Formúla 1

„Eins og ég hafi aldrei keyrt For­múlu 1 bíl“

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Lando Norris sagðist hafa verið glórulaus í tímatökunni fyrir Barein-kappaksturinn.
Lando Norris sagðist hafa verið glórulaus í tímatökunni fyrir Barein-kappaksturinn. getty/Rudy Carezzevoli

Lando Norris, ökumaður McLaren, var með böggum hildar eftir að hafa endað í 6. sæti í tímatökunni fyrir kappaksturinn í Barein.

Samherji Norris hjá McLaren, Oscar Piastri, verður á rásspól í kappakstrinum í dag. Hann var 0,426 sekúndum á undan Norris sem var afar ósáttur við eigin frammistöðu í tímatökunni.

„Ekkert stórt til að kvarta yfir. Bíllinn er frábær og eins góður og hann hefur verið allt tímabilið sem er sterkt. Ég var bara ekki tengdur. Ég veit ekki af hverju. Bara glórulaus á brautinni í augnablikinu. Ég veit ekki. Ég þarf að byrja upp á nýtt,“ sagði Norris.

„Það er eins og ég hafi aldrei keyrt Formúlu 1 bíl. Ég veit ekki hvernig ég á að nálgast þetta. Í hvert sinn sem ég prófa eitthvað er það gott um stund og slæmt þá næstu. Þegar ég er ekki í flæði er ég ekki mjög snöggur.“

Norris er með eins stigs forskot á heimsmeistarann Max Verstappen í keppni ökuþóra.

Bein útsending frá kappakstrinum í Barein hefst klukkan 14:30 á Vodafone Sport í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×