Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 16. apríl 2025 17:15 Bylgja Hrönn segist hafa á tilfinningunni að málin séu mun fleiri í ár en síðustu ár. Árið 2023 komu sex hópnauðgunarmál inn á borð lögreglunnar, á landinu öllu, og árið 2024 voru þau tíu. Nú hafa sex mál komið upp það sem af er ári, hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu einni. Vísir/Sigurjón Sex kynferðisbrotamál, þar sem gerendur eru tveir eða fleiri, hafa komið inn á borð lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu það sem af er ári. Yfirmaður kynferðisbrotadeildar segir þetta aukningu frá fyrri árum. Greint var frá því fyrir tíu dögum síðan að þrír hefðu verið handteknir í tengslum við meinta hópnauðgun í Reykjavík og að þeir hefðu sætt gæsluvarðhaldi í fimm daga. Einn mannanna er í farbanni. Málið er ekki það eina, þar sem sakborningar eru tveir eða fleiri, sem er á borði lögreglu. „Núna í dag erum við með sex mál, þessi sex mál eru mál frá þessu ári,“ segir Bylgja Hrönn Baldursdóttir, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá kynferðisbrotadeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Misjafnt er hve margir sakborningarnir eru. Bylgja segir þá fleiri en tvo og fleiri en þrjá í sumum málanna. Vel geti verið að þegar líður á rannsókn málanna að einhverjir missi réttarstöðu sakbornings. Meðalaldur bæði brotaþola og gerenda er á svipuðu róli, frá átján ára upp undir fertugt. Líklegt að fleiri mál verði tilkynnt á næstu vikum Samkvæmt heimildum fréttastofu er annað mál af þessu tagi á leið inn á borð lögreglu, þar sem einn meintra gerenda er þegar sakborningur í hópnauðgunarmáli sem er til rannsóknar hjá lögreglu. Eru dæmi um að það sé sami gerandi í einhverjum málum? „Eins og staðan er núna þá er ekki en ég hef heyrt af því. Ég á alveg von á því að það komi fleiri mál inn núna miðað við það sem við erum að sjá á samfélagsmiðlum,“ segir Bylgja. Allt að tíu mál á ári Frá árinu 2020 hafa milli sex og tíu mál af þessu tagi ratað inn á borð lögreglu, lang flest þeirra á höfuðborgarsvæðinu eða 39 af 47 á þessum sex árum. Það sem af er ári hafa sex hópnauðgunarmál komið inn á borð lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Það eru jafn mörg slík mál og komu upp á landinu öllu árið 2023. Vísir/Sara „Hérna eru náttúrulega flestir skemmtistaðir og meira af fólki þá eðli málsins samkvæmt koma fleiri mál til okkar,“ segir Bylgja. „Hlutfallslega myndi ég segja, núna er kominn miður apríl og við erum komin með sex mál. Síðan 2020 þá hefur þetta verið á bilinu sex upp í tíu mál. Mest tíu mál 2023 ef ég man rétt. Nú eru þau komin upp í sex og það er bara apríl.“ Lögreglumál Kynferðisofbeldi Reykjavík Tengdar fréttir Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Fleiri en ein hópnauðgun er til rannsóknar hjá miðlægri rannsóknardeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Einn er í farbanni vegna meintrar hópnauðgunar í Reykjavík fyrir rúmum tveimur vikum. 10. apríl 2025 16:53 Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Lögreglan hefur til rannsóknar meinta hópnauðgun í Reykjavík fyrir tveimur vikum. Þrír voru handteknir í tengslum við málið og sættu þeir gæsluvarðhaldi í fimm daga. Rannsókn stendur yfir. 6. apríl 2025 18:09 Mest lesið Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Innlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Innlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni Innlent Hringvegurinn opinn á ný Innlent Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Innlent Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent Langt í frá að málinu sé lokið Innlent Fleiri fréttir Enginn geti tekið að sér verkefni reynsluboltanna sem var sagt upp Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Strætó enn á eftir áætlun en opnun hringvegarins í vinnslu Innanlandsflugi aflýst vegna veðurs Ríkislögreglustjóra sagt að endurskoða reksturinn og allt á floti í hlákunni Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Bein útsending: Langvinn einkenni Covid Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Hringvegurinn opinn á ný Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg og tímabundin ráðning ráðgjafans ekki endurnýjuð Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Guðmundur fetar í fótspor Sivjar Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Sjá meira
Greint var frá því fyrir tíu dögum síðan að þrír hefðu verið handteknir í tengslum við meinta hópnauðgun í Reykjavík og að þeir hefðu sætt gæsluvarðhaldi í fimm daga. Einn mannanna er í farbanni. Málið er ekki það eina, þar sem sakborningar eru tveir eða fleiri, sem er á borði lögreglu. „Núna í dag erum við með sex mál, þessi sex mál eru mál frá þessu ári,“ segir Bylgja Hrönn Baldursdóttir, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá kynferðisbrotadeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Misjafnt er hve margir sakborningarnir eru. Bylgja segir þá fleiri en tvo og fleiri en þrjá í sumum málanna. Vel geti verið að þegar líður á rannsókn málanna að einhverjir missi réttarstöðu sakbornings. Meðalaldur bæði brotaþola og gerenda er á svipuðu róli, frá átján ára upp undir fertugt. Líklegt að fleiri mál verði tilkynnt á næstu vikum Samkvæmt heimildum fréttastofu er annað mál af þessu tagi á leið inn á borð lögreglu, þar sem einn meintra gerenda er þegar sakborningur í hópnauðgunarmáli sem er til rannsóknar hjá lögreglu. Eru dæmi um að það sé sami gerandi í einhverjum málum? „Eins og staðan er núna þá er ekki en ég hef heyrt af því. Ég á alveg von á því að það komi fleiri mál inn núna miðað við það sem við erum að sjá á samfélagsmiðlum,“ segir Bylgja. Allt að tíu mál á ári Frá árinu 2020 hafa milli sex og tíu mál af þessu tagi ratað inn á borð lögreglu, lang flest þeirra á höfuðborgarsvæðinu eða 39 af 47 á þessum sex árum. Það sem af er ári hafa sex hópnauðgunarmál komið inn á borð lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Það eru jafn mörg slík mál og komu upp á landinu öllu árið 2023. Vísir/Sara „Hérna eru náttúrulega flestir skemmtistaðir og meira af fólki þá eðli málsins samkvæmt koma fleiri mál til okkar,“ segir Bylgja. „Hlutfallslega myndi ég segja, núna er kominn miður apríl og við erum komin með sex mál. Síðan 2020 þá hefur þetta verið á bilinu sex upp í tíu mál. Mest tíu mál 2023 ef ég man rétt. Nú eru þau komin upp í sex og það er bara apríl.“
Lögreglumál Kynferðisofbeldi Reykjavík Tengdar fréttir Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Fleiri en ein hópnauðgun er til rannsóknar hjá miðlægri rannsóknardeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Einn er í farbanni vegna meintrar hópnauðgunar í Reykjavík fyrir rúmum tveimur vikum. 10. apríl 2025 16:53 Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Lögreglan hefur til rannsóknar meinta hópnauðgun í Reykjavík fyrir tveimur vikum. Þrír voru handteknir í tengslum við málið og sættu þeir gæsluvarðhaldi í fimm daga. Rannsókn stendur yfir. 6. apríl 2025 18:09 Mest lesið Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Innlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Innlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni Innlent Hringvegurinn opinn á ný Innlent Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Innlent Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent Langt í frá að málinu sé lokið Innlent Fleiri fréttir Enginn geti tekið að sér verkefni reynsluboltanna sem var sagt upp Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Strætó enn á eftir áætlun en opnun hringvegarins í vinnslu Innanlandsflugi aflýst vegna veðurs Ríkislögreglustjóra sagt að endurskoða reksturinn og allt á floti í hlákunni Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Bein útsending: Langvinn einkenni Covid Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Hringvegurinn opinn á ný Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg og tímabundin ráðning ráðgjafans ekki endurnýjuð Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Guðmundur fetar í fótspor Sivjar Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Sjá meira
Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Fleiri en ein hópnauðgun er til rannsóknar hjá miðlægri rannsóknardeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Einn er í farbanni vegna meintrar hópnauðgunar í Reykjavík fyrir rúmum tveimur vikum. 10. apríl 2025 16:53
Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Lögreglan hefur til rannsóknar meinta hópnauðgun í Reykjavík fyrir tveimur vikum. Þrír voru handteknir í tengslum við málið og sættu þeir gæsluvarðhaldi í fimm daga. Rannsókn stendur yfir. 6. apríl 2025 18:09