Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Atli Ísleifsson og Gunnar Reynir Valþórsson skrifa 14. apríl 2025 07:00 Tvær stórar rússneskar skotflaugar lentu á miðbæ Sumy í gærmorgun. AP Helstu bandamenn Úkraínumanna í stríði þeirra við innrásarher Rússa hafa fordæmt harkalega eldflaugaárásina sem gerð var á borgina Sumy í gærmorgun. Þrjátíu og fjórir létu lífið og um 120 særðust í árásinni, sem er sú mannskæðasta á þessu ári í stríðinu. Tvær stórar skotflaugar lentu á miðbæ Sumy og sprungu í loft upp nálægt háskóla borgarinnar og helstu ráðstefnumiðstöð hennar með hræðilegum afleiðingum. Friedrich Merz, verðandi kanslari Þýskalands, sakar Rússa um að hafa framið stríðsglæp og Donald Trump Bandaríkjaforseti segir að árásin hafi verið hræðileg, en tók þó fram að Rússar hafi sagt sér að um mistök hafi verið að ræða. Árásin kemur á sama tíma og Bandaríkjamenn hafa lagt mikið kapp á að koma á vopnahléi í stríðinu, enda hafði Trump sagt í kosningabaráttunni að hann gæti komið á friði í Úkraínu á einum sólarhring. Það hefur ekki gengið eftir og þrátt fyrir tilraunir til þess að semja hefur hvorki gengið né rekið. Volodómír Selenskí Úkraínuforseti hvetur nú Trump til þess að heimsækja Úkraínu og sjá með eigin augum þá eyðileggingu og hörmungar sem Rússar hafi kallað yfir landið. Aðrir leiðtogar á borð við Emmanuel Macron Frakklandsforseti og Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, hafa fordæmt árásina á Sumy harðlega og minnt á að Rússar séu árásaraðilinn í stríðinu og það séu þeir sem hafi gerst ítrekað brotlegir við alþjóðalög. Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Hernaður Rússland Tengdar fréttir Þorgerður Katrín fordæmir loftárás Rússa Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra fordæmir mannskæða loftárás Rússa á borgina Súmí í norðurhluta Úkraínu í morgun. 13. apríl 2025 13:53 Tugir sagðir liggja í valnum eftir eldflaugaárás á Sumy Margir óbreyttir borgarar eru sagðir liggja í valnum eftir að að minnsta kosti ein rússnesk skotflaug lenti í miðborg Sumy í norðurhluta Úkraínu. Sprengjuflaugin lenti þegar margir voru á götum borgarinnar og á leið til kirkju að fagna pálmasunnudegi. 13. apríl 2025 09:00 Mest lesið Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Erlent Fleiri fréttir Musk kallar ráðherra heimskan og homma „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Kvennaverkfall að hefjast og breytingar á lánum Landsbankans Náðaði rafmyntamógúl sem hefur hjálpað rafmyntaveldi Trump Vilja að þunguðum konum verði líka heimilt að deyja Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sextíu og þrír látnir eftir umferðarslys í Úganda Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Óttast að senda hermenn til Gasa Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Sjá meira
Tvær stórar skotflaugar lentu á miðbæ Sumy og sprungu í loft upp nálægt háskóla borgarinnar og helstu ráðstefnumiðstöð hennar með hræðilegum afleiðingum. Friedrich Merz, verðandi kanslari Þýskalands, sakar Rússa um að hafa framið stríðsglæp og Donald Trump Bandaríkjaforseti segir að árásin hafi verið hræðileg, en tók þó fram að Rússar hafi sagt sér að um mistök hafi verið að ræða. Árásin kemur á sama tíma og Bandaríkjamenn hafa lagt mikið kapp á að koma á vopnahléi í stríðinu, enda hafði Trump sagt í kosningabaráttunni að hann gæti komið á friði í Úkraínu á einum sólarhring. Það hefur ekki gengið eftir og þrátt fyrir tilraunir til þess að semja hefur hvorki gengið né rekið. Volodómír Selenskí Úkraínuforseti hvetur nú Trump til þess að heimsækja Úkraínu og sjá með eigin augum þá eyðileggingu og hörmungar sem Rússar hafi kallað yfir landið. Aðrir leiðtogar á borð við Emmanuel Macron Frakklandsforseti og Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, hafa fordæmt árásina á Sumy harðlega og minnt á að Rússar séu árásaraðilinn í stríðinu og það séu þeir sem hafi gerst ítrekað brotlegir við alþjóðalög.
Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Hernaður Rússland Tengdar fréttir Þorgerður Katrín fordæmir loftárás Rússa Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra fordæmir mannskæða loftárás Rússa á borgina Súmí í norðurhluta Úkraínu í morgun. 13. apríl 2025 13:53 Tugir sagðir liggja í valnum eftir eldflaugaárás á Sumy Margir óbreyttir borgarar eru sagðir liggja í valnum eftir að að minnsta kosti ein rússnesk skotflaug lenti í miðborg Sumy í norðurhluta Úkraínu. Sprengjuflaugin lenti þegar margir voru á götum borgarinnar og á leið til kirkju að fagna pálmasunnudegi. 13. apríl 2025 09:00 Mest lesið Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Erlent Fleiri fréttir Musk kallar ráðherra heimskan og homma „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Kvennaverkfall að hefjast og breytingar á lánum Landsbankans Náðaði rafmyntamógúl sem hefur hjálpað rafmyntaveldi Trump Vilja að þunguðum konum verði líka heimilt að deyja Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sextíu og þrír látnir eftir umferðarslys í Úganda Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Óttast að senda hermenn til Gasa Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Sjá meira
Þorgerður Katrín fordæmir loftárás Rússa Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra fordæmir mannskæða loftárás Rússa á borgina Súmí í norðurhluta Úkraínu í morgun. 13. apríl 2025 13:53
Tugir sagðir liggja í valnum eftir eldflaugaárás á Sumy Margir óbreyttir borgarar eru sagðir liggja í valnum eftir að að minnsta kosti ein rússnesk skotflaug lenti í miðborg Sumy í norðurhluta Úkraínu. Sprengjuflaugin lenti þegar margir voru á götum borgarinnar og á leið til kirkju að fagna pálmasunnudegi. 13. apríl 2025 09:00
Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent
Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent