Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bjarki Sigurðsson skrifar 19. apríl 2025 22:03 Torfi Frans Ólafsson er einn af framleiðendum Minecraft-myndarinnar. Getty/Neil Mockford Íslenskur framleiðandi einnar stærstu kvikmyndar heimsins í ár, segir velgengnina að einhverju leyti koma á óvart. Honum tókst að setja sitt mark á myndina og er afar ánægður með útkomuna. Síðan kvikmyndin Minecraft, byggð á samnefndum tölvuleik, kom út þann 4. apríl hefur hún verið sú allra vinsælasta í flestum kvikmyndahúsum. Myndin nálgast að hafa grætt 100 milljarða króna í miðasölu um allan heim og hafa atriði úr myndinni tekið yfir internetið. Einn af framleiðendum myndarinnar er Torfi Frans Ólafsson. Hann segir það mjög ánægjulegt hve vinsæl myndin er. „Oft leit það út fyrir að myndin myndi aldrei koma út, eins og gengur og gerist. Við vorum með Covid, verkföll hjá leikurum og handritshöfundum. Svo gáfum við út stiklu og henni var ekki vel tekið svo við vorum ekki viss hvort þetta væri rétt mynd. En við ákváðum að spýta í lófana og reyna að útskýra betur í gegnum stiklurnar hvernig myndin væri í raun og veru. Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum,“ segir Torfi. Torfi (næstlengst til vinstri) ásamt leikurum myndarinnar og leikstjóranum Jared Hess (næstlengst til hægri).Getty/Carlos Tischler Torfi vinnur hjá Mojang sem framleiðir tölvuleikinn og sá meðal annars til þess að myndin væri í takt við það sem gerist í leiknum og að markaðssetningin næði til spilara. Þá fékk hann að setja sitt mark á myndina með ýmsum bröndurum. Þar á meðal var brandari þar sem þjónn spyr hvort matargestur sé búinn að borða (e. finished). Hinn gesturinn svarar „Nei, ég held hann sé sænskur.“ „Konunni minni þykir þetta mjög lélegur brandari, en fólk hlær að honum. Ég sit stundum aftast í kvikmyndahúsum og sé hvernig viðbrögðin eru,“ segir Torfi. Kjúllaknapinn geðugi Fjallað hefur verið um hegðun bíógesta í ákveðnu atriði myndarinnar um allan heim, meðal annars hér á landi. Þar birtist svokallaður kjúllaknapi (e. chicken jockey) og missa áhorfendur oft vitið við það, klappa og kasta poppi. Torfi segir framleiðendurna ekki hafa órað fyrir að viðbrögðin yrðu slík yfir þessum kjúllaknapa. „Að kasta poppi, eða vera með skrílslæti í bíó. Það er ótrúlega gaman þegar fólk er að haga sér vel en er samt að hrópa og taka þátt í kvikmyndinni,“ segir Torfi. Bíó og sjónvarp Hollywood Íslendingar erlendis Mest lesið Balta bregst bogalistin Gagnrýni Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Lífið Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Lífið Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Lífið „Stolt af því að hafa ekki gefist upp á sjálfri mér“ Lífið Yfir sig ástfangin og býr bæði á Spáni og Íslandi Lífið Friðrik Þór og Guðrún selja 225 milljón króna parhús í Hlíðunum Lífið Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Lífið Enn ástfangnari að sjá maka sinn í foreldrahlutverkinu Lífið Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Tónlist Fleiri fréttir Sophie Turner verður Lara Croft Strax búinn að tilkynna Ofurmenni morgundagsins Kim Novak heiðursgestur RIFF Barðist við tárin yfir fimmtán mínútna lófataki Langþráður draumur að halda hinsegin kvikmyndahátíð ACT4 í samstarf við alþjóðlegt kvikmyndaver Saga og Steindi í nýrri gamanþáttaröð Ástin sem eftir er framlag Íslands til Óskarsverðlauna Sopranos-stjarna látin Frumsýning á Vísi: Eldgos, hamfarir og ást í kitlu fyrir Eldana Woody Allen aðalnúmerið hjá Rússum Hlynur Pálmason með þrennu í San Sebastian Sælkerabíó á RIFF: Sjónræn matarveisla á Plöntunni og smakkbíó á Ramen Momo Sannfærði Balta um að snúa aftur Fróði og Gandálfur snúa aftur í leitinni að Gollri Terence Stamp látinn Auglýsa eftir innsendingum til íslensku sjónvarpsverðlaunanna Nýr Rambo fundinn Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Sjá meira
Síðan kvikmyndin Minecraft, byggð á samnefndum tölvuleik, kom út þann 4. apríl hefur hún verið sú allra vinsælasta í flestum kvikmyndahúsum. Myndin nálgast að hafa grætt 100 milljarða króna í miðasölu um allan heim og hafa atriði úr myndinni tekið yfir internetið. Einn af framleiðendum myndarinnar er Torfi Frans Ólafsson. Hann segir það mjög ánægjulegt hve vinsæl myndin er. „Oft leit það út fyrir að myndin myndi aldrei koma út, eins og gengur og gerist. Við vorum með Covid, verkföll hjá leikurum og handritshöfundum. Svo gáfum við út stiklu og henni var ekki vel tekið svo við vorum ekki viss hvort þetta væri rétt mynd. En við ákváðum að spýta í lófana og reyna að útskýra betur í gegnum stiklurnar hvernig myndin væri í raun og veru. Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum,“ segir Torfi. Torfi (næstlengst til vinstri) ásamt leikurum myndarinnar og leikstjóranum Jared Hess (næstlengst til hægri).Getty/Carlos Tischler Torfi vinnur hjá Mojang sem framleiðir tölvuleikinn og sá meðal annars til þess að myndin væri í takt við það sem gerist í leiknum og að markaðssetningin næði til spilara. Þá fékk hann að setja sitt mark á myndina með ýmsum bröndurum. Þar á meðal var brandari þar sem þjónn spyr hvort matargestur sé búinn að borða (e. finished). Hinn gesturinn svarar „Nei, ég held hann sé sænskur.“ „Konunni minni þykir þetta mjög lélegur brandari, en fólk hlær að honum. Ég sit stundum aftast í kvikmyndahúsum og sé hvernig viðbrögðin eru,“ segir Torfi. Kjúllaknapinn geðugi Fjallað hefur verið um hegðun bíógesta í ákveðnu atriði myndarinnar um allan heim, meðal annars hér á landi. Þar birtist svokallaður kjúllaknapi (e. chicken jockey) og missa áhorfendur oft vitið við það, klappa og kasta poppi. Torfi segir framleiðendurna ekki hafa órað fyrir að viðbrögðin yrðu slík yfir þessum kjúllaknapa. „Að kasta poppi, eða vera með skrílslæti í bíó. Það er ótrúlega gaman þegar fólk er að haga sér vel en er samt að hrópa og taka þátt í kvikmyndinni,“ segir Torfi.
Bíó og sjónvarp Hollywood Íslendingar erlendis Mest lesið Balta bregst bogalistin Gagnrýni Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Lífið Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Lífið Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Lífið „Stolt af því að hafa ekki gefist upp á sjálfri mér“ Lífið Yfir sig ástfangin og býr bæði á Spáni og Íslandi Lífið Friðrik Þór og Guðrún selja 225 milljón króna parhús í Hlíðunum Lífið Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Lífið Enn ástfangnari að sjá maka sinn í foreldrahlutverkinu Lífið Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Tónlist Fleiri fréttir Sophie Turner verður Lara Croft Strax búinn að tilkynna Ofurmenni morgundagsins Kim Novak heiðursgestur RIFF Barðist við tárin yfir fimmtán mínútna lófataki Langþráður draumur að halda hinsegin kvikmyndahátíð ACT4 í samstarf við alþjóðlegt kvikmyndaver Saga og Steindi í nýrri gamanþáttaröð Ástin sem eftir er framlag Íslands til Óskarsverðlauna Sopranos-stjarna látin Frumsýning á Vísi: Eldgos, hamfarir og ást í kitlu fyrir Eldana Woody Allen aðalnúmerið hjá Rússum Hlynur Pálmason með þrennu í San Sebastian Sælkerabíó á RIFF: Sjónræn matarveisla á Plöntunni og smakkbíó á Ramen Momo Sannfærði Balta um að snúa aftur Fróði og Gandálfur snúa aftur í leitinni að Gollri Terence Stamp látinn Auglýsa eftir innsendingum til íslensku sjónvarpsverðlaunanna Nýr Rambo fundinn Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Sjá meira