Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 14. apríl 2025 20:45 Ásmundur segir ljóst að um skipulagða glæpastarfsemi sé að ræða. Vísir/Vilhelm Erlendir glæpahópar koma gagngert til landsins til þess að stunda vasaþjófnað. Fjörutíu mál hafa ratað inn á borð lögreglunnar frá áramótum, á höfuðborgarsvæðinu og Suðurlandi. „Það er alveg ljóst að þarna erum við að eiga við skipulagða brotastarfsemi,“ segir Ásmundur Rúnar Gylfason, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu en hann ræddi vasaþjófnað í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Hann segir skipulagða glæpahópa senda fólk til landsins til að stunda vasaþjófnað og það hverfi svo af landi brott áður en að lögreglunni tekst að hafa hendur í hári þeirra. Tuttugu mál séu á borði lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu og önnur tuttugu á borði lögreglunnar á Suðurlandi. Tæmdi milljón af korti ferðamanns Ásmundur segir lögregluna á Suðurlandi hafa hrundið af stað átaki til að sporna við vasaþjófnaði og að lögreglan á höfuðborgarsvæðinu sé með óeinkennisklædda lögreglumenn á helstu ferðamannastöðum í borginni, Skólavörðustíg og Laugarvegi til að mynda, en að enn hafi þeim ekki tekist að koma í veg fyrir vasaþjófnað eða handtaka þjófana. Hann segir aðferðir vasaþjófanna hefðbundnar. Þjófarnir sækist helst eftir veskjum og taka þá kreditkort og peningaseðla. Ásmundur segir einnig að einn þjófanna hefði náð að stela kreditkorti ferðamanns í verslun í Reykjavík og notað fyrir tæpa milljón króna. „Ef fólk verður vitni að einhverju svona að þá tilkynna til lögreglu um leið, bara staðsetningu, og við munum reyna að bregðast við eins hratt og við getum því við viljum reyna að hafa hendur í hári þessa fólks,“ segir Ásmundur. Öll fórnarlömb erlendir ferðamenn Hann hvetur fyrirtæki í ferðaþjónustunni til að upplýsa viðskiptavini sína um hvað þeir geti gert til að forðast það að verða fyrir barðinu á þjófunum. Jafnframt segir hann að í öllum skráðum tilfellum væru fórnarlömbin erlendir ferðamenn. „Þetta er ekki góð þróun en við reynum hvað við getum og höldum áfram að rannsaka þessi mál,“ segir hann. Ferðaþjónusta Lögreglumál Mest lesið „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Jói Fel málar með puttunum Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Innlent Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Fleiri fréttir Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Sjá meira
„Það er alveg ljóst að þarna erum við að eiga við skipulagða brotastarfsemi,“ segir Ásmundur Rúnar Gylfason, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu en hann ræddi vasaþjófnað í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Hann segir skipulagða glæpahópa senda fólk til landsins til að stunda vasaþjófnað og það hverfi svo af landi brott áður en að lögreglunni tekst að hafa hendur í hári þeirra. Tuttugu mál séu á borði lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu og önnur tuttugu á borði lögreglunnar á Suðurlandi. Tæmdi milljón af korti ferðamanns Ásmundur segir lögregluna á Suðurlandi hafa hrundið af stað átaki til að sporna við vasaþjófnaði og að lögreglan á höfuðborgarsvæðinu sé með óeinkennisklædda lögreglumenn á helstu ferðamannastöðum í borginni, Skólavörðustíg og Laugarvegi til að mynda, en að enn hafi þeim ekki tekist að koma í veg fyrir vasaþjófnað eða handtaka þjófana. Hann segir aðferðir vasaþjófanna hefðbundnar. Þjófarnir sækist helst eftir veskjum og taka þá kreditkort og peningaseðla. Ásmundur segir einnig að einn þjófanna hefði náð að stela kreditkorti ferðamanns í verslun í Reykjavík og notað fyrir tæpa milljón króna. „Ef fólk verður vitni að einhverju svona að þá tilkynna til lögreglu um leið, bara staðsetningu, og við munum reyna að bregðast við eins hratt og við getum því við viljum reyna að hafa hendur í hári þessa fólks,“ segir Ásmundur. Öll fórnarlömb erlendir ferðamenn Hann hvetur fyrirtæki í ferðaþjónustunni til að upplýsa viðskiptavini sína um hvað þeir geti gert til að forðast það að verða fyrir barðinu á þjófunum. Jafnframt segir hann að í öllum skráðum tilfellum væru fórnarlömbin erlendir ferðamenn. „Þetta er ekki góð þróun en við reynum hvað við getum og höldum áfram að rannsaka þessi mál,“ segir hann.
Ferðaþjónusta Lögreglumál Mest lesið „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Jói Fel málar með puttunum Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Innlent Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Fleiri fréttir Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Sjá meira