Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Ágúst Orri Arnarson skrifar 16. apríl 2025 07:33 Eiður Smári var fjórum mánuðum eldri en Sigurður Breki Kárason þegar hann lék sinn fyrsta leik í byrjunarliði í efstu deild. Getty/Francis Glibbery/Sigurjón Hinn fimmtán ára gamli Sigurður Breki Kárason er yngsti byrjunarliðsmaður í sögu efstu deildar en metið var áður í eigu Eiðs Smára Guðjohnsen, eins besta leikmanns Íslands frá upphafi. Óvænt ánægja að hans sögn. Hæfileikana fær hann frá móður sinni. Sigurður er fæddur í desember árið 2009. Fimmtán ára og 125 daga gamall þegar leikurinn fór fram á mánudag, rúmum fjórum mánuðum yngri en Eiður var þegar hann byrjaði sinn fyrsta leik. „Þetta er að sjálfsögðu mikill heiður og ég var ekki að búast við þessu… Ég var náttúrulega alveg stressaður fyrst, en svo þegar leið á og styttist í leikinn þá varð ég bara spenntur“ sagði Sigurður í viðtali sem var sýnt í Sportpakkanum í gærkvöldi og má sjá hér fyrir neðan. Sigurður stóð sig vel í leiknum, lék allar níutíu mínúturnar og var valinn maður leiksins af stuðningsmönnum KR. „Það var náttúrulega bara geggjuð tilfinning og gaman að byrja þetta svona.“ Fær hæfileikana frá mömmu Yfirleitt þegar svona ungir leikmenn skjótast skyndilega upp á stjörnuhimininn eru þeir íþróttaættaðir, af afreksfólki komnir. Sigurður sagði svo ekki vera, en þakkar móður sinni fyrir að erfa hann góðum eiginleikum. „Ég held að ég fái [hæfileikana] frá mömmu. Hún er með þyngdarpunktinn, sem er minn helsti styrkleiki.“ Sigurður mundar skotfótinn.vísir / guðmundur Sigurður leiðrétti síðan misskilning sem var á margra vörum eftir leikinn. Hann er ekki 155 sentimetrar á hæð, heldur 162 sentimetrar. Örlítið minni en Lionel Messi, en er auðvitað aðeins fimmtán ára og á eftir að stækka. „Já, ég á nóg inni“ sagði Sigurður, sem glímdi mikið við Hólmar Örn í leiknum, varnarmann Vals og vöðvabúnt sem er svona um það bil hundrað kíló. Var það ekkert erfitt? „Nei, ég spilaði bara minn leik og lét það ekkert trufla mig.“ Viðtalið í heild sinni má sjá í spilaranum að ofan. Næsti leikur KR er gegn KÁ í bikarnum. Liðið heimsækir síðan FH næsta miðvikudag. Eiður Smári Guðjohnsen og Sigurður Breki Kárason.Getty Besta deild karla KR Mest lesið Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Sport Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Íslenski boltinn Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Íslenski boltinn Sigurvegarinn Þorsteinn: „Það má ekki á Íslandi“ Sport „Síðasti leggurinn var helvíti þungur“ Sport „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Fótbolti Leik lokið: Svíþjóð 4 - 1 Þýskaland | Úrslitaleikur um efsta sætið Fótbolti Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? Fótbolti Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Körfubolti Landslið Íslands í golfi gerði það gott á EM Sport Fleiri fréttir Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Lárus Orri byrjaður að bæta við sig „Við erum að gera eitthvað rétt“ Á góðum stað fyrir mikil átök Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Sjáðu glæsimark Óla Vals og öll hin í Mosfellsbæ Halldór: „Þetta er kannski lægsta orku-level sem ég hef séð hjá liðinu í sumar“ Njarðvíkingar flugu á toppinn með stórsigri í Grindavík Uppgjörið: Afturelding-Breiðablik 2-2 | Meisturum Blika fataðist flugið Sjá meira
Sigurður er fæddur í desember árið 2009. Fimmtán ára og 125 daga gamall þegar leikurinn fór fram á mánudag, rúmum fjórum mánuðum yngri en Eiður var þegar hann byrjaði sinn fyrsta leik. „Þetta er að sjálfsögðu mikill heiður og ég var ekki að búast við þessu… Ég var náttúrulega alveg stressaður fyrst, en svo þegar leið á og styttist í leikinn þá varð ég bara spenntur“ sagði Sigurður í viðtali sem var sýnt í Sportpakkanum í gærkvöldi og má sjá hér fyrir neðan. Sigurður stóð sig vel í leiknum, lék allar níutíu mínúturnar og var valinn maður leiksins af stuðningsmönnum KR. „Það var náttúrulega bara geggjuð tilfinning og gaman að byrja þetta svona.“ Fær hæfileikana frá mömmu Yfirleitt þegar svona ungir leikmenn skjótast skyndilega upp á stjörnuhimininn eru þeir íþróttaættaðir, af afreksfólki komnir. Sigurður sagði svo ekki vera, en þakkar móður sinni fyrir að erfa hann góðum eiginleikum. „Ég held að ég fái [hæfileikana] frá mömmu. Hún er með þyngdarpunktinn, sem er minn helsti styrkleiki.“ Sigurður mundar skotfótinn.vísir / guðmundur Sigurður leiðrétti síðan misskilning sem var á margra vörum eftir leikinn. Hann er ekki 155 sentimetrar á hæð, heldur 162 sentimetrar. Örlítið minni en Lionel Messi, en er auðvitað aðeins fimmtán ára og á eftir að stækka. „Já, ég á nóg inni“ sagði Sigurður, sem glímdi mikið við Hólmar Örn í leiknum, varnarmann Vals og vöðvabúnt sem er svona um það bil hundrað kíló. Var það ekkert erfitt? „Nei, ég spilaði bara minn leik og lét það ekkert trufla mig.“ Viðtalið í heild sinni má sjá í spilaranum að ofan. Næsti leikur KR er gegn KÁ í bikarnum. Liðið heimsækir síðan FH næsta miðvikudag. Eiður Smári Guðjohnsen og Sigurður Breki Kárason.Getty
Besta deild karla KR Mest lesið Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Sport Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Íslenski boltinn Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Íslenski boltinn Sigurvegarinn Þorsteinn: „Það má ekki á Íslandi“ Sport „Síðasti leggurinn var helvíti þungur“ Sport „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Fótbolti Leik lokið: Svíþjóð 4 - 1 Þýskaland | Úrslitaleikur um efsta sætið Fótbolti Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? Fótbolti Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Körfubolti Landslið Íslands í golfi gerði það gott á EM Sport Fleiri fréttir Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Lárus Orri byrjaður að bæta við sig „Við erum að gera eitthvað rétt“ Á góðum stað fyrir mikil átök Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Sjáðu glæsimark Óla Vals og öll hin í Mosfellsbæ Halldór: „Þetta er kannski lægsta orku-level sem ég hef séð hjá liðinu í sumar“ Njarðvíkingar flugu á toppinn með stórsigri í Grindavík Uppgjörið: Afturelding-Breiðablik 2-2 | Meisturum Blika fataðist flugið Sjá meira