Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Magnús Jochum Pálsson skrifar 20. apríl 2025 20:10 Ragnhildur Þórðardóttir er sálfræðingur og einkaþjálfari og skrifar reglulega pistla um allt sem viðkemur mataræði, líkamsrækt og heilsu. Ragnhildur Þórðardóttir, betur þekkt sem Ragga Nagli, segir að þeir sem hati gleðina eða eru „slavískt 100% í heilsunni“ ættu að sleppa páskaeggjum en fyrir alla hina sé sjálfsagt að fá sér súkkulaði yfir páskana. Ragga fjallar um páskaegg og hve hve mörg slík maður þarf að borða til að bæta á sig kílói af líkamsfitu í pistli sem hún birti á Facebook í dag. „Þú þarft 7.700 aukalegar hitaeiningar til að smyrja á þig einu kílói af líkamsfitu. Það eru hitaeiningar sem koma til viðbótar við grunnhitaeiningaþörf þína til að viðhalda líkamsstarfssemi, fóðra heilann og vöðvana. Þú þarft líka að passa að hreyfa hvorki legg né lið yfir daginn til að eyða ekki neinum hitaeiningum,“ skrifar hún í pistlinum. Nítján ásar, fimm fjarkar eða tvær sjöur fyrir „kíló af hreinu lýsi“ Hún tekur sem dæmi páskaegg númer fjögur sem inniheldur 1500 hitaeiningar. Til að bæta á sig „kílói af mör“ þurfi maður að borða fimm egg númer fjögur yfir páskana. „Páskaegg númer eitt eru 400 hitaeiningar. Svo þú þarft að borða nítján slík til að smyrja kílói af hreinu lýsi á skottið,“ skrifar hún. „Páskaegg númer sjö eru 3000 hitaeiningar. Ef þú borðar rúmlega tvö slík þá neglirðu á þig kílói,“ skrifar hún jafnframt. Öll þau páskaegg þurfi að koma til viðbótar við venjubundnar þrjár til fjórar máltíðir yfir daginn. Engin egg fyrir þá sem hata gleðina eða eru „slavískt“ í heilsunni „Ef þú hatar gleðina og langar alls ekki að skapa minningar um páskana með börnum og fjölskyldu þá skaltu forðast páskaegg eins og loga vítis,“ skrifar Ragga í færslunni. Þá sem langar að vera „slavískt 100% í heilsunni alla daga allt árið um kring í fullkomnu ójafnvægi“ skulu einnig forðast eggin og borða bara „kjúlla og salat“ yfir páskana samkvæmt pistlinum. „Ef þú lamast vinstra megin af kvíða yfir að þú eyðileggir ALLT með að gúffa smá súkkulaði yfir páskana þá ætti þessi pistill að slengja tusku veruleikans í andlitið,“ skrifar Ragga jafnframt. Það að „njóta af og til og fagna páskum með smá súkkó“ segir Ragga að sé hluti af dagskránni hjá öllum þeim sem eigi í „langvarandi hjónabandi við heilsubröltið“. Matur Páskar Sælgæti Heilsa Tengdar fréttir Páskaegg allt að fjórðungi dýrari en í fyrra Verð á Freyju páskaeggjum hækkar um 17 prósent milli ára í Bónus og Krónunni, mun meira en páskaegg Góu, sem hækka 13 prósent, og Nóa Síríus, sem hækka um 9 prósent. Þau eru einnig dýrari en páskaegg Góu og Nóa í kílóverðssamanburði verðlagseftirlits ASÍ. 8. apríl 2025 11:14 Tæplega ein og hálf milljón eggja ofan í landsmenn Páskarnir nálgast óðfluga en hvað eru páskarnir án páskaeggja? 4. apríl 2025 10:30 Mest lesið Slappur smassborgari Gagnrýni „Bíður bara inni í skáp eftir brúðkaupinu“ Tíska og hönnun Ljóstrar upp um kornið sem fyllti mælinn Lífið Leikkonur á túr: Fimm verstu rasshausa-ummælin Lífið Fékk Laufeyju í afmælið: „Maggi bróðir hefur alltaf verið betri en aðrir að gefa gjafir“ Lífið Tíu smart kósýgallar Lífið „Stöðugar gaslýsingar“ Federline gríðarlega særandi Lífið Tulipop-leiksvæði opnað á Keflavíkurflugvelli Lífið Hugmynd Chris Hemsworth að synda í kringum Ísland Lífið Hélt auganu en missti af frumsýningu eftir að hafa fengið golfkúlu í andlitið Lífið Fleiri fréttir Hugmynd Chris Hemsworth að synda í kringum Ísland Ljóstrar upp um kornið sem fyllti mælinn Tíu smart kósýgallar „Stöðugar gaslýsingar“ Federline gríðarlega særandi Tulipop-leiksvæði opnað á Keflavíkurflugvelli Leikkonur á túr: Fimm verstu rasshausa-ummælin „Ef ég vil breyta heiminum þarf ég að byrja á mér sjálfri“ Fékk Laufeyju í afmælið: „Maggi bróðir hefur alltaf verið betri en aðrir að gefa gjafir“ Leyndarmál Móu að hinni fullkomnu kvöldförðun Allt jafnt fyrir lokaspurninguna og spurt var um stað Vakti yfir sofandi sonunum vopnuð hnífi Stíflaður mjólkurkirtill reyndist ólæknandi krabbamein „Lífið gefur okkur mislangan tíma og ég vil nýta minn til hins ýtrasta“ Þúsundir fögnuðu Steinu og sögulegu samstarfi Helen Óttars og Rubin Pollock slá sér upp Alma Möller, Binni Glee og Sigríður Snævarr saman í bíó Plakatarisi og uppáhalds listamaður Spielberg allur Hélt auganu en missti af frumsýningu eftir að hafa fengið golfkúlu í andlitið „Hvetjandi að sjá stelpu með sama húðlit og ég sigra“ Heitasta hámhorfið í haust Pistasíu- og döðludraumur Jönu D'Angelo er látinn Laufey gerist rithöfundur Boðberi jólanna risinn á ný „Hélt að hjartað myndi springa úr brjóstinu“ Vigdís Häsler flutt til Sveins Andra Þórarinn Arnar keypti glæsihús Tona á Arnarnesi Ómar og Eva Margrét gift og gengu frá kaupmála Ætlar ekki að verða stærstur, bara bestur Eignuðust „risastóran“ dreng Sjá meira
Ragga fjallar um páskaegg og hve hve mörg slík maður þarf að borða til að bæta á sig kílói af líkamsfitu í pistli sem hún birti á Facebook í dag. „Þú þarft 7.700 aukalegar hitaeiningar til að smyrja á þig einu kílói af líkamsfitu. Það eru hitaeiningar sem koma til viðbótar við grunnhitaeiningaþörf þína til að viðhalda líkamsstarfssemi, fóðra heilann og vöðvana. Þú þarft líka að passa að hreyfa hvorki legg né lið yfir daginn til að eyða ekki neinum hitaeiningum,“ skrifar hún í pistlinum. Nítján ásar, fimm fjarkar eða tvær sjöur fyrir „kíló af hreinu lýsi“ Hún tekur sem dæmi páskaegg númer fjögur sem inniheldur 1500 hitaeiningar. Til að bæta á sig „kílói af mör“ þurfi maður að borða fimm egg númer fjögur yfir páskana. „Páskaegg númer eitt eru 400 hitaeiningar. Svo þú þarft að borða nítján slík til að smyrja kílói af hreinu lýsi á skottið,“ skrifar hún. „Páskaegg númer sjö eru 3000 hitaeiningar. Ef þú borðar rúmlega tvö slík þá neglirðu á þig kílói,“ skrifar hún jafnframt. Öll þau páskaegg þurfi að koma til viðbótar við venjubundnar þrjár til fjórar máltíðir yfir daginn. Engin egg fyrir þá sem hata gleðina eða eru „slavískt“ í heilsunni „Ef þú hatar gleðina og langar alls ekki að skapa minningar um páskana með börnum og fjölskyldu þá skaltu forðast páskaegg eins og loga vítis,“ skrifar Ragga í færslunni. Þá sem langar að vera „slavískt 100% í heilsunni alla daga allt árið um kring í fullkomnu ójafnvægi“ skulu einnig forðast eggin og borða bara „kjúlla og salat“ yfir páskana samkvæmt pistlinum. „Ef þú lamast vinstra megin af kvíða yfir að þú eyðileggir ALLT með að gúffa smá súkkulaði yfir páskana þá ætti þessi pistill að slengja tusku veruleikans í andlitið,“ skrifar Ragga jafnframt. Það að „njóta af og til og fagna páskum með smá súkkó“ segir Ragga að sé hluti af dagskránni hjá öllum þeim sem eigi í „langvarandi hjónabandi við heilsubröltið“.
Matur Páskar Sælgæti Heilsa Tengdar fréttir Páskaegg allt að fjórðungi dýrari en í fyrra Verð á Freyju páskaeggjum hækkar um 17 prósent milli ára í Bónus og Krónunni, mun meira en páskaegg Góu, sem hækka 13 prósent, og Nóa Síríus, sem hækka um 9 prósent. Þau eru einnig dýrari en páskaegg Góu og Nóa í kílóverðssamanburði verðlagseftirlits ASÍ. 8. apríl 2025 11:14 Tæplega ein og hálf milljón eggja ofan í landsmenn Páskarnir nálgast óðfluga en hvað eru páskarnir án páskaeggja? 4. apríl 2025 10:30 Mest lesið Slappur smassborgari Gagnrýni „Bíður bara inni í skáp eftir brúðkaupinu“ Tíska og hönnun Ljóstrar upp um kornið sem fyllti mælinn Lífið Leikkonur á túr: Fimm verstu rasshausa-ummælin Lífið Fékk Laufeyju í afmælið: „Maggi bróðir hefur alltaf verið betri en aðrir að gefa gjafir“ Lífið Tíu smart kósýgallar Lífið „Stöðugar gaslýsingar“ Federline gríðarlega særandi Lífið Tulipop-leiksvæði opnað á Keflavíkurflugvelli Lífið Hugmynd Chris Hemsworth að synda í kringum Ísland Lífið Hélt auganu en missti af frumsýningu eftir að hafa fengið golfkúlu í andlitið Lífið Fleiri fréttir Hugmynd Chris Hemsworth að synda í kringum Ísland Ljóstrar upp um kornið sem fyllti mælinn Tíu smart kósýgallar „Stöðugar gaslýsingar“ Federline gríðarlega særandi Tulipop-leiksvæði opnað á Keflavíkurflugvelli Leikkonur á túr: Fimm verstu rasshausa-ummælin „Ef ég vil breyta heiminum þarf ég að byrja á mér sjálfri“ Fékk Laufeyju í afmælið: „Maggi bróðir hefur alltaf verið betri en aðrir að gefa gjafir“ Leyndarmál Móu að hinni fullkomnu kvöldförðun Allt jafnt fyrir lokaspurninguna og spurt var um stað Vakti yfir sofandi sonunum vopnuð hnífi Stíflaður mjólkurkirtill reyndist ólæknandi krabbamein „Lífið gefur okkur mislangan tíma og ég vil nýta minn til hins ýtrasta“ Þúsundir fögnuðu Steinu og sögulegu samstarfi Helen Óttars og Rubin Pollock slá sér upp Alma Möller, Binni Glee og Sigríður Snævarr saman í bíó Plakatarisi og uppáhalds listamaður Spielberg allur Hélt auganu en missti af frumsýningu eftir að hafa fengið golfkúlu í andlitið „Hvetjandi að sjá stelpu með sama húðlit og ég sigra“ Heitasta hámhorfið í haust Pistasíu- og döðludraumur Jönu D'Angelo er látinn Laufey gerist rithöfundur Boðberi jólanna risinn á ný „Hélt að hjartað myndi springa úr brjóstinu“ Vigdís Häsler flutt til Sveins Andra Þórarinn Arnar keypti glæsihús Tona á Arnarnesi Ómar og Eva Margrét gift og gengu frá kaupmála Ætlar ekki að verða stærstur, bara bestur Eignuðust „risastóran“ dreng Sjá meira
Páskaegg allt að fjórðungi dýrari en í fyrra Verð á Freyju páskaeggjum hækkar um 17 prósent milli ára í Bónus og Krónunni, mun meira en páskaegg Góu, sem hækka 13 prósent, og Nóa Síríus, sem hækka um 9 prósent. Þau eru einnig dýrari en páskaegg Góu og Nóa í kílóverðssamanburði verðlagseftirlits ASÍ. 8. apríl 2025 11:14
Tæplega ein og hálf milljón eggja ofan í landsmenn Páskarnir nálgast óðfluga en hvað eru páskarnir án páskaeggja? 4. apríl 2025 10:30