Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 14. apríl 2025 20:45 Ásmundur segir ljóst að um skipulagða glæpastarfsemi sé að ræða. Vísir/Vilhelm Erlendir glæpahópar koma gagngert til landsins til þess að stunda vasaþjófnað. Fjörutíu mál hafa ratað inn á borð lögreglunnar frá áramótum, á höfuðborgarsvæðinu og Suðurlandi. „Það er alveg ljóst að þarna erum við að eiga við skipulagða brotastarfsemi,“ segir Ásmundur Rúnar Gylfason, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu en hann ræddi vasaþjófnað í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Hann segir skipulagða glæpahópa senda fólk til landsins til að stunda vasaþjófnað og það hverfi svo af landi brott áður en að lögreglunni tekst að hafa hendur í hári þeirra. Tuttugu mál séu á borði lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu og önnur tuttugu á borði lögreglunnar á Suðurlandi. Tæmdi milljón af korti ferðamanns Ásmundur segir lögregluna á Suðurlandi hafa hrundið af stað átaki til að sporna við vasaþjófnaði og að lögreglan á höfuðborgarsvæðinu sé með óeinkennisklædda lögreglumenn á helstu ferðamannastöðum í borginni, Skólavörðustíg og Laugarvegi til að mynda, en að enn hafi þeim ekki tekist að koma í veg fyrir vasaþjófnað eða handtaka þjófana. Hann segir aðferðir vasaþjófanna hefðbundnar. Þjófarnir sækist helst eftir veskjum og taka þá kreditkort og peningaseðla. Ásmundur segir einnig að einn þjófanna hefði náð að stela kreditkorti ferðamanns í verslun í Reykjavík og notað fyrir tæpa milljón króna. „Ef fólk verður vitni að einhverju svona að þá tilkynna til lögreglu um leið, bara staðsetningu, og við munum reyna að bregðast við eins hratt og við getum því við viljum reyna að hafa hendur í hári þessa fólks,“ segir Ásmundur. Öll fórnarlömb erlendir ferðamenn Hann hvetur fyrirtæki í ferðaþjónustunni til að upplýsa viðskiptavini sína um hvað þeir geti gert til að forðast það að verða fyrir barðinu á þjófunum. Jafnframt segir hann að í öllum skráðum tilfellum væru fórnarlömbin erlendir ferðamenn. „Þetta er ekki góð þróun en við reynum hvað við getum og höldum áfram að rannsaka þessi mál,“ segir hann. Ferðaþjónusta Lögreglumál Mest lesið Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent Líkamsárás í farþegaskipi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl Erlent Fleiri fréttir Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Sjá meira
„Það er alveg ljóst að þarna erum við að eiga við skipulagða brotastarfsemi,“ segir Ásmundur Rúnar Gylfason, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu en hann ræddi vasaþjófnað í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Hann segir skipulagða glæpahópa senda fólk til landsins til að stunda vasaþjófnað og það hverfi svo af landi brott áður en að lögreglunni tekst að hafa hendur í hári þeirra. Tuttugu mál séu á borði lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu og önnur tuttugu á borði lögreglunnar á Suðurlandi. Tæmdi milljón af korti ferðamanns Ásmundur segir lögregluna á Suðurlandi hafa hrundið af stað átaki til að sporna við vasaþjófnaði og að lögreglan á höfuðborgarsvæðinu sé með óeinkennisklædda lögreglumenn á helstu ferðamannastöðum í borginni, Skólavörðustíg og Laugarvegi til að mynda, en að enn hafi þeim ekki tekist að koma í veg fyrir vasaþjófnað eða handtaka þjófana. Hann segir aðferðir vasaþjófanna hefðbundnar. Þjófarnir sækist helst eftir veskjum og taka þá kreditkort og peningaseðla. Ásmundur segir einnig að einn þjófanna hefði náð að stela kreditkorti ferðamanns í verslun í Reykjavík og notað fyrir tæpa milljón króna. „Ef fólk verður vitni að einhverju svona að þá tilkynna til lögreglu um leið, bara staðsetningu, og við munum reyna að bregðast við eins hratt og við getum því við viljum reyna að hafa hendur í hári þessa fólks,“ segir Ásmundur. Öll fórnarlömb erlendir ferðamenn Hann hvetur fyrirtæki í ferðaþjónustunni til að upplýsa viðskiptavini sína um hvað þeir geti gert til að forðast það að verða fyrir barðinu á þjófunum. Jafnframt segir hann að í öllum skráðum tilfellum væru fórnarlömbin erlendir ferðamenn. „Þetta er ekki góð þróun en við reynum hvað við getum og höldum áfram að rannsaka þessi mál,“ segir hann.
Ferðaþjónusta Lögreglumál Mest lesið Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent Líkamsárás í farþegaskipi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl Erlent Fleiri fréttir Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Sjá meira