Diddy ekki veittur aukafrestur Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 18. apríl 2025 19:25 Diddy hefur setið í fangelsi í Brooklyn í New York síðan í september. Getty/Dave Benett Dómari í New York ríki í Bandaríkjunum hafnaði í dag beiðni rapparans Sean „Diddy“ Combs um að fresta réttarhöldunum yfir honum um tvo mánuði. Þannig eru réttarhöldin áfram fyrirhuguð þann 5. maí næstkomandi. Mál Combs hefur vakið heimsathygli en hann hefur verið ákærður fyrir skipulagða glæpastarfsemi og kynferðisbrot. Þá hafa ótal einkamál verið höfðuð gegn honum í tengslum við meðal annars nauðganir og mansal. Combs, sem er 55 ára, hefur hafnað sök í fimm ákæruliðum sem varða fjárkúgun og mansal. Saksóknarar í Manhattan saka rapparann um að notfæra sér viðskiptaveldi sitt til að misnota konur kynferðislega á tuttugu ára tímabili, frá 2004 til 2024. Lögmenn Combs segja samþykki hafa verið fyrir hendi í öllum þeim kynferðisathöfnum sem lýst er í ákærum á hendur honum. Einn þeirra, Marc Agnifilio, lagði í byrjun apríl fram beiðni um að réttarhöldunum yrði frestað um tvo mánuði til þess að meiri tími gæfist til undirbúnings, sem fælist meðal annars í að lesa tölvupósta sem hann hefði rukkað einn meintra þolenda um. Arun Subramanian héraðsdómari féllst ekki á beiðnina. Í frétt Reuters um málið segir að ríkissaksóknarar hafi verið andvígir hvers lags seinkun á réttarhöldunum. Fyrr í mánuðinum hafi bæst í ákærur á hendur Combs en þær hafi ekki falið í sér ný gögn eða upplýsingar. Subramanian sagði einnig í yfirheyrslu í gær að nokkrum meintum þolendum byðist sá kostur að gefa vitnisburð sinn undir nafnleynd af öryggisástæðum. Bandaríkin Mál Sean „Diddy“ Combs Erlend sakamál Kynferðisofbeldi Hollywood Tengdar fréttir „Ég hef ekki komið nálægt þessum manni“ Will Smith hefur þvertekið fyrir að tengjast Sean „Diddy“ Combs á nokkurn hátt. Hann hafi ekki farið í nein partý til Combs eða komið nálægt kauða. 14. desember 2024 20:50 Combs kærður fyrir að hafa látið konu hanga fram af svölum Tískuhönnuðurinn Bryana „Bana“ Bongolan hefur höfðað mál á hendur Sean „Diddy“ Combs en hún sakar hann meðal annars um að hafa ógnað lífi sínu með því að láta hana hanga fram af svölum. 4. desember 2024 08:52 Myndband sýnir árás Diddy Myndefni sýnir tónlistarmanninn Sean „Diddy“ Combs ráðast gegn fyrrverandi kærustu hans, Cassie Ventura. Myndefnið er frá árinu 2016 úr öryggismyndavélum InterContinental-hótelsins í Los Angeles-ríki Bandaríkjanna. 18. maí 2024 11:37 Combs sakaður um enn eina kynferðisárásina Enn einn einstaklingurinn hefur stigið fram og ásakað tónlistar- og athafnamanninn Sean „Diddy“ Combs um kynferðisofbeldi. Kona að nafni Thalia Graves hefur höfðað mál gegn rapparanum, sem hún segir hafa nauðgað sér í New York árið 2001. 25. september 2024 08:32 Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Innlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Fleiri fréttir Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Sjá meira
Mál Combs hefur vakið heimsathygli en hann hefur verið ákærður fyrir skipulagða glæpastarfsemi og kynferðisbrot. Þá hafa ótal einkamál verið höfðuð gegn honum í tengslum við meðal annars nauðganir og mansal. Combs, sem er 55 ára, hefur hafnað sök í fimm ákæruliðum sem varða fjárkúgun og mansal. Saksóknarar í Manhattan saka rapparann um að notfæra sér viðskiptaveldi sitt til að misnota konur kynferðislega á tuttugu ára tímabili, frá 2004 til 2024. Lögmenn Combs segja samþykki hafa verið fyrir hendi í öllum þeim kynferðisathöfnum sem lýst er í ákærum á hendur honum. Einn þeirra, Marc Agnifilio, lagði í byrjun apríl fram beiðni um að réttarhöldunum yrði frestað um tvo mánuði til þess að meiri tími gæfist til undirbúnings, sem fælist meðal annars í að lesa tölvupósta sem hann hefði rukkað einn meintra þolenda um. Arun Subramanian héraðsdómari féllst ekki á beiðnina. Í frétt Reuters um málið segir að ríkissaksóknarar hafi verið andvígir hvers lags seinkun á réttarhöldunum. Fyrr í mánuðinum hafi bæst í ákærur á hendur Combs en þær hafi ekki falið í sér ný gögn eða upplýsingar. Subramanian sagði einnig í yfirheyrslu í gær að nokkrum meintum þolendum byðist sá kostur að gefa vitnisburð sinn undir nafnleynd af öryggisástæðum.
Bandaríkin Mál Sean „Diddy“ Combs Erlend sakamál Kynferðisofbeldi Hollywood Tengdar fréttir „Ég hef ekki komið nálægt þessum manni“ Will Smith hefur þvertekið fyrir að tengjast Sean „Diddy“ Combs á nokkurn hátt. Hann hafi ekki farið í nein partý til Combs eða komið nálægt kauða. 14. desember 2024 20:50 Combs kærður fyrir að hafa látið konu hanga fram af svölum Tískuhönnuðurinn Bryana „Bana“ Bongolan hefur höfðað mál á hendur Sean „Diddy“ Combs en hún sakar hann meðal annars um að hafa ógnað lífi sínu með því að láta hana hanga fram af svölum. 4. desember 2024 08:52 Myndband sýnir árás Diddy Myndefni sýnir tónlistarmanninn Sean „Diddy“ Combs ráðast gegn fyrrverandi kærustu hans, Cassie Ventura. Myndefnið er frá árinu 2016 úr öryggismyndavélum InterContinental-hótelsins í Los Angeles-ríki Bandaríkjanna. 18. maí 2024 11:37 Combs sakaður um enn eina kynferðisárásina Enn einn einstaklingurinn hefur stigið fram og ásakað tónlistar- og athafnamanninn Sean „Diddy“ Combs um kynferðisofbeldi. Kona að nafni Thalia Graves hefur höfðað mál gegn rapparanum, sem hún segir hafa nauðgað sér í New York árið 2001. 25. september 2024 08:32 Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Innlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Fleiri fréttir Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Sjá meira
„Ég hef ekki komið nálægt þessum manni“ Will Smith hefur þvertekið fyrir að tengjast Sean „Diddy“ Combs á nokkurn hátt. Hann hafi ekki farið í nein partý til Combs eða komið nálægt kauða. 14. desember 2024 20:50
Combs kærður fyrir að hafa látið konu hanga fram af svölum Tískuhönnuðurinn Bryana „Bana“ Bongolan hefur höfðað mál á hendur Sean „Diddy“ Combs en hún sakar hann meðal annars um að hafa ógnað lífi sínu með því að láta hana hanga fram af svölum. 4. desember 2024 08:52
Myndband sýnir árás Diddy Myndefni sýnir tónlistarmanninn Sean „Diddy“ Combs ráðast gegn fyrrverandi kærustu hans, Cassie Ventura. Myndefnið er frá árinu 2016 úr öryggismyndavélum InterContinental-hótelsins í Los Angeles-ríki Bandaríkjanna. 18. maí 2024 11:37
Combs sakaður um enn eina kynferðisárásina Enn einn einstaklingurinn hefur stigið fram og ásakað tónlistar- og athafnamanninn Sean „Diddy“ Combs um kynferðisofbeldi. Kona að nafni Thalia Graves hefur höfðað mál gegn rapparanum, sem hún segir hafa nauðgað sér í New York árið 2001. 25. september 2024 08:32