Tugir sagðir liggja í valnum eftir eldflaugaárás á Sumy Samúel Karl Ólason skrifar 13. apríl 2025 09:00 Frá miðborg Sumy í Úkraínu. Margir óbreyttir borgarar eru sagðir liggja í valnum eftir að að minnsta kosti ein rússnesk skotflaug lenti í miðborg Sumy í norðurhluta Úkraínu. Sprengjuflaugin lenti þegar margir voru á götum borgarinnar og á leið til kirkju að fagna pálmasunnudegi. Myndefni frá Sumy sýnir fjölda líka á götum borgarinnar, brennda bíla og mjög skemmdan strætisvagn. Fyrstu tölur frá yfirvöldum í Úkraínu segja að minnsta kosti 21 dáinn og 83 særða. Búist er við að tala látinna muni hækka. Utanríkisráðherra Úkraínu segir marga látna og særða og kallar eftir auknum þrýstingi á Vladimír Pútín, forseta Rússlands, og bættum loftvörnum í Úkraínu. Í stað þess að samþykkja tillögur Donalds Trump um almennt vopnahlé hafi Rússar frekar aukið árásir sínar á Úkraínu. „Styrkur er eina tungumálið sem þeir skilja og eina leiðin til að binda enda á þennan hrylling,“ skrifar Andrii Sybiha. Borgarstjóri Sumy hefur slegið á svipaða strengi og segir einnig marga liggja í valnum. Sjá einnig: Skjótasta leiðin að friði að verða við kröfum Rússa Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, segir tugi látna og særða. „Einungis ógeðfelld úrhrök geta hagað sér svona og drepið óbreytta borgara,“ skrifaði forsetinn. Hann kallar einnig eftir hertum aðgerðum geng Rússlandi frá Evrópu og Bandaríkjunum og segir það einu leiðina til að binda enda á ástandið. Án þrýstings á Rússland sé friður ómögulegur. „Viðræður hafa aldrei stöðvað skotflaugar og sprengjur. Það sem þarf er það viðhorf gagnvart Rússlandi sem hryðjuverkamenn eiga skilið.“ 🚨🚨🚨 BREAKING: The moment a ballistic missile hit the center of SumyPreliminary reports suggest it hit a trolleybus. pic.twitter.com/4c0sn3vlJe— NEXTA (@nexta_tv) April 13, 2025 Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Vladimír Pútín Mest lesið Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Erlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Erlent Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Innlent Fleiri fréttir Náðaði rafmyntamógúl sem hefur hjálpað rafmyntaveldi Trump Vilja að þunguðum konum verði líka heimilt að deyja Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sextíu og þrír látnir eftir umferðarslys í Úganda Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Óttast að senda hermenn til Gasa Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Sjá meira
Myndefni frá Sumy sýnir fjölda líka á götum borgarinnar, brennda bíla og mjög skemmdan strætisvagn. Fyrstu tölur frá yfirvöldum í Úkraínu segja að minnsta kosti 21 dáinn og 83 særða. Búist er við að tala látinna muni hækka. Utanríkisráðherra Úkraínu segir marga látna og særða og kallar eftir auknum þrýstingi á Vladimír Pútín, forseta Rússlands, og bættum loftvörnum í Úkraínu. Í stað þess að samþykkja tillögur Donalds Trump um almennt vopnahlé hafi Rússar frekar aukið árásir sínar á Úkraínu. „Styrkur er eina tungumálið sem þeir skilja og eina leiðin til að binda enda á þennan hrylling,“ skrifar Andrii Sybiha. Borgarstjóri Sumy hefur slegið á svipaða strengi og segir einnig marga liggja í valnum. Sjá einnig: Skjótasta leiðin að friði að verða við kröfum Rússa Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, segir tugi látna og særða. „Einungis ógeðfelld úrhrök geta hagað sér svona og drepið óbreytta borgara,“ skrifaði forsetinn. Hann kallar einnig eftir hertum aðgerðum geng Rússlandi frá Evrópu og Bandaríkjunum og segir það einu leiðina til að binda enda á ástandið. Án þrýstings á Rússland sé friður ómögulegur. „Viðræður hafa aldrei stöðvað skotflaugar og sprengjur. Það sem þarf er það viðhorf gagnvart Rússlandi sem hryðjuverkamenn eiga skilið.“ 🚨🚨🚨 BREAKING: The moment a ballistic missile hit the center of SumyPreliminary reports suggest it hit a trolleybus. pic.twitter.com/4c0sn3vlJe— NEXTA (@nexta_tv) April 13, 2025
Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Vladimír Pútín Mest lesið Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Erlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Erlent Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Innlent Fleiri fréttir Náðaði rafmyntamógúl sem hefur hjálpað rafmyntaveldi Trump Vilja að þunguðum konum verði líka heimilt að deyja Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sextíu og þrír látnir eftir umferðarslys í Úganda Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Óttast að senda hermenn til Gasa Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Sjá meira
Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent
Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent