Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Kjartan Kjartansson skrifar 11. apríl 2025 10:51 Susannah Meyers, þáverandi yfirmaður herstöðvarinnar á Grænlandi, (t.v.) ræðir við Vance varaforseta (annar frá hægri) í heimsókninni í síðasta mánuði. Vísir/Getty Yfirmaður bandarísku herstöðvarinnar á Grænlandi var rekinn eftir að hann vildi ekki taka undir gagnrýni J.D. Vance varaforseta á dönsk stjórnvöld í umdeildri heimsókn á dögunum. Talsmaður Bandaríkjastjórnar segir engar tilraunir til að „vinna gegn“ stefnu forsetans verða liðnar. Heimsókn Vance og föruneytis til Grænlands í síðasta mánuði sætti gagnrýni. Hann mætti óboðinn á tíma sem Bandaríkjaforseti og málpípur hans töluðu ítrekað um að Bandaríkin ætluðu að komast yfir Grænland með einum eða öðrum hætti, jafnvel með hernaðarinngripip. Grænland er danskt yfirráðasvæði og meirihluti Grænlendinga segist ekki hafa áhuga á að tilheyra Bandaríkjunum. Vance heimsótti Pituffik-herstöð Bandaríkjahers, sem var áður kennd við Thule, á norðanverðu Grænlandi. Þar sakaði hann Dani um að vanrækja varnir og innviði Grænlands og sagði eyjuna verða öruggari undir stjórn Bandaríkjamanna. Dönsk stjórnvöld sögðu ummælin og heimsóknina lýsa virðingarleysi. „Við erum opin fyrir gagnrýni, en leyfið mér að vera fullkomlega hreinskilinn, við kunnum ekki að meta tóninn sem hún er sett fram í,“ sagði Lars Løkke Rasmussen, utanríkisráðherra Danmerkur, um uppátæki Bandaríkjastjórnar. Ummæli Vance endurspegluðu ekki herstöðina Þremur dögum eftir heimsóknina sendi Susannah Meyers, ofursti og yfirmaður herstöðvarinnar, starfsmönnum sínum tölvupóst þar sem hún væri hugsi yfir því hvaða áhrif ummæli Vance hefðu haft á þá í ljósi herferðar Bandaríkjastjórnar til að komast yfir Grænland. „Ég þykist ekki skilja stjórnmálin eins og þau eru en það sem ég veit er að þær áhyggjur Bandaríkjastjórnar sem Vance varaforseti lýsti á föstudaginn endurspegla ekki Pituffik-herstöðina. Ég heiti því að eins lengi og ég er nógu heppin að stýra þessari stöð, muni fánar okkar allra blakta með stolti, saman,“ sagði í tölvupóstinum, að sögn blaðsins Politico. Þessu virðist Bandaríkjastjórn hafa tekið óstinnt upp. Herinn tilkynnti í gær að Meyers hefði verið rekin án þess þó að tilgreina sérstaklega ástæðuna. Talsmaður varnarmálaráðuneytisins sagði að hvorki aðgerðir sem græfu undan valdakeðju né stefnu forsetans yrðu liðnar. Miklar hreinsanir hafa átt sér stað innan Bandaríkjahers frá stjórnarskiptunum í janúar. Fjöldi blökkumanna og kvenna hefur verið leystur frá stjórnunarstörfum en Pete Hegseth, varnarmálaráðherra, hefur heitið því að útrýma öllum jafnréttis- og fjölbreytnisjónarmiðum úr hernum og ráðuneytinu. Grænland Bandaríkin Hernaður Danmörk Mest lesið Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Lögregla lýsir eftir vitnum að mannaferðum við Stardal Innlent Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Innlent Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Erlent Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Innlent Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Erlent Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Innlent Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Innlent Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Innlent Fleiri fréttir Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Forsætisráðherra Japan segir af sér Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Sjá meira
Heimsókn Vance og föruneytis til Grænlands í síðasta mánuði sætti gagnrýni. Hann mætti óboðinn á tíma sem Bandaríkjaforseti og málpípur hans töluðu ítrekað um að Bandaríkin ætluðu að komast yfir Grænland með einum eða öðrum hætti, jafnvel með hernaðarinngripip. Grænland er danskt yfirráðasvæði og meirihluti Grænlendinga segist ekki hafa áhuga á að tilheyra Bandaríkjunum. Vance heimsótti Pituffik-herstöð Bandaríkjahers, sem var áður kennd við Thule, á norðanverðu Grænlandi. Þar sakaði hann Dani um að vanrækja varnir og innviði Grænlands og sagði eyjuna verða öruggari undir stjórn Bandaríkjamanna. Dönsk stjórnvöld sögðu ummælin og heimsóknina lýsa virðingarleysi. „Við erum opin fyrir gagnrýni, en leyfið mér að vera fullkomlega hreinskilinn, við kunnum ekki að meta tóninn sem hún er sett fram í,“ sagði Lars Løkke Rasmussen, utanríkisráðherra Danmerkur, um uppátæki Bandaríkjastjórnar. Ummæli Vance endurspegluðu ekki herstöðina Þremur dögum eftir heimsóknina sendi Susannah Meyers, ofursti og yfirmaður herstöðvarinnar, starfsmönnum sínum tölvupóst þar sem hún væri hugsi yfir því hvaða áhrif ummæli Vance hefðu haft á þá í ljósi herferðar Bandaríkjastjórnar til að komast yfir Grænland. „Ég þykist ekki skilja stjórnmálin eins og þau eru en það sem ég veit er að þær áhyggjur Bandaríkjastjórnar sem Vance varaforseti lýsti á föstudaginn endurspegla ekki Pituffik-herstöðina. Ég heiti því að eins lengi og ég er nógu heppin að stýra þessari stöð, muni fánar okkar allra blakta með stolti, saman,“ sagði í tölvupóstinum, að sögn blaðsins Politico. Þessu virðist Bandaríkjastjórn hafa tekið óstinnt upp. Herinn tilkynnti í gær að Meyers hefði verið rekin án þess þó að tilgreina sérstaklega ástæðuna. Talsmaður varnarmálaráðuneytisins sagði að hvorki aðgerðir sem græfu undan valdakeðju né stefnu forsetans yrðu liðnar. Miklar hreinsanir hafa átt sér stað innan Bandaríkjahers frá stjórnarskiptunum í janúar. Fjöldi blökkumanna og kvenna hefur verið leystur frá stjórnunarstörfum en Pete Hegseth, varnarmálaráðherra, hefur heitið því að útrýma öllum jafnréttis- og fjölbreytnisjónarmiðum úr hernum og ráðuneytinu.
Grænland Bandaríkin Hernaður Danmörk Mest lesið Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Lögregla lýsir eftir vitnum að mannaferðum við Stardal Innlent Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Innlent Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Erlent Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Innlent Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Erlent Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Innlent Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Innlent Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Innlent Fleiri fréttir Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Forsætisráðherra Japan segir af sér Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Sjá meira