Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar 20. apríl 2025 07:00 Sandra Barilli er viðmælandi í Einkalífinu. Vísir/Einar „Lífið hefur náttúrulega breyst mjög mikið og þetta er búið að vera algjör rússíbani,“ segir leikkonan og lífskúnstnerinn Sandra Barilli sem hefur algjörlega slegið í gegn í sjónvarpsseríunni IceGuys. Sandra er viðmælandi í Einkalífinu þar sem hún fer yfir skrautlegt og skemmtilegt líf sitt á djúpum nótum. Hér má sjá viðtalið við Söndru í heild sinni: Klippa: Einkalífið - Sandra Barilli Sandra, sem er í dag 38 ára gömul, hefur komið víða við og leggur mikinn metnað í öll sín verkefni. Hún segir það jaðra við fullkomnunaráráttu en elskar fátt meira en að dreifa góðum víbrum og gleðja fólk, hvort sem það er þegar hún er að veislustýra, halda karaoke kvöld eða þegar hún heillar landsmenn á skjánum. Sandra hefur að sama skapi alla tíð verið óhrædd við að feta sinn eigin veg. „Mamma talar oft um það að þegar ég var svona ellefu ára gömul vildi ég skipta bol sem var með saumsprettu. Hún sendi mig bara eina í Kringluna, ég labbaði þangað ein, arkaði að afgreiðsluborðinu og sagði: Ég ætla að fá að skipta þessum bol. Mamma rifjar enn upp hvað hún er stolt af mér fyrir þetta,“ segir Sandra hlæjandi og bætir við: „Ég hef bara aldrei verið þannig að mér finnist óþægilegt til dæmis að taka um símann og hringja.“ Einleikur fyrir tvo hrjótandi túrista Sandra lærði leiklist í London en áttaði sig eftir námið á því að hana langaði ekki að fara þá leið í lífinu. Hún hefur unnið við umboðsmennsku, í alls kyns framleiðslu, mikið á bak við tjöldin. „Ég þekki svo vel til þeirra hliða bransans og það er rosa skrýtið að vera allt í einu komin hinum megin. Undarlegt en mér þykir samt mjög vænt um það og þetta er rosa gaman. Örlögin tróðu mér eiginlega bara fyrir framan kameruna.“ Í London tók Sandra þátt í alls kyns listrænum sýningum og listahátíðum og er mikill reynslubolti í fjölbreyttum áhorfendahópum. „Svo var ég með túristasýningu hér heima sem var klukkutíma einleikur um Íslendingasöguna. Stundum voru bara tveir áhorfendur. Ég gleymi því aldrei þegar þau voru fjögur og tveir sofnuðu. Það er ekkert eðlilega erfitt að halda uppi orku á sýningu sem krefst þess meira að segja að áhorfendur taki smá þátt en þá er einn hrjótandi,“ segir Sandra og skellihlær en bætir við að það hafi verið mjög góður skóli. Örlögin tróðu henni fyrir framan myndavélina Aðspurð afhverju hún hafi ákveðið að fjarlægja sig frá leiklistinni svarar Sandra: „Ég hugsaði bara það er ekki gaman að vera leikari. Hræðilegur vinnutími, þú þarft stöðugt að vera að selja þig til annarra og mér fannst þetta bara ekki skemmtilegt, allt bak við tjöldin heillaði mig mikið meira.“ Örlögin tróðu gleðipinnanum Söndru Barilli fyrir framan myndavélina.Vísir/Einar Svo átti þetta auðvitað eftir að gjörbreytast, þegar Hannes Þór Halldórsson hjá Atlavík bað Söndru í gamni að lesa nokkrar línur úr handriti fyrir þættina IceGuys. „Allar þær breytingar sem hafa orðið á mínu lífi eru náttúrulega bara út af þessu. Stundum líður mér eins og ég sé að bregðast við kosmósinu bara. Áður en ég fékk þetta hlutverk var ég búin að vera að hugsa að það gæti verið skemmtilegt að fara að veislustýra meira. Núna er náttúrulega búið að opna þær dyr upp á gátt og fólk veit að hverju það gengur. Ég þarf ekki að mæta og segja: Ég heiti Sandra og ég er mjög skemmtileg.“ Fyndnasta augnablikið berrössuð í Vesturbæjarlaug Henni hefur aldrei þótt óþægilegt að koma fram en segist þó hafa meira gaman að því að sjá fólk í stuði en að endilega taka pláss. „Mér finnst athygli ekki óþægileg en ég sækist ekki í hana. Það er eitthvað i manni sem vill ekki vera miðpunkturinn heldur vil ég frekar beina þessu á fólkið, þið eruð frábær, tölum frekar um ykkur. Ég held að ég sé ekki nógu athyglissjúk. Ég vil alltaf bara standa mig vel og búa til góðar víbrur.“ Börn landsins halda mörg hver að hún heiti í raun og veru Mollý og hefur Sandra mjög gaman að því. „Fyndnasta svona mómentið þegar ég var í klefanum í Vesturbæjarlauginni. Við vorum þarna berrassaðar þegar það kemur kona og segir: Nei, maður er bara með umboðsmann Íslands hér við hliðina á mér! Svona augnablik eru mjög fyndin, það fylgir þessu auðvitað og þetta er bara mjög gaman.“ Sandra Barilli fer mikið í sund og er fastagestur í Vesturbæjarlauginni.Vísir/Einar Barilli svo enginn myndi brjótast inn Sandra fór í skiptinám til Ítalíu þegar hún stundaði nám við Menntaskólann í Reykjavík og átti það eftir að hafa djúpstæð áhrif á hennar líf. Um tíma stefndi hún aftur út í meira nám en fann svo að lífið á Íslandi heillaði hana. „Barilli er nafnið á fjölskyldunni sem ég var hjá úti og ég lærði ótrúlega mikið af þeim. Þegar spjallsíður og annað voru tiltölulega nýjar af nálinni var ég alltaf að passa mig að koma ekki fram undir réttu nafni á Internetinu. Þá mátti alls ekki segja hvar þú ættir heima því annars gæti verið brotist inn til þín. Þá hugsaði ég Sandra Barilli, auðvitað, þá er ekki hægt að brjótast inn til mín.“ Hvorki tími né áhugi á stefnumótasenunni Sandra á í góðu sambandi við sjálfa sig og er ekki að leita eftir maka til að raska því. „Ég get ekki sagt að ég sé aktíft að leita að ástinni. Mér líður mjög vel með mér. Mér finnst ekki óþægilegt að vera ein. Ég tala líka við sjálfa mig stundum, ég finn að ég þarf líka oft að tala við sjálfa mig því annars síga kinnarnar mínar, þær eru svolítið þungar og það verður eins og ég sé leið,“ segir Sandra kímin. „Ef ég er úti að ganga að hlusta á eitthvað sem er ekki fyndið og er ekki búin að tala upphátt í einhvern tíma þá heldur fólk stundum sem hittir mig á förnum vegi að ég sé eitthvað mega fýld.“ Hún hefur að sama skapi ekki verið að setja sjálfa sig inn í stefnumótasenuna hérlendis. „Ég hef nóg annað að gera,“ segir hún hlæjandi og bætir við: „Ég myndi líka ekki vilja skekja mínu lífi bara af því bara. Ég er ekki að fara að byrja með einhverjum út af því samfélagið segir það. Take that samfélag.“ Mikil lífsgleði og leyfir sér að vera leið Það er ótal margt spennandi á döfinni hjá Söndru sem er að ljúka við tökur á þriðju seríu IceGuys sem hin kaotíska og ástsæla Mollý. Sandra tekur lífinu opnum örmum, þarf ekki að setja sér afmarkaða stefnu og heldur fast í jákvæðnina. „Lífsgleðin er það sem við höfum. Ég er samt ekki feimin við að vera leið og finnst það ekki óþægilegt. Ég held að það sé líka mikilvægt, því ég er mjög hress að eðlisfari og það er ekki einhver karakter sem ég er að setja á stokk, það er ég sjálf. Mér líður vel í samskiptum við fólk og ég hef bara gaman að svo mörgu. Svo er líka svo skemmtilegt að maður er aldrei búinn að læra allt, ég bíð spennt eftir því næsta sem kemur því þá lærir maður eitthvað nýtt.“ Einkalífið Ástin og lífið Bíó og sjónvarp Mest lesið „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Lífið Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Lífið Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum Lífið Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Sjálfið okkar: Að verða okkar besta útgáfa Áskorun Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ Áskorun Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Lífið Fleiri fréttir Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Krakkatían: Páskar, söngkeppnir og afmælisbörn Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Veikindafríi Páls Óskars lokið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Sunneva og Benedikt trúlofuð Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Sjá meira
Hér má sjá viðtalið við Söndru í heild sinni: Klippa: Einkalífið - Sandra Barilli Sandra, sem er í dag 38 ára gömul, hefur komið víða við og leggur mikinn metnað í öll sín verkefni. Hún segir það jaðra við fullkomnunaráráttu en elskar fátt meira en að dreifa góðum víbrum og gleðja fólk, hvort sem það er þegar hún er að veislustýra, halda karaoke kvöld eða þegar hún heillar landsmenn á skjánum. Sandra hefur að sama skapi alla tíð verið óhrædd við að feta sinn eigin veg. „Mamma talar oft um það að þegar ég var svona ellefu ára gömul vildi ég skipta bol sem var með saumsprettu. Hún sendi mig bara eina í Kringluna, ég labbaði þangað ein, arkaði að afgreiðsluborðinu og sagði: Ég ætla að fá að skipta þessum bol. Mamma rifjar enn upp hvað hún er stolt af mér fyrir þetta,“ segir Sandra hlæjandi og bætir við: „Ég hef bara aldrei verið þannig að mér finnist óþægilegt til dæmis að taka um símann og hringja.“ Einleikur fyrir tvo hrjótandi túrista Sandra lærði leiklist í London en áttaði sig eftir námið á því að hana langaði ekki að fara þá leið í lífinu. Hún hefur unnið við umboðsmennsku, í alls kyns framleiðslu, mikið á bak við tjöldin. „Ég þekki svo vel til þeirra hliða bransans og það er rosa skrýtið að vera allt í einu komin hinum megin. Undarlegt en mér þykir samt mjög vænt um það og þetta er rosa gaman. Örlögin tróðu mér eiginlega bara fyrir framan kameruna.“ Í London tók Sandra þátt í alls kyns listrænum sýningum og listahátíðum og er mikill reynslubolti í fjölbreyttum áhorfendahópum. „Svo var ég með túristasýningu hér heima sem var klukkutíma einleikur um Íslendingasöguna. Stundum voru bara tveir áhorfendur. Ég gleymi því aldrei þegar þau voru fjögur og tveir sofnuðu. Það er ekkert eðlilega erfitt að halda uppi orku á sýningu sem krefst þess meira að segja að áhorfendur taki smá þátt en þá er einn hrjótandi,“ segir Sandra og skellihlær en bætir við að það hafi verið mjög góður skóli. Örlögin tróðu henni fyrir framan myndavélina Aðspurð afhverju hún hafi ákveðið að fjarlægja sig frá leiklistinni svarar Sandra: „Ég hugsaði bara það er ekki gaman að vera leikari. Hræðilegur vinnutími, þú þarft stöðugt að vera að selja þig til annarra og mér fannst þetta bara ekki skemmtilegt, allt bak við tjöldin heillaði mig mikið meira.“ Örlögin tróðu gleðipinnanum Söndru Barilli fyrir framan myndavélina.Vísir/Einar Svo átti þetta auðvitað eftir að gjörbreytast, þegar Hannes Þór Halldórsson hjá Atlavík bað Söndru í gamni að lesa nokkrar línur úr handriti fyrir þættina IceGuys. „Allar þær breytingar sem hafa orðið á mínu lífi eru náttúrulega bara út af þessu. Stundum líður mér eins og ég sé að bregðast við kosmósinu bara. Áður en ég fékk þetta hlutverk var ég búin að vera að hugsa að það gæti verið skemmtilegt að fara að veislustýra meira. Núna er náttúrulega búið að opna þær dyr upp á gátt og fólk veit að hverju það gengur. Ég þarf ekki að mæta og segja: Ég heiti Sandra og ég er mjög skemmtileg.“ Fyndnasta augnablikið berrössuð í Vesturbæjarlaug Henni hefur aldrei þótt óþægilegt að koma fram en segist þó hafa meira gaman að því að sjá fólk í stuði en að endilega taka pláss. „Mér finnst athygli ekki óþægileg en ég sækist ekki í hana. Það er eitthvað i manni sem vill ekki vera miðpunkturinn heldur vil ég frekar beina þessu á fólkið, þið eruð frábær, tölum frekar um ykkur. Ég held að ég sé ekki nógu athyglissjúk. Ég vil alltaf bara standa mig vel og búa til góðar víbrur.“ Börn landsins halda mörg hver að hún heiti í raun og veru Mollý og hefur Sandra mjög gaman að því. „Fyndnasta svona mómentið þegar ég var í klefanum í Vesturbæjarlauginni. Við vorum þarna berrassaðar þegar það kemur kona og segir: Nei, maður er bara með umboðsmann Íslands hér við hliðina á mér! Svona augnablik eru mjög fyndin, það fylgir þessu auðvitað og þetta er bara mjög gaman.“ Sandra Barilli fer mikið í sund og er fastagestur í Vesturbæjarlauginni.Vísir/Einar Barilli svo enginn myndi brjótast inn Sandra fór í skiptinám til Ítalíu þegar hún stundaði nám við Menntaskólann í Reykjavík og átti það eftir að hafa djúpstæð áhrif á hennar líf. Um tíma stefndi hún aftur út í meira nám en fann svo að lífið á Íslandi heillaði hana. „Barilli er nafnið á fjölskyldunni sem ég var hjá úti og ég lærði ótrúlega mikið af þeim. Þegar spjallsíður og annað voru tiltölulega nýjar af nálinni var ég alltaf að passa mig að koma ekki fram undir réttu nafni á Internetinu. Þá mátti alls ekki segja hvar þú ættir heima því annars gæti verið brotist inn til þín. Þá hugsaði ég Sandra Barilli, auðvitað, þá er ekki hægt að brjótast inn til mín.“ Hvorki tími né áhugi á stefnumótasenunni Sandra á í góðu sambandi við sjálfa sig og er ekki að leita eftir maka til að raska því. „Ég get ekki sagt að ég sé aktíft að leita að ástinni. Mér líður mjög vel með mér. Mér finnst ekki óþægilegt að vera ein. Ég tala líka við sjálfa mig stundum, ég finn að ég þarf líka oft að tala við sjálfa mig því annars síga kinnarnar mínar, þær eru svolítið þungar og það verður eins og ég sé leið,“ segir Sandra kímin. „Ef ég er úti að ganga að hlusta á eitthvað sem er ekki fyndið og er ekki búin að tala upphátt í einhvern tíma þá heldur fólk stundum sem hittir mig á förnum vegi að ég sé eitthvað mega fýld.“ Hún hefur að sama skapi ekki verið að setja sjálfa sig inn í stefnumótasenuna hérlendis. „Ég hef nóg annað að gera,“ segir hún hlæjandi og bætir við: „Ég myndi líka ekki vilja skekja mínu lífi bara af því bara. Ég er ekki að fara að byrja með einhverjum út af því samfélagið segir það. Take that samfélag.“ Mikil lífsgleði og leyfir sér að vera leið Það er ótal margt spennandi á döfinni hjá Söndru sem er að ljúka við tökur á þriðju seríu IceGuys sem hin kaotíska og ástsæla Mollý. Sandra tekur lífinu opnum örmum, þarf ekki að setja sér afmarkaða stefnu og heldur fast í jákvæðnina. „Lífsgleðin er það sem við höfum. Ég er samt ekki feimin við að vera leið og finnst það ekki óþægilegt. Ég held að það sé líka mikilvægt, því ég er mjög hress að eðlisfari og það er ekki einhver karakter sem ég er að setja á stokk, það er ég sjálf. Mér líður vel í samskiptum við fólk og ég hef bara gaman að svo mörgu. Svo er líka svo skemmtilegt að maður er aldrei búinn að læra allt, ég bíð spennt eftir því næsta sem kemur því þá lærir maður eitthvað nýtt.“
Einkalífið Ástin og lífið Bíó og sjónvarp Mest lesið „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Lífið Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Lífið Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum Lífið Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Sjálfið okkar: Að verða okkar besta útgáfa Áskorun Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ Áskorun Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Lífið Fleiri fréttir Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Krakkatían: Páskar, söngkeppnir og afmælisbörn Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Veikindafríi Páls Óskars lokið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Sunneva og Benedikt trúlofuð Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Sjá meira
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp