Íslenski boltinn

Ó­sáttur Ólafur á förum

Valur Páll Eiríksson skrifar
Ólafur Íshólm hefur verið aðalmarkvörður Fram í nokkur ár og var fyrirliði liðsins í fyrra. Nú er útlit fyrir að dagar hans í Úlfarsárdalnum séu taldir.
Ólafur Íshólm hefur verið aðalmarkvörður Fram í nokkur ár og var fyrirliði liðsins í fyrra. Nú er útlit fyrir að dagar hans í Úlfarsárdalnum séu taldir. Vísir / Anton Brink

Ólafur Íshólm Ólafsson, markvörður Fram, er á förum frá félaginu. Um er að kenna ósætti hans við að vera tekinn út úr byrjunarliði þess samkvæmt formanni knattspyrnudeildar félagsins. Ólafur hafi óskað eftir því að leita á önnur mið og sú beiðni samþykkt.

Fótbolti.net greinir frá og hefur eftir Sigurði Hrannari Björnssyni, formanni knattspyrnudeildar Fram, að Ólafur hafi verið tekinn út úr byrjunarliðinu fyrir leik dagsins við ÍBV sem hafi leitt til þessa. Viktor Freyr Sigurðsson varði mark Fram í dag er liðið tapaði 3-1 í Eyjum.

„Óli var ekki sammála ákvörðun þjálfarans og hefur í kjölfarið óskað eftir því að yfirgefa félagið. Við höfum orðið við þeirri beiðni og leitum nú lausna á því máli,“ hefur Fótbolti.net eftir Sigurði.

Hinn 29 ára gamli Ólafur var fyrirliði Fram á síðustu leiktíð og hefur verið fastamaður í liðinu frá því hann gekk í raðir Framara frá Breiðabliki sumarið 2019.

Áður var hann hjá Fylki, hvar hann er uppalinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×