Erlent

„Vladímír, HÆTTU!“

Jón Ísak Ragnarsson skrifar
Trump segir að loftárásir Rússa í nótt hafi verið ónauðsynlegar og tímasetningin hafi verið slæm.
Trump segir að loftárásir Rússa í nótt hafi verið ónauðsynlegar og tímasetningin hafi verið slæm. EPA

Donald Trump Bandaríkjaforseti segist mjög óánægður með loftárásir Rússa á Kænugarð í nótt og biður Vladímír Pútín Rússlandsforseta um að hætta árásunum.

„Ég er ekki ánægður með loftárásir Rússa á Kænugarð. Ekki nauðsynlegar, og mjög slæm tímasetning. Vladimír, HÆTTU! 5000 hermenn deyja í hverri viku. Klárum friðarviðræðurnar,“ sagði Trump í færslu á samfélagsmiðli sínum Truth Social.

Rússar gerðu stórfellda eldflaugaárás á Kænugarð í nótt þar sem minnst níu týndu lífinu og tæplega áttatíu manns hlutu áverka.

Volodomír Selenskí Úkraínuforseti afboðaði komu sína á fyrirhugaða fundi í Suður-Afríku og hélt heim á leið eftir árásirnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×