Úkraína fengi einnig tryggingu, meðal annars frá Bandaríkjunum, að bandamenn hennar kæmu henni til varnar, sambærilegri við fimmtu grein stofnsáttmála Atlantshafsbandalagsins sem skilgreinir árás á eitt aðildarríki sem árás á þau öll. Bandaríkjastjórn talar hins vegar aðeins um „öflugar öryggistryggingar“ í samstarfi við evrópska bandamenn og fleiri vinveitt ríki. Úkraínu verði ekki gefinn kostur á að ganga í Atlantshafsbandalagið. Vilja fá börnin heim Hvað varðar stríðsbætur fyrir Úkraínu segir aðeins í tillögu Bandaríkjastjórnar að landinu verði bætt tjónið en ekkert um hver komi til með að gera það. Í drögum Evrópuríkja og Úkraínumanna kemur skýrt fram að rússneskar eignir erlendis sem voru frysta eftir að innrásin hófst verði notaðar til þess að bæta tjónið sem innrásin hefur valdið. Varðandi refsiaðgerðir á Rússland leggur Bandaríkjastjórn til að þeim verði aflétt með friðarsamkomulagi. Gagntillaga evrópsku bandamannanna segir hins vegar að hægt verði að létta á refsiaðgerðunum í áföngum eftir að friður næst. Ekkert er minnst á stríðsfanga eða þau úkraínsku börn sem Rússar hafa numið á brott frá upphafi innrásarinnar í bandarísku drögunum. Í þeim evrópsku er gert ráð fyrir að Rússar skili börnunum og að ríki tvö skiptist á öllum stríðsföngum. Bandaríkin Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Evrópusambandið Mest lesið „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Innlent Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Innlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar Innlent Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Erlent „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Innlent Fleiri fréttir Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Stór skjálfti reið yfir í Tyrklandi Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Sjá meira
Bandaríkjastjórn hefur hótað því að hætta að skipta sér af friðarumleitunum í Úkraínu ef stríðandi fylkingar samþykkja ekki tillögur hennar að friði. Bandaríkjaforseti er talinn vilja binda snöggan enda á stríðið í samræmi við digurbarkaleg loforð í kosningabaráttu sinni. Í þeirri viðleitni hafa fulltrúar Bandaríkjastjórnar átt nokkra fundi með stjórnvöldum í Kreml, nú síðast í dag þegar sérstakur erindreki Bandaríkjaforseta hitti Vladímír Pútín Rússlandsforseta í Moskvu. Evrópuríki og Úkraína hafa ekki átt eins greiða leið að borðinu, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Reuters-fréttastofan segist hafa séð drög að tillögum Bandaríkjastjórnar annars vegar og hins vegar þeim sem fulltrúar Úkraínu og Evrópuríkja ræddu á fundi í London fyrr í þessari viku. Töluvert ber á milli þessara tillagna. Vilja gefa Rússum hernumin svæði Rússar hafa nú um fimmtung Úkraínu á sínu valdi. Í tillögu Bandaríkjastjórnar er gert ráð fyrir að Bandaríkin viðurkenni yfirráð Rússa yfir Krímskaga, sem þeir immlimuðu ólöglega árið 2014 og hafa sætt refsiaðgerðum fyrir, en einnig í reynd yfir þeim landsvæðum í austan- og sunnanverðri Úkraínu sem Rússar hersetja nú, þar á meðal Luhansk, Donetsk, Saporidsja og Kherson. Evrópsk-úkraínska tillagan gerir hins vegar ekki ráð fyrir að Úkraínumenn gefa eftir neitt landsvæði fyrr en mögulega eftir að samið verður um vopnahlé. Ekkert er talaða um að rússnesk yfirráð yfir úkraínsku landssvæði verði viðurkennd. Leggja til að Úkraína fái jafngildi 5. greinar NATO-sáttmálans Tillaga Evrópuríkja og Úkraínumanna um hvernig varnir Úkraínu verða tryggðar eftir að samið verður um frið gengur mun lengra en sú bandaríska. Lagt er upp með að engar takmarkanir verði settar á úkraínska herinn eða á að bandamenn Úkraínu sendi hermenn þangað. Úkraína fengi einnig tryggingu, meðal annars frá Bandaríkjunum, að bandamenn hennar kæmu henni til varnar, sambærilegri við fimmtu grein stofnsáttmála Atlantshafsbandalagsins sem skilgreinir árás á eitt aðildarríki sem árás á þau öll. Bandaríkjastjórn talar hins vegar aðeins um „öflugar öryggistryggingar“ í samstarfi við evrópska bandamenn og fleiri vinveitt ríki. Úkraínu verði ekki gefinn kostur á að ganga í Atlantshafsbandalagið. Vilja fá börnin heim Hvað varðar stríðsbætur fyrir Úkraínu segir aðeins í tillögu Bandaríkjastjórnar að landinu verði bætt tjónið en ekkert um hver komi til með að gera það. Í drögum Evrópuríkja og Úkraínumanna kemur skýrt fram að rússneskar eignir erlendis sem voru frysta eftir að innrásin hófst verði notaðar til þess að bæta tjónið sem innrásin hefur valdið. Varðandi refsiaðgerðir á Rússland leggur Bandaríkjastjórn til að þeim verði aflétt með friðarsamkomulagi. Gagntillaga evrópsku bandamannanna segir hins vegar að hægt verði að létta á refsiaðgerðunum í áföngum eftir að friður næst. Ekkert er minnst á stríðsfanga eða þau úkraínsku börn sem Rússar hafa numið á brott frá upphafi innrásarinnar í bandarísku drögunum. Í þeim evrópsku er gert ráð fyrir að Rússar skili börnunum og að ríki tvö skiptist á öllum stríðsföngum.
Bandaríkin Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Evrópusambandið Mest lesið „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Innlent Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Innlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar Innlent Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Erlent „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Innlent Fleiri fréttir Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Stór skjálfti reið yfir í Tyrklandi Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Sjá meira