„Við erum búnir að brenna skipin“ Ágúst Orri Arnarson skrifar 14. apríl 2025 23:31 Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari KR, fór að venju mikinn í viðtali eftir leik. Vísir/Vilhelm Óskar Hrafn Þorvaldsson og hans einstaklega skemmtilega tegund af fótbolta skilaði KR hádramatísku 3-3 jafntefli gegn Val. Hann segir mistök einu leiðina til að læra, liðið mætti missa boltann sjaldnar, en frá leikfræðinni mun hann aldrei hörfa. Líkt og Hernán Cortés árið 1519 er Óskar búinn að brenna öll sín skip. Þróun leiksins „Með mínum gleraugum fannst mér við betri fyrsta hálftímann. Síðan komu Valsmenn sterkir síðasta korterið í fyrri hálfleik, tóku gjörsamlega yfir leikinn þá. Þeir voru að hóta marki og fengu það síðan undir lok hálfleiksins… Mér fannst við vera töluvert sterkari í seinni hálfleik og ég er auðvitað gríðarlega stoltur af þessu liði. Þessi leikur henti mörgum áskorunum í andlitið á okkur, eins og sást var alls ekki sama varnarlína sem byrjaði leikinn og endaði leikinn… Miðað við það, margir leikmenn að spila úr stöðu og fengu verkefni sem þeir eru kannski ekki vanir, þá er ég bara gríðarlega ánægður og stoltur af liðinu… Það hefði verið auðvelt að missa móðinn en það var mjög sterkt að finna það á hliðarlínunni, trúnna sem leikmennirnir höfðu að við gætum komið til baka. Við hefðum haldið áfram fram á miðnætti ef að því er að skipta. Mér fannst þetta það minnsta sem við áttum skilið úr þessum leik“ sagði Óskar fljótlega eftir leik. Sá ekki vafaatriðin Óskar sá ekki atvikið, vítaspyrnudóminn sem skilaði KR stiginu, nógu vel til að geta tjáð sig um það. Ekki frekar en brot Tryggva Hrafns fyrr í leiknum, sem margir KR-ingar vildu sjá rautt spjald fyrir. Engar áhyggjur af meiðslalistanum Þrátt fyrir mörg meiðsli í öftustu línu hefur Óskar ekki áhyggjur. Miðverðirnir Gyrðir og Finnur og hægri bakvörðurinn Ástbjörn fóru allir meiddir af velli. Þá voru þegar margir varnarmenn meiddir. „Ég get ekki verið áhyggjufullur, ég er það ánægður með liðið og þá sem komu inn og stóðu vaktina í vörninni. Við finnum alltaf leiðir“ sagði Óskar. Munu ekki hörfa og munu ekki leggjast Öll mörkin sem Valur skoraði komu eftir mistök í öftustu línu KR. Ekki er reiknað með að liðið hverfi frá þeirri leikfræði, að spila boltanum upp úr vörninni, þannig að leikir KR verða væntanlega margir eins og þessi: Endanna á milli og mikið skorað. „Ég get allavega lofað því, nei við erum ekki að fara að hætta. Við erum ekki að fara að spila með belti, axlabönd og áhættutryggingu frá Lloyd‘s í Bretlandi, ég get alveg lofað þér því… Hins vegar þurfum við samt að fara betur með boltann, ekki gera alveg svona mörg mistök, en auðvitað hefur það líka áhrif að ég neyðist til að hrófla við liðinu. Það vantar ákveðinn takt sem myndast ef menn ná að stilla upp sama liði nokkra leiki í röð, það hefur ekki tekist hingað til… Ég hef sagt að eina leiðin til að læra og verða betri er að gera mistök… Í grunninn er þessi hugmyndafræði brothætt, menn eru berskjaldaðir og mistökin geta verið dýrkeypt, en ég mun ekki refsa mönnum fyrir að reyna að gera það sem við viljum gera… Við erum búnir að brenna skipin. Það verður ekki aftur snúið. Við hefðum sótt fjórða markið ef við hefðum haft tíma til þess. Ef við hefðum verið 3-2 yfir hefðum við samt reynt að skora 4-2. Við munum ekki hörfa, við munum ekki leggjast. Stundum ýta lið okkur niður, bara eðlilega geta góð lið ýtt okkur niður í einhvern tíma, en við munum alltaf reyna að komast upp aftur. Þannig er það bara og jú, vonandi verða þessir leikir áfram skemmtilegir, ég geri ráð fyrir því. Við erum opnir í níutíu mínútur og góð lið geta komið sér í færi á þeim tíma, en þá þurfum við bara að skora fleiri“ sagði Óskar að lokum og vísaði þar í spænska landvinningamanninn Hernán Cortés, sem brenndi öll skip sín eftir að hafa siglt þeim til Mexíkó árið 1519. Besta deild karla KR Mest lesið Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum Íslenski boltinn Handtekin fyrir að lemja kærastann en hann vildi ekki kæra Sport Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög Körfubolti Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Körfubolti Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Enski boltinn Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fótbolti „Erfið og flókin staða“ Enski boltinn Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun Enski boltinn „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Íslenski boltinn „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Handbolti Fleiri fréttir „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 3-2 | Blikar í úrslit eftir ótrúlega endurkomu „Nákvæmlega það sem ég hef verið að sjá fyrir mér“ KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur ÍR aftur á toppinn Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Sjá meira
Þróun leiksins „Með mínum gleraugum fannst mér við betri fyrsta hálftímann. Síðan komu Valsmenn sterkir síðasta korterið í fyrri hálfleik, tóku gjörsamlega yfir leikinn þá. Þeir voru að hóta marki og fengu það síðan undir lok hálfleiksins… Mér fannst við vera töluvert sterkari í seinni hálfleik og ég er auðvitað gríðarlega stoltur af þessu liði. Þessi leikur henti mörgum áskorunum í andlitið á okkur, eins og sást var alls ekki sama varnarlína sem byrjaði leikinn og endaði leikinn… Miðað við það, margir leikmenn að spila úr stöðu og fengu verkefni sem þeir eru kannski ekki vanir, þá er ég bara gríðarlega ánægður og stoltur af liðinu… Það hefði verið auðvelt að missa móðinn en það var mjög sterkt að finna það á hliðarlínunni, trúnna sem leikmennirnir höfðu að við gætum komið til baka. Við hefðum haldið áfram fram á miðnætti ef að því er að skipta. Mér fannst þetta það minnsta sem við áttum skilið úr þessum leik“ sagði Óskar fljótlega eftir leik. Sá ekki vafaatriðin Óskar sá ekki atvikið, vítaspyrnudóminn sem skilaði KR stiginu, nógu vel til að geta tjáð sig um það. Ekki frekar en brot Tryggva Hrafns fyrr í leiknum, sem margir KR-ingar vildu sjá rautt spjald fyrir. Engar áhyggjur af meiðslalistanum Þrátt fyrir mörg meiðsli í öftustu línu hefur Óskar ekki áhyggjur. Miðverðirnir Gyrðir og Finnur og hægri bakvörðurinn Ástbjörn fóru allir meiddir af velli. Þá voru þegar margir varnarmenn meiddir. „Ég get ekki verið áhyggjufullur, ég er það ánægður með liðið og þá sem komu inn og stóðu vaktina í vörninni. Við finnum alltaf leiðir“ sagði Óskar. Munu ekki hörfa og munu ekki leggjast Öll mörkin sem Valur skoraði komu eftir mistök í öftustu línu KR. Ekki er reiknað með að liðið hverfi frá þeirri leikfræði, að spila boltanum upp úr vörninni, þannig að leikir KR verða væntanlega margir eins og þessi: Endanna á milli og mikið skorað. „Ég get allavega lofað því, nei við erum ekki að fara að hætta. Við erum ekki að fara að spila með belti, axlabönd og áhættutryggingu frá Lloyd‘s í Bretlandi, ég get alveg lofað þér því… Hins vegar þurfum við samt að fara betur með boltann, ekki gera alveg svona mörg mistök, en auðvitað hefur það líka áhrif að ég neyðist til að hrófla við liðinu. Það vantar ákveðinn takt sem myndast ef menn ná að stilla upp sama liði nokkra leiki í röð, það hefur ekki tekist hingað til… Ég hef sagt að eina leiðin til að læra og verða betri er að gera mistök… Í grunninn er þessi hugmyndafræði brothætt, menn eru berskjaldaðir og mistökin geta verið dýrkeypt, en ég mun ekki refsa mönnum fyrir að reyna að gera það sem við viljum gera… Við erum búnir að brenna skipin. Það verður ekki aftur snúið. Við hefðum sótt fjórða markið ef við hefðum haft tíma til þess. Ef við hefðum verið 3-2 yfir hefðum við samt reynt að skora 4-2. Við munum ekki hörfa, við munum ekki leggjast. Stundum ýta lið okkur niður, bara eðlilega geta góð lið ýtt okkur niður í einhvern tíma, en við munum alltaf reyna að komast upp aftur. Þannig er það bara og jú, vonandi verða þessir leikir áfram skemmtilegir, ég geri ráð fyrir því. Við erum opnir í níutíu mínútur og góð lið geta komið sér í færi á þeim tíma, en þá þurfum við bara að skora fleiri“ sagði Óskar að lokum og vísaði þar í spænska landvinningamanninn Hernán Cortés, sem brenndi öll skip sín eftir að hafa siglt þeim til Mexíkó árið 1519.
Besta deild karla KR Mest lesið Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum Íslenski boltinn Handtekin fyrir að lemja kærastann en hann vildi ekki kæra Sport Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög Körfubolti Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Körfubolti Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Enski boltinn Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fótbolti „Erfið og flókin staða“ Enski boltinn Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun Enski boltinn „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Íslenski boltinn „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Handbolti Fleiri fréttir „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 3-2 | Blikar í úrslit eftir ótrúlega endurkomu „Nákvæmlega það sem ég hef verið að sjá fyrir mér“ KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur ÍR aftur á toppinn Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Sjá meira