„Vandamálið er mín megin og ég verð að bæta mig“ Ágúst Orri Arnarson skrifar 13. apríl 2025 09:03 Lewis Hamilton segir Ferrari bílinn ekki vera vandamálið sem leiddi til þess að hann endaði í níunda sæti í tímatökunni. Jayce Illman/Getty Images Sjöfaldi heimsmeistarinn Lewis Hamilton hefur ekki farið vel af stað hjá Ferrari og verður sá níundi af stað í Barein kappakstrinum í Formúlu 1 síðar í dag. Hann segir bílinn ekki vera vandamálið, hann verði sjálfur að gera betur. Hamilton var næstum því sekúndu lengur en sá sneggsti, Oscar Piastri, í tímatökunni í gær. Carlos Sainz, sem fór til Williams eftir að Hamilton leysti hann af hjá Ferrari, var einnig sneggri en Hamilton í tímatökunni og verður sá áttundi af stað í dag. „Ég er bara ekki að standa mig nógu vel, vandamálið er mín megin og ég verð að bæta mig. Bíllinn er augljóslega nógu góður, sem er gott“ heyrðist Hamilton segja í liðsútvarpi Ferrari eftir tímatökuna. „Þetta er svo sannarlega ekki góð tilfinning. Ég hef engin svör, ég var bara ekki nógu snöggur“ sagði hann svo við blaðamenn. Hamilton endaði í tíunda sæti í fyrsta kappakstri ársins í Ástralíu, vann síðan sprettinn í Kína og virtist vera á beinu brautinni en var dæmdur úr leik í kappakstrinum sjálfum og endaði svo í sjöunda sæti í Japan síðustu helgi, þrettán sekúndum á eftir liðsfélaga sínum LeClerc. Fjallað var um tímatökuna í Sportpakka Stöðvar 2 í gærkvöldi og innslagið má sjá hér fyrir ofan. Barein kappaksturinn verður svo í beinni útsendingu á Vodafone Sport klukkan 14:30. Akstursíþróttir Mest lesið „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Sport Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Íslenski boltinn Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Enski boltinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Körfubolti Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Íslenski boltinn Dramatík í uppbótartíma Enski boltinn Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool Enski boltinn „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti Sanngjarn heimasigur Enski boltinn „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Enski boltinn Fleiri fréttir Norris á ráspól en Verstappen í vandræðum Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira
Hamilton var næstum því sekúndu lengur en sá sneggsti, Oscar Piastri, í tímatökunni í gær. Carlos Sainz, sem fór til Williams eftir að Hamilton leysti hann af hjá Ferrari, var einnig sneggri en Hamilton í tímatökunni og verður sá áttundi af stað í dag. „Ég er bara ekki að standa mig nógu vel, vandamálið er mín megin og ég verð að bæta mig. Bíllinn er augljóslega nógu góður, sem er gott“ heyrðist Hamilton segja í liðsútvarpi Ferrari eftir tímatökuna. „Þetta er svo sannarlega ekki góð tilfinning. Ég hef engin svör, ég var bara ekki nógu snöggur“ sagði hann svo við blaðamenn. Hamilton endaði í tíunda sæti í fyrsta kappakstri ársins í Ástralíu, vann síðan sprettinn í Kína og virtist vera á beinu brautinni en var dæmdur úr leik í kappakstrinum sjálfum og endaði svo í sjöunda sæti í Japan síðustu helgi, þrettán sekúndum á eftir liðsfélaga sínum LeClerc. Fjallað var um tímatökuna í Sportpakka Stöðvar 2 í gærkvöldi og innslagið má sjá hér fyrir ofan. Barein kappaksturinn verður svo í beinni útsendingu á Vodafone Sport klukkan 14:30.
Akstursíþróttir Mest lesið „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Sport Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Íslenski boltinn Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Enski boltinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Körfubolti Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Íslenski boltinn Dramatík í uppbótartíma Enski boltinn Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool Enski boltinn „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti Sanngjarn heimasigur Enski boltinn „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Enski boltinn Fleiri fréttir Norris á ráspól en Verstappen í vandræðum Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira